Við Óli Már heimsóttum Huldu og Loga í K100 og sögðum þeim frá Nepal ævintýrinu okkar.
Daglegt líf
Fórum í skoðunarferð eftir morgunmat.
Fyrst var ferðinni heitið í Pashupatinath Temple í Kathmandu.
Þar skoðuðum við og fengum mjög góðar upplýsingar um Hindúisma og Búddisma.
Við skoðuðum líkbrennsluna og fræddumst um allt í kringum hana, sjá frekari upplýsingar hér.
Efir skoðunarferðina fórum við og hittum Jangbu yfirshherpann okkar sem fór með okkur aftur í Búdda hofið xx sem við fórum í fyrsta daginn.
Hann fór með okkur í sérstaka kjólabúð, þar sem við stelpurnar versluðum okkar alla glæsilega kjóla og margir strákanna keyptu sér flottar skyrtur og hatta.
Eftir kjólaleiðangurinn fengum við okkur hádegismat á grænmetisstaðnum Sherpa Loft, þar sem við fengum mjög gott guacamole með pönnukökum.
Eftir matinn, fórum við og kíktum aðeins í búðir þarna í kring og svo skelltum við Inga okkur í bæinn Tamel, þar sem okkur langaði að kíkja aftur í Sherpa búðina og skoða okkur „casual“ Nepalskan fatnað.
Við vorum búnar að kanna á google maps hvað ferðin heim myndi taka langan tíma og það var áætlað 40 mín. Við fórum því bara í tvær búðir og lögðum í hann til baka klukkan 17:00 þar sem planið var að fara út að borða með rútu klukkan 18:00.
Ferðin heim tók hins vegar mun lengri tíma, og við vorum orðnar ansi stressaðar við Inga. Vorum í stöðugu sambandi við Jóa og Óla, en Óli var búin að liggja heima í rúminu í allan dag. Hópurinn og rúturnar biðu bara eftir okkur þegar við Inga komum og við klæddum okkur bara í kjólana í bílnum.
Fórum á mjög góðan veitingastað og fengum þríréttaða máltíð sem var mjög góð á flottum Nepölskum veitingastað, xxxx. xxxx.
Vorum komin heim á hótel aftur fyrir klukkan 23:00.
Vöknuðum klukkan 05:00, líklega síðasta kalda nóttinn í bíli hér í Nepal. Pökkuðum svefnpokunum og dótinu okkar og fengum okkur kaffibolla klukkan 5:30 í matsalnum. Gengum svo með dótið okkar út á flugvöll, Sherparnir vinir okkar vöknuðu með okkur og báru hluta tasknanna, en við kvöddum alla burðarmennina í gær.
Vorum komin út á fugvöll fyrir klukkan 6, en við vorum upplýst í gær um að við ættum fyrsta flug yfir til Katmandu og myndum fljúga beint ekki á þennan sveitaflugvöll sem við flugum frá þegar við komum.
Reyndin varð samt sú að við þurftum, að bíða í 2-3 klst. Flugið yfir gekk samt mjög vel þó manni finnst það smá crazy, bæði þar sem öryggisleit er mjög takmörkuð og maður situr, næstum því frammí hjá flugmönnunum og maður gæti í raun tekið í stýrið 🙂
Þurftum svo að bíða smá stund eftir rútunni á flugvellinum á Katmandu, en vorum komin aftur á hótelið okkar Gokarna Forest Resort klukkan 10:30. Það voru fagnaðarfundir að hitta aftur Ingu og Jóa, sem voru búin að vera í skemmtilegri ferð um Nepaldalinn.
Fengum okkur morgun/hádegismat, steikar eða klúbbsamlokur og drykki. Sátum lengi úti í sólinni og spjölluðum saman.
Strákanir (mínus Óli minn) fóru svo saman í golf, en við sátum áfram og nutum hitans og sólarinnar.
Svo fóru allir í nudd fyrir kvöldmat og ég náði líka manicure og pedicure, oft hefur verið þörf, en nú var nauðsyn, svo það var yndislegt.
Borðuðum góðan kvöldmat á barnum og svo fóru margir snemma í svefninn, eftir langan dag, en ég var ótrúlega hress eftir nuddið og snyrtinguna að ég fór ekki að sofa fyrr en að ganga tólf.
Lögðum af stað frá gistiheimilinu klukkan 7 eins og aðra morgna. Skrítin tilfinning að þetta væri siðasti göngudagurinn. Fengum pönnuköku með epla skífum í morgunmat.
Það var frekar kalt þegar við lögðum af stað enda sólinn ekki farin að skína í dalinn.
Við tókum nokkur atriði upp í myndbandinu okkar eins og að ganga þreytt yfir brúnna, pipra Jakuxans þegar þeir fóru fram hjá o. S. Frv.
Stoppupum og fækkunin fötum þegar sólin for að skína (höfðum fengið okkur te þar á leiðinni uppeftir)
Heldum svo áfram, stoppuðum í tei áður en við förum yfir eina göngubrúnna þar sem Óli stillti sér upp og við tókum upp tvo satripo á brunni.
Eg gekk allan daginn á Hoka skónum mínum og við tökum líka nokkrar hlaupamyndir á brunni.
Sbo var tekin svuntu mynd og hátta mynd af Hansa og Leif.
Leiðin var að mestu niður fyrir utan nokkrar brekkur en mér leið mjög vel í þeim í dag.
Borðuðum hádegismat, pizzu, franskar og grænmeti á cxx og stoppipum sbo á systra kaffinu og fengum okkar mjög góða kaffibolla.
Síðasta brekkan upp var mjög auðveld og það var gaman að Fara sbo öll saman í gegnum hliðið.
Það sjálfsögðu tók ég það á FB Live.
Eftir að hafa skalað fyrir ferðinni og vip gegnum herbergin þá tökum við smá göngu um bæi n Lukla.
Naði að leggja mig smá fyrir kvöldmat en lúxusinn þe sturtan sem var á herberginu var ísköld svo ekki varð baðdsgur hjá, en við sáum nokkrar mæðir vera að baða börnin sín í bala á leiðinni, spurning hvort laugardagur sé baðdagur hjá Sherpunum í fjöllunum.
Fengum sbo mjög gildan kvöldmat sjóðandi heitan disk, með kjúklingi, soðnu grænmeti og pasta. Heitir Sisler. Í desert var svo glæsileg kaka sem Leifur skipti bróðurlega á milli okkar allra rúmlega 20 manns.
Við biðum nefnilega öllum, Sherpunum, burðar drengjunum, yfirSherpanum og manninum sem rak jakuxans okkar áfram, þe biðum þeim öllum í kvöldmat og drykki með okkur.
Komin í rúm fyrir klukkan 21.30 enda áttu allir að vakna klukkan 5 í fyrramálið, e
Síðasti göngudagurinn leiðir hópinn til bæjarins Lukla. Gist á gistiheimili, fullt fæði
Svaf vel eftir að hafa kæmist i sturtu i gærkvöldi og farið i skemmtilegan svuntu leiðangur.
Eftir morgunmat förum við og kíktum á Hillary skolann en það voru bara feamkcæmdir þar sem það var skólafrí.
Þurfti að hlaupa aftur á hótelið fékk í magann þá kíkti hópurinn á málverka sala og Guðrún keypti fallegt málverk
Fórum svo upp úr dalnum yfir fjallið og niður hinum megin en okkur beið um 1000 m lækkun þennan daginn.
Tókum upp tí listar myndbandið uppi á hæðinni og Óli tók fullt af hlaupa myndum af mér þarna á hæðinni frekar skemmtilegt en skrítið að vera að hlaupa í 4000 m hæð með Everest í baksýn
Héldum aðeins áfram og tókum fleiri ljósmyndir og myndbönd.
Héldum áfram niður fjallið, könnunum við okkur síðan við fjórum í aðlögunargöngu frá Namshe Bazar upp að Everest View og komum þarna niður við flugvöllinn Og hjá línunni sem ég keypti húfuna hjá.
Eftir 3 myndatökuna þá konim við í bæinn og höfðum 2 klst áður en við hittumst í hádegismat á Jak Hotel Ínu.
Við byrjuðum á kaffihúsinu og fengum okkur kaffi og brownies og kíktum svo í nokkrar búðir.
Fengum mjög góðan hádegismat kjuklingasamloku og franskar
Eftir matinn þá gengum við áfram niður yfir glottu hengibrúnna og tókum myndband og myndir.
Svo var síðasta brekkan þegar við komum upp úr Þjóðgarðinum. Þurftum að bíða eftir að fá samþykki til aðhalds áfram frá manninum í skúrnum þar sem við erum skráð inn og út úr þjóðgarðinum.
Komum svo á gistiheimilið Sherpa Lodge & Restqurant um 16.30.
Hittumst svo á kaffihúsi klukkan 17 og svo í fordrykk klukkkan 18.30 á gistiheimilinu
Fengum Graskerssupu, Jakuxasteik með kartöflum og grænmeti og niðursoðna ávexti í kvöldmat.
Dönsuðum og spiluðum svo eftir kvöldmat. Sigrún var klætt upp af eigandanum í fléttan kjól og brúðkaups hattinn við svuntuna fínu.
dag er gengið Hrniður Mjólkurárdalinn í þorpið Monjo.
Leið miklu betur í morgun þegar ég vaknað en þegar ég fór að sofa, þökk sé einni parkódín töflu, þá svaf ég til klukkan 01 þegar ég þurfti að fara á klósettið😊
Það var miklu hlýrra núna en síðustu nótt en ég er búin að hósta mikið síðustu tvær nætur.
Við erum alveg hætt að taka Diamoxið en erum samt ennþá í rúmlega 4.000 m hæð.
Guðrún og Kristín eru líka báðar hóstandi. Guðrún og Elli fóru því aðra leið til Khumbung en við, þar sem það var mikil hækkun á dag leiðinni.
Við fórum aftur fram hjá klaustrinu sem við heimsóttum í gær á leið okkar.
Það var mjög gaman þegar við sáum aftur stóra klaustrið hinum megin við ána og dalinn, og sáum líka gistiheimilið Paradise sem við gistum á, á leiðinni uppeftir.
Tókum nestiapasu (mars/snickers/hnetur og harðfiskur) í fjallinu og nutum útsýnisins.
heldum svo áfram niður og upp en það var ágætis ganga upp að veitingastaðnum þar sem við borðuðum, hrísgrjón og kartöflur.
Það var mikið stuð í hádegismatnum þar sem við fæ dönsuðum undir styrki stjórn Hrannar.
Svo var önnur brekka efir hádegismat, 2 klst brekkan, þegar ég átti ekki eftir mikið af henni fékk ég hræðilegt asmakast. Ég náði ekki andanum en sem betur fer þá var ég með púst frá Ingu (mitt hafði orðið eftir fyrir mistök í niðurskurðinum) og það hjálpaði er að klára brekkuna. Rétt áður en ég lagði af stað þá var Sammi vinur minn að spila tónlist,og það var eitthvað þvílíkt rapplag sem var að gera mig gráhærða en hann var með okkur síðustu göngurunum. Ég á endanum bað hann vinsamlegast að slökkva hahah 😉 fyndið þegar maður er alveg að gefast upp hvað svona getur pirrað mann.
Þegar við vorum komim uppa hæðina stoppuðum við í tei á tehúsi sem var á þessum tímapunkti vel þegið eftir puðið upp.
Svo tók við smá niður kafli eftir teið og inn dalinn en alltaf sáum vip klaustrið hinum megin.
Sco sáum við Serba æfa sig í klettaklifri en það er bjöegunarskoli þarna í nágrenninu.
Svo Fengum við líka brekkuna, þá bauð Aðal sjerpinn mér að bera bakpokann minn fyrir Sig
eg Þrjoskaðist fyrst við og bar hann sjálf en svo þáði ég það og þvílíkur léttir, enda andardráttur inn eftir asma kastið ekki góður 😉
komum svo í þetta fallega litla þorp Sem heitir Khumjung sem er nauðsynlegur viðkomustaður því þarna er skóli sem Edmund Hillary stofnaði árið xxxx
Sturta 3 skipti á 12 dögum – forum og keyptum svuntu – góður matur – dansað og spilað á spil
ÐVar vöknuð áður en vekjaraklukkan hringdi, hóstaði meira og minna alla nóttina og heyrði í Kristínu hósta í næsta herbergi. Það var mjög kalt til að mynda fraus alveg í vatnsflösku sem Leifur hafði sett í gluggann. Fyrsti morguninn sem við tókum ekki Díamox, enda á leið undir 4.000 m.
Er orðin frekar listalaus, hafði ekki list á pönnukökunni þó það væri hnetusmjör og síróp á boðstólum með. Þetta var því orðinn þriðja máltíðin sem ef hafði ekki lyst á , sleppti væði kvöldmat og hádegismat í gær. Maður hefur svo sem alveg nægan fitu forða svo ég hef engar áhyggjur en myndi gjarnan vilja losna við kvefið og hressast aðeins 😉
Leiðin lá áfram niðurávið um óviðjafnanlega fjallasali.
Það er gaman að fara niður og sjá staði aftur sem við sáum á leiðinni upp og líka gaman að mæta fólki sem er á uppleið.
Við stoppuðum í fyrsta þorpi á leiðinni og fengum okkur kaffi og sungum hástöfum marga íslenska slagara við góðar undirtektir Sherpanna. Á þessum stað var líka mjög flott minnismerki um þá sem hafa látist við að reyna að klifra Everest.
Áfram hélt gangan og við stoppuðum í hádegismat að xxx sem er sami staðir og við stoppuðum í hádegismat á uppleið inni, þá fyrsti skiptið sem við borðuðum inni. Okkur er ennþá kalt, svo við erum ennþá frekar vel búin, eins og fólkið var þegar við vorum létt klædd á upp leiðinni. Fengum góðar djúpsteiktar kartöflur og einhverja grænmeriskodda.
Áfram hélt gangan til þorpsins Pangboche. Vorum komin snemma þangað, svo eftir hefðbundnar teygjur þá förum við upp í klaustrið hérna í Pangbouche.
Það var gaman að sjá það og bera saman við Bhutan þar sem klaustrin eru mun íburðarmeiri. En það var gaman að sjá Höfuðkúpuna og beinagrind af hendinni á Snjómanninum (Yeti) það var magnað.
Fórum svo á gistiheimilið okkar, þar sem tekið var í spil.
Í kvöldmat var pizza …
Hópurinn okkar lagði af stað eldsnemma frá Ghorakshep uppá Kalapattar (5550m). Þegar þau komu niður aftur fengu þau sér morgunmat og héldu svo áleiðis til okkar í Lobuche þar sem við borðuðum saman morgunmat.
Við Óli vöknuðum 6:30 og fengum okkur morgunmat klukkan 7, hefðum auðvitað átt að sofa bara lengur þar sem þurftum ekki að skila herberginu fyrr en klukkan 10. Þegar ég var búin að pakka þá fundust sólgleraugun ekki svo ég varð að henda mér í hverfissjoppuna og kaupa 800 kr Oakley gleraugu 😉
En fór samt í smá hlaupaleiðangur að leita að gleraugunum ef ég hefði gleymt eða misst þau þar kvöldið áður, án árangurs.
Eftir hádegismat var leiðin áfram niður á við og í raun mjög stutt ganga fyrir okkur Óla þar sem við förum bara búin að bíða eftir hópnum. En það væri fagnaðarfundir að hitta þau aftur 😉
Ég var frekar lystalaus, gat ekki borðað djúpsteiktu vorrúlluna sem var í hádegismat og ekki heldur kartöfluréttinn sem var í kvöldmat.
þegar við komum í Thukla (4799m) væru teknar sitjandi teygjur, fólk ekki alveg með orku í annað , en þær voru góðar.
Svo var spilað á spil sem er alltaf skemmtilegt, þangað til kvöld maturinn var framreiddur, en þar var svo kalt í herberginu að það var hlýrra að sitja niðri í matsalnum.
Svaf í þykku Everest úlpunni minni fra 66 ofan í svefnpokanum með hita brúsann og í ull og flís og tveim sokkum og með húfu. Það var virkilega kalt eins og síðustu tvær nætur.
En það sem var verst var að ég var farin að hósta of hósta sem var ekki gott.
Kalapattar er í raun ekki fjall heldur hryggur þaðan sem gefur að líta gríðarlega fallega sýn til Everest fjalls og því mikilvægt að leggja á sig göngu þangað upp því úr grunnbúðunum er eingöngu sýn til undirhlíða fjallsins.
Heimild: Íslenskir fjallaleiðsögumenn
Everest eða Sagarmatha eins og það heitir á nepölsku er hæsta fjall jarðarinnar heilir 8.848 metrar og liggur á landamærum Nepals og Tíbets. Nepalska heitið Sagarmatha hefur skemmtilega þýðingu – Himnahöfuð – sem er öllu gagnsærra en heitið Everest sem mælingamenn Konunglega
Breska Jarðfræðafélagsins gáfu fjallinu árið 1856. Áður en Hillary og Tenzing Norgay náðu á hátind þess árið 1953 höfðu margir aðrir reynt. Frægastur þeirra er trúlega Georg Mallory sem reyndi við fjallið 1929 ásamt félaga sínum Andrew Irvine og fórust báðir á fjallinu. Ekki er vitað hvort þeir náðu á toppinn en lík Mallorys fannst árið 1999 í 8530 metra hæð og þótti ýmislegt benda til þess að hann hefði haft erindi sem erfiði.
Aðal fjallamennskutímabilið fyrir Everest er apríl – maí og yfirleitt er aðeins örstutt tímabil sem gefst til þess að reyna við toppinn sjálfan en mikilvægt er að hafa öðlast nægilega hæðaraðlögun þegar stóra stundin rennur upp svo að flestir leiðangrar taka uþb 6 vikur. Fyrstu Íslendingarnir sem klifu fjallið voru þeir Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon árið 1997 og síðan þá hafa nokkrir aðrir landar staðið á toppnum þar á meðal fararstjóri ferðarinnar Leifur Örn. Hann fór þó ekki hefðbundna leið upp heldur norðan megin þar sem grunnbúðirnar eru í 6.400 metra hæð. Ein íslensk kona, Vilborg Arna hefur klifið fjallið í þriðju tilraun árið 2017.
Heimild: Íslenskir fjallaleiðsögumenn.