Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

      apríl 29, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

      apríl 28, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D2 föstudagur 25. apríl 2025

      apríl 25, 2025

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      ITRA HLAUP FRÁ 2011-2024

      júlí 31, 2024

      Fjallahlaup

      TMR D8 Ferðadagur

      ágúst 4, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D7

      ágúst 3, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D6

      ágúst 2, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D5

      ágúst 1, 2023

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      Íþróttaferilskrá eftir árum frá 2011

      júlí 31, 2024

      Keppnissaga

      Vasavikan 2024

      mars 6, 2024

      Keppnissaga

      New York City maraþon 2023

      nóvember 5, 2023

      Keppnissaga

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Keppnissaga

      Berlínarmaraþon 2022

      september 26, 2022

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

      apríl 29, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

      apríl 28, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D2 föstudagur 25. apríl 2025

      apríl 25, 2025

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      ITRA HLAUP FRÁ 2011-2024

      júlí 31, 2024

      Fjallahlaup

      TMR D8 Ferðadagur

      ágúst 4, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D7

      ágúst 3, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D6

      ágúst 2, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D5

      ágúst 1, 2023

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      Íþróttaferilskrá eftir árum frá 2011

      júlí 31, 2024

      Keppnissaga

      Vasavikan 2024

      mars 6, 2024

      Keppnissaga

      New York City maraþon 2023

      nóvember 5, 2023

      Keppnissaga

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Keppnissaga

      Berlínarmaraþon 2022

      september 26, 2022

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

Category:

Keppnissaga

Daglegt lífFjallahlaupKeppnissaga

OCC keppnisdagur – 26. ágúst 2021

by Halldóra september 4, 2021

Hlaupið er ræst í Orsiéres og það var ræst í þrem hópum, klukkan 08:15, 08:45 og 09:15. Var mjög glöð að vera í fyrsta ráshópi, hitt hefði verið meira stress að þurfa að bíða.

Það var alveg heiðskýrt í Orsiéres þegar við lögðum af stað, en ekki mikill lofthiti, svo það var gott að vera með drop-bag poka, þ.e. hlýja peysu sem ég gat skilið eftir í ræsingunni.

Uppgötvaði rétt áður en hlaupið var ræst að ég var með stóra appelsínugula gsm hulstrið (hálsmen) utan um gsm símann, svo ég gat komið því á Mörtu hans Sigga áður en við lögðum af stað, fínt að ganga með það, en frekar þungt að hlaupa með það.

Hlaupið var ræst á íþróttatúni, rétt fyrir utan miðbæinn, og svo var hlaupið í gegnum miðbæinn þar sem margir íbúar voru að hvetja hlaupara. Fljótlega tók við smá brekka og ég held ég hafi farið svolítið of hratt í byrjun, svo ég reyndi að vera skynsöm og hægja á mér. Markmiðið var aldrei að fara þetta hlaup of hratt, enda nýbúin að ganga/hlaupa 150 km og stóra hlaupið framundan í september, Tor Des Geants.

Ég var að hlaupa á svipuðum slóðum og Ásta en um leið og það kom brekka þá var Ásta mun hraðari en ég. Siggi og Svanur og stelpurnar frá Akureyri, Bryndís María og Rakel, fóru strax fram úr okkur. Var frekar þung á mér upp fyrstu brekkuna að Champex-Lac en fór svo á FB Live þegar ég gekk í gegnum þennan fallega bæ. Þegar ég var þarna með Náttúruhlaupahóp fyrir tveim árum, þá synti ég yfir vatnið í sundbol, þar sem ég var að æfa fyrir Marglyttusundið sem var sama haust.

Það var gaman að hlaupa í gegnum bæinn og þar komu hraðari hlauparar úr öðru holli strax fram hjá mér á fullri ferð. Þegar ég var komin inní Champex-Lac þá voru 10 km búnir og ég var búin með 1 klst og 43 mín og í sæti 1223.

Myndband af Facebook life …. 20% búið … 🙂

Eftir Champex Lac var smá kafli, sem var svona rúll, upp og niður þangað til að klifrið upp í La Giete eða „Fjósið“ eins og það er oft kallað tók við. Það var mjög töff brekka, sérstaklega í ljósi þess að mér fannst mörg hundruð manns fara fram úr mér. Púlsinn minn var í kringum 100, en ég komst ekkert áfram, þarna er asminn að hrekkja mig, en ég tók púst og hélt bara rólega áfram. Sá öðru hvoru í Ástu sem var þó nokkuð langt á undan mér. Kom loks upp að fjósinu, þar fengum við að drekka inní fjósi, sem var skemmtileg drykkjarstöð.

https://fb.watch/7PDfmYOixD/

Áður en við héldum niður bratta brekku í áttina að TRIENT þá komum við að stað, þar sem var ferðamannaverslun öðrum megin við veginn og hinum megin við var veitingasaður. Man að við fengum okkur að borða þarna fyrir tveim árum þegar ég var með NH hópnum. Mundi því eftir að hægt væri að kaupa drykki í ferðamannabúðinni. Fór inn og ætlaði að fá mér ískaltFANTA, en það var bara til SINALCO, REDBULL og ýmislegt annað, svo ég keypti mér bara Sinalco sem var alveg meiriháttar frískandi. Frábært að geta hlaupið inní búð í miðju hlaupi og keypti sér gosdrykk 🙂

Síðan tók við bratt og krefjandi niðurhlaup að La Trient, svo inn í bæ, að bleiku kirkjunni, þar sem ég hitti Þórdísi og Hlyn fyrr utan hvíta veitingatjaldið. Inni í tjaldinu hitti ég svo Ástu og Svan sem voru að fá sér að borða. Ég greip bara með mér bananabita, appelsínu- og sítrónubáta í plastpoka og ákvað að drífa mig áfram, þar sem ég visi að ég yrði MJÖG LENGI upp fjallið sem væri framundan. Þarna var ég þá búin með 26 km og tíminn 4 klst og 52 mín og komin í sæti #1130.

Þegar ég hljóp út úr tjaldinu kláraði ég Sinalcoið og losaði mig við flöskuna áður en ég hélt upp fjallið. Borðaði svo bæði banana, appelsínu og sítrónu á leiðinni upp. Ótrúlegt hvað mér leið miklu betur á leiðinni upp þetta fjall heldur en þetta fyrsta. Það voru líka miklu fleiri hlauparar sem voru þarna á mínum hraða upp fjallið, heldur en áður, hlauparar kannski orðnir þreyttari og þessir hröðustu löngu komnir fram úr mér.

Þetta var samt ágætis hækkun og því var eina vitið að fara bara hægt. Það var mikill hiti og ég ákvað að vera bara skynsöm. Þegar við komum svo á toppinn, þá var bara að fara rólega niður í áttina að Vallorcine. Þegar ég kom inní Vallorcine þá hitti ég fullt af Íslendingum, en þar voru Viggó með Sigrúnu Björk sem var að bíða eftir mömmu sinni og brjóstagjöfinni, og þar voru Marta hans Sigga og Eybjörg Drífa hans Svans. Yndislegt að hitta þau öll. Man að Viggó spurði hvernig ég væri og ég man að maginn var búin að vera eitthvað skrítin, þó hann hafi lagast mikið við appelsínurnar og sítrónurnar. Ákvað því að fá mér fransbrauð og ost og prófa hvernig það færi í magann.

Stoppaði ekki lengi á drykkjarstöðinni, búin að læra það af fimm Ironman keppnum, að eini staðurinn sem ég get bætt tímann minn á einfaldan hátt er á drykkjarstöðvum eða í T1 og T2 í IM:-) 🙂 Stoppaði nákvæmlega 3 mín og 47 sek. á drykkjarstöðinni. Sótti mér banana, brauð og osta í pokann, en allir appelsínubátarnir voru búnir. Þegar ég kom inn var ég í sæti 1003 en þegar ég fer út er ég í sæti 934, upp um 69 sæti. Eftir Vallorcine, kemur mjög langur kafli, sem er með smá hækkun. Það voru eiginlega allir að ganga þennan kafla og þá dettur maður ósjálfrátt í sama gírinn sem er ekki gott. Eftir langan kafla tók við ennþá lengri kafli í gegnum nokkra bæi og ég hélt við ætluðum aldrei að koma að Argentiére, vissi að þar myndi ég hitta Hafdísi og hlakkaði mikið til. Þessi kafli er líka eini kaflinn sem ég hef aldrei farið áður, því við höfum alltaf farið beint upp í fjallið eftir Vallorcine.

Komst loks að Argentiére þá voru 44 km búnir, samtals 8 klst 35 mín og 13 sek. og komin í 902 sæti overall. Þar hitti ég Hafdísi, Siggu Rúnu og Jón og mikið var gaman að sjá þau. Hafdís sagði mér að bleyta ennisbandið mitt, sem var mjög frískandi, var ekki búin að gera það fyrr, og hún sagði mér að fá mér kók og eitthvað að borða. Ég hafði engan veginn lyst á kóki, en fékk mér smá sódavatn í brúsana, sem var mjög gott og frískandi áður en ég hélt upp síðasta fjallið. Var ennþá með banana og brauð og osta í pokanum, svo ég bætti engu á mig.

Mynd sem Hafdís tók af mér á drykkjarstöðinni.
https://www.facebook.com/100008087553278/videos/pcb.3044820589178445/4403684729652409

Hélt þessi kafli upp síðasta fjallið væri miklu einfaldari en hann var. Hann var mjög krefjandi og ég var ennþá að borða brauð og ost til að laga magann en var ekki búin að fá neinar fleiri appelsínur. Það góða var að hér vorum við í skugga, búið a ðvera mjög heitur dagur. Þegar maður loks komst úr skóginum upp fjallið, þá var ein MJÖG BRÖTT SKÍÐABREKKA uppí skíðaskálann, þar sem drykkjarstöðin var í La Flégére. Þegar þangað var komið var ég komin með um 49 km og á rétt undir 10 klst og var í 890 sæti. Stoppaði mjög stutt þarna inni, en fékk mér samt smá kók sopa, tvo appelsínubáta og sódavatn á brúsann.

Niðurhlaupið frá LaFlégere er mjög krefjandi, sérstaklega þegar ég var farin að berjast við mikla krampa framan á báðum lærunum. Ákvað því að hægja á mér og valhoppaði niður fjallið sem var eina leiðin þegar ekki er hægt að hlaupa. Voru samt ansi margir hlauparar sem tóku fram úr mér á leiðinni niður.

Ég var búin að hlakka mikið til að koma að La Flora kaffihúsinu þar sem ég ætlaði að kaupa mér FANTA, búin að komast að því að Appelsín, Fanta eða Sinalco er ALGJÖRT MUST í TOR trúss töskuna 🙂 Þannig að þegar ég loksins kom í Flora, mjög margir búnir að taka fram úr mér á leiðinni niður, þá var svekkjandi að sjá að veitingastaðurinn var lokaður. Þá var ekkert annað að gera, en hugsa um Fantað sem ég fengi þegar ég kæmi í mark í Chamonix. Hélt valhoppinu áfram, sem var eina leiðin niður, þegar lærin eru steikt eftir krampana 🙂 Hugsaði líka SHIT hvernig ætla ég að klára þessa 24.000 km hækkun/lækkun í TOR og 330 km eftir nokkrar vikur 🙂 Viðurkenni það alveg að það runnu á mig tvær grímur og ég svo sem fegin að vera búin að ganga frá fluginu, annars hefði ég örugglega bara hætt við 🙂

En þegar ég er eiginlega alveg komin niður síðustu brekkuna, kemur Siggi á fljúgandi siglingu á móti mér með íslenska fánann súper hress. Mikið var gaman að sjá hann og krampatilfinning og verkur í lærum, hvarf eins og dögg fyrir sólu (eða kannski bara gleymdist). Hann var að taka upp á FB live og það gaf þvílíkt orkuboost. Við hlupum svo saman niður að brú, þar sem ég hitti Börk líka, sem var frábært. Það var nýjung, núna sem ég man ekki eftir, en maður þarf að hlaupa upp tvær hæðir og fara yfir götuna á stálbrú sem er byggð, þ.e. búin til og svo niður tvær hæðir hinum megin.

https://www.facebook.com/682423704/videos/350132563490526/

Siggi hélt áfram að hlaupa með mér og hvetja og rétti mér íslenska fánann minn sem er á stönginni. Svo þegar ég kom niður í miðbæ þá hitti ég Stefán og Iðunni sem voru með stóra fánann minn og réttu mér hann. Siggi hélt áfram á FB live og hljóp með mér og WOW hvað ég fékk mikla hvatningu frá öllum sem voru á hliðarlínunni. Þetta var algjörlega magnað móment, óháð því hversu langt þú hefur farið þá er alltaf magnað að hlaupa í gegnum bæinn, fá hvatninguna og tala nú ekki um stoltið sem maður er af landinu sínu þegar maður hleypur með íslenska fánann á bakinu.

https://www.facebook.com/682423704/videos/986107578909053/

Tók samt HADDÝJAR HOPPIÐ þegar ég kom í markið þó ég hafi verið að krampa og það var yndislegt að sjá og hitta Íslendingana sem biðu mín þar og yndislega Hafdís vinkona hljóp út í búð eða á næsta veitingastað að redda mér Fanta eða Orangeina gosi, sem var alveg meiriháttar gott 🙂

Heildartíminn var 11 klst 1 mín og 22 sek, 15 sæti í aldursflokki V2F af 41 konu sem klára.
Var 876 overall af 1359 þátttakendum sem kláruðu, númer 151 af konunum 266 sem klára.
Ótrúlega ánægð að ná að vinna mig upp um 347 sæti þegar tilfinningin var sú að allir væru að fara fram úr mér 🙂

ÞAKKIR
Takk elsku vinir Iðunn og Stefán fyrir frábæra ferðalagið okkar um Ávaxtadalinn og góðar stundir í Chamonix. Takk kæru íbúðarfélagar, Guðmundur Smári, Siggi Kiernan, Börkur og Biggi fyrir góða sambúð og skemmtilegar stundir í Chamonix. Takk elsku Hafdís vinkona og Pési fyrir yndislegan tíma í Chamonix og takk allir í #TEAMICELAND fyrir góða hvatningu og skemmtilegar samverustundir.

september 4, 2021 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaupKeppnissaga

Súlur Vertical 2021 – 28 km

by Halldóra ágúst 3, 2021

Tók þátt í Súlum Vertical 28 km um helgina í bongóblíðu.

Frekari keppnissaga kemur hér síðar.

ágúst 3, 2021 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífKeppnissagaSjósund

Urriðavatnssundið 2021

by Halldóra júlí 27, 2021

Kláraði Urriðavatnssundið 2021 í dag og þá er 3 af 4 greinum Landvættanna lokið hjá mér persónulega, en flestir í Landvættahóp Náttúruhlaupa voru að klára í dag og óska ég þeim innilega til hamingju.

júlí 27, 2021 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaupKeppnissaga

Laugavegshlaupið 2021

by Halldóra júlí 18, 2021

Frábæru Laugavegshlaupa partýi 2021 lokið. Byrjuðum á að skutlast í Þórsmörk með tjald og bíla á föstudags eftirmiðdag (tekið smá Básaskokk) svo var farið inní Landmannalaugar þar sem við gistum í FÍ skálanum.

Hlaupið ræst klukkan 09.00 á laugardagsmorgni í bongó blíðu, en ég var í þriðja ráshópi klukkan 09.10.

Það var óvenju heitt en miklu minni snjór en í síðustu viku þegar ég hljóp Laugaveginn á 2 dögum með Hlaupahópi Stjörnunnar.

Eftir Bláfjallakvísl fór að blása svolítið á okkur á móti en kosturinn við það var fín kæling 😉 Sævar hljóp með mér meirihluta sandanna, en var hraðari og ferskari en ég svo hann fór á undan niður í Emstrur. Hitti Hjalta og hann þar og stoppaði aðeins til að fylla á brúsann og fá mér banana og smá Pepsi.

Það var mjög þægilegt að hafa hlaupið leiðina nýlega því ég þekkti hana svo vel. Svo var ég reyndar líka að taka þátt í 6 skiptið. Nákvæmlega 10 ár síðan ég tók þátt í fyrsta skipti, svo tók ég nokkurra ára hlé eða til 2017 og hef ég tekið þátt árlega síðan.

Ultrahlaup eru alltaf ultrahlaup og er hvert hlaup krefjandi. Ég var til dæmis að berjast við krampa tilfinningu í lærunum allan tímann eftir Bláfjallakvísl svo ég hægði bara á mér.

Ég minnti mig líka reglulega á markmiðin mín #1 að komast að ráslínu sem er ekki sjálfsagt #2 að klára hlaupið alls ekki sjálfsagt #3 að hafa gaman alla leið og #4 ef ég hef hlaupið áður að bæta minn eigin tíma. Ákvað reyndar fyrir þetta hlaup að ég ætlaði ekki að reyna að ná markmiði 4 þar sem það var ekki raunhæft m.v. takmarkaðar æfingar í sumar. En náði öllum hinum markmiðunum og skemmti mér konunglega allan tímann og kom syngjandi “Top of the World” þegar ég kom í mark.

Eftir hlaupið var að sjálfsögðu hlaupapartý og varðeldur í Básum þar sem var tjúttað fram á nótt.

Er mjög stolt af öllum hlaupafélögum mínum, vinum og æfingafélögum í Náttúruhlaupum, Stjörnunni og Breiðablik (Þríkó) sem fóru í hlaupið. Það er alltaf þannig að það ná ekki allir að klára en það voru allir glaðir með þann árangur sem þeir náðu og óska ég öllum innilega til hamingju.

Takk elsku Siggi og Hildur fyrir skutl ínní Mörk og takk kæri Hjalti fyrir að skutla okkur inn eftir. Takk elsku Óli fyrir að koma inní Þórsmörk (hálfslappur). Elsku vinkonur takk fyrir hvatninguna og móttökurnar og kæru vinir sem voruð með okkur í Þórsmörk um helgina takk fyrir yndislegar samverustundir 🙏#laugavegurultra#náttúruhlaup#topoftheworld#trailrunning#trainingfortor#alparnir

p.s. fyrir tímanördana þá var flögutíminn minn: 07:41:28 Var í 84 sæti af 205 kvk sem klára og 13 sæti í aldursflokki af 42 konum í aldursflokkinum sem klára. Tímarnir mínir í sögulegu samhengi:
2011: 07:37:44
2017: 08:10:11
2018: 07:01:12
2019: 06:59:47
2020: 07:21:09

júlí 18, 2021 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaupKeppnissaga

Þorvaldsdalsskokkið 2021 – 3. sæti í ald.fl.

by Halldóra júlí 3, 2021

Tók þátt í Þorvaldsdalsskokkinu 2021, ásamt verðandi Landvættum í Landvættaprógrammi Náttúrhlaupa.

Við tjölduðum í gærkvöldi hjá foreldrum Sigga inní Eyjafirði, fengum okkur fyrst kvöldmat, þ.e. Pizzu á Pizzunni á Akureyri, áður en við ókum inní fjörð.

Veðrið var stórkostlegt og það var bara erfitt að fara að sofa á þessu fallega sumarkvöldi á Akureyri.

Vöknuðum um klukkan 07:00 til að græja okkur, fórum svo í morgunmat, hafragraut hjá Sigga 08:30 og lögðum í hann um 09:30 þar sem við þurftum að keyra að grunnskólanum við Árskógsströnd. En það var mæting þangað klukkan 10:45. Rútan fór þaðan til xxx, en við Sigga fórum bara með Óla í bílnum og vorum komin á undan rútunni.

Ég var með mikinn valkvíða hvort ég ætti að vear með eða án stafa en rétt fyrir ræsingu henti ég mér út í bíl og sótti stafina og ég sá svo sem ekki eftir því.

Hlaupið var ræst klukkan 12:00. Fyrstu 7 km eru nánast upp. Ég gerði sömu mistök og margir aðrir á leið upp brekkuna að elta kindastíginn niður í átt að ánni en svo lá hann aftur til baka, svo það vorum um 20-30 manns sem ég horfði á fara fram úr mér út af þessu 😉 Eftir smá stund náði ég Erlu Sigurlaugu hjóladrottningu en hún hafði verið í þessum hópi sem flaug fram hjá mér. Við hlupum svo saman mest alla leiðina.

Leiðin var mjög blaut, illa merkt og eitt skipti flaug ég á hausinn og magalenti, en meiddi mig ekkert þar sem þetta var í blautri mýri, en fékk samt smá hnikk á kálfann, sem varð til þess að ég var frekar tæp á krömpum þar, það sem eftir lifði ferðar. Datt í annað skipti og náði þá flottum snúningi svo ég meiddi mig ekki heldur. Í bæði skiptin sem ég datt var ég nýbúin að taka fram úr Erlu. Þegar ég fór svo fram úr henni í 3 skipti, þá sagði ég að ég ætlaði nú ekki að detta aftur, þó máltakið segi að allt er þegar þrennt er 🙂

Hún sagði mér að drífa mig bara, þar sem hún var eitthvað orkulaus, þá voru kannski 6-7 km eftir. Síðasti kaflinn var malarvegur og að mestu niður í móti, og var aðal markmiðið mitt þar að ná að klára án þess að fá krampa í lokin. Tók fram úr mörgum þátttakendum sem voru að hlaupa styttri vegalengdina. Svo þegar um 700 metrar voru eftir, kom ung stúlka með rautt númer, þ.e. í sömu vegalengd og ég og tók fram úr mér. Undir öllum kringumstæðum hefði ég reynt að halda mínu sæti, en þar sem ég var að berjast við krampana, hvatti ég hana bara áfram og hljóp sem betur fer án þess að fá krampa í mark. Ákvað líka að taka EKKI „Haddýjar hoppið“ þegar ég komi í mark, þar sem þá hefði ég pottþétt fengið krampa ha ha ha .

Er stoltust af öllum Náttúruhlaupa Landvættunum sem kláruðu hlaupið og sérstaklega honum Atla sem datt eftir um 8 km leið og hljóp restina með höndina í fatla, sem hann bjó til úr hlaupavestinu sínu.

Lokatími minn var: 03:21:26 – 6 sæti kvk overall af 89 konum og 3 sæti í aldursflokki af 32 konum.

Um kvöldið hélt svo Siggi Kiernan og Hildur konan hans uppá mega partý í fallegu sveitinni hjá foreldrum Sigga í Eyjafirði og þar var sko mikið stuð langt fram á nótt.

júlí 3, 2021 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífKeppnissagaÞríþraut

Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

by Halldóra maí 9, 2021

Hafði samband við Margréti M formann Þríþrautardeildar Breiðabliks sl. mánudag og spurði hana hvað hún vildi að ég gerði varðandi Kópavogsþrautina. Átti ég að skrá mig sem sjálfboðaliða (eins og ég hef verið síðustu árin), taka að mér þá sem ekki ætluðu að keppa og hjóla með þeim (hef verið aðstoðarhjóla þjálfari á sunnudögum) eða átti ég að skrá mig sem þátttakanda í keppnina ?

Margrét var mjög fljót að svara mér og sagði mér að ég ætti að skrá mig sem þátttakanda, ég hélt hún myndi frekar segja mér að skrá mig sem sjálfboðaliða ha ha ha, en ég auðvitað tók áskoruninni og skráði mig.

Var samt í smá vanda með að skrá sundtíma, því ég hafði ekki alveg nógu mikla trú á mér og mínum sundtíma. Ætlaði fyrst að skrá á mig 8 mín, en ég endaði á að skrá 7 mín og 30 sek sem var nákvæmlega tíminn sem ég sinnti á, þegar búið er að taka frá tímann sem fór í að fara upp úr og hlaupa að tímamottunni.

Lenti á braut 7, þar sem við vorum 7 saman á braut. Haddý (Hrafnhildur) nafna mín, var á sömu braut og ég og kvöldið fyrir keppni höfðum við áhyggjur af því að það væru ansi margir á brautinni, því sums staðar voru bara 5, 6 og/eða 7 :- )

KEPPNISMORGUN
Var mætt á Rútstún með hjólið mitt, rétt rúmlega 7:30 en svæðið opnaði klukkan 7:30, fór í gegnum hjólatékk og hjálmurinn var líka skoðaður. Setti svo hjólið á rekka, ásamt hjólaskóm, hlaupaskóm, sokkum og númerabelti (sólgleraugum og ennisbandi).

Það var svo keppnisfundur klukkan 08:30 og sundlaugin opnaði klukkan 09:15, fór fyrst útí Krambúð og keypti mér banana, hafði gleymt að taka hann með mér, sem mér finnst mjög góð næring rétt fyrir keppni.

SUND
Keppnin var svo ræst klukkan 09:30, fór út í laug með tvenn sundgleraugu, þar sem ég var ekki viss hvor þeir leka, hef svolítið verið að lenda í því, fékk Þórdísi vinkonu, lækni til að geyma svo hin gleraugun. Ræddum aðeins fyrir ræsingu hver ætlaði að vera hvar í sundbrautinni, en lögðum svo öll af stað á sama tíma. Fegin að ég var ekki alveg aftast eins og ég ætlaði mér þar sem sú sem var síðust var þó nokkuð mikið fyrir aftan mig, en ég kom næstsíðustu upp úr lauginni. Sundtími að mottu: 7 mín 43 sek. 400 metra vegalengd.

T1
Var mjög lengi í skiptatímanum, þar sem ég þurrkaði fæturna, fór í flíspeysu sem er rennd (sá ekki eftir því), fór í sokka, hlaupaskóna, setti á mig keppnisbeltið og tók svo hjólið af rekkanum og hljóp með það yfir marklínuna og krítuðu línuna, þar sem við máttum fyrst fara á hjólið. T1 tími: 2 mín, sem er frekar lakur tími, en skiptir ekki máli þegar maður er bara að hafa gaman og vera með.

HJÓL
Fann ég var ekki örugg á hjólinu, þar sem ég var ekki búin að æfa mig neitt á TT hjólinu. Hafði lánað vinkonu minni hjólið í fyrrasumar og sótti það bara í gærkvöldi uppá háaloft, og reyndi að hækka aðeins sætið og færa það aðeins aftur. Ég ákvað að liggja ekkert á letistýrinu heldur bara taka hjólið frekar öruggt, sá að ég hefði kannski frekar átt að fara á racernum mínum, kassettan á því er léttari, það er með rafmagnsskiptum og ég er bara öruggari á því, en á sama tíma er SVARTI FOLINN geggjað flott TT hjól og með frábærum keppnisgjörðum. Hjólabrautin eru þrír hringir 10 km samtals, þ.e. þrisvar upp sömu brekkuna en á sama tíma mjög gaman að fara hratt niður brekkuna hinum megin. Ég var með drykk á hjólinu sem var mjög gott, en enga næringu. Það var ótrúlega kalt, vindur og skuggi á norðanverðu Kársnesi svo ég var mjög glöð að hafa gefið mér tíma og farið í flíspeysuna. Hjólatími: 23 mín (26,19 km klst meðalhraði)

T2
Hoppaði af hjólinu áður en ég nálgaðist hvítu línuna, hljóp svo á hjólaskónum með hjólið uppá rekkann. Losaði svo hjálminn, úr skónum, í hlaupaskóna, var í smá vandræðum að komast í þá, þó ég væri með skóhorn, greip sólgleraugun, eyrnabandið og sneri númerinu fram og hljóp af stað. T2 Tími: 1:44

HLAUP
Mér leið ótrúlega vel þegar ég byrjaði að hlaupa, kom sjálfri mér eiginlega á óvart þar sem ég hef ekki verið dugleg að æfa „brick“, þ.e. hlaup eftir hjól, kannski vegna þess að ég hef svo lítið verið að hjóla ha ha ha, tek bara eina rólega 100 km Gran Fondo æfingu á mánuði, þar sem við höfum reynt að velja flata braut 🙂 En alla vega mér leið vel, tók fram úr mörgum á leiðinni. Það var virkilega góð tilfinning að hafa ekki tekið of mikið úr sér bæði í sundinu og hjólinu að eiga fullt inni til að líða vel allan tímann á hlaupunum, líka upp brekkuna, en hlaupabrautin eru tveir hringir samtals 3,5 km. Tók enga næringu, hvorki á hlaupinu, né hjólinu, fyrir utan drykkinn sem ég var með á hjólinu. Heildar hlaupatími: 17 mín 28 sek eða 04:59 pace.

HEILDARTÍMI 52 mín 24 sek. Varð 11 konan í heildina og varð í 4 sæti í aldursflokki.

Náði að grafa upp gamla tíma, en ég keppti síðast í Kópavogsþrautinni 2014 á 47 mín og 6 sek. og árið 2013 var ég 47 mín og 38 sek. Fann ekki tímann minn 2012, en þá tók ég þátt í fyrsta skipti og var pottþétt lengur, því ég fékk refsistig frá Ásgeiri vini mínum sem var yfirdómari, þar sem ég var búin að taka hjólið af rekkanum áður en ég festi hjálminn 🙂 Það var fyrsta þríþrautarkeppnin mín, en það ár keppti ég í öllum þríþrautarkeppnum á Íslandi og mínum fyrsta Ironman (af fimm) þ.e. árið 2012.

Það sem stendur upp úr var hversu skemmtileg keppni Kópavogsþrautin er. Frábærir keppnishaldarar, mótstjóri, dómarar, sjálfboðaliðar allt saman eðalfólk. Ég var búin að gleyma hvað þríþrautin er ofboðslega skemmtileg íþrótt og að taka þátt í svona keppni er einstök upplifun og skemmtun, frá A-Ö, er svo glöð að hafa drifið mig aftur á stað, þó ég væri ALLS ekki í besta formi lífs míns. Þá var ég alltaf glöð og náði þar með markmiði mínu sem var að klára og hafa gaman alla leið. Takk kærlega fyrir mig.

maí 9, 2021 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
GönguskíðiKeppnissaga

Fossavatnsgangan 2021

by Halldóra apríl 17, 2021

Kláraði Fossavatnsgönguna í dag í mjög svo krefjandi aðstæðum. Er samt mest stolt af öllu okkar fólki í Landvættarprógrammi Náttúruhlaupa sem kláruðu í dag. Þetta eru jaxlar, grjótharðir og jákvæðir 🙂

apríl 17, 2021 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífKeppnissaga

Víkingasveitin 2020

by Halldóra september 28, 2020

Frábæru ferðlagi með Víkingasveitinni 2020 er nú formlega lokið.

Þegar Einar Bárða auglýsti Járnvíkinginn og Víkingasveitina snemma á þessu ári, þá hugsaði ég strax þetta er eitthvað sem mig langar til að klára, þar sem ég er búin að klára Landvættinn og Sænska klassíkerinn sem eru svona íþrótta-seríur. Hins vegar var köttur í bóli bjarnar, þar sem ég var skráð í UTMB hlaupið í Chamonix sömu helgina í september og Eldslóðarhlaupið átti að fara fram, svo ég sá því miður ekki fram á að geta klárað hvorki Járnvíking né Víkingasveitina að þessu sinni, þar sem þú verður að klára allar fjórar þrautirnar á einu ári (tvö utanvegahlaup, ein fjallahjólakeppni og ein götuhjólakeppni).

Þann 20. maí var svo orðið ljóst að UTMB yrði ekki haldið í ár. Ég ákvað samt að vera bara með í Hengils hlaupinu (6. júní), þ.e. skrá mig í 25 km, sem var þá ágæt æfing fyrir Laugavegshlaupið.

Þegar Gullhringurinn var haldinn, laugardaginn 11.júlí var ég ekki bókuð fyrir utan hefðbundna Laugavegs-hlaupaæfingu sem ég kláraði um morguninn. Skellti mér svo í Silfurhringinn á Laugavatni seinnipartinn með Rúnu Rut vinkonu sem var að fara Gullhringinn og þá var ég búin með 2 þrautir af 4 í Víkingasveitinni. Var því orðin frekar spennt að klára allar fjórar þrautirnar.

Hins vegar þurfti Einar að fresta bæði Landsnets fjallahjóli og Eldslóðinni trail-hlaupi út af Covid-19, sem að endingu voru svo haldin þessa helgi.

Ég er ótrúlega glöð og þakklát að hafa fengið að taka þátt í þessum 4 skemmtilegu þrautum í frábærum félagsskap fjölskyldu og yndislegra vina. Út af Covid-19 þá var alls ekki sjálfsagt að maður gæti verið með, þar sem maður getur dottið í sóttkví eða einangrun hvenær sem er. Svo þarf maður líka að hafa góða heilsu til að geta tekið þátt og klárað og það er heldur ekki sjálfsagt

Runa Rut Ragnarsdottir vinkona var að klára Járn-víkinginn í dag og er eina konan sem kláraði þá fjórþraut, sem felur í sér lengri vegalengdir í Henglinum, Landsneti MTB og KIA gullhringnum. Ég óska henni innilega til hamingju með þann frábæra árangur, er súper stolt af henni, en við höfum tekið þátt í mörgum skemmtilegum keppnum saman.

Það voru 16 Víkinga sem fóru formlega í Víkingasveitina í dag eftir að hafa klárað Eldslóðina í dag.

september 28, 2020 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaupKeppnissaga

Eldslóðin 2020

by Halldóra september 27, 2020

Tók þátt í 28,5 km utanvegahlaupi, Eldslóðinni 2020 í Heiðmörk í dag í mjög krefjandi aðstæðum að því leiti að það var mikil rignin og mikil drulla á stígunum, sem voru því mjög hálir.

Hlaupið var ræst klukkan 12:00. Ákvað að fara mjög vel klædd, í vetrar Fusion buxunum mínum, í gömlu HOKA Speedgoat skónum sem ég er búin að hlaupa í allt sumar og fara Laugaveginn á (var ekki búin að hlaupa nýju skóna til, svo ég gat ekki farið á þeim), var svo í Grettispeysunni minni, í Salomon jakkanum og með vesti (1.2 l af vökva og 5 gel og 2 pakka af GU gúmmí). Var svo bara með eyrnband og sólgleraugu, sem fóru reyndar snemma í bakpokann.

Ræsti út í 2 hóp með Betu og Rúnu Rut vinkonu. Þær ásamt SprengjuKötu og Millu fóru eftir um 2 km fram úr mér og ég ákvað að slaka aðeins á, fór aðeins of hratt af stað. Hlaupið var ræst við Vífilsstaðavatn og það byrjaði á að hlaupa „inn með vatninu“ og þaðan upp mjóan, þröngan og grýttan og drullugan stíg uppá línuveg og svo þaðan að útsýnispallinum. Frá útsýnispallinum er skemmtilegur stígur aftur niður á línuvegl og þegar maður var búin að hlaupa hann niður, tóku VÍKINGAR úr Hafnarfirði á móti manni. Þar var líka fyrsta drykkjarstöð, en þar sem ég var með nóg af orku á mér, þá stoppaði ég ekki þar.

Hélt bara áfram stíginn í átt að Búrfellsgjánni, svo er farið niður tröppurnar og góði, nýi stígurinn að Búrfelli hlaupinn og uppá Búrfellsgjána. Þaðan var svo búið að breyta leiðinni, fórum beint niður þar, þ.e. sunnan megin og einhvern stíg þaðan í átt að Helgafelli sem ég hafði ekki farið áður og á stundum var maður eiginlega ekki á stig. Kom svo að næstu drykkjarstöð þar sem Börkur Brynjarsson, var að skanna númerin okkar. Þurfti ekki heldur að bæta á mig orku þar, enda ennþá með nóg að bíta og brenna 🙂

Hélt svo áfram og stuttu seinna kom Snorri Björnsson á mikilli ferð fram úr mér og ég velti fyrir mér hvert er hann að fara, því ég hélt við ættum að fara sömu leið til baka, en hann var eiginlega að fara annan hring í kringum fjallið, eða ætlaði sér gömlu leiðina til baka, veit það ekki. En hann hljóp eins og hann væri á sprettæfingu, ekki í 28 km utanvegahlaupi.

Ég hélt áfram hringinn í kringum Helgafellið, sá svolítið eftir því að hafa ekki tekið með mér headset eða airpods, gleymdi þeim heima í hleðslu, þar sem ég var mikið að hlaupa ein. Svo reyndar náði ég Nonna vini hans Bertels og hljóp og spjallaði við hann, restina af Helgafells hringnum, en hann var líka að stefna að því að klára Víkingamótaröðina. Við drykkjarstöðina, þ.e. komin hringinn, þá náði ég Rúnu Rut, þar sem hún var að fylla á brúsa, en ég þurfti ekkert að stoppa (ennþá með nóg á mér) svo ég hljóp bara áfram, svo náði RRR mér og við hlupum saman inn að Búrfellsgjá. Þegar við vorum komnar þar niður, var RRR hressari en ég og ákvað að gefa í, svo ég hélt bara áfram á mínum pace-i ca í kringum 6 – 6:10 og leið bara vel.

Rétt áður en ég kom að bröttu brekkunni í Vífilsstaðahlíð, þar sem Víkingarnir voru þá var verið að spila Vangelis „Conquest of Paradise“ sem er lagið sem er spilað í ræsingunni í UTMB, ákkúrat hlaupinu sem ég átti að vera að keppa í, fyrstu helgina í september, þegar Eldslóðin átti að fara fram. Smá gæsahúðarmóment þar. Stoppaði samt ekkert á drykkjarstöðinni, og labbaði bara rólega upp brekkuna, notaði hana til að taka inn síðasta gelið og drekka restina af Powerade úr brúsanum mínum. En ég var með einn brúsa af UCAN orku, sem mér finnst æðisleg og svo einn af Powerade.

Eftir brekkuna, var bara að klára stíginn að útsýnispallinum og svo reyndar þröngan stíg og línuveg, áður en við komum að síðustu brekkunni niður. Hún var MJÖG SLEIP, drullu og stórhættuleg. Ég var næstum því tvisvar dottin á hausinn sem bjargaðist rétt fyrir horn.

Hljóp svo stíginn í mark, þar sem Óli tók á móti mér og ég að sjálfsögðu tók Haddýjar hoppið í markinu.

Var mjög glöð þegar ég komst að því að ég var í 3 sæti í aldursflokki (af 8 konum) á eftir Þórdísi og Brynju og varð 13 kona overall af 38 konum sem tóku þátt. Tíminn var 03:10.50 sem í raun var miklu betri tími en ég átti von á.

september 27, 2020 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífHjólKeppnissaga

Landsnet MTB 2020

by Halldóra september 26, 2020

Tók þátt í Landsnet MTB fjallahjólakeppninni 2020 – 23 km.

september 26, 2020 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • …
  • 7

Nýlegar færslur

  • Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025
  • Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025
  • Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025
  • Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025
  • Grænland D2 föstudagur 25. apríl 2025

Nýlegar athugasemdir

  • Björk Ólafsdóttir um Vasavikan 2024
  • Sif Helgad. um Langjökull þveraður 17.júní 2020
  • Helga Bryndís um New York City maraþon 2023
  • Ingvar Þóroddsson um Free to Run Ambassador í New York maraþoninu 2023

Færslusafn

  • apríl 2025
  • júlí 2024
  • maí 2024
  • apríl 2024
  • mars 2024
  • nóvember 2023
  • október 2023
  • september 2023
  • ágúst 2023
  • júlí 2023
  • apríl 2023
  • janúar 2023
  • desember 2022
  • nóvember 2022
  • september 2022
  • ágúst 2022
  • júlí 2022
  • júní 2022
  • maí 2022
  • apríl 2022
  • mars 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • desember 2021
  • október 2021
  • september 2021
  • ágúst 2021
  • júlí 2021
  • maí 2021
  • apríl 2021
  • mars 2021
  • febrúar 2021
  • janúar 2021
  • nóvember 2020
  • október 2020
  • september 2020
  • ágúst 2020
  • júlí 2020
  • júní 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • mars 2020
  • janúar 2020
  • desember 2019
  • nóvember 2019
  • október 2019
  • september 2019
  • ágúst 2019
  • júlí 2019
  • júní 2019
  • maí 2019
  • apríl 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • janúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • október 2018
  • september 2018
  • ágúst 2018
  • júlí 2018
  • júní 2018
  • maí 2018
  • apríl 2018
  • janúar 2018
  • janúar 2017
  • september 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • júní 2016
  • mars 2016
  • nóvember 2015
  • ágúst 2015
  • júní 2015
  • febrúar 2015
  • nóvember 2014
  • ágúst 2014
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013

Flokkar

  • Daglegt líf
  • Fjallahlaup
  • Fjallaskíði
  • Fjallgöngur
  • Gönguskíði
  • Hjól
  • Hlaup
  • Ísklifur
  • Kajak
  • Keppnis
  • Keppnissaga
  • Sjósund
  • Skíði
  • Sund
  • Veiðar
  • Þríþraut

Um mig

Um mig

Halldóra Gyða

Halldóra hefur mjög gaman af því að fara út að leika. Markmiðið hjá henni er að njóta lífsins hvern einasta dag, brosa, hafa gaman og hún er þakklát fyrir góða heilsu.

Verum í sambandi

Facebook Twitter Instagram Pinterest Tumblr Youtube Bloglovin Snapchat

Nýlegar færslur

  • Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

    apríl 29, 2025
  • Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

    apríl 28, 2025
  • Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

    apríl 27, 2025
  • Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

    apríl 26, 2025
  • Grænland D2 föstudagur 25. apríl 2025

    apríl 25, 2025

Um mig

banner
Halldóra Gyða elskar að vera úti að leika. Hér er hún í Dólómítunum í Lavaredo fjallahlaupinu 2016.

Vinsæl innlegg

  • 1

    Eco Trail Reykjavík – 22 km

    júlí 6, 2018
  • 2

    Ironman Texas 2018

    apríl 28, 2018
  • 3

    Buthan – dagur 1 – hæðaraðlögun og skoðunarferð

    maí 26, 2018

Síðustu æfingar

  • Styrkur á rass, hamstring - D2
    On maí 14, 2025 7:27 f.h. during 00:17:50 hours burning 58 calories.
  • Leiðin að bata - styrkur á tognaðan rassvöðva d1
    On maí 13, 2025 7:36 f.h. during 00:16:35 hours burning 58 calories.
  • Gengið rólega um Köben - menningarganga
    On maí 12, 2025 10:25 f.h. went 11,20 km during 02:50:15 hours climbing 80,00 meters burning 1.136 calories.
  • Morning Walk
    On maí 11, 2025 10:48 f.h. went 12,55 km during 02:45:34 hours climbing 48,00 meters burning 1.180 calories.
  • CPH maraþon - fyrsta DNF í maraþoni og í fyrsta skipti sem ég ákveð að DNFa fyrir ræsingu - langaði bara að byrja en er með tognaðan rassvöðva - því er maraþon ekki mögulegt ;-)
    On maí 11, 2025 10:04 f.h. went 6,23 km during 00:37:35 hours climbing 14,00 meters burning 411 calories.
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram
  • Linkedin
  • Snapchat
  • Vimeo

@2017 - PenciDesign. All Right Reserved. Designed and Developed by PenciDesign


Back To Top