Diagonale des fous 2019 – undirbúningur

by Halldóra

Á morgun legg ég af stað í 100 mílna fjallahlaup á frönsku eyjunni Réunion, sem staðsett er í Indlandshafi, nálægt Madagaskar, þ.e. í Afríku.

Hér verður hægt að fylgjast með mér: https://grandraid-reunion.livetrail.run/coureur.php

Hlaupið hefst klukkan 22:00 að staðartíma (klukkan 18:00 að íslenskum tíma) og ég hef 66 klukkustundir til að klára hlaupið. Á leiðinni eru 17 drykkjastöðvar og á tveim stöðvunum, verður komið fyrir poka sem ég skila fyrir ræsinguna á morgun. Hver poki (dropbag) má ekki vera meira en 5 kg að þyngd.

Fyrri pokinn er á stöð sem heitir Cilaos, og er eftir um 65 km leið. Seinni pokinn er við Illet Savannah sem er eftir um 130 km leið.

Siggi setti upp tímaplan fyrir mig, m.v. að ég klári á 55 klst, sem er það allra bjartsýnasta að mínu mati. Því Gunni Júl og Börkur kláruðu báðir þetta hlaup á 52 klst. Ég geri því ráð fyrir að vera allt að 60 klst. Tíminn skiptir mig nákvæmlega engu máli, markmið númer eitt er að klára og helst innan tímamarka (sem er alls ekki sjálfsagt í svona erfiðu hlaupi) og markmið númer tvö er að hafa gaman alla leið og komast heil í mark.

Ég er búin að vera að glíma við smá meiðsl, þar sem ég datt í Esjunni fyrir um 3 vikum síðan og brákaði illa á mér rifbein, sem hafa verið að kvelja mig. Svo er ég í miðju tannbrúar-veseni, sem er líka búið að kvelja mig mikið síðustu vikur, svo ég er líka bara glöð að vera komin hingað út, því það er heldur ekki sjálfsagt að komast að ráslínu, svo margt sem getur komið uppá, eins og að framan greinir.

Hér eru upplýsingar um planið mitt og hvað ég er með í pokunum þremur, því þriðji pokinn er pokinn sem við fáum þegar við komum í mark.

TÍMAPLANIÐ
Hér að neðan er tímaplanið. Við byrjum hlaupið í St. Pierre sem er í 8 m hæð yfir sjávarmáli klukkan 22:00 að staðartíma. Förum upp og niður

SALOMON VESTIÐ OG RÆSING
Ég ætlaði að fara í nýju fjólubláu Salomon dressi sem ég keypti mér í Chamonix í sumar, „Reunion dressið“. Hef því miður ekki komist í að prófa það almennilega svo ég ákvað í dag að skipta um skoðun og fara bara í mjög gömlum og þægilegum hlaupafatnaði, Fusion stuttbuxum og Compresssport stuttermabol. Þannig næ ég að brjóta EKKI reglu #1 sem er að keppa ekki í neinu nýju, þ.e. sem þú hefur ekki prófað áður.
Þar sem ég geri ráð fyrir að vera í um 16 klst að fyrsta drop poka, þá er ég með að lágmarki 16 einingar af orku með mér, þ.e. ein eining fyrir hverja klukkustund. Eitt gel, er t.d. ein eining, og einn GU gúmmípakki eru tvær einingar. Þar að auki er ég með nóg af orkudrykkjum, þ.e. í duft formi, frá bæði GU og High-Five.

Siggi var að draga af mér (þ.e. fækka gelunum sem ég þarf að bera) það eru 3 stöðvar sem eru með orku á leiðinni og hann segir að sú orka dugi í um 1,5 klst, þannig samtals 4,5 klst. Er því með 12 einingar á mér fram að fyrsta dropbag. (Fram að fyrsta dropbag – eru 4 stöðvar þar af 3 matarstöðvar).
Það er mjög lítill skyldubúnaður hérna m.v. t.d. í UTMB, en það er skylda að vera með langermapeysu, jakka, höfuðljós og auka rafhlöðu. Ég verð með allt það sem og buff, húfu og vettlinga. Er líka með hleðslustöð til að hlaða símann minn og úrið, sem ég geri nú samt ekki ráð fyrir að þurfa að hlaða það, því rafhlaðan dugir í 60 klst á Garmin Fenix 6 úrinu mínu. Hlakka mikið til að hlaupa með það, því ég sé miklu betur á það, heldur en á gamla úrið mitt, mun stærri skjár og lengri rafhlöðuending. Hleyp í nýjum frábærum HOKA Speedgoat EVO skóm sem ég elska.

POKI 1 = CILAOS 65,4 km
Þar sem það eru 30 klst frá Dropbag 1 til Dropbag 2, þá þarf ég að vera með rúmlega 30 einingar af orku í poka 1. NB planið var að breytast … það eru 7 matarstöðvar á leiðinni, svo Siggi dró frá mér, 7 * 1,5 klst = 10,5 klst – svo ég er með 20 einingar af orku í Dropbag poka 2. (Fram að poka 2 eru 10 stöðvar þar af 7 matarstöðvar). Auk þess er ég með Fanta dós, RedBull dós, Beef Jerky, harðfisk og snickers og bounty sem ég ætla að drekka og borða á drykkjarstöðinni.
Er auk þess með sjúkrakit-poka með t.d. vaselíni, kælikremi, hitakremi, plástrum o.s.frv.
Er einnig með auka HOKA hlaupaskó, Speedgoat 3 skóna sem ég hljóp í allt Mont Blanc hlaupið í sumar, þeir eru frábærir. Er með aukahlaupafatnað og handklæði þarna líka, ef ég kemst í sturtu, þá væri það mjög gott. Geri ráð fyrir að ná vonandi að leggja mig þarna eða í kringum 80 km stöðina og er því með auka álpoka til að geta breytt yfir mig.

POKI 2= ILET SAVANNAH 130 km
Það eru síðan um 14 klst frá síðari drykkjarstöðinni og í mark svo ég þarf að vera með rúmlega 15 einingar af orku fyrir síðasta pokann. Siggi tók hérna sama og í byrjun, þ.e. 4,5 klst eða 4,5 einingar, svo ég er með 12 einingar þarna. (Það eru 4 matarstöðvar, þar af 3 matarstöðvar).
Í þessum poka er ég í raun og veru svo með það sama og í poka 1. Fyrst öll orkan sem ég tek með mér, svo ein Fantadós, RedBull dós, Beef Jerky, harðfiskur, Snickers og Bounty.
Er með annan sjúkrakít poka, með vaselíni, body glide, kælikremi, hitakremi, plástrum o.s.frv.
Er með gamla HOKA Speedgoat3 strigaskó í þessum poka og auka alklæðnað og handlæði ef ég kemst í sturtu. Er einnig með auka hleðslupung til að hlaða símann. Vona að ég nái að leggja mig á þessari drykkjarstöð, en þetta er ný drykkjarstöð. Í fyrra var poki 2 í skóla í Sans Souci, en þeir hafa flutt hana lengra núna, m.v. það sem Börkur og Siggi segja.

POKI 3 = LA REDOUTE MARKIÐ
Í síðasta pokanum set ég hlýja primaloft úlpu, flíspeysu og hreina sokka og inniskó. Recovery drykkur og blautþurrkur, en geri ráð fyrir að vera skutlað strax heim og komast strax í sturtu og hrein föt 🙂

Annars er ég bara í nokkuð góðum gír og hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni, sem er örugglega eitt mest krefjandi verkefni sem ég hef tekist á við, alla vega m.v. það sem Elísabet Margeirsdóttir vinkona og Siggi segja að þetta sé „erfiðasta 100 mílna fjallahlaup í heimi“, en ég mun takast á við þetta skemmtilega fjallahlaup með gleðina að leiðarljósi, „grjóthörð“ og „jákvæð“.

You may also like

Leave a Comment