Eldslóðin 2020

by Halldóra

Tók þátt í 28,5 km utanvegahlaupi, Eldslóðinni 2020 í Heiðmörk í dag í mjög krefjandi aðstæðum að því leiti að það var mikil rignin og mikil drulla á stígunum, sem voru því mjög hálir.

Hlaupið var ræst klukkan 12:00. Ákvað að fara mjög vel klædd, í vetrar Fusion buxunum mínum, í gömlu HOKA Speedgoat skónum sem ég er búin að hlaupa í allt sumar og fara Laugaveginn á (var ekki búin að hlaupa nýju skóna til, svo ég gat ekki farið á þeim), var svo í Grettispeysunni minni, í Salomon jakkanum og með vesti (1.2 l af vökva og 5 gel og 2 pakka af GU gúmmí). Var svo bara með eyrnband og sólgleraugu, sem fóru reyndar snemma í bakpokann.

Ræsti út í 2 hóp með Betu og Rúnu Rut vinkonu. Þær ásamt SprengjuKötu og Millu fóru eftir um 2 km fram úr mér og ég ákvað að slaka aðeins á, fór aðeins of hratt af stað. Hlaupið var ræst við Vífilsstaðavatn og það byrjaði á að hlaupa „inn með vatninu“ og þaðan upp mjóan, þröngan og grýttan og drullugan stíg uppá línuveg og svo þaðan að útsýnispallinum. Frá útsýnispallinum er skemmtilegur stígur aftur niður á línuvegl og þegar maður var búin að hlaupa hann niður, tóku VÍKINGAR úr Hafnarfirði á móti manni. Þar var líka fyrsta drykkjarstöð, en þar sem ég var með nóg af orku á mér, þá stoppaði ég ekki þar.

Hélt bara áfram stíginn í átt að Búrfellsgjánni, svo er farið niður tröppurnar og góði, nýi stígurinn að Búrfelli hlaupinn og uppá Búrfellsgjána. Þaðan var svo búið að breyta leiðinni, fórum beint niður þar, þ.e. sunnan megin og einhvern stíg þaðan í átt að Helgafelli sem ég hafði ekki farið áður og á stundum var maður eiginlega ekki á stig. Kom svo að næstu drykkjarstöð þar sem Börkur Brynjarsson, var að skanna númerin okkar. Þurfti ekki heldur að bæta á mig orku þar, enda ennþá með nóg að bíta og brenna 🙂

Hélt svo áfram og stuttu seinna kom Snorri Björnsson á mikilli ferð fram úr mér og ég velti fyrir mér hvert er hann að fara, því ég hélt við ættum að fara sömu leið til baka, en hann var eiginlega að fara annan hring í kringum fjallið, eða ætlaði sér gömlu leiðina til baka, veit það ekki. En hann hljóp eins og hann væri á sprettæfingu, ekki í 28 km utanvegahlaupi.

Ég hélt áfram hringinn í kringum Helgafellið, sá svolítið eftir því að hafa ekki tekið með mér headset eða airpods, gleymdi þeim heima í hleðslu, þar sem ég var mikið að hlaupa ein. Svo reyndar náði ég Nonna vini hans Bertels og hljóp og spjallaði við hann, restina af Helgafells hringnum, en hann var líka að stefna að því að klára Víkingamótaröðina. Við drykkjarstöðina, þ.e. komin hringinn, þá náði ég Rúnu Rut, þar sem hún var að fylla á brúsa, en ég þurfti ekkert að stoppa (ennþá með nóg á mér) svo ég hljóp bara áfram, svo náði RRR mér og við hlupum saman inn að Búrfellsgjá. Þegar við vorum komnar þar niður, var RRR hressari en ég og ákvað að gefa í, svo ég hélt bara áfram á mínum pace-i ca í kringum 6 – 6:10 og leið bara vel.

Rétt áður en ég kom að bröttu brekkunni í Vífilsstaðahlíð, þar sem Víkingarnir voru þá var verið að spila Vangelis „Conquest of Paradise“ sem er lagið sem er spilað í ræsingunni í UTMB, ákkúrat hlaupinu sem ég átti að vera að keppa í, fyrstu helgina í september, þegar Eldslóðin átti að fara fram. Smá gæsahúðarmóment þar. Stoppaði samt ekkert á drykkjarstöðinni, og labbaði bara rólega upp brekkuna, notaði hana til að taka inn síðasta gelið og drekka restina af Powerade úr brúsanum mínum. En ég var með einn brúsa af UCAN orku, sem mér finnst æðisleg og svo einn af Powerade.

Eftir brekkuna, var bara að klára stíginn að útsýnispallinum og svo reyndar þröngan stíg og línuveg, áður en við komum að síðustu brekkunni niður. Hún var MJÖG SLEIP, drullu og stórhættuleg. Ég var næstum því tvisvar dottin á hausinn sem bjargaðist rétt fyrir horn.

Hljóp svo stíginn í mark, þar sem Óli tók á móti mér og ég að sjálfsögðu tók Haddýjar hoppið í markinu.

Var mjög glöð þegar ég komst að því að ég var í 3 sæti í aldursflokki (af 8 konum) á eftir Þórdísi og Brynju og varð 13 kona overall af 38 konum sem tóku þátt. Tíminn var 03:10.50 sem í raun var miklu betri tími en ég átti von á.

You may also like

Leave a Comment