Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      Puglia by UTMB 100 km flokkur – 85…

      nóvember 11, 2025

      Daglegt líf

      Drekagil, Askja, Öskjuvatn, Víti og Holurhraun

      ágúst 7, 2025

      Daglegt líf

      Herðubreið – Drottningin – Þjóðarfjall Íslendinga toppað

      ágúst 6, 2025

      Daglegt líf

      Herðubreiðalindir

      ágúst 5, 2025

      Daglegt líf

      Fjalladýrð Möðrudal

      ágúst 4, 2025

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      Kerlingarfjöll Ultra 2025

      júlí 29, 2025

      Fjallahlaup

      LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025

      júlí 19, 2025

      Fjallahlaup

      ITRA HLAUP FRÁ 2011-2024

      júlí 31, 2024

      Fjallahlaup

      TMR D8 Ferðadagur

      ágúst 4, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D7

      ágúst 3, 2023

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      Puglia by UTMB 100 km flokkur – 85…

      nóvember 11, 2025

      Keppnissaga

      Kerlingarfjöll Ultra 2025

      júlí 29, 2025

      Keppnissaga

      LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025

      júlí 19, 2025

      Keppnissaga

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Keppnissaga

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      Puglia by UTMB 100 km flokkur – 85…

      nóvember 11, 2025

      Daglegt líf

      Drekagil, Askja, Öskjuvatn, Víti og Holurhraun

      ágúst 7, 2025

      Daglegt líf

      Herðubreið – Drottningin – Þjóðarfjall Íslendinga toppað

      ágúst 6, 2025

      Daglegt líf

      Herðubreiðalindir

      ágúst 5, 2025

      Daglegt líf

      Fjalladýrð Möðrudal

      ágúst 4, 2025

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      Kerlingarfjöll Ultra 2025

      júlí 29, 2025

      Fjallahlaup

      LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025

      júlí 19, 2025

      Fjallahlaup

      ITRA HLAUP FRÁ 2011-2024

      júlí 31, 2024

      Fjallahlaup

      TMR D8 Ferðadagur

      ágúst 4, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D7

      ágúst 3, 2023

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      Puglia by UTMB 100 km flokkur – 85…

      nóvember 11, 2025

      Keppnissaga

      Kerlingarfjöll Ultra 2025

      júlí 29, 2025

      Keppnissaga

      LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025

      júlí 19, 2025

      Keppnissaga

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Keppnissaga

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

Category:

Keppnissaga

Daglegt lífKeppnissagaÞríþraut

Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

by Halldóra maí 9, 2021

Hafði samband við Margréti M formann Þríþrautardeildar Breiðabliks sl. mánudag og spurði hana hvað hún vildi að ég gerði varðandi Kópavogsþrautina. Átti ég að skrá mig sem sjálfboðaliða (eins og ég hef verið síðustu árin), taka að mér þá sem ekki ætluðu að keppa og hjóla með þeim (hef verið aðstoðarhjóla þjálfari á sunnudögum) eða átti ég að skrá mig sem þátttakanda í keppnina ?

Margrét var mjög fljót að svara mér og sagði mér að ég ætti að skrá mig sem þátttakanda, ég hélt hún myndi frekar segja mér að skrá mig sem sjálfboðaliða ha ha ha, en ég auðvitað tók áskoruninni og skráði mig.

Var samt í smá vanda með að skrá sundtíma, því ég hafði ekki alveg nógu mikla trú á mér og mínum sundtíma. Ætlaði fyrst að skrá á mig 8 mín, en ég endaði á að skrá 7 mín og 30 sek sem var nákvæmlega tíminn sem ég sinnti á, þegar búið er að taka frá tímann sem fór í að fara upp úr og hlaupa að tímamottunni.

Lenti á braut 7, þar sem við vorum 7 saman á braut. Haddý (Hrafnhildur) nafna mín, var á sömu braut og ég og kvöldið fyrir keppni höfðum við áhyggjur af því að það væru ansi margir á brautinni, því sums staðar voru bara 5, 6 og/eða 7 :- )

KEPPNISMORGUN
Var mætt á Rútstún með hjólið mitt, rétt rúmlega 7:30 en svæðið opnaði klukkan 7:30, fór í gegnum hjólatékk og hjálmurinn var líka skoðaður. Setti svo hjólið á rekka, ásamt hjólaskóm, hlaupaskóm, sokkum og númerabelti (sólgleraugum og ennisbandi).

Það var svo keppnisfundur klukkan 08:30 og sundlaugin opnaði klukkan 09:15, fór fyrst útí Krambúð og keypti mér banana, hafði gleymt að taka hann með mér, sem mér finnst mjög góð næring rétt fyrir keppni.

SUND
Keppnin var svo ræst klukkan 09:30, fór út í laug með tvenn sundgleraugu, þar sem ég var ekki viss hvor þeir leka, hef svolítið verið að lenda í því, fékk Þórdísi vinkonu, lækni til að geyma svo hin gleraugun. Ræddum aðeins fyrir ræsingu hver ætlaði að vera hvar í sundbrautinni, en lögðum svo öll af stað á sama tíma. Fegin að ég var ekki alveg aftast eins og ég ætlaði mér þar sem sú sem var síðust var þó nokkuð mikið fyrir aftan mig, en ég kom næstsíðustu upp úr lauginni. Sundtími að mottu: 7 mín 43 sek. 400 metra vegalengd.

T1
Var mjög lengi í skiptatímanum, þar sem ég þurrkaði fæturna, fór í flíspeysu sem er rennd (sá ekki eftir því), fór í sokka, hlaupaskóna, setti á mig keppnisbeltið og tók svo hjólið af rekkanum og hljóp með það yfir marklínuna og krítuðu línuna, þar sem við máttum fyrst fara á hjólið. T1 tími: 2 mín, sem er frekar lakur tími, en skiptir ekki máli þegar maður er bara að hafa gaman og vera með.

HJÓL
Fann ég var ekki örugg á hjólinu, þar sem ég var ekki búin að æfa mig neitt á TT hjólinu. Hafði lánað vinkonu minni hjólið í fyrrasumar og sótti það bara í gærkvöldi uppá háaloft, og reyndi að hækka aðeins sætið og færa það aðeins aftur. Ég ákvað að liggja ekkert á letistýrinu heldur bara taka hjólið frekar öruggt, sá að ég hefði kannski frekar átt að fara á racernum mínum, kassettan á því er léttari, það er með rafmagnsskiptum og ég er bara öruggari á því, en á sama tíma er SVARTI FOLINN geggjað flott TT hjól og með frábærum keppnisgjörðum. Hjólabrautin eru þrír hringir 10 km samtals, þ.e. þrisvar upp sömu brekkuna en á sama tíma mjög gaman að fara hratt niður brekkuna hinum megin. Ég var með drykk á hjólinu sem var mjög gott, en enga næringu. Það var ótrúlega kalt, vindur og skuggi á norðanverðu Kársnesi svo ég var mjög glöð að hafa gefið mér tíma og farið í flíspeysuna. Hjólatími: 23 mín (26,19 km klst meðalhraði)

T2
Hoppaði af hjólinu áður en ég nálgaðist hvítu línuna, hljóp svo á hjólaskónum með hjólið uppá rekkann. Losaði svo hjálminn, úr skónum, í hlaupaskóna, var í smá vandræðum að komast í þá, þó ég væri með skóhorn, greip sólgleraugun, eyrnabandið og sneri númerinu fram og hljóp af stað. T2 Tími: 1:44

HLAUP
Mér leið ótrúlega vel þegar ég byrjaði að hlaupa, kom sjálfri mér eiginlega á óvart þar sem ég hef ekki verið dugleg að æfa „brick“, þ.e. hlaup eftir hjól, kannski vegna þess að ég hef svo lítið verið að hjóla ha ha ha, tek bara eina rólega 100 km Gran Fondo æfingu á mánuði, þar sem við höfum reynt að velja flata braut 🙂 En alla vega mér leið vel, tók fram úr mörgum á leiðinni. Það var virkilega góð tilfinning að hafa ekki tekið of mikið úr sér bæði í sundinu og hjólinu að eiga fullt inni til að líða vel allan tímann á hlaupunum, líka upp brekkuna, en hlaupabrautin eru tveir hringir samtals 3,5 km. Tók enga næringu, hvorki á hlaupinu, né hjólinu, fyrir utan drykkinn sem ég var með á hjólinu. Heildar hlaupatími: 17 mín 28 sek eða 04:59 pace.

HEILDARTÍMI 52 mín 24 sek. Varð 11 konan í heildina og varð í 4 sæti í aldursflokki.

Náði að grafa upp gamla tíma, en ég keppti síðast í Kópavogsþrautinni 2014 á 47 mín og 6 sek. og árið 2013 var ég 47 mín og 38 sek. Fann ekki tímann minn 2012, en þá tók ég þátt í fyrsta skipti og var pottþétt lengur, því ég fékk refsistig frá Ásgeiri vini mínum sem var yfirdómari, þar sem ég var búin að taka hjólið af rekkanum áður en ég festi hjálminn 🙂 Það var fyrsta þríþrautarkeppnin mín, en það ár keppti ég í öllum þríþrautarkeppnum á Íslandi og mínum fyrsta Ironman (af fimm) þ.e. árið 2012.

Það sem stendur upp úr var hversu skemmtileg keppni Kópavogsþrautin er. Frábærir keppnishaldarar, mótstjóri, dómarar, sjálfboðaliðar allt saman eðalfólk. Ég var búin að gleyma hvað þríþrautin er ofboðslega skemmtileg íþrótt og að taka þátt í svona keppni er einstök upplifun og skemmtun, frá A-Ö, er svo glöð að hafa drifið mig aftur á stað, þó ég væri ALLS ekki í besta formi lífs míns. Þá var ég alltaf glöð og náði þar með markmiði mínu sem var að klára og hafa gaman alla leið. Takk kærlega fyrir mig.

maí 9, 2021 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
GönguskíðiKeppnissaga

Fossavatnsgangan 2021

by Halldóra apríl 17, 2021

Kláraði Fossavatnsgönguna í dag í mjög svo krefjandi aðstæðum. Er samt mest stolt af öllu okkar fólki í Landvættarprógrammi Náttúruhlaupa sem kláruðu í dag. Þetta eru jaxlar, grjótharðir og jákvæðir 🙂

apríl 17, 2021 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífKeppnissaga

Víkingasveitin 2020

by Halldóra september 28, 2020

Frábæru ferðlagi með Víkingasveitinni 2020 er nú formlega lokið.

Þegar Einar Bárða auglýsti Járnvíkinginn og Víkingasveitina snemma á þessu ári, þá hugsaði ég strax þetta er eitthvað sem mig langar til að klára, þar sem ég er búin að klára Landvættinn og Sænska klassíkerinn sem eru svona íþrótta-seríur. Hins vegar var köttur í bóli bjarnar, þar sem ég var skráð í UTMB hlaupið í Chamonix sömu helgina í september og Eldslóðarhlaupið átti að fara fram, svo ég sá því miður ekki fram á að geta klárað hvorki Járnvíking né Víkingasveitina að þessu sinni, þar sem þú verður að klára allar fjórar þrautirnar á einu ári (tvö utanvegahlaup, ein fjallahjólakeppni og ein götuhjólakeppni).

Þann 20. maí var svo orðið ljóst að UTMB yrði ekki haldið í ár. Ég ákvað samt að vera bara með í Hengils hlaupinu (6. júní), þ.e. skrá mig í 25 km, sem var þá ágæt æfing fyrir Laugavegshlaupið.

Þegar Gullhringurinn var haldinn, laugardaginn 11.júlí var ég ekki bókuð fyrir utan hefðbundna Laugavegs-hlaupaæfingu sem ég kláraði um morguninn. Skellti mér svo í Silfurhringinn á Laugavatni seinnipartinn með Rúnu Rut vinkonu sem var að fara Gullhringinn og þá var ég búin með 2 þrautir af 4 í Víkingasveitinni. Var því orðin frekar spennt að klára allar fjórar þrautirnar.

Hins vegar þurfti Einar að fresta bæði Landsnets fjallahjóli og Eldslóðinni trail-hlaupi út af Covid-19, sem að endingu voru svo haldin þessa helgi.

Ég er ótrúlega glöð og þakklát að hafa fengið að taka þátt í þessum 4 skemmtilegu þrautum í frábærum félagsskap fjölskyldu og yndislegra vina. Út af Covid-19 þá var alls ekki sjálfsagt að maður gæti verið með, þar sem maður getur dottið í sóttkví eða einangrun hvenær sem er. Svo þarf maður líka að hafa góða heilsu til að geta tekið þátt og klárað og það er heldur ekki sjálfsagt

Runa Rut Ragnarsdottir vinkona var að klára Járn-víkinginn í dag og er eina konan sem kláraði þá fjórþraut, sem felur í sér lengri vegalengdir í Henglinum, Landsneti MTB og KIA gullhringnum. Ég óska henni innilega til hamingju með þann frábæra árangur, er súper stolt af henni, en við höfum tekið þátt í mörgum skemmtilegum keppnum saman.

Það voru 16 Víkinga sem fóru formlega í Víkingasveitina í dag eftir að hafa klárað Eldslóðina í dag.

september 28, 2020 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaupKeppnissaga

Eldslóðin 2020

by Halldóra september 27, 2020

Tók þátt í 28,5 km utanvegahlaupi, Eldslóðinni 2020 í Heiðmörk í dag í mjög krefjandi aðstæðum að því leiti að það var mikil rignin og mikil drulla á stígunum, sem voru því mjög hálir.

Hlaupið var ræst klukkan 12:00. Ákvað að fara mjög vel klædd, í vetrar Fusion buxunum mínum, í gömlu HOKA Speedgoat skónum sem ég er búin að hlaupa í allt sumar og fara Laugaveginn á (var ekki búin að hlaupa nýju skóna til, svo ég gat ekki farið á þeim), var svo í Grettispeysunni minni, í Salomon jakkanum og með vesti (1.2 l af vökva og 5 gel og 2 pakka af GU gúmmí). Var svo bara með eyrnband og sólgleraugu, sem fóru reyndar snemma í bakpokann.

Ræsti út í 2 hóp með Betu og Rúnu Rut vinkonu. Þær ásamt SprengjuKötu og Millu fóru eftir um 2 km fram úr mér og ég ákvað að slaka aðeins á, fór aðeins of hratt af stað. Hlaupið var ræst við Vífilsstaðavatn og það byrjaði á að hlaupa „inn með vatninu“ og þaðan upp mjóan, þröngan og grýttan og drullugan stíg uppá línuveg og svo þaðan að útsýnispallinum. Frá útsýnispallinum er skemmtilegur stígur aftur niður á línuvegl og þegar maður var búin að hlaupa hann niður, tóku VÍKINGAR úr Hafnarfirði á móti manni. Þar var líka fyrsta drykkjarstöð, en þar sem ég var með nóg af orku á mér, þá stoppaði ég ekki þar.

Hélt bara áfram stíginn í átt að Búrfellsgjánni, svo er farið niður tröppurnar og góði, nýi stígurinn að Búrfelli hlaupinn og uppá Búrfellsgjána. Þaðan var svo búið að breyta leiðinni, fórum beint niður þar, þ.e. sunnan megin og einhvern stíg þaðan í átt að Helgafelli sem ég hafði ekki farið áður og á stundum var maður eiginlega ekki á stig. Kom svo að næstu drykkjarstöð þar sem Börkur Brynjarsson, var að skanna númerin okkar. Þurfti ekki heldur að bæta á mig orku þar, enda ennþá með nóg að bíta og brenna 🙂

Hélt svo áfram og stuttu seinna kom Snorri Björnsson á mikilli ferð fram úr mér og ég velti fyrir mér hvert er hann að fara, því ég hélt við ættum að fara sömu leið til baka, en hann var eiginlega að fara annan hring í kringum fjallið, eða ætlaði sér gömlu leiðina til baka, veit það ekki. En hann hljóp eins og hann væri á sprettæfingu, ekki í 28 km utanvegahlaupi.

Ég hélt áfram hringinn í kringum Helgafellið, sá svolítið eftir því að hafa ekki tekið með mér headset eða airpods, gleymdi þeim heima í hleðslu, þar sem ég var mikið að hlaupa ein. Svo reyndar náði ég Nonna vini hans Bertels og hljóp og spjallaði við hann, restina af Helgafells hringnum, en hann var líka að stefna að því að klára Víkingamótaröðina. Við drykkjarstöðina, þ.e. komin hringinn, þá náði ég Rúnu Rut, þar sem hún var að fylla á brúsa, en ég þurfti ekkert að stoppa (ennþá með nóg á mér) svo ég hljóp bara áfram, svo náði RRR mér og við hlupum saman inn að Búrfellsgjá. Þegar við vorum komnar þar niður, var RRR hressari en ég og ákvað að gefa í, svo ég hélt bara áfram á mínum pace-i ca í kringum 6 – 6:10 og leið bara vel.

Rétt áður en ég kom að bröttu brekkunni í Vífilsstaðahlíð, þar sem Víkingarnir voru þá var verið að spila Vangelis „Conquest of Paradise“ sem er lagið sem er spilað í ræsingunni í UTMB, ákkúrat hlaupinu sem ég átti að vera að keppa í, fyrstu helgina í september, þegar Eldslóðin átti að fara fram. Smá gæsahúðarmóment þar. Stoppaði samt ekkert á drykkjarstöðinni, og labbaði bara rólega upp brekkuna, notaði hana til að taka inn síðasta gelið og drekka restina af Powerade úr brúsanum mínum. En ég var með einn brúsa af UCAN orku, sem mér finnst æðisleg og svo einn af Powerade.

Eftir brekkuna, var bara að klára stíginn að útsýnispallinum og svo reyndar þröngan stíg og línuveg, áður en við komum að síðustu brekkunni niður. Hún var MJÖG SLEIP, drullu og stórhættuleg. Ég var næstum því tvisvar dottin á hausinn sem bjargaðist rétt fyrir horn.

Hljóp svo stíginn í mark, þar sem Óli tók á móti mér og ég að sjálfsögðu tók Haddýjar hoppið í markinu.

Var mjög glöð þegar ég komst að því að ég var í 3 sæti í aldursflokki (af 8 konum) á eftir Þórdísi og Brynju og varð 13 kona overall af 38 konum sem tóku þátt. Tíminn var 03:10.50 sem í raun var miklu betri tími en ég átti von á.

september 27, 2020 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífHjólKeppnissaga

Landsnet MTB 2020

by Halldóra september 26, 2020

Tók þátt í Landsnet MTB fjallahjólakeppninni 2020 – 23 km.

september 26, 2020 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
HjólKeppnissaga

Laugavegshlaupið 2020

by Halldóra júlí 18, 2020

Það var mjög kalt þegar ég vaknaði í FÍ skálanum í Landmannalaugum, fór út á salernið og svo að undirbúa kaffi, morgunmat og græja keppnisdótið. Það voru rétt rúmar 2 klst í fyrstu ræsingu klukkan 09:00, en ræst var út í fjórum hópum (gulur, rauður, grænn og blár). Fékk mér kaffi á fastandi maga og hafragraut, með bláberjum, musli og skar niður epli. Fékk mér svo einn banana rétt fyrir hlaup.

Ásta var svo yndisleg að flétta tvær fastafléttur í hárið sem dugðu alla helgina 🙂 Eftir að vera búin að græja mig og fara tvisvar á klósettið, þá fór ég með NorthFace duffel töskuna í rútuna. Þar hitti ég Helgu og við fórum (sem átti að vera síðasta klósettferðin) úti í náttúruna LOL 🙂 Fór svo aftur inní skála að sækja vestið mitt og tók svo þá ákvörðun að fara í fjórða skiptið á klósettið ha ha ha hvaða rugl er þetta með klósettferðir fyrir hlaup. En það gerði það að verkum að ég missti af hópmyndatökunni með Náttúruhlaupurunum 🙂

Gulir voru ræstir klukkan 09:00 á slaginu. Ákvað að vera frekar framarlega í rauða hópnum, þar sem ég hafði verið ALVEG AFTAST í gula í fyrra, og var ansi lengi að komast yfir fyrstu brúna. En ég hafði samt beðið um og reynt að fá mig færða yfir í græna hópinn, því ég vissi að ég yrði ekki á rauðum tíma, heldur frekar á grænum, eftir Hornstrandaferðina, en það gekk ekki, svo ég bara ákvað að fara með rauða hópnum. Ákvað bara að brosa og hvetja alla sem tóku fram úr mér. Það þarf líka að kunna að taka því og æfa það, því maður er ekki alltaf í besta formi lífs síns, þó ég hafi verið í góðu formi í fyrra, þá er þetta ekki alveg búið að vera árið mitt, enda ætlaði ég bara að taka því rólega.

Fór því af stað með þrjú markmið. Númer 1 að hafa gaman alla leið. Númer 2 að klára. Númer 3 að samfagna með öllum Náttúruhlaupavinum mínum sem voru að hlaupa og að sjálfsögðu að koma brosandi í mark. Ég vissi að ég átti ekki inni fyrir PB, enda mjög sátt við PB sem ég náði í fyrra, en ég var að hlaupa Laugavegshlaupið núna í fimmta skiptið.

LANDMANNALAUGAR
Eins og ég sagði var mjög kalt í ræsingunni, enda var spáð miklu roki og kulda, hér að neðan var þriðja og nýjasta spáin, sem var mun skárri heldur en þessi fyrsta, þar sem vindur var ekki eins mikill, en við erum samt að tala um 15 m/s. Því var aðalhöfuðverkurinn hversu mikið klæddur maður á að fara upp fyrstu brekkuna og hversu mikið af aukafatnaði maður á að bera með sér. En þar sem ég er vel upp alinn skáti, þá fór ég vel klædd af stað og með mikið af aukafatnaði og auka gelum og orku með mér. Mín hugsun er sú að ef ég lendi í einhverju, t.d. misstíg mig eða slasa mig alvarlega, þá getur liðið langur tími í aðstoð og þá dugar einn álpoki ekki mikið, þá er betra að vera með nóg af búnaði.

HRAFNTINNUSKER
Þar sem „skátinn“ var með nóg af vatni og orku á sér, þá var ekkert stoppað í Hrafntinnuskeri. Það var mjög gaman að fá hvatningu frá Ástu og Viggó, sem höfðu gengið þarna upp til að hvetja okkur. Það var mjög kalt þarna, þar sem það blés vel, svo ég vissi að þau gátu ekki einu sinni tekið myndir, þar sem kuldinn var það mikill.

Það var mjög mikill snjór í ár á bæði kaflanum fyrir Hrafntinnusker sem og kaflanum eftir og að Álftavatni. En snjórinn var mjög þéttur og þægilegur, en ég hugsaði til góðu æfingarinnar á Rauðasandi þegar ég hljóp berfætt í sandinum en núna var ég í skóm og með stafi sem hjálpuðu mikið.

Þó ég hafði farið fjórum sinnum á klósettið fyrir ræsingu, þá var mér orðið mjög mikið mál, og rétt áður en ég hljóp yfir fyrsta vaðið, sem var rétt eftir Jökultungurnar þá bara fór ég aðeins út af stígnum og lét vaða. Það var gaman að hitta Gísla fjármálastjóra RE í Jökultungunum, en hann var að stefna á sub 7, svo eftir Jökultungurnar stakk hann mig bara af 🙂

ÁLFTAVATN 02:53:45 (út skv. flögutíma)
þegar ég kom að Álftavatni, var mér orðið mjög hlýtt, svo ég ákvað að fara úr annarri peysunni. Til þess þurfti ég að taka af mér bakpokann. Ákvað því að finna asmapústið mitt, en fann það ekki í bakpokanum, svo ég hlaut að hafa gleymt því. Bætti á annan vatnsbrúsann og setti orku í hann fékk meir einn banana og hélt af stað. Fannst ég samt stoppa mjög lengi þarna.

Eftir Álftavatn er annað vað, og svo smá brekka áður en maður kemur að skálanum við Hvanngil. Svo er farið yfir Bláfjallakvíslina. Það var ekki mjög mikið í henni m.v. hvað maður átti von á, en það er alltaf gott að kæla fæturna þegar maður fer yfir ánna. Ég var með tösku í „drop-poka“ við Bláfjallakvísl, en þar sem ég vissi að þar var ekki asmapúst, bara aukafatnaður, samloka, epli, sódavatn og RedBull, ákvað ég bara að vera ekki að stoppa þar, heldur halda bara áfram, það var líka alltaf planið, átti bara að vera neyðarbúnaður.

Kosturinn við að hlaupa svona hlaup án þess að spá í tímann, er að allt er miklu auðveldara. Mér fannst sandarnir eftir Bláfjallakvísl miklu styttri en þeir eru vanalega sem og síðasti kaflinn að Emstrum. Vegalengdin var auðveldari og allt bara miklu auðveldara. Mæli með því að hlaupa bara eftir tilfinningu, en ekki eftir einhverri pressu.

EMSTRUR 05:00:04 flögutími
Það er alltaf góð tilfinning að koma í Emstrur. Það er alltaf einstök stemning og gleði þar. Þar hitti ég Kjartan í ÍBR, sem gaf mér high-five og þar er bara svo frábært fólk að aðstoða og hvetja. Ég fyllti aftur á annan brúsann af vatni og bættu orku út í, fékk mér bara einn bananabita og hélt svo áfram.

Ég fór á SnapChat og Instagram Story eftir Bláfjallakvísl til að láta vita af mér og heyrði aðeins í Óla, því ég náði ekkert að tala við hann um morguninn áður en ég lagði af stað. Ætlaði svo að fara á Facebook Live í Emstrum, en þar var ekkert samband. Gilið eftir Emstrur er svo ofboðslega fallegt, ég stoppaði þar til að taka myndir en komst ekki á netið. Komst svo síðar á netið og setti inn skilaboð til vina minna. Þá hafði Ingveldur tekið fram úr mér, en hún var ræst út 25 mínútum á eftir mér. Hún var í fantaformi og leið vel og reyndi að draga mig með sér, en ég var bara ekki með hraðagírinn uppsettann og skipaði henni að fara á undan mér þar sem hún var í góðu formi og átti möguleika á að ná góðum tíma, vel undir 7 klst.

Á þessum tíma var ég samt einstaklega þakklát. Ég var svo þakklát fyrir að vera þarna, því rétt fyrir hlaupið, var ég á báðum áttum hvort ég ætti að fara. Eftir Hornstrandaferðina, haltraði ég alla vikuna, með mikinn verk í mjöðminni þegar ég gekk, svo vinnufélagar mínir voru ekki á því að ég væri að fara. En verkurinn var ekki eins mikill þegar ég hljóp, svo ég gerði grín að ég yrði bara að hlaupa alla leið, mætti ekki ganga 🙂 Því var ég full þakklætis. Ég er líka búin að vera mjög orkulaus allt þetta ár, eftir mjög ýkt og krefjandi ár 2019. Hef líka oft sagt það og segi því enn og aftur, það er ekki sjálfsagt að komast að ráslínu og það er ekki sjálfsagt að klára, því allt getur komið uppá. Það sem ég get haft áhrif á, er mitt eigið hugarfar og passað mig að vera skynsöm. Ég var farin að finna að það styttist í að ég myndi krampa, þá var líka mikilvægt að vera skynsöm og hægja frekar á mér, heldur en að lenda í vondum krömpum og þurfa þá að stoppa alveg. Ultrahlaup ganga út í það að vera skynsamur, því vegalengdin er löng bæði í kílómetrum og klukkustundum, það þekki ég af eigin reynslu eins og eftir 100 mílna hlaupin mín í Reúnion og Grenoble.

ÞÓRSMÖRK lokatími 07:21:09
Það var orðið mjög hlýtt þegar ég kom að Kápunni og þó eru innan við 5 km eftir. Þá var samt nauðsynlegt að taka inn síðasta gelið til að vera tilbúin upp Kápuna og allar litlu brekkurnar í Þórsmörkinni sjálfri. Eftir að hafa farið yfir síðasta vaðið, þ.e. Þröngá, var drykkjarstöð sem bauð uppá RedBull, en ég fattaði það ekki fyrr en ég var komin fram hjá 🙂 Ákvað að halda bara áfram. Það var gaman að hitta fullt af vinum á leiðinni og fá hvatningu, það er svo yndislegt.

Þegar komið er að síðustu beygjunni að markinu þá er mikið af fólki að hvetja. Ég þakkaði fyrir og hvatt alla til að hvetja okkur ennþá meira áfram og tók svo að sjálfsögðu „Haddýjar“ hoppið þegar ég kom í mark. Tók stóran séns þar sem ég var orðin ansi tæp í krömpum, en þar sem ég var komin í mark þá skipti það ekki neinu máli.

LOKATÍMI 7 klst 21 mín og 09 sek. sem er minn þriðji besti tími frá upphafi. Var í 15 sæti í aldursflokki. Er mjög ánægð með það, þar sem markmiðið var að spá ekkert í tímann og vera helst undir 8 klst og að hafa gaman, sem ég og gerði ALLA leið.

HAMINGJUÓSKIR OG ÞAKKIR:
Óska öllum hlaupfélögum mínum í Laugavegshópi Náttúruhlaupa innilega til hamingju með árangurinn. Margir voru að hlaupa Laugavegshlaupið í fyrsta skipti sem er mögnuð tilfinning. Einnig voru margir að ná að bæta tíma sinn (PB) í Laugavegshlaupinu og óska ég þeim líka innilega til hamingju. Það var frábær hópur sem tók þátt í námskeiðinu sem Elísabet Margeirsdóttir leiddi af mikilli snilld. Við Helga María aðstoðuðu hana í því verkefni sem var virkilega skemmtilegt og gefandi. Takk öll fyrir frábærar samverustundir á æfingatímabilinu öllu.

15257Halldóra Gyða Matthíasd Proppé1969Náttúruhlaup02:53:45 (Álftavatn)
03:35:29 (Bláfjallakvísl)
05:00:04 (Emstrur)
07:21:09+01:13:5807:21:07
15 sæti kvk af 35 (38 skráðar). 86 sæti af 175 (186 skráðar) konum overall.

TíMARNIR MÍNIR Í LAUGAVEGSHLAUPINU FRÁ 2011

201107:37: 444
201708:10:115
201807:01:122
201906:59:471
1202007:21:093
júlí 18, 2020 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífHjólKeppnissaga

KIA Silfurhringur 2020

by Halldóra júlí 11, 2020

Tók þátt í KIA Silfurhringnum í fyrsta skipti frá því ég datt og slasaði mig í KIA gullhringnum 2013.
Það var því smá hrollur sem fór um mig í ræsingunni og ég ákvað að halda mér frekar aftarlega og hjóla þetta bara þægilega þar sem þetta er þraut númer 2 af 4 þrautum í Víkingaröðinni.

Það kom því skemmtilega á óvart að ná 1 sæti í aldursflokki og 10 sæti overall kvk af 89 sem tóku þátt.

Allt skipulag og utanumhald var til mikillar fyrirmyndar og mjög gaman að taka þátt.

júlí 11, 2020 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaupHlaupKeppnissaga

Álafosshlaupið 2020

by Halldóra júní 12, 2020

Skráði mig í Álafosshlaupið 10 mín fyrir lokun skráningar á netinu, fimmtudagskvöldið 11.júní 2020.

Þóra Katrín og Jóda voru að fara og hvöttu til skráningar, átti reyndar að hvíla þennan dag, skv. plani en það er auðvelt að fá mann til að gera eitthvað sem er skemmtilegt.

Það rigndi mikið í dag og á leið uppí Mosó hringdi ég í Siggu vinkonu og hvatti hana til að koma með mér. Það hentaði henni vel, þar sem hún var á leið í golfferð um helgina, svo ég sótt hana og hún skráði sig á staðnum.

Við hlupum 10 km hringinn saman í rigningu og mótvindi á leiðinni uppeftir, en fengum ágætis meðvind til baka. Þetta er falleg leið og var bara virkilega skemmtileg upplifun og hlaup.

Verðlaunaafhendingin var mjög fyndin og nokkur mistök gerð sem hægt var að hlægja að, en verst var hversu kalt það var að bíða, enda maður orðinn blautur og kaldur. Fórum svo í heita pottinn í Varmárlaug og enduðum svo á að borða á nýja veitingastaðnum á Golfvellinum í Mosó, þar sem var mjög góður matur.

júní 12, 2020 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaupKeppnissaga

Hengilshlaupið 2020

by Halldóra júní 6, 2020
júní 6, 2020 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
KeppnissagaÞríþraut

Bláfjallaþríþraut Relive

by Halldóra maí 10, 2020
maí 10, 2020 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • …
  • 8

Nýlegar færslur

  • Puglia by UTMB 100 km flokkur – 85 km utanvegahlaup
  • Drekagil, Askja, Öskjuvatn, Víti og Holurhraun
  • Herðubreið – Drottningin – Þjóðarfjall Íslendinga toppað
  • Herðubreiðalindir
  • Fjalladýrð Möðrudal

Nýlegar athugasemdir

  • Björk Ólafsdóttir um Vasavikan 2024
  • Sif Helgad. um Langjökull þveraður 17.júní 2020
  • Helga Bryndís um New York City maraþon 2023
  • Ingvar Þóroddsson um Free to Run Ambassador í New York maraþoninu 2023

Færslusafn

  • nóvember 2025
  • ágúst 2025
  • júlí 2025
  • júní 2025
  • maí 2025
  • apríl 2025
  • júlí 2024
  • maí 2024
  • apríl 2024
  • mars 2024
  • nóvember 2023
  • október 2023
  • september 2023
  • ágúst 2023
  • júlí 2023
  • apríl 2023
  • janúar 2023
  • desember 2022
  • nóvember 2022
  • september 2022
  • ágúst 2022
  • júlí 2022
  • júní 2022
  • maí 2022
  • apríl 2022
  • mars 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • desember 2021
  • október 2021
  • september 2021
  • ágúst 2021
  • júlí 2021
  • maí 2021
  • apríl 2021
  • mars 2021
  • febrúar 2021
  • janúar 2021
  • nóvember 2020
  • október 2020
  • september 2020
  • ágúst 2020
  • júlí 2020
  • júní 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • mars 2020
  • janúar 2020
  • desember 2019
  • nóvember 2019
  • október 2019
  • september 2019
  • ágúst 2019
  • júlí 2019
  • júní 2019
  • maí 2019
  • apríl 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • janúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • október 2018
  • september 2018
  • ágúst 2018
  • júlí 2018
  • júní 2018
  • maí 2018
  • apríl 2018
  • janúar 2018
  • janúar 2017
  • september 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • júní 2016
  • mars 2016
  • nóvember 2015
  • ágúst 2015
  • júní 2015
  • febrúar 2015
  • nóvember 2014
  • ágúst 2014
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013

Flokkar

  • Daglegt líf
  • Fjallahlaup
  • Fjallaskíði
  • Fjallgöngur
  • Gönguskíði
  • Hjól
  • Hlaup
  • Ísklifur
  • Kajak
  • Keppnis
  • Keppnissaga
  • Sjósund
  • Skíði
  • Sund
  • Veiðar
  • Þríþraut

Um mig

Um mig

Halldóra Gyða

Halldóra hefur mjög gaman af því að fara út að leika. Markmiðið hjá henni er að njóta lífsins hvern einasta dag, brosa, hafa gaman og hún er þakklát fyrir góða heilsu.

Verum í sambandi

Facebook Twitter Instagram Pinterest Tumblr Youtube Bloglovin Snapchat

Nýlegar færslur

  • Puglia by UTMB 100 km flokkur – 85 km utanvegahlaup

    nóvember 11, 2025
  • Drekagil, Askja, Öskjuvatn, Víti og Holurhraun

    ágúst 7, 2025
  • Herðubreið – Drottningin – Þjóðarfjall Íslendinga toppað

    ágúst 6, 2025
  • Herðubreiðalindir

    ágúst 5, 2025
  • Fjalladýrð Möðrudal

    ágúst 4, 2025

Um mig

banner
Halldóra Gyða elskar að vera úti að leika. Hér er hún í Dólómítunum í Lavaredo fjallahlaupinu 2016.

Vinsæl innlegg

  • 1

    Eco Trail Reykjavík – 22 km

    júlí 6, 2018
  • 2

    Ironman Texas 2018

    apríl 28, 2018
  • 3

    Buthan – dagur 1 – hæðaraðlögun og skoðunarferð

    maí 26, 2018

Síðustu æfingar

  • Yndislegt að komast út að ganga eftir alla inniveruna síðustu vikur 🧘
    On desember 10, 2025 5:38 e.h. went 5,01 km during 00:52:19 hours climbing 109,00 meters burning 300 calories.
  • Morning Weight Training
    On nóvember 27, 2025 7:17 f.h. during 00:24:57 hours burning 160 calories.
  • Afternoon Walk
    On nóvember 23, 2025 5:23 e.h. went 1,52 km during 00:16:13 hours climbing 21,00 meters burning 87 calories.
  • Morning Weight Training
    On nóvember 19, 2025 7:11 f.h. during 00:31:44 hours burning 149 calories.
  • Lunch Walk
    On nóvember 12, 2025 12:22 e.h. went 12,42 km during 03:26:42 hours climbing 131,00 meters burning 1.635 calories.
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram
  • Linkedin
  • Snapchat
  • Vimeo

@2017 - PenciDesign. All Right Reserved. Designed and Developed by PenciDesign


Back To Top