Fjallahjólaferð í Laka um Verslunarmannahelgina

by Halldóra

Við lögðum af af stað á laugardagsmorgni frá Kirkjubæjarklaustri. Þar lögðum við bílunum og hjóluðum af stað frá Þverá í Síðu upp með Brunahrauni og Öðulbrúará að Miklafelli. Heildarvegalengd 20 km.

Komum okkur fyrir í tjaldi við Miklafell og gengum á fellið fyrir kvöldmat. Borðuðum svo saman dýrindis kjötsúpu.

Á sunnudagsmorgni hjóluðum við snemma af stað og komum við í hinum einstöku Laufbalavatnshellum.

Héldum áfram fram hjá Blæng og að Laka. Hjóluðum svo áfram með viðkomu í Tjarnargíg að Blágili og gistum þar um kvöldið í tjaldi og í skálum. Heildarvegalengd 60 km.

Á mánudagsmorgni, annan í hvítasunnu, héldum við af stað niður Lakaleið, hjóluðum fram hjá Fagrafossi og meðfram Fjaðrárgljúfri. Komið niður hjá Hunkubökkum og hjóluðum stuttan spotta meðfram þjóðveginum og vegna þess að það var enginn umferð út af lokuninni á Þjóðvegi 1, út af Skáftárhlaupi, þá hjóluðum við á veginum inn að Klaustri. Heildarvegalengd um 47 km.

Dagur 1 (Klaustur-Miklafell):
https://www.strava.com/activities/1754536942

Dagur 2 (Miklafell-Laufbalavatn-Laki-Blágil):
https://www.strava.com/activities/1754359257
https://www.strava.com/activities/1754370076

Dagur 3 (Blágil-Klaustur):
https://www.strava.com/activities/1754373160

You may also like

Leave a Comment