Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025

      júlí 19, 2025

      Daglegt líf

      Morgunblaðið um Grænlandsferðina

      maí 14, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

      apríl 29, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

      apríl 28, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025

      júlí 19, 2025

      Fjallahlaup

      ITRA HLAUP FRÁ 2011-2024

      júlí 31, 2024

      Fjallahlaup

      TMR D8 Ferðadagur

      ágúst 4, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D7

      ágúst 3, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D6

      ágúst 2, 2023

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025

      júlí 19, 2025

      Keppnissaga

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Keppnissaga

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

      Keppnissaga

      Íþróttaferilskrá eftir árum frá 2011

      júlí 31, 2024

      Keppnissaga

      Vasavikan 2024

      mars 6, 2024

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025

      júlí 19, 2025

      Daglegt líf

      Morgunblaðið um Grænlandsferðina

      maí 14, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

      apríl 29, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

      apríl 28, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025

      júlí 19, 2025

      Fjallahlaup

      ITRA HLAUP FRÁ 2011-2024

      júlí 31, 2024

      Fjallahlaup

      TMR D8 Ferðadagur

      ágúst 4, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D7

      ágúst 3, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D6

      ágúst 2, 2023

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025

      júlí 19, 2025

      Keppnissaga

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Keppnissaga

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

      Keppnissaga

      Íþróttaferilskrá eftir árum frá 2011

      júlí 31, 2024

      Keppnissaga

      Vasavikan 2024

      mars 6, 2024

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

Category:

Keppnissaga

Daglegt lífFjallahlaupKeppnissaga

#3 Tor dés Geants, Cogne – Donnas

by Halldóra september 14, 2021

Lífið er fullt af tilviljunum. Þegar ég vaknaði þá hitti ég Michele aftur, hann var búin að pakka dótinu sínu og tilbúin en fékk sér að borða á meðan hann hinkraði eftir mér og við gengum saman út úr Cogne. Ég hefði viljað hlaupa, en hann gekk bara, svo ég gekk bara með honum (hann lagði sig lengur en ég í fjallaskálanum kvöldið áður og fór auðvitað hægar niður brekkuna, svo hann hefur örugglega bara sofið í um 1 klst í Cogne), eins og við svo sem höfðum planað, en ég náði 2 klst og bara 10 mín í fjallaskálanum uppfrá, en ég náði sturtu áður en ég lagði mig og veit að hann fór ekki í sturtu.

Undirlagið var mjög hlaupalegt þarna út úr bænum og mér leið mjög vel eftir nóttina. Fór af stað með nýja ljósið sem var allt annað heldur en varaljósið. Þegar við erum að leggja af stað sjáum við hlaupara sem eru að koma inn í bæinn á stöðina og þá eru bara um 30 mín eftir af tímamörkunum inn og 2,5 klst eftir af tímamörkunum út. Man ég hugsaði hvað ég væri fegin að vera ekki í sporum þessara hlaupara, að vera svona tæpir í tímamörkin.

(Eftir 2,5 klst. hvíld í Cogne hélt Halldóra af stað aftur í morgun í næsta legg til Donnas. Sá leggur er mun auðveldari myndu margir halda en seinni hlutinn er á kortinu 30 km langt niðurhlaup. Það er samt ekki allt niður og það merkilega við TOR er að flestir sem hætta gera það vegna þess að þeir geta ekki meira niðurhlaup. En Halldóra er fersk eftir hvíldina og fer inn í flottan dag á Ítalíu þar sem hæðin er lægst og hitinn mestur. Það er skýjað í Donnas þannig að hitinn fer sem betur fer bara í 24 gráður og smávægileg úrkoma, nánast ekkert – frá Stefáni Braga).

Eftir sturtu og tveggja klst svefn í Cogne, eldhress um miðja nótt og Michele, ítalski vinurinn í humátt á eftir.
MJÖG RUGLINGSLEGT MYNDBAND, ERU SNAP CHAT BROT … 🙂

Fyrsta tékkinstöð eftir Cogne var í Goiles, þar fengum við okkur te, ofboðslega sykrað og héldum svo áfram. Mér leið mjög vel en Michele var í vandræðum, ég gaf honum verkjatöflur og hálsbólgutöflur, en hann hóstaði líka mjög mikið, einhver skítur í hálsinum á honum.

Svo var bara þægilegt hlaup upp að Rifugio Sogni, alls ekki bratt og mjög hlaupanlegt, en M var í vandræðum, illt í maganum, svo ég gaf honum eplið mitt sem ég hafði tekið með mér frá Cogne drykkjarstöðinni. Eitt skipti vildi ég reyndar stoppa sjálf til að fara úr sokkunum og sá þá að ég var að fá blöðru sem var reyndar sprungin, svo ég setti hælsærisplástur yfir sárið.

(Hún er alveg að detta inn í Rifugio Sogno og er þá komin 125 km og 10.919.- metra hækkun. Þegar til Donnas er komið er hún komin 156 km. og 12.242.- þannig að það er hófleg hækkun í dag. Hún á eina góða brekku eftir áður en að 30 km niðurhlaupið hefst. Staðan núna í TORX er sú að það eru 556 hlaupara eftir, 156 hættir og Halldóra er í sæti 505. Frá Stefáni Braga.)

Það var eitt af góðu ráðunum sem ég fékk frá reynsluboltunum, að ef þú finnur einhver blöðrueinkenni að stoppa strax og sprengja þær og gera strax að fótunum, því það er ekki aftur tekið að hlaupa með fæturna alla í sárum í sex daga.

Þegar við komum í Rifugio Sogno skálann var orðið bjart og ég fékk bæði Fanta og Sprite, nú í fyrsta skipti í boði hússins 🙂 Nú voru aukaverkanirnar af Díamoxinu farnar að segja til sín, þar sem FANTAÐ sem ég elska var orðið ógeðslegt á bragðið en SPRITE drykkurinn var ennþá allt í lagi. Ótrúlegt hvað gosdrykkir geta gefið manni mikla orku þegar maður er lystarlaus í svona löngu hlaupi.

Í þessum skála var mjög gott brauð og ég fékk mér súpu, eða sem sagt bara súpuseyði og brauð með skinku. M lagði sig á bekkinn, enda mjög slappur, ég beið bara róleg í um 10-15 mín. Svo vakti ég hann og sagðist vilja halda áfram, en bauð honum að sofa lengur en hann var orðin skárri og vildi koma með. Toppurinn á næsta fjalli var rétt undir 3000 metrum og gekk ferðin betur en áður. Nú var ég farin að nota „HÓSTA AÐFERÐINA“ þ.a. ég ræskti mig og hummaði mikið þegar ég var komin svona hátt og náði með því að opna lungnaberkjurnar. Ótrúlegt hvað þetta munaði miklu, en ég hafði byrjað á þessu í 3000 metra fjalli númer tvö.

Leiðin niður var fín, en M vildi ekki hlaupa, næsta stopp var í Rifugio Dondena, þangað vorum við komin um klukkan 13:16 komnar 49 klst og 16 mín. Áfram hélt leiðin niður og ennþá gat M ekki hlaupið, þó ég væri stöðugt að segja honum að fara á undan mér upp, svo ég gæti hlaupið og náð honum niður, þá gengum við bara og vorum komin í Chardonney klukkan 15:24 (51 klst 24 mín).

Þar sem ég var alltaf að bíða eftir honum og bara að ganga þá fór ég bara á FB live, og á Instagram og ég var bara að spjalla og dóla mér, enda ekkert hlaupið þennan samt frábæra niðurkafla leið.

Um vináttuna, aftur komin á FB live. Svo datt allt út sem ég bætti við út af nettengingu, en M var búin að hjápa mér og ég var búin að aðstoða hann allan daginn, þar sem hann var mjög slappur, en vissi og fann að við vorum að brenna upp tíma, með öllu þessu labbi niður hlaupanlega kaflann sem Stefán Bragi var búin að segja mér að væri svo hlaupanlegur og hentaði mér vel.

Við fengum okkur svo hreint pasta og skinku í Champorcher skálanum (þar keypti ég líka vina-armbönd handa okkur Iðunni) og við vorum bara í frekar góðum málum. M var farin að velta fyrir sér hvort við værum orðin með þeim síðustu niður af fjallinu, þar sem allir fóru fram úr okkur og hann auðvitað gekk niður og ég bara í humátt á eftir honum.

(Halldóra var að koma til Pontboset sem er í tæplega 3 klst. fjarlægð frá Donnas. En nú er spennan að magnast. Tíminn er ekki alveg að vinna með henni og hún mun koma inn á Donnas stöðina á ca. 56:30 klst. Tímamörkin eru 62 tímar inn og 64 tímar út. Halldóra mun því eiga ca. 5,5 tíma á tímamörkin inn og 7,5 tíma á tímamörkin út. Það er heldur minna en ákjósalegt væri á þessum stað í hlaupinu. Hún verður að nota af því 3-4 tíma í Donnas til að hvílast. Eins og staðan er núna er Halldóra í sæti 531 af 551 sem eru enn inni í hlaupinu. Í Donnas er talað um að hlaupið sé næstum hálfnað, minna en hálfnað í kílómetrum en meira en hálfnað í hæðarmetrum. Seinni hlutinn verður æsispennandi því þar mun Halldóra virkilega þurf að berjast við Cut off tímana……….Það eru ennþá 8 Cut off stöðvar eftir. Brútal, en skemmtilegt  – frá Stefáni Braga. )

Svo komu skilaboð frá Stefáni Braga um að ég væri búin að tapa um fjórum klst eftir þennan dag og hann var mjög svekktur að ég hefði ekki nýtt mér þessa hlaupanlegu niðurleið. Skilaboðin voru skýr: „EKKI EYÐA EINNI MÍNÚTU Í FACEBOOK ef þú ætlar að reyna að klára þetta hlaup :-)“

Ég ákvað bara að hringja í hann og útskýra fyrir honum að ég væri alltaf að bíða eftir M, sem væri ástæðan fyrir því að ég væri á FB til að nota tímann á meðan ég biði. Hann sagði að nú yrði ég að hætta á samfélagsmiðlum og einbeita mér að hlaupinu.

Stefán skrifaði í messenger skilaboðum: Muna tékklistann, vinna eftir honum hratt og fumlaust og ná lágmarki tveggja tíma svefni. Svefnloftið er á efri hæðinni. Eftir Donnas ert þú komin á kunnulegar slóðir og það mun hjálpa þér mikið. Fulla ferð …

Skilaboðin voru skýr. Í símtalinu sagði Stefán Bragi að ég ætti ekki að bíða. Þetta væri mitt hlaup og ef ég ætlaði að klára þá yrði ég að gefa í. Ég dreif mig því bara af stað og henti mér niður restina af fjallinu og hljóp á undan M alla leið niður í Donnas. Náði ekki einu sinni að kveðja hann eða láta hann vita, en hann hafði svo sem sjálfur tvisvar farið á undan mér og látið mig ekki vita, annað skiptið leitaði ég að honum (eins og af Berki um árið) svo ég hugsaði ég bara fer niður eftir og alla leið niður í Donnas og hitti hann þar.

Við vorum búin að ræða fyrr um daginn hvað það yrði frábært að fá sér pizzzu í Donnas og ég var búin að segja honum að mig langaði í óáfengan bjór og pizzu með hráskinku og ruccola. Þegar ég svo kem í Donnas fann ég bar og keypti mér Sprite (ekki Fanta) og hálstöflubrjóstsykur. Hljóp fram hjá pizzastað en vissi að ég hafði ekki tíma til að stoppa og panta mér pizzu þó mig dauðlangaði í hana, þar sem ég var að hlýða Stefáni og gefa bara í.

Kem svo inná Donnas stöðina, sem er alveg hinum megið við bæinn, klukkan 20:21 (56 klst og 21 mín), en þar voru tímamörkin inn 02:00 um nóttina og út 04:00 um nóttina. Þurfti reyndar að hringja í Stefán því ég hafði áhyggjur að ég hefði hlaupið fram hjá stöðinni, því ég var búin að hlaupa í gegnum allan bæinn, en stöðin var hinum megin við kastalann, en þar var einmitt tekin „myrkurmynd“ af mér, þ.e. ljósmynd í myrkrinu og mér bara brá við flassið sá fólkið ekki sem beið og tók myndina 🙂

Skilaboðin frá Stefáni voru að ég ætti að sofa í tvær klst á Donnas stöðinni og ég þurfti fyrst að láta kíkja á tærnar á mér þar sem það væru komnar blöðrur. Mér var boðið að láta teipa allan fótinn sem ég þáði, þar sem ég var líka komin með sigg, á vinstri jarkann og svo þurfti að teipa sérstaklega nokkrar tær. Þarna tengdi ég við það sem Biggi hafði sagt við mig áður en ég fór út, að maður gæti látið teipa alveg á sér fæturna, meira að segja í Courmayeur fyrir hlaup, en ég fann þegar ég fór af stað hvað þetta teip gerði mikið gagn.

Ég fékk mér harðsoðin egg og kartöflu að borða. Strákurinn sem nuddaði svo aðeins á mér lærin sagði að ég yrði að fá mér líka eitthvað sætt 😊 Hann var greinilega var ekki búin að kíkja ofan í Salomon vestið mitt, sem var fullt af súkkulaði og sætindum. Þegar ég hafði komið inn á Donnas stöðina hitti ég Chiara dóttir M sem var að bíða eftir okkur. Ég sagði henni að hann væri rétt á eftir mér. Svo þegar ég var á bekknum í teipi og nuddi þá komu þau inná stöðina og hún kom til mín og sagði mér að M væri mættur á staðinn. Ég fór svo að spjalla við hann, eftir að ég var búin að fá teipið og þá var hann frekar fúll út í mig og sagði að hann hefði nú bara komið 10 mín á eftir mér sem var rétt hjá honum (en ég hugsaði nú samt um þessar fjórar klst sem ég hafði tapað um daginn með því að geta ekki hlaupið niður) en sagði ekki neitt.

Þau feðginin fengu sér svo pizzu og bjór. Chiara bauð mér sneið, þegar hún opnaði pizzakassann, þá sá ég að þarna var pizza með skinku og ruccola sem hann hefur þá örugglega pantað fyrir mig , en hann var frekar fúll útí mig og bauð mér ekki, en C var svo almennileg að bjóða mér eina sneið 😊

Meðvirka Halldóra fékk auðvitað massa móral yfir að hafa stungið af, en ég bara varð að hlíða Stefáni, þetta var mitt hlaup og ég var búin að tapa allt of miklum tíma á þessari leið sem hefði hentaði mér mjög vel og ég hefði getað hlaupið hratt. Sá þau voru líka með óáfengan bjór sem mér var ekki boðinn ha ha ha en ég átti Sprite-ið og drakk það með pizzusneiðinni alein á öðru borði 😊

Eftir að hafa fengið mér smá að borða, skipti aftur um buxur, fór í Salomon buxurnar sem ég byrjaði í og fór í hreinan topp og hreinan þurran bol, þá fór ég uppá aðra hæð, þar voru beddarnir og þar lagði ég mig í 2 klst.

(Komin til Donnas á 56:21 og nú þarf að fylgja tékklistanum. Komnir rúmir 2 sólarhringar og 2-3 tíma svefn. Nú þarf allt að vera skrifað niður og skipulagt. Halldóra ætlar út aftur fyrir 22:00 hér heima, miðnætti í Donnas og eiga fjögurra tíma lágmark á tímamörkin við brottför. Næsta Cut er við Rifugie Barma kl. 13 (ísl) á morgun. Það verður töff. Framundan er ógnvænleg hækkun 2.800 metrar upp í Rifugi Coda skálann en bara 18 km. þangað, þannig að þetta er bratt upp. Nú er líka fjallaveðrið að versna. Byrjar að rigna snemma í fyrramálið og rignir allan daginn, en ítalskt sólskyn í hverjum dropa. Nú þekkir Halldóra leiðina því við Iðunn fórum með Halldóru næstu 150 km í æfingaferðinni í ágúst. Nú mun sú reynsla kikka inn – frá Stefáni Braga)

Við ákváðum að Stefán myndi hringja í mig og vekja mig þar sem það var enginn þarna til að vekja mann. Ákvað að fara ekki í sturtu, búin að brenna of miklum tíma, en gott að skipta um fötin. Greip svo bara snilldarpokann, með öllu svefndótinu, svefnpoki, koddi, augnhlíf og eyrnatappi og hélt uppá aðra hæð til að leggja mig.

Það tók mig smá tíma að ná að sofna, móralinn hafði neikvæð áhrif á mig, en að lokum steinsofnaði ég og vaknaði svo þegar Stefán Bragi hringdi tveimur klst síðar. Þá var bara að ganga frá öllu dótinu í gulu töskuna og koma sér ein af stað út í myrkrið.

ÞRIÐJUDAGSKVÖLD 23:52 (59 klst og 52 mín búnar) 4 klst í tímamörk –
156,3 km búnir – 12.242 metra samanlögð hækkun.

september 14, 2021 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaupKeppnissaga

#2 Tor dés Geants, Valgrisenche-Cogne

by Halldóra september 13, 2021

Klukkan er sem sagt orðin 02:41 (aðfararnótt mánudags) þegar ég fer út af fyrstu Live-Base stöðinni, þ.e. Valgrisenche út í kuldann og myrkrið og framundan var mikil hækkun, þrisvar sinnum að fara í kringum og yfir 3000 metrana. Það var orðið frekar kalt úti, svo það var ekkert annað í boði en að klæða sig mjög vel.

Lögð af stað eftir fyrsta LIVE BASE stoppið í Valgrisenche.

Stefán Bragi og Elísabet voru búin að segja mér að þessi kafli, frá Valgrisenche til Cogne, væri lang erfiðasti kafli allrar TOR leiðarinnar, út af hækkuninni.

Fyrst er farið upp í um 3000 metra hæð eftir Valgrisenche og þaðan niður í Notre Dame. Á leiðinni niður fjallið í áttina að Notre Dame var farið að birta og ég pakkaði niður ullarpeysunni sem ég var í og öðrum hlýjum fötum, en var ennþá með höfuðljósið á hausnum, þó ég væri búin að slökkva á því. Þetta klifur var mjög erfitt fyrir mig og astmann minn, ég hringdi í Óla klukkan 07:00 (05:00 á íslenskum tíma) vissi að hann væri vaknaður og á leið í vinnu og ég sagði honum að ég væri alls ekki bjartsýn á að klára TORINN, því astminn og þessi rosalegu fjöll væru alveg að fara með mig. Ég væri alveg að kafna og var að velta fyrir mér hvort ég ætti að prófa að taka inn 1/2 díamóx töflu eins og við tókum þegar við gengum í grunnbúðir Everest, en vissi í fyrsta lagi að það tæki smá tíma að fá það til að virka og í annan stað að það væru fullt af aukaverkunum af lyfinu, svo sem hiti, slappleiki, lystarleysi, breytt bragðskyn og marblettir og þreyta og syfja.

Ég kem svo inn á NOTRE DAME stöðina klukkan 07:58 á mánudagsmorgni. Kom fyrst við á veitingastað í bænum og keypti mér Fanta og lagðist svo á bakið á bekk á stöðinni. Ég var ekki með neina matarlyst, en orðin frekar þreytt. Stillti vekjaraklukkuna á gsm símanum mínum á 10 mín, ætlaði einungis að taka powernap og lagði höfuðljósið frá mér á borðið.

Ég náði samt ekkert að sofna en þegar ég fer á fætur og fer að hafa mig til, þá sé ég að höfuðljósið er ekki lengur á borðinu, ég fer og leita að því í miklu sjokki og finn það hvergi. Er að spjalla við Stefán Braga og læt hann vita að höfuðljósið mitt sé horfið. Fer aftur á barinn þar sem ég keypti Fantað til að kanna hvort ég hefði gleymt því þar, en ekkert höfuðljós þar, ég lét starfsfólkið á Notre Dame stöðinni vita ef einhver myndi skila höfuðljósinu, að koma því á mig á næstu eða þarnæstu stöð.

Legg svo í hann á fjall númer tvö sem var í um 3000 metra hæð. Mér leið mjög illa af astmanum á leiðinni, spurði bæði Óla og Stefán Braga hvort ég ætti ekki að prófa 1/2 töflu af Díamóxi sem ég svo og gerði.

Ég var búin að vera að taka inn Symbicort og Ventoline, en það dugði ekki til. Það fóru allir fram úr mér á uppleið og mér leið ekki vel um leið og ég var komin í um 2000 metra hæð.

Þegar ég var þarna í ljósvandræðunum þ.e. að leita að höfuðljósinu mínu sat maður á móti mér sem ég spurði hvort hann hefði séð höfuðljósið, sem hann hafði ekki séð. En í svona hlaupum er maður mikið að rekast á sama fólkið og ég hafði setið líka á sama borði og hann í Valgrisenche fyrr um nóttina, man að þá spurði ég hann hvort það væri kalt úti og hann sagði já svo ég fór vel klædd út af Valgrisenche stöðinni.

Þegar ég fann ekki ljósið, hélt ég samt áfram, ég vissi að ég væri alltaf með PETZL aukaljósið og auka rafhlöðu í það með mér og ákvað að það yrði að duga og henti mér upp helv. fjallið (sem sagt fjall #2 í 3000 metra hæð). Þegar ég er svo komin áleiðis upp fjallið uppgötva ég að ég er búin að týna, fínu svörtu MILLU OG KRILLU grímunni minni (maski). Sný við og kanna hvort ég finni hana, en ákvað að ég nennti ekki niður allt fjallið aftur til að leita. Eftir nokkra stund kemur svo maðurinn sem hafði setið á móti mér og rétti mér grímuna (var alltaf með hana í plastpoka með gsm símanum), en hann hafði þá fundið hana á leiðinni og greinilega séð mig með hana og rétti mér hana.

Ég þakkaði honum kærlega fyrir og við fórum að spjalla. Hann heitir Michele Zenato og var búin að taka þátt í Tor dés Geants þrisvar sinnum áður, klárað tvisvar, en eitt skipti 2017 var keppnin blásin af vegna veðurs. Hann var mjög almennilegur við mig, talaði reyndar ekki mikla ensku, talaði mikið við mig á ítölsku sem ég skildi ekki. Ég var auðvitað að berjast í bökkum að komast upp þetta fjall, sem var rétt innan við 3000 metra, þ.e. fjall númer tvö í þessari miklu hæð og alltaf beið Michele. Ég marghvatti hann til að fara á undan mér, því ég væri svo lengi, en hann var rólegur, fór á undan settist niður og beið. En svo komumst við loksins á toppinn og þá fórum við mjög rólega niður því hann átti mjög erfitt með að hlaupa niður og á jafnsléttu, þar sem hann var með hnémeiðsli, var með bæði hnén teipuð.

Rétt eftir að við náðum þessum öðrum toppi í 3000 metrum, þá komum við að Eaux Rousses stöðinni. Þar voru tímamörk klukkan 21:30, en við vorum komin þangað klukkan 14.15 á mánudeginum (þá búnar 26 klst og 15 mín) og ég ekki búin að sofa neitt, en samt vel innan tímamarka.

Ég var mjög svöng og við stoppuðum á veitingastað sem var við hliðina á hvíta veitingatjaldinu og við pöntuðum okkur mat. Mig langaði í pizzu, eða kjúklingabringu, en það var ekkert til, nema pasta og svo entrecode steik, sem ég pantaði mér og fanta að drekka og svo fengum við okkur kaffi með sykri á eftir, en M fékk sér pasta. Allt mjög gómsætt. Ég spurði um höfuðljósið mitt á drykkjarstöðinni, en það hafði ekki fundist ☹

(Halldóra er komin núna niður í dal eftir fyrri 3.000 metra toppinn og situr á veitingastað að gæða sér á steik, frönskum og Fanta. Komin 84,5 km og svöng…. Næsti toppur er sá hæsti 3.300 metrar. Hún er í sæti 480 og það eru 83 hlauparar hættir keppni. 629 enn með. Frá Stefáni Braga)

Framundan var erfiðasta fjallið af þessum þremur, það sem fer í 3300 metra. Fyrst þarf maður að hlaupa upp minna fjall og svo inn dal og á endanum upp fjallið í áttina að Rifugio Vittorio Sella. Á leiðinni upp fyrsta fjallð hittum við dóttir hans Michele, hana Chiara, mjög falleg stelpa sem er 24 ára og var að æfa sig fyrir Tor30 km sem er næsta laugardag og er í raun síðustu 30 km af leiðinni okkar.

Þau spjölluðu mikið saman feðginin á ítölsku og ég hélt mig í humátt á eftir þeim, enda ekki hraðskreið upp fjöllin frekar en fyrri daginn. Leiðin svo inn dalinn er einstaklega falleg. Farið er í gegnum Gran Paradiso þjóðgarðinn, þar sem var mikið um „Alpine Ibex“ eða Steingeit, sem er mjög virðulegt dýr, sem er friðað. Í þjóðgarðinum eru líka Chamoix (Gemsur), fálkar, rjúpur, marmot (múrmeldýr) og miklu fleiri dýr. Við sáum fullt af þessum glæsilegu Ibexum, eða steingeitum á leiðinni.

Leiðin var mjög falleg, björt og fín framan af, en svo fór hún að verða ennþá meira krefjandi, brattari og astminn farinn að segja vel til sín. Ég tók samt aðra ½ töflu af Díamóxinu og þá komu líka aukaverkanir, sem eru mikill munnþurrkur og flökurleiki. Leið alls ekki vel þarna upp þetta bratta fjall. En áfram hélt ég, eitt skref í einu og hugsaði um möntruna mína, „ég er grjóthörð og jákvæð“.

(Leiðin sem Halldóra er núna að fara er ein sú erfiðasta í öllu hlaupinu. Hún er búin að fara yfir 90 km. með 7.537.- metra hækkun nú þegar og brekkan sem hún er núna í er ca. 1.600. metra hækkun til viðbótar. Hinu megin dettur hún fljótlega inn í Rifugio Vittoria Sella og er þá komin rúma 100 km. Frá toppinum fer hún 1.770.- metra lækkun til Cogne þar sem hún getur loksins lagt sig á LifeBase. Frá Stefáni Braga)

Ég reyndi að skipa Michele að fara á undan mér því ég vissi að ég kæmist svo hraðar niður heldur en hann, en hann þrjóskaðist og vildi ekki fara á undan mér, beið eftir mér og hvatti mig áfram, þegar ég stoppaði og hékk á stöfunum. Þetta var ógeðslega erfitt og pirrandi þegar allir fóru fram úr mér. Svo þegar maður er alveg að koma á toppinn, þá eru endalaust þessi síðustu S – hélt maður ætlaði aldrei að komast á toppinn sjálfan. Sem svo hafðist á endanum.

Ég sagði svo við Michele að ef hann hefði ekki verið með, þá hefði ég örugglega sest niður og grenjað og hringt á vælubílinn 😊

Eftir að vera komin á toppinn þá var smá hlaup niður þar til maður kom að stöð, þar sem við vorum tékkuð inn eða númerið okkar skráð, þar var maður í svona skíðakláf sem skráði okkur inn og bauð uppá mjög sykrað og heit te. Leiðin niður var reyndar frekar hættuleg, maður þurfti að halda í kaðal sem var bundinn við fjallið. Michele vildi stoppa og fá sér te þarna í kláfnum, en ég rak hann áfram því ég vildi halda áfram, þar var bæði kalt þarna og niðamyrkur.

Við komum svo að Rif. Vittorio Sella klukkan 22:51, ég var auðvitað komin með vara PETZL höfuðljósið á ennið. Þetta var fjallaskáli og Michele vildi stoppa þar og leggja sig, sagðist fyrst ætla að leggja sig í 10 mín, sem ég var til í, en sagðist svo ætla að leggja sig í 30 mín. Ég samþykkti að stoppa og taka Powernap í 10 mín, NB þarna eru komnar 34 klst og 51 mín og ég var ekki búin að sofa neitt, svo ég var viss um að 10 mín myndu gera mér gott, en ég vildi drífa mig niður af fjallinu til að komast til Cogne, þar sem mín beið betra ljós, en varaljósið sem ég var með núna. Ég vildi ekki láta starfsfólkið í versluninni bíða lengi eftir mér.

(Eftir langa óvissu bið vegna þess að GPS kerfið er úti, var Halldóra að detta inn í Sella skálann. Komin í 101 km. og hæstu fjallaskörðin að baki. 10 km. til Cogne og ætti að ná þangað ca. 3 tímum fyrir tímamörk. Hún græðir svo 2 tíma á Lifabase Cogne og hefur þá 5 tíma MAX þar til hún verður að vera farin af stað aftur – frá Stefáni Braga).

Svo ég sagði Michele að ég myndi leggja mig í 10 mín, en hann gæti lagt sig lengur, svo var planið hjá okkur að leggja okkur í 1 klst í Cogne áður en við myndum halda áfram. Við fjallaskálann hittum við vin minn frá Finnlandi sem sagðist ætla að leggja sig í 2 klst í Cogne. Ég var því smá hugsi, hvort ég ætti að leggja mig í 1 eða 2 klst. En alla vega byrjaði ég á 10 mín powernap í Rif. Vittorio Sella. Þar ætlaði starfsmaður að vekja mig eftir 10 mín sem hann gerði ekki, svo ég var fegin að hafa passað mig sjálf á tímanum. Hélt svo áfram ein á leið niður í bæinn Cogne.

Leiðin niður fjallið var frekar seinfarin og illa merkt, og ég sá orðið mjög lítið með höfuðljósinu, reyndi tvisvar að skipta um rafhlöðu, en gat ekki opnað ljósið. Ákvað því að hlaupa með vasaljósið á gsm símanum mínum 😊 (Hugsaði um PODCAST sem ég hafði hlustað á um góð ráð í 200 mílna hlaupi, sem RRR vinkona sendi mér. Þar var einmitt verið að gera grín að fólki sem var í ljósavandræðum með Iphone símann og ég var kominn þangað á nótt númer tvö af sex 🙂 )

Vasaljósið á IPHONE-inum var reyndar sterkt og gott og virkaði vel. Átti alveg ágætist hlaup niður eftir skv. Stefáni. Var í sambandi við hann á leiðinni niðureftir sem sagði að ég ætti að leggja mig í 2 klst. Ég var eitthvað að malda í móinn, fannst meira að segja 1 klst of mikið ha ha ha, en hann sagði að það kæmi í bakið á mér ef ég myndi ekki taka góða hvíld, auðvitað ekkert búin að sofa í rúmar 35 klst.

Alveg að koma inní Cogne, ein á leið, til að sækja nýtt ljós í útivistarbúðina og á næsta Live-Base þar sem ég ætlaði að leggja mig.

Þegar ég kom í bæinn Cogne, þá fann ég íþróttabúðina með aðstoð Stefáns Braga (sem var með mig á tracki í gegnum messenger). Ég hringdi svo í konuna sem opnaði búðina fyrir mig og ég keypti mér PETZL ljósið ásamt 9 stk AAA rafhlöður, til að vera með í varaljósið. Hún var yndisleg og almennileg eigandinn að búðinni, hún Nella, og ég fékk fallega kveðju með ljósinu, sjá myndina hér að neðan.

(vesen dagur, en Halldóra er komin til Cogne. Hún kom öfugu megin að stöðinni og fékk tíma út í stað inn. Fór upp um 110 sæti við það 😀 Reyndi að láta laga og var þá skráð út úr hlaupinu. Leiðinda vesen sem vonandi lagast í nótt. Búið að redda nýju Petzl höfuðljósi eftir að hennar var stolið á einni stöðinni, eða týndist. Komnir 110 km. Hún er í ca. Sæti 512, það eru 569 hlauparar eftir, 143 hættir. Að nálgast 25% sem eru hættir. En Halldóra er í góðum gír, ætlar að stoppa 3-3,5 tíma, leggja sig og borða og fara af stað um 3:30 af stað frá Cogne og á þá 2,5 tíma + á tímamörkin út – frá Stefáni Braga)

Kom svo á rangan stað inní stöðin á Cogne svo þegar ég tékkaði mig inn þar þá var ég víst tékkuð út. Stefán Bragi hringdi og lét mig vita, svo þegar ég fór að leiðrétta þetta, þá endaði karlinn á að tékka mig út úr hlaupinu eins og ég væri hætt. Þá þurfti að taka upp símann og láta leiðrétta það. Loksins tókst mér svo að fá þau til að „tékka mig inn á stöðina“ og tékk inn tíminn var 02:22 aðfararnótt þriðjudags, þá komnar 38 klst og 22 mínútur frá ræsingu og ég einungis búin að sofa í 10 mínútur.

Ég fór í sturtu og í hrein hlaupaföt og henti mér á beddann með eyrnatappa, augnhlíf, í létta svefnpokann minn og með uppblásna koddann, þetta var ÆÐI. Steinsvaf í 2 klst. Man þegar konan var svo að vekja mig að ég fattaði ekkert hvar ég var, því ég hafði algjörlega rotast. Einhverra hluta vegna er ég ekki að fá skráðann á mig neinn tíma út, en ég fer út um 3 klst síðar, ca 05:20 á þriðjudagsmorgni. Tímamörkin voru inn á Cogne klukkan 06:00 og út klukkan 08:00.

ÞRIÐJUDAGSMORGUNN klukkan 05:20 – 110,5 km búnir – 9.616 metra hækkun búin.

september 13, 2021 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaupKeppnissaga

#1 Tor dés Geants Courmayeur – Valgrisenche

by Halldóra september 12, 2021

Hlaupið Tor dés Geants 330 (https://www.tordesgeants.it/en) er 330 km fjallahlaup þar sem hlaupið er hringinn í kringum Aosta Valley (Ávaxtadalinn), með 24.000 metra samanlagðri hækkun (12 sinnum upp og niður á Hvannadalshnúk á sex dögum). Tímamörk til að klára hlaupið eru 150 klst og það eru reglulega tímavörður á leiðinni. Hver hlaupari ræður því hversu oft og mikið hann sefur á leiðinni, en á u.þ.b. 50 km fresti færðu „drop-bag“ töskuna þína. Hver hlaupari á sína tösku, sem er eins og stór íþróttataska, þar sem koma þarf fyrir aukafatnaði, svefnbúnaði, snyrtivörum, aukaskóm og aukamat/orku. Mjög margir eru með aðstoðarmenn, sem mega aðstoða inn á drykkjarstöðvunum, og eru oft með aukabúnað með sér. Ég fór ein í hlaupið, með engan aðstoðarmann, svo það var mikil áskorun að koma öllum búnaði fyrir í „gulu töskunni“ eins og ég kallaði drop-bag tökuna.
Var samt ótrúlega heppin að fá góða og mikla aðstoð í gegnum gsm og messenger að heiman, frá reynsluboltunum Stefáni Braga og Elísabetu Margeirs sem bæði hafa klárað Tor dés Geants 330.

Hlaupið var ræst út í tveimur hópum, þeir sem voru með lægra BIB númer, þ.e. frá 0001 til 0399 voru ræstir klukkan 10, en við sem vorum með frá 0400 – 0890 vorum ræst klukkan 12.00. Þú fékkst BIP númer eftir því hversu hátt þú ert skráður hjá ITRA; þ.e. með ITRA punkta og ég var númer 0827 og ég held það hafi verið 15 manns sem voru með lægri ITRA punkta en ég, þ.e. með hærra BIB númer.

Ræsingin í Courmayeur, klukkan 12:00.
Var á Facebook live til að deila með ykkur allri hvatningunni sem við fengum þegar við hlupum út úr bænum á sunnudeginum.

Hlaupið er ræst í miðbæ Courmayeur og hlaupið göngugötuna þ.e. í gegnum miðbæinn og þaðan í áttina að Col Arp og Baite Youlaz. Stuttu eftir að maður er búin að hlaupa út úr bænum, kemur strax fyrsta brekkan. Þegar ég var rétt nýkomin í hana kemur til mín maður sem segir „Hi Iceland“ (hann sá íslenska fánann aftan á Salomon hlaupavestinu mínu) og kynnir sig sem Tomma frá Finnlandi, en hann var eini keppandinn frá Finnlandi „self-supported“ (þ.e. án þess að vera með aðstoðarmenn) eins og ég.

Stuttu síðar hitti ég hann Tomma aftur með Matta frá Svíþjóð. Ég var svo reglulega að hitta þá á leiðinni, þar sem þeir fóru mun hraðar en ég upp fjöllin, svo stoppuðu þeir lengur á drykkjarstöðunum og fóru hægar en ég niður fjöllin.

Leiðin upp fyrsta fjallið var alveg hræðileg fyrir mig, mér leið mjög illa af astmanum, fann fyrir einkennum háfjallaveiki á leiðinni upp, bara um leið og ég var komin í 2100 metra hæð og það fóru allir fram úr mér, sem er ekki góð tilfinning. Ég hugsaði „Shit, þetta er fyrsta fjallið af fjölmörgum, hvernig á ég að klára þessa 330 km og 26.000 metra hækkun ;-( “ mér leist ekkert á þetta og í raun leið bara mjög illa, enda skein sólin og það var mjög heitt. Ég tók samt bæði astma lyfin, sem ég var með á mér, þ.e. bæði Symbicort og Ventolin, sem léttu aðeins á, en samt alls ekki nóg. Svo þegar ég komst á toppinn og fór að hlaupa niður leið mér mun betur.

Fyrsta drykkjarstöð var Baite Youlaz, ég rétt hoppaði inn og fyllti á vatnið og hélt svo áfram. Tíminn þar sunnudagur klukkan 15:12 og ég búin að vera á hlaupum í 3 klst 12 mín.

Fyrsta alvöru drykkjarstöðin er í bænum La Thuile, það var ágæt brekka sem ég hljóp ágætlega hratt niður í bæinn, búið að vera mjög heitt allan daginn, klukkan orðin 16:15 þegar ég kom í bæinn. Tímamörkin í La Thuile voru klukkan 17:30. Um leið og ég kom inn í bæinn hljóp ég fram hjá veitingastað þar sem ég keypti mér eina Fanta dós. Notaði köldu dósina til að kæla á mér ennið, bringuna og fæturnar, en það var búið að vera mjög heitt allan daginn. Þegar ég kom inn á drykkjarstöðina, var mikil röð í mat og drykk, ekkert annað að gera en að bíða í röðinni og settist svo niður og fékk mér að borða, brauð, ost og skinku enda var ég orðin frekar svöng. Var komin með 18,7 km (1.751 m samanlögð hækkun) í La Thuile. Eftir La Thulie fór ég á Instagram Story, ætlaði reyndar ekki að fara inn á samfélagsmiðla fyrr en ég væri búin með 30 km (um 10%) en ákvað samt að fara inn, því það var eitthvað sem mér fannst merkilegt sem ég ætlaði að deila með vinum mínum sem ég man núna ekki einu sinni hvað var 🙂

(Hún er komin í Gegnum La Thuile 18,7 km í sæti 630 af 711 hlaupurum – innskot frá Stefáni Braga).

Sjáum það hér:

Eftir La Thuile stoppið …

Eftir La Thuile fórum við upp á næsta fjall og næsta tékkstöð er Rif. Deffeyes, var þar eftir 7 klst 8 mín eða klukkan 19:08. Þar fór ég inn í skálann á klósettið og keypti mér Fanta, eða einhverja tegund af appelsínugosi. Klæddi mig í hvíta þunna Salomon jakkann yfir stuttermabolinn og setti upp höfuðljós. Það var reyndar orðið mjög kalt þarna úti og margir að klæða sig mjög vel sem þurftu svo að létta aftur af fötunum á sér, svo ég var fegin að hafa farið inní skálann, bæði til að halda á mér hita á meðan ég græjaði mig fyrir nóttina sem og að fá mér aðra gosdós, því það var orka í því.

(Hún er komin í gegnum Rifugie Deffeiers 28,2 km. í sæti 615, 7 hættir. Komin upp um 15 sæti. innsk. frá Stefáni Braga)

Þarna fékk ég mér í fyrsta skipti heita súpu með hrísgrjónum í, eins og saltað kjúklingaseyði og sett voru fullt af hrísgrjónarnúðlum á diskinn með súpunni. Það var mjög kalt þarna úti og því fínt að fá sér smá seyði og hita í kroppinn.

Næsta tékk var í Bivacco Promoud, þar var ég kominn niður fjallið og samanlagður tími kominn í 9 klst 11 mín (klukkan orðin 21:11) og eftir það aftur upp eitt fjall og niður aftur í Planaval 12 klst 36 mín (klukkan orðin 00:36).

(Halldóra er komin til Planaval 48 km og er komin í sæti 540. 6 km í fyrsta Lifebase – St. Bragi.)

Sú leið var eins og leggjabrjótur, ég hefði ekki trúað hversu krefjandi þessi hlaupaleið var í myrkrinu en ég hljóp samt mjög hratt og tók fram úr mjög mörgum á niðurleiðinni. Var búin að sjá það að ef ég ætti að eiga möguleika á að komast í gegnum tímahindranir yrði ég að fara hratt niður brekkurnar og á flötu köflunum.

Komin á FB LIVE eftir um 45 km (næstum því 1/7 LOL ) – frekar steikt læri, en á leið í fyrsta LIVE BASE-ið.

Kom svo í Valgrisenche fyrsta LIVE BASE-ið eftir 13 klst og 45 mínútur, aðfararnótt mánudagsins klukkan 01:45 um nóttina. Stoppaði þar í nákvæmlega 56 mínútur. Fór út klukkan 02:41 eftir 14 klst og 41 mín. Tímamörkin í Valgrisenche voru klukkan 07:00 „inn“ um morguninn og klukkan 09.00 „út“. Svo ég var alveg góð hvað varðar tímamörkin þarna. Á drykkjarstöðinni, hlóð ég Garmin úrið, hlóð gsm símann og ég skipti um rafhlöðu í höfuðljósinu. Fékk mér eitthvað smá að borða, hafði samt ekki mikla lyst, en fékk mér jógúrt og vínber. Lagðist svo á bakið á gólfið með fæturna uppá bekk, kíkti á fæturna undir sokkunum, þurfti að henda plástrum sem ég hafði teipað á mér tærnar, en fór svo af stað áfram í sömu skítugu sokkunum og fötunum, en fór í hlýja ullarpeysu, því það var orðið mjög kalt úti (nennti ekki að opna pokann sem ég hafði vacumpakkað fötunum mínum í, sá það yrði svo erfitt að loka honum aftur). Endaði líka með því að þurfa að hengja auka hlaupaskóna sem ég var með í gulu töskunni í plastpoka utan á töskuna. Enda gula taskan mín mun minni en taskan hans Stefáns Braga sem ég hafði gert ráð fyrir að fá og því mikill hausverkur að koma öllu fyrir í töskuna (hafði skorið mikið niður á hótelinu áður en ég skilaði henni inn, en ég fékk að geyma ferðatöskuna mína á hótelinu á meðan ég var í hlaupinu).

(Komin á fyrsta Life base, 54 km. Og 4.586 metra hækkun komin á 13:45. Er í sæti 534 og hækkar á hverri stöð. Stefán Bragi)

Náði ekkert að leggja mig á drykkjarstöðinni, enda var ég ekki syfjuð, en það tók tímann að sækja gulu töskuna og að ganga frá henni aftur (þar hefði verið munur að vera með aðstoðarmann sem hefði séð um þetta fyrir mann og getað komið með eitthvað sem manni langaði í að borða). En ég var samt mjög ánægð með aðstoðarmanninn minn Stefán Braga, sem ég var með ONLINE, þ.e. í gsm eða á messenger 😉

FYRSTI LEGGUR BÚINN 50 km – 4.586 m. samanlögð hækkun –
KLUKKAN 02:41 AÐFARARNÓTT MÁNUDAGS 14 klst 41 mín.

september 12, 2021 0 comment
1 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaupKeppnissaga

OCC keppnisdagur – 26. ágúst 2021

by Halldóra september 4, 2021

Hlaupið er ræst í Orsiéres og það var ræst í þrem hópum, klukkan 08:15, 08:45 og 09:15. Var mjög glöð að vera í fyrsta ráshópi, hitt hefði verið meira stress að þurfa að bíða.

Það var alveg heiðskýrt í Orsiéres þegar við lögðum af stað, en ekki mikill lofthiti, svo það var gott að vera með drop-bag poka, þ.e. hlýja peysu sem ég gat skilið eftir í ræsingunni.

Uppgötvaði rétt áður en hlaupið var ræst að ég var með stóra appelsínugula gsm hulstrið (hálsmen) utan um gsm símann, svo ég gat komið því á Mörtu hans Sigga áður en við lögðum af stað, fínt að ganga með það, en frekar þungt að hlaupa með það.

Hlaupið var ræst á íþróttatúni, rétt fyrir utan miðbæinn, og svo var hlaupið í gegnum miðbæinn þar sem margir íbúar voru að hvetja hlaupara. Fljótlega tók við smá brekka og ég held ég hafi farið svolítið of hratt í byrjun, svo ég reyndi að vera skynsöm og hægja á mér. Markmiðið var aldrei að fara þetta hlaup of hratt, enda nýbúin að ganga/hlaupa 150 km og stóra hlaupið framundan í september, Tor Des Geants.

Ég var að hlaupa á svipuðum slóðum og Ásta en um leið og það kom brekka þá var Ásta mun hraðari en ég. Siggi og Svanur og stelpurnar frá Akureyri, Bryndís María og Rakel, fóru strax fram úr okkur. Var frekar þung á mér upp fyrstu brekkuna að Champex-Lac en fór svo á FB Live þegar ég gekk í gegnum þennan fallega bæ. Þegar ég var þarna með Náttúruhlaupahóp fyrir tveim árum, þá synti ég yfir vatnið í sundbol, þar sem ég var að æfa fyrir Marglyttusundið sem var sama haust.

Það var gaman að hlaupa í gegnum bæinn og þar komu hraðari hlauparar úr öðru holli strax fram hjá mér á fullri ferð. Þegar ég var komin inní Champex-Lac þá voru 10 km búnir og ég var búin með 1 klst og 43 mín og í sæti 1223.

Myndband af Facebook life …. 20% búið … 🙂

Eftir Champex Lac var smá kafli, sem var svona rúll, upp og niður þangað til að klifrið upp í La Giete eða „Fjósið“ eins og það er oft kallað tók við. Það var mjög töff brekka, sérstaklega í ljósi þess að mér fannst mörg hundruð manns fara fram úr mér. Púlsinn minn var í kringum 100, en ég komst ekkert áfram, þarna er asminn að hrekkja mig, en ég tók púst og hélt bara rólega áfram. Sá öðru hvoru í Ástu sem var þó nokkuð langt á undan mér. Kom loks upp að fjósinu, þar fengum við að drekka inní fjósi, sem var skemmtileg drykkjarstöð.

https://fb.watch/7PDfmYOixD/

Áður en við héldum niður bratta brekku í áttina að TRIENT þá komum við að stað, þar sem var ferðamannaverslun öðrum megin við veginn og hinum megin við var veitingasaður. Man að við fengum okkur að borða þarna fyrir tveim árum þegar ég var með NH hópnum. Mundi því eftir að hægt væri að kaupa drykki í ferðamannabúðinni. Fór inn og ætlaði að fá mér ískaltFANTA, en það var bara til SINALCO, REDBULL og ýmislegt annað, svo ég keypti mér bara Sinalco sem var alveg meiriháttar frískandi. Frábært að geta hlaupið inní búð í miðju hlaupi og keypti sér gosdrykk 🙂

Síðan tók við bratt og krefjandi niðurhlaup að La Trient, svo inn í bæ, að bleiku kirkjunni, þar sem ég hitti Þórdísi og Hlyn fyrr utan hvíta veitingatjaldið. Inni í tjaldinu hitti ég svo Ástu og Svan sem voru að fá sér að borða. Ég greip bara með mér bananabita, appelsínu- og sítrónubáta í plastpoka og ákvað að drífa mig áfram, þar sem ég visi að ég yrði MJÖG LENGI upp fjallið sem væri framundan. Þarna var ég þá búin með 26 km og tíminn 4 klst og 52 mín og komin í sæti #1130.

Þegar ég hljóp út úr tjaldinu kláraði ég Sinalcoið og losaði mig við flöskuna áður en ég hélt upp fjallið. Borðaði svo bæði banana, appelsínu og sítrónu á leiðinni upp. Ótrúlegt hvað mér leið miklu betur á leiðinni upp þetta fjall heldur en þetta fyrsta. Það voru líka miklu fleiri hlauparar sem voru þarna á mínum hraða upp fjallið, heldur en áður, hlauparar kannski orðnir þreyttari og þessir hröðustu löngu komnir fram úr mér.

Þetta var samt ágætis hækkun og því var eina vitið að fara bara hægt. Það var mikill hiti og ég ákvað að vera bara skynsöm. Þegar við komum svo á toppinn, þá var bara að fara rólega niður í áttina að Vallorcine. Þegar ég kom inní Vallorcine þá hitti ég fullt af Íslendingum, en þar voru Viggó með Sigrúnu Björk sem var að bíða eftir mömmu sinni og brjóstagjöfinni, og þar voru Marta hans Sigga og Eybjörg Drífa hans Svans. Yndislegt að hitta þau öll. Man að Viggó spurði hvernig ég væri og ég man að maginn var búin að vera eitthvað skrítin, þó hann hafi lagast mikið við appelsínurnar og sítrónurnar. Ákvað því að fá mér fransbrauð og ost og prófa hvernig það færi í magann.

Stoppaði ekki lengi á drykkjarstöðinni, búin að læra það af fimm Ironman keppnum, að eini staðurinn sem ég get bætt tímann minn á einfaldan hátt er á drykkjarstöðvum eða í T1 og T2 í IM:-) 🙂 Stoppaði nákvæmlega 3 mín og 47 sek. á drykkjarstöðinni. Sótti mér banana, brauð og osta í pokann, en allir appelsínubátarnir voru búnir. Þegar ég kom inn var ég í sæti 1003 en þegar ég fer út er ég í sæti 934, upp um 69 sæti. Eftir Vallorcine, kemur mjög langur kafli, sem er með smá hækkun. Það voru eiginlega allir að ganga þennan kafla og þá dettur maður ósjálfrátt í sama gírinn sem er ekki gott. Eftir langan kafla tók við ennþá lengri kafli í gegnum nokkra bæi og ég hélt við ætluðum aldrei að koma að Argentiére, vissi að þar myndi ég hitta Hafdísi og hlakkaði mikið til. Þessi kafli er líka eini kaflinn sem ég hef aldrei farið áður, því við höfum alltaf farið beint upp í fjallið eftir Vallorcine.

Komst loks að Argentiére þá voru 44 km búnir, samtals 8 klst 35 mín og 13 sek. og komin í 902 sæti overall. Þar hitti ég Hafdísi, Siggu Rúnu og Jón og mikið var gaman að sjá þau. Hafdís sagði mér að bleyta ennisbandið mitt, sem var mjög frískandi, var ekki búin að gera það fyrr, og hún sagði mér að fá mér kók og eitthvað að borða. Ég hafði engan veginn lyst á kóki, en fékk mér smá sódavatn í brúsana, sem var mjög gott og frískandi áður en ég hélt upp síðasta fjallið. Var ennþá með banana og brauð og osta í pokanum, svo ég bætti engu á mig.

Mynd sem Hafdís tók af mér á drykkjarstöðinni.
https://www.facebook.com/100008087553278/videos/pcb.3044820589178445/4403684729652409

Hélt þessi kafli upp síðasta fjallið væri miklu einfaldari en hann var. Hann var mjög krefjandi og ég var ennþá að borða brauð og ost til að laga magann en var ekki búin að fá neinar fleiri appelsínur. Það góða var að hér vorum við í skugga, búið a ðvera mjög heitur dagur. Þegar maður loks komst úr skóginum upp fjallið, þá var ein MJÖG BRÖTT SKÍÐABREKKA uppí skíðaskálann, þar sem drykkjarstöðin var í La Flégére. Þegar þangað var komið var ég komin með um 49 km og á rétt undir 10 klst og var í 890 sæti. Stoppaði mjög stutt þarna inni, en fékk mér samt smá kók sopa, tvo appelsínubáta og sódavatn á brúsann.

Niðurhlaupið frá LaFlégere er mjög krefjandi, sérstaklega þegar ég var farin að berjast við mikla krampa framan á báðum lærunum. Ákvað því að hægja á mér og valhoppaði niður fjallið sem var eina leiðin þegar ekki er hægt að hlaupa. Voru samt ansi margir hlauparar sem tóku fram úr mér á leiðinni niður.

Ég var búin að hlakka mikið til að koma að La Flora kaffihúsinu þar sem ég ætlaði að kaupa mér FANTA, búin að komast að því að Appelsín, Fanta eða Sinalco er ALGJÖRT MUST í TOR trúss töskuna 🙂 Þannig að þegar ég loksins kom í Flora, mjög margir búnir að taka fram úr mér á leiðinni niður, þá var svekkjandi að sjá að veitingastaðurinn var lokaður. Þá var ekkert annað að gera, en hugsa um Fantað sem ég fengi þegar ég kæmi í mark í Chamonix. Hélt valhoppinu áfram, sem var eina leiðin niður, þegar lærin eru steikt eftir krampana 🙂 Hugsaði líka SHIT hvernig ætla ég að klára þessa 24.000 km hækkun/lækkun í TOR og 330 km eftir nokkrar vikur 🙂 Viðurkenni það alveg að það runnu á mig tvær grímur og ég svo sem fegin að vera búin að ganga frá fluginu, annars hefði ég örugglega bara hætt við 🙂

En þegar ég er eiginlega alveg komin niður síðustu brekkuna, kemur Siggi á fljúgandi siglingu á móti mér með íslenska fánann súper hress. Mikið var gaman að sjá hann og krampatilfinning og verkur í lærum, hvarf eins og dögg fyrir sólu (eða kannski bara gleymdist). Hann var að taka upp á FB live og það gaf þvílíkt orkuboost. Við hlupum svo saman niður að brú, þar sem ég hitti Börk líka, sem var frábært. Það var nýjung, núna sem ég man ekki eftir, en maður þarf að hlaupa upp tvær hæðir og fara yfir götuna á stálbrú sem er byggð, þ.e. búin til og svo niður tvær hæðir hinum megin.

https://www.facebook.com/682423704/videos/350132563490526/

Siggi hélt áfram að hlaupa með mér og hvetja og rétti mér íslenska fánann minn sem er á stönginni. Svo þegar ég kom niður í miðbæ þá hitti ég Stefán og Iðunni sem voru með stóra fánann minn og réttu mér hann. Siggi hélt áfram á FB live og hljóp með mér og WOW hvað ég fékk mikla hvatningu frá öllum sem voru á hliðarlínunni. Þetta var algjörlega magnað móment, óháð því hversu langt þú hefur farið þá er alltaf magnað að hlaupa í gegnum bæinn, fá hvatninguna og tala nú ekki um stoltið sem maður er af landinu sínu þegar maður hleypur með íslenska fánann á bakinu.

https://www.facebook.com/682423704/videos/986107578909053/

Tók samt HADDÝJAR HOPPIÐ þegar ég kom í markið þó ég hafi verið að krampa og það var yndislegt að sjá og hitta Íslendingana sem biðu mín þar og yndislega Hafdís vinkona hljóp út í búð eða á næsta veitingastað að redda mér Fanta eða Orangeina gosi, sem var alveg meiriháttar gott 🙂

Heildartíminn var 11 klst 1 mín og 22 sek, 15 sæti í aldursflokki V2F af 41 konu sem klára.
Var 876 overall af 1359 þátttakendum sem kláruðu, númer 151 af konunum 266 sem klára.
Ótrúlega ánægð að ná að vinna mig upp um 347 sæti þegar tilfinningin var sú að allir væru að fara fram úr mér 🙂

ÞAKKIR
Takk elsku vinir Iðunn og Stefán fyrir frábæra ferðalagið okkar um Ávaxtadalinn og góðar stundir í Chamonix. Takk kæru íbúðarfélagar, Guðmundur Smári, Siggi Kiernan, Börkur og Biggi fyrir góða sambúð og skemmtilegar stundir í Chamonix. Takk elsku Hafdís vinkona og Pési fyrir yndislegan tíma í Chamonix og takk allir í #TEAMICELAND fyrir góða hvatningu og skemmtilegar samverustundir.

september 4, 2021 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaupKeppnissaga

Súlur Vertical 2021 – 28 km

by Halldóra ágúst 3, 2021

Tók þátt í Súlum Vertical 28 km um helgina í bongóblíðu.

Frekari keppnissaga kemur hér síðar.

ágúst 3, 2021 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífKeppnissagaSjósund

Urriðavatnssundið 2021

by Halldóra júlí 27, 2021

Kláraði Urriðavatnssundið 2021 í dag og þá er 3 af 4 greinum Landvættanna lokið hjá mér persónulega, en flestir í Landvættahóp Náttúruhlaupa voru að klára í dag og óska ég þeim innilega til hamingju.

júlí 27, 2021 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaupKeppnissaga

Laugavegshlaupið 2021

by Halldóra júlí 18, 2021

Frábæru Laugavegshlaupa partýi 2021 lokið. Byrjuðum á að skutlast í Þórsmörk með tjald og bíla á föstudags eftirmiðdag (tekið smá Básaskokk) svo var farið inní Landmannalaugar þar sem við gistum í FÍ skálanum.

Hlaupið ræst klukkan 09.00 á laugardagsmorgni í bongó blíðu, en ég var í þriðja ráshópi klukkan 09.10.

Það var óvenju heitt en miklu minni snjór en í síðustu viku þegar ég hljóp Laugaveginn á 2 dögum með Hlaupahópi Stjörnunnar.

Eftir Bláfjallakvísl fór að blása svolítið á okkur á móti en kosturinn við það var fín kæling 😉 Sævar hljóp með mér meirihluta sandanna, en var hraðari og ferskari en ég svo hann fór á undan niður í Emstrur. Hitti Hjalta og hann þar og stoppaði aðeins til að fylla á brúsann og fá mér banana og smá Pepsi.

Það var mjög þægilegt að hafa hlaupið leiðina nýlega því ég þekkti hana svo vel. Svo var ég reyndar líka að taka þátt í 6 skiptið. Nákvæmlega 10 ár síðan ég tók þátt í fyrsta skipti, svo tók ég nokkurra ára hlé eða til 2017 og hef ég tekið þátt árlega síðan.

Ultrahlaup eru alltaf ultrahlaup og er hvert hlaup krefjandi. Ég var til dæmis að berjast við krampa tilfinningu í lærunum allan tímann eftir Bláfjallakvísl svo ég hægði bara á mér.

Ég minnti mig líka reglulega á markmiðin mín #1 að komast að ráslínu sem er ekki sjálfsagt #2 að klára hlaupið alls ekki sjálfsagt #3 að hafa gaman alla leið og #4 ef ég hef hlaupið áður að bæta minn eigin tíma. Ákvað reyndar fyrir þetta hlaup að ég ætlaði ekki að reyna að ná markmiði 4 þar sem það var ekki raunhæft m.v. takmarkaðar æfingar í sumar. En náði öllum hinum markmiðunum og skemmti mér konunglega allan tímann og kom syngjandi “Top of the World” þegar ég kom í mark.

Eftir hlaupið var að sjálfsögðu hlaupapartý og varðeldur í Básum þar sem var tjúttað fram á nótt.

Er mjög stolt af öllum hlaupafélögum mínum, vinum og æfingafélögum í Náttúruhlaupum, Stjörnunni og Breiðablik (Þríkó) sem fóru í hlaupið. Það er alltaf þannig að það ná ekki allir að klára en það voru allir glaðir með þann árangur sem þeir náðu og óska ég öllum innilega til hamingju.

Takk elsku Siggi og Hildur fyrir skutl ínní Mörk og takk kæri Hjalti fyrir að skutla okkur inn eftir. Takk elsku Óli fyrir að koma inní Þórsmörk (hálfslappur). Elsku vinkonur takk fyrir hvatninguna og móttökurnar og kæru vinir sem voruð með okkur í Þórsmörk um helgina takk fyrir yndislegar samverustundir 🙏#laugavegurultra#náttúruhlaup#topoftheworld#trailrunning#trainingfortor#alparnir

p.s. fyrir tímanördana þá var flögutíminn minn: 07:41:28 Var í 84 sæti af 205 kvk sem klára og 13 sæti í aldursflokki af 42 konum í aldursflokkinum sem klára. Tímarnir mínir í sögulegu samhengi:
2011: 07:37:44
2017: 08:10:11
2018: 07:01:12
2019: 06:59:47
2020: 07:21:09

júlí 18, 2021 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaupKeppnissaga

Þorvaldsdalsskokkið 2021 – 3. sæti í ald.fl.

by Halldóra júlí 3, 2021

Tók þátt í Þorvaldsdalsskokkinu 2021, ásamt verðandi Landvættum í Landvættaprógrammi Náttúrhlaupa.

Við tjölduðum í gærkvöldi hjá foreldrum Sigga inní Eyjafirði, fengum okkur fyrst kvöldmat, þ.e. Pizzu á Pizzunni á Akureyri, áður en við ókum inní fjörð.

Veðrið var stórkostlegt og það var bara erfitt að fara að sofa á þessu fallega sumarkvöldi á Akureyri.

Vöknuðum um klukkan 07:00 til að græja okkur, fórum svo í morgunmat, hafragraut hjá Sigga 08:30 og lögðum í hann um 09:30 þar sem við þurftum að keyra að grunnskólanum við Árskógsströnd. En það var mæting þangað klukkan 10:45. Rútan fór þaðan til xxx, en við Sigga fórum bara með Óla í bílnum og vorum komin á undan rútunni.

Ég var með mikinn valkvíða hvort ég ætti að vear með eða án stafa en rétt fyrir ræsingu henti ég mér út í bíl og sótti stafina og ég sá svo sem ekki eftir því.

Hlaupið var ræst klukkan 12:00. Fyrstu 7 km eru nánast upp. Ég gerði sömu mistök og margir aðrir á leið upp brekkuna að elta kindastíginn niður í átt að ánni en svo lá hann aftur til baka, svo það vorum um 20-30 manns sem ég horfði á fara fram úr mér út af þessu 😉 Eftir smá stund náði ég Erlu Sigurlaugu hjóladrottningu en hún hafði verið í þessum hópi sem flaug fram hjá mér. Við hlupum svo saman mest alla leiðina.

Leiðin var mjög blaut, illa merkt og eitt skipti flaug ég á hausinn og magalenti, en meiddi mig ekkert þar sem þetta var í blautri mýri, en fékk samt smá hnikk á kálfann, sem varð til þess að ég var frekar tæp á krömpum þar, það sem eftir lifði ferðar. Datt í annað skipti og náði þá flottum snúningi svo ég meiddi mig ekki heldur. Í bæði skiptin sem ég datt var ég nýbúin að taka fram úr Erlu. Þegar ég fór svo fram úr henni í 3 skipti, þá sagði ég að ég ætlaði nú ekki að detta aftur, þó máltakið segi að allt er þegar þrennt er 🙂

Hún sagði mér að drífa mig bara, þar sem hún var eitthvað orkulaus, þá voru kannski 6-7 km eftir. Síðasti kaflinn var malarvegur og að mestu niður í móti, og var aðal markmiðið mitt þar að ná að klára án þess að fá krampa í lokin. Tók fram úr mörgum þátttakendum sem voru að hlaupa styttri vegalengdina. Svo þegar um 700 metrar voru eftir, kom ung stúlka með rautt númer, þ.e. í sömu vegalengd og ég og tók fram úr mér. Undir öllum kringumstæðum hefði ég reynt að halda mínu sæti, en þar sem ég var að berjast við krampana, hvatti ég hana bara áfram og hljóp sem betur fer án þess að fá krampa í mark. Ákvað líka að taka EKKI „Haddýjar hoppið“ þegar ég komi í mark, þar sem þá hefði ég pottþétt fengið krampa ha ha ha .

Er stoltust af öllum Náttúruhlaupa Landvættunum sem kláruðu hlaupið og sérstaklega honum Atla sem datt eftir um 8 km leið og hljóp restina með höndina í fatla, sem hann bjó til úr hlaupavestinu sínu.

Lokatími minn var: 03:21:26 – 6 sæti kvk overall af 89 konum og 3 sæti í aldursflokki af 32 konum.

Um kvöldið hélt svo Siggi Kiernan og Hildur konan hans uppá mega partý í fallegu sveitinni hjá foreldrum Sigga í Eyjafirði og þar var sko mikið stuð langt fram á nótt.

júlí 3, 2021 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífKeppnissagaÞríþraut

Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

by Halldóra maí 9, 2021

Hafði samband við Margréti M formann Þríþrautardeildar Breiðabliks sl. mánudag og spurði hana hvað hún vildi að ég gerði varðandi Kópavogsþrautina. Átti ég að skrá mig sem sjálfboðaliða (eins og ég hef verið síðustu árin), taka að mér þá sem ekki ætluðu að keppa og hjóla með þeim (hef verið aðstoðarhjóla þjálfari á sunnudögum) eða átti ég að skrá mig sem þátttakanda í keppnina ?

Margrét var mjög fljót að svara mér og sagði mér að ég ætti að skrá mig sem þátttakanda, ég hélt hún myndi frekar segja mér að skrá mig sem sjálfboðaliða ha ha ha, en ég auðvitað tók áskoruninni og skráði mig.

Var samt í smá vanda með að skrá sundtíma, því ég hafði ekki alveg nógu mikla trú á mér og mínum sundtíma. Ætlaði fyrst að skrá á mig 8 mín, en ég endaði á að skrá 7 mín og 30 sek sem var nákvæmlega tíminn sem ég sinnti á, þegar búið er að taka frá tímann sem fór í að fara upp úr og hlaupa að tímamottunni.

Lenti á braut 7, þar sem við vorum 7 saman á braut. Haddý (Hrafnhildur) nafna mín, var á sömu braut og ég og kvöldið fyrir keppni höfðum við áhyggjur af því að það væru ansi margir á brautinni, því sums staðar voru bara 5, 6 og/eða 7 :- )

KEPPNISMORGUN
Var mætt á Rútstún með hjólið mitt, rétt rúmlega 7:30 en svæðið opnaði klukkan 7:30, fór í gegnum hjólatékk og hjálmurinn var líka skoðaður. Setti svo hjólið á rekka, ásamt hjólaskóm, hlaupaskóm, sokkum og númerabelti (sólgleraugum og ennisbandi).

Það var svo keppnisfundur klukkan 08:30 og sundlaugin opnaði klukkan 09:15, fór fyrst útí Krambúð og keypti mér banana, hafði gleymt að taka hann með mér, sem mér finnst mjög góð næring rétt fyrir keppni.

SUND
Keppnin var svo ræst klukkan 09:30, fór út í laug með tvenn sundgleraugu, þar sem ég var ekki viss hvor þeir leka, hef svolítið verið að lenda í því, fékk Þórdísi vinkonu, lækni til að geyma svo hin gleraugun. Ræddum aðeins fyrir ræsingu hver ætlaði að vera hvar í sundbrautinni, en lögðum svo öll af stað á sama tíma. Fegin að ég var ekki alveg aftast eins og ég ætlaði mér þar sem sú sem var síðust var þó nokkuð mikið fyrir aftan mig, en ég kom næstsíðustu upp úr lauginni. Sundtími að mottu: 7 mín 43 sek. 400 metra vegalengd.

T1
Var mjög lengi í skiptatímanum, þar sem ég þurrkaði fæturna, fór í flíspeysu sem er rennd (sá ekki eftir því), fór í sokka, hlaupaskóna, setti á mig keppnisbeltið og tók svo hjólið af rekkanum og hljóp með það yfir marklínuna og krítuðu línuna, þar sem við máttum fyrst fara á hjólið. T1 tími: 2 mín, sem er frekar lakur tími, en skiptir ekki máli þegar maður er bara að hafa gaman og vera með.

HJÓL
Fann ég var ekki örugg á hjólinu, þar sem ég var ekki búin að æfa mig neitt á TT hjólinu. Hafði lánað vinkonu minni hjólið í fyrrasumar og sótti það bara í gærkvöldi uppá háaloft, og reyndi að hækka aðeins sætið og færa það aðeins aftur. Ég ákvað að liggja ekkert á letistýrinu heldur bara taka hjólið frekar öruggt, sá að ég hefði kannski frekar átt að fara á racernum mínum, kassettan á því er léttari, það er með rafmagnsskiptum og ég er bara öruggari á því, en á sama tíma er SVARTI FOLINN geggjað flott TT hjól og með frábærum keppnisgjörðum. Hjólabrautin eru þrír hringir 10 km samtals, þ.e. þrisvar upp sömu brekkuna en á sama tíma mjög gaman að fara hratt niður brekkuna hinum megin. Ég var með drykk á hjólinu sem var mjög gott, en enga næringu. Það var ótrúlega kalt, vindur og skuggi á norðanverðu Kársnesi svo ég var mjög glöð að hafa gefið mér tíma og farið í flíspeysuna. Hjólatími: 23 mín (26,19 km klst meðalhraði)

T2
Hoppaði af hjólinu áður en ég nálgaðist hvítu línuna, hljóp svo á hjólaskónum með hjólið uppá rekkann. Losaði svo hjálminn, úr skónum, í hlaupaskóna, var í smá vandræðum að komast í þá, þó ég væri með skóhorn, greip sólgleraugun, eyrnabandið og sneri númerinu fram og hljóp af stað. T2 Tími: 1:44

HLAUP
Mér leið ótrúlega vel þegar ég byrjaði að hlaupa, kom sjálfri mér eiginlega á óvart þar sem ég hef ekki verið dugleg að æfa „brick“, þ.e. hlaup eftir hjól, kannski vegna þess að ég hef svo lítið verið að hjóla ha ha ha, tek bara eina rólega 100 km Gran Fondo æfingu á mánuði, þar sem við höfum reynt að velja flata braut 🙂 En alla vega mér leið vel, tók fram úr mörgum á leiðinni. Það var virkilega góð tilfinning að hafa ekki tekið of mikið úr sér bæði í sundinu og hjólinu að eiga fullt inni til að líða vel allan tímann á hlaupunum, líka upp brekkuna, en hlaupabrautin eru tveir hringir samtals 3,5 km. Tók enga næringu, hvorki á hlaupinu, né hjólinu, fyrir utan drykkinn sem ég var með á hjólinu. Heildar hlaupatími: 17 mín 28 sek eða 04:59 pace.

HEILDARTÍMI 52 mín 24 sek. Varð 11 konan í heildina og varð í 4 sæti í aldursflokki.

Náði að grafa upp gamla tíma, en ég keppti síðast í Kópavogsþrautinni 2014 á 47 mín og 6 sek. og árið 2013 var ég 47 mín og 38 sek. Fann ekki tímann minn 2012, en þá tók ég þátt í fyrsta skipti og var pottþétt lengur, því ég fékk refsistig frá Ásgeiri vini mínum sem var yfirdómari, þar sem ég var búin að taka hjólið af rekkanum áður en ég festi hjálminn 🙂 Það var fyrsta þríþrautarkeppnin mín, en það ár keppti ég í öllum þríþrautarkeppnum á Íslandi og mínum fyrsta Ironman (af fimm) þ.e. árið 2012.

Það sem stendur upp úr var hversu skemmtileg keppni Kópavogsþrautin er. Frábærir keppnishaldarar, mótstjóri, dómarar, sjálfboðaliðar allt saman eðalfólk. Ég var búin að gleyma hvað þríþrautin er ofboðslega skemmtileg íþrótt og að taka þátt í svona keppni er einstök upplifun og skemmtun, frá A-Ö, er svo glöð að hafa drifið mig aftur á stað, þó ég væri ALLS ekki í besta formi lífs míns. Þá var ég alltaf glöð og náði þar með markmiði mínu sem var að klára og hafa gaman alla leið. Takk kærlega fyrir mig.

maí 9, 2021 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
GönguskíðiKeppnissaga

Fossavatnsgangan 2021

by Halldóra apríl 17, 2021

Kláraði Fossavatnsgönguna í dag í mjög svo krefjandi aðstæðum. Er samt mest stolt af öllu okkar fólki í Landvættarprógrammi Náttúruhlaupa sem kláruðu í dag. Þetta eru jaxlar, grjótharðir og jákvæðir 🙂

apríl 17, 2021 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • …
  • 7

Nýlegar færslur

  • LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025
  • Morgunblaðið um Grænlandsferðina
  • Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025
  • Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025
  • Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

Nýlegar athugasemdir

  • Björk Ólafsdóttir um Vasavikan 2024
  • Sif Helgad. um Langjökull þveraður 17.júní 2020
  • Helga Bryndís um New York City maraþon 2023
  • Ingvar Þóroddsson um Free to Run Ambassador í New York maraþoninu 2023

Færslusafn

  • júlí 2025
  • maí 2025
  • apríl 2025
  • júlí 2024
  • maí 2024
  • apríl 2024
  • mars 2024
  • nóvember 2023
  • október 2023
  • september 2023
  • ágúst 2023
  • júlí 2023
  • apríl 2023
  • janúar 2023
  • desember 2022
  • nóvember 2022
  • september 2022
  • ágúst 2022
  • júlí 2022
  • júní 2022
  • maí 2022
  • apríl 2022
  • mars 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • desember 2021
  • október 2021
  • september 2021
  • ágúst 2021
  • júlí 2021
  • maí 2021
  • apríl 2021
  • mars 2021
  • febrúar 2021
  • janúar 2021
  • nóvember 2020
  • október 2020
  • september 2020
  • ágúst 2020
  • júlí 2020
  • júní 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • mars 2020
  • janúar 2020
  • desember 2019
  • nóvember 2019
  • október 2019
  • september 2019
  • ágúst 2019
  • júlí 2019
  • júní 2019
  • maí 2019
  • apríl 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • janúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • október 2018
  • september 2018
  • ágúst 2018
  • júlí 2018
  • júní 2018
  • maí 2018
  • apríl 2018
  • janúar 2018
  • janúar 2017
  • september 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • júní 2016
  • mars 2016
  • nóvember 2015
  • ágúst 2015
  • júní 2015
  • febrúar 2015
  • nóvember 2014
  • ágúst 2014
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013

Flokkar

  • Daglegt líf
  • Fjallahlaup
  • Fjallaskíði
  • Fjallgöngur
  • Gönguskíði
  • Hjól
  • Hlaup
  • Ísklifur
  • Kajak
  • Keppnis
  • Keppnissaga
  • Sjósund
  • Skíði
  • Sund
  • Veiðar
  • Þríþraut

Um mig

Um mig

Halldóra Gyða

Halldóra hefur mjög gaman af því að fara út að leika. Markmiðið hjá henni er að njóta lífsins hvern einasta dag, brosa, hafa gaman og hún er þakklát fyrir góða heilsu.

Verum í sambandi

Facebook Twitter Instagram Pinterest Tumblr Youtube Bloglovin Snapchat

Nýlegar færslur

  • LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025

    júlí 19, 2025
  • Morgunblaðið um Grænlandsferðina

    maí 14, 2025
  • Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

    apríl 29, 2025
  • Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

    apríl 28, 2025
  • Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

    apríl 27, 2025

Um mig

banner
Halldóra Gyða elskar að vera úti að leika. Hér er hún í Dólómítunum í Lavaredo fjallahlaupinu 2016.

Vinsæl innlegg

  • 1

    Eco Trail Reykjavík – 22 km

    júlí 6, 2018
  • 2

    Ironman Texas 2018

    apríl 28, 2018
  • 3

    Buthan – dagur 1 – hæðaraðlögun og skoðunarferð

    maí 26, 2018

Síðustu æfingar

  • Styrkur Coach Birgir - Æfing 2
    On júlí 24, 2025 8:11 e.h. during 00:31:55 hours burning 195 calories.
  • Sumar upplifunaræfing með Þóru Bríet - frábær hópur og yndislegt spjall við hlaupafélagana 😍🤩
    On júlí 24, 2025 5:24 e.h. went 8,16 km during 01:14:17 hours climbing 161,00 meters burning 576 calories.
  • Styrkur Coach Birgir 🤩
    On júlí 23, 2025 6:07 e.h. during 00:48:00 hours burning 315 calories.
  • Fálkaklettur Via Ferrata .. æðisleg upplifun - fyrsta skipti <3
    On júlí 23, 2025 10:11 f.h. went 3,46 km during 01:06:39 hours climbing 248,20 meters burning 756 calories.
  • Frábær sumar gæðaæfing hjá Þóru - alltaf gleði og gaman 🤩
    On júlí 22, 2025 5:32 e.h. went 7,01 km during 00:54:22 hours climbing 94,00 meters burning 481 calories.
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram
  • Linkedin
  • Snapchat
  • Vimeo

@2017 - PenciDesign. All Right Reserved. Designed and Developed by PenciDesign


Back To Top