Skálinn er staðsettur þar sem við hefjum klifrið yfir Turlo skarðið (2738m) sem við höldum yfir. Leiðin er virkilega falleg og stígurinn er mjög sérstakur, en þetta er gömul walser leið sem tengir dalina. Niðurleiðin frá skarðinu og yfir til Macugnaga bæjarins er nokkuð þægileg en löng. Frá Macugnaga verður hægt að taka lyftu upp að Oberto Maroli skálanum sem við gistum í. Þetta er krefjandi dagur sem fer yfir þekkt fjallaskarð og endar í háfjallaskála með stórkostlegu útsýni
Gallery not found.júlí 2023
Hópurinn þarf að leggja af stað mjög snemma eftir góðan morgunverð. Frá skálanum er hlaupið niður að Cime Bianche vatninu áður en komið er að Cime Bianche skarðinu. Næst tekur við langt niðurhlaup að þorpinu Saint Jacques. Við förum þó ekki alla leið í það heldur höldum hæð til Résy og svo að Bettaforca skarðinu (2672m). Hér ætlum við að stytta leiðina yfir skíðasvæði með lyftuferðum. Það mun fara eftir veðri og tíma hvort hópurinn muni hlaupa frá Passo dei Salati (2936m) og lengja hlaup dagsins. Við horfum yfir Alagna þorpið en höldum áfram inn dalinn og gistum í Pastore skálanum (1575m) sem er flottur og þekktur fyrir góðan mat.
Dagurinn byrjar á því að fara upp í litla þorpið Zmutt (1936 m). Þaðan er farið úr blómstrandi alpaengi með alpaskálum upp í grýttara landslag og á jökul. Hér erum við rétt fyrir neðan Matterhorn og er útsýnið strax stórkostlegt! Klifrið heldur áfram smám saman upp að Trockener Steg (2939m) og þaðan að Gandegg skálanum (3030m). Í skálanum fáum við okkur hressingu og hittum fjallaleiðsögumenn sem leiða hópinn yfir jökulinn. Eftir leiðina yfir jökulinn og langan kafla í snjó förum við yfir Teodulo skarðið og endum daginn í skálanum sem er kenndur við það.
Við flugum í beinu flugi með Icelandair frá Keflavík til Genfar 28. júlí. Fórum svo með lest frá Genfar flugvellinum til Zermatt og þurftum bara að skipta einu sinni um lest. Nutum svo fallega miðbæjarins Zermatt í Sviss sem er frægur skíðabær, en frekar dýr. Borðuðum svo saman kvöldmat á ítalska staðnum og pökkuðum niður því sem við ætluðum að vera með á okkur, og skildum annan farangur eftir á hótelinu.
Klukkan 15:30 lauk móttökunni í garðinum og við hjóluðum heim á hótelið okkar. Á leið okkar lentum við í úrhellis rigningu, svo mikil rigning að mörg lið biðu eftir að stytti upp, en við íslensku víkingarnir létum það nú ekki stoppa okkur. Hins vegar sprakk hjá einum hjólaranum svo við biðum aðeins þar sem það var langt best að hjóla saman til baka á hótelið, en vorum samt í tveim hópum. Við Víó fengum að leiða seinni hópinn, en það var mikið um rauð ljós og stopp og keðjan að slitna, en sem betur fer gekk ferðin á hótelið í gegnum París mjög vel.
Þegar við komum á hótelið byrjuðum við á að taka í sundur hjólin, pakka þeim í kassana og komum þeim fyrir í bílunum, sem betur fer var orðið þurrt, svo við þurftum ekki að pakka í blauta pappakassa.
Eftir pökkun, var bara sturta og svo farið út að borða á ítalskan veitingastað, beint á móti hótelinu þar sem við fengum EKKI góða þjónustu. Biðum mjög lengi eftir matnum og sumir fóru án þess að hafa fengið að borða.
En það voru samt MJÖG GLAÐIR hjólarar sem skáluðu fyrir virkilega vel heppnaðri ferð.
FRÁ FB SÍÐU TEAM RYNKEBY
Team Rynkeby Ísland Þetta árið erum við með feikna sterk hjólalið, sáum strax þegar búið var að taka inn nýja liðið að spennandi tímar væru framundan. Þegar liðsmenn leggja sig allir fram á æfingum koma framför sem er alveg magnað að upplifa.Við þurftum að rotera smá hvar fólk hjólaði, í hvaða stöðu og línu. Þegar liðið er sterkt eins og okkar þá er ekki mikið mál að skipta út fólki. Auðvelt er að hvíla þá sem draga lestina hvað mest og setja þá á góða staði þar sem ekki þurfti að brjóta vind og átökin önnur.Við fengum að heyra að við erum sterkir hjólarar sem geta tætt í sig brekkur enda æfum við oft við krefjandi aðstæður þar sem veður spilar mikið inn í. Talað er um að Íslenska liðið fari hratt yfir. Því höfum við aldrei pælt í.Við náðum frábæru hjóli í gegnum Evrópu. Allt gekk vel og fallegt hjól í heild sinni. Hjólarar héldu góðri athygli sem skiptir öllu á löngum dögum.Þessir mögnuðu hjólara í liðinu 2023 stóðu sig frábærlega og París varð okkar
Við byrjuðum daginn á því að hjóla inn í París.
Eftir um 40 km rúlluðum við aðeins inná Champs-Elysees eitt vinsælasta breiðstræti Parísar. Champs-Elysees
var hönnuð með það í huga að sólin settist við enda hennar tvisvar á ári. Þegar við fórum af hliðargötu inná
Champs-Elysees og beygðum til vinstri var Sigurboginn á hægri hönd.
Sigurboginn sem er betur þekktur undir nafninu Arc de Triomphe stendur við enda götunnar Champs-Elysees. Napóleon lét reisa Sigurbogann eftir sigur sinn í bardaganum við Austerlitz árið 1805 og var hann tilbúinn 31 ári seinna, árið 1836. Hann var reistur til heiðurs þeim sem börðust fyrir Frakkland, sérstaklega í stríðum Napóleons.
Á Sigurboganum eru nöfn allra herforingjanna sem börðust og einnig eru nöfn á öllum stríðunum upptalin. Undir boganum
sjálfum er gröf hins óþekkta hermanns sem dó í fyrri heimstyrjöldinni. Hægt er að fara upp í Sigurbogann og
horfa yfir borgina. 12 breiðgötur liggja frá Sigurboganum, og margar af þeim heita í höfuðið á þekktum
herforingjum.
Næst lá leiðin að hinum 324 metra háa Eiffelturni. Hann var byggður á árunum 1887-89 fyrir heimssýninguna 1889 og eftir hana átti að taka hann niður aftur. Turninn var byggður til minnis um að þá voru 100 ár frá frönsku byltingunni. Eiffelturninn er nefndur eftir Gustave Eiffel en hann var hönnuður turnsins. Turninn er um 7300 tonn að þyngd og til að mála turninn þarf 60 tonn af málningu á 7 ára fresti. Á kvöldin er turninn lýstur upp á heila tímanum í 5 mínútur, algjörlega þess virði að sjá. Eiffelturninn er opinn almenningi og hægt að komast alla leið á toppinn og njóta útsýnisins um París. Það þarf að reikna með góðum tíma í að fara upp því oft eru langar biðraðir enda koma 25.000 manns daglega í Eiffelturninn.
Áður en við komum í garðinn sem öll liðin hittast í hjóluðum við eftir stíg við hliðina á síki og sáum fleiri lið sem voru á sömu leið.
Við komum í garðinn Prairie du Cercle Sud, á milli kl:13:00-14:00. Þar söfnuðust öll liðin og aðstoðarfólk saman.
Þangað voru ættingjar og vinir velkomnir að koma og taka móti okkur og fagna með okkur áfanganum.
Garðurinn er opinn fjölskyldum okkar og vinum frá kl: 12:00.
Þetta var algjörlega mögnuð stund að hjóla í garðinn. Ég hjólaði í garðinn með Víó, og ég fékk tár í hvarma og gæsahúð, stundin var það mögnuð. Svo var yndisleg og gaman að sjá fjölskyldumeðlimi taka á móti mökum sínum og börnum, algjörlega mögnuð og skemmtileg stund.
Við erum nú heldur betur farin að nálgast París. Við gistum á hóteli sem er rétt hjá Charles de Gaulle
flugvellinum sem er tíundi stærsti flugvöllur í heimi og annar stærsti í Evrópu. Árið 2017 fóru rúmlega 69
milljónir farþegar um völlinn. Það er nálægt því að hver einasti Íslendingur færi 198 sinnum um völlinn.
Í kvöld var síðasta skipulagða kvöldmáltíð liðsins í ferðinni.
FRÁ FB SÍÐU TEAM RYNKEBY
Dagur 7. Föstudagur 14.Júlí Frakkland Reims – ParísÍ dag bíða okkar 128 km og 1334 hæðametrar. París er farin að nálgast hálf ótrúlegt Í dag er þjóðhátíðardagur Frakklands. Það verður rólegt yfir þessu svæði fólk í fríi og eigum eftir að sjá franska fánan blakta fallega Við höfum verið hreinskilin og þetta er farið að rífa í. Vöðvar eru þreyttir og aumir. Það allra heilagasta er mjög aumt og í sárum hjá sumum. Margir eru aumir í höndum . Við eigum bara 200 km eftir til Parísar og trúið okkur, við eigum eftir að njóta þess að klára þessa vegferð fyrir langveik börn. Til þess að við getum þetta þurfum við að leggja okkur öll fram, fara út á okkar ystu brún en veik börn á Íslandi þurfa að heyja miklu meiri baráttu Lífið er í dag og við ætlum að njóta þess að hjóla fyrir Umhyggju
Byrjuðum daginn í Belgíu en eftir um 38 km fórum við yfir landamærin og erum þá komin til FRAKKLANDS.
Héldum leiðinni áfram gegnum franska smábæi og sveitir og enduðum daginn á hóteli í borginni Reims. Í borginn Reims eru margir af stærstu kampavínsframleiðundunum með höfuðstöðvar. Meðalhitinn í júlí í Reims er 24,7 °C
FRÁ FB SÍÐU TEAM RYNKEBY
Dagur 6. Fimmtudagur 13. júlíTransinne – ReimsÍ dag verða farnir 165 km og 1334 hæðametrar. Við erum að hjóla frá Belgíu yfir til Frakklands. Við erum að fara hjóla í sveitum Frakklands og falleg leið bíður okkar. Erum mikið að hjóla á sveitarstígum í gegnum fallega smábæi. Í dag fylgir okkur ljósmyndari og fjölmiðlafólk frá höfuðstöðvum Team Rynkeby okkur. Já við vorum valin Já liðið frá Íslandi vekur athygli á margan hátt. Erum víst sterkir hjólarar enda æfum við oft í krefjandi veðri heima og guli fákurinn rúllar víst hratt hjá okkur. Þeim finnst líka okkar lið alltaf svo skemmtilegt en það allt vissum við Þó fjölmiðlafólk verði með okkur í dag þá ætlum við bara að njóta þess að hjóla og vera saman í vegferð fyrir langveik börn
Framkvæmdastjóri söfnunar Team Rynkeby, Solvejg Lauidsen hjólað með okkur í dag. Mikill heiður að hún hafi valið okkar lið til að kynnast betur og mætt með fjölmiðlafólk með sér.Þetta fjölmiðlafólk fékk að sjá inn í okkar hjörtu í dag og reyna að festa eldmóð og kærleika á filmu Setningin „mayby the best Service Team ever“ Hreyfði alveg við okkur
Frakkland Við kvöddum fallegu Belgíu og hjóluðum inn í yndislegar sveitir Frakklands. Þetta er dagur sem liðið 2023 á ekki eftir að gleyma. Fjölmiðlafólk var að mynda okkur og droni sveif yfir. Tekin voru viðtöl við okkur. Við erum hálf hrærð yfir þessari athygli .Við þykjum öflugt lið að öllu leiti. Dugleg að hjóla og hjólum hratt. Söfnum okkar vekur athygli hvað við þetta litla duglega lið nær að safna fyrir sín langveiku börn Dönsku liðin kalla okkur “ The crazy pepole” við vitum ekkert hvað þau meina.Okkar söfnun stendur sem hæðst og öll framlög skipta máli og renna óskipt til Umhyggju félag langveikra barna.Team Rynkeby við erum þakklát fyrir æðislegan dag sem varð okkar Svona rúllum við undir lok á degi 6.
Morgunmatur 06:30, tilbúin 07:45 og brottför 08:00. Í dag var Mur de Huy brekkudagurinn í Belgíu en við komum að henni eftir um 62 km af leið dagsins.
Í bænum Huy búa um 21.300 manns en bærinn er við ánna Meuse sem við fórum yfir áður en við lögðum í
brekkuna.
Áin Meuse er 925 km löng og á uppruna sinn í Frakklandi, rennur síðan í gegnum Belgíu og Holland
áður en hún fer sína leið út í Norðursjó.
Mur de Huy er 1300 metra löng með meðalhalla 9,3% en sumir hlutar hennar fara í um 17% halla og mest er hallinn 26 % í einni beygjunni. Brekkan hefur m.a. verið notuð í Tour de France hjólreiðakeppninni.
Ég var mjög ánægð að hafa náð að hjóla ALLA BREKKUNA, þ.e. ég labbaði ekkert, en ég stoppaði tvisvar á leiðinni úti í kanti til að ná andanum og hélt svo áfram. Eftir að hafa klárað brekkuna, dauðlangaði mig aðra ferð, en lét það ekki eftir mér. Siggi hins vegar fór 3 sinnum brekkuna, ekkert smá magnaður 😉
Eftir að hafa farið Mur de Huy rúllum við áfram eftir Belgíu og þar voru heldur betur nokkrar brekkur áfram á leiðinni.
FRÁ FB SÍÐU TEAM RYNKEBY
Dagur 5. Miðvikudagur 12.júlíBelgía – mur de Huy dagurinn Genk – TransinneÍ dag verða farnir 145 km og 1633 hæðametra við tökum færri km og meira af brekkum. Mur de Huy verður tekin í dag. Brekka sem er meira en einhver brekka. Hún er 900 metra löng og meðalhalli 16% Þetta er brekka sem við tölum oft um og tekur út formið, heldur betur. Í Tour de France er þessi brekka notuð. Mikill tilhlökkun í hópum við erum eins og börn á jólum fyrir að takast á við þetta. Í þessum fallega bæ búa 21.300 manns. Þegar upp er komið þá fögnum við eins og sannir sigurvegararÞegar við verðum búin með Mur de Huy þá bíða okkar nokkra góðar brekkur til viðbótar en málið er bara ein brekka í einu hugarfariðFegurðin í Belgíu er einstök og hennar fáum við að njóta í dag.Okkar bíður æðislegur dagur vitum það svo vel
Belgía og Mur de Huy Rigning og 17˚ þegar við vöknuðum á þessu fallega hóteli. Sólin kom svo en sem betur fer bara 25˚ þegar leið á daginn.Mjög gott hjólaveður og góður andi í liðinu. Belgía er svo falleg auðvelt að heillast að hennar fegurð.Mur de Huy var tekin og við fögnuðum sigrum hvors annarsGóður dagur og Davíð verður kosin sprengjukongur dagsinns en Nína fylgir fast á eftir Belgía fer okkur vel og öllum líður svo vel Bestu kveðjur heim á allt okkar fólk
Morgunmatur 06:30, tilbúin 07:45 og brottför fyrir klukkan 08:00.
Í dag var síðasti langi hjóladagurinn með um 190 km, en við Víó lengdum til að ná 200 km svo ég hjólaði 203 km þennan daginn. Næstu dagar verða styttri í kílómetrum en hinsvegar fjölgar þá hæðarmetrunum.
Eftir um 59 km fórum við yfir landamæri Hollands yfir til Þýskalands hjóluðum síðan 59 km í þýskalandi, eftir að
hafa hjólað 118 km kvöddum við Þýskaland alveg og hjóluðum inn í Holland. Þegar við erum búinn að
hjóla 163 km þá fórum við inn í Belgíu og héldum áfram á hótelið í Genk.
Í borginni Genk búa rúmlega 65.000 manns en 54% íbúanna eru innflytjendur frá um 85 þjóðlöndum.
Eftir ca 80 km fórum við yfir ána Rín og þá erum við hálfnuð á leið okkar til Parísar.
FRÁ FB SÍÐU TEAM RYNKEBY
Dagur 4 Þýskaland Holland Belgía Í dag verður hjólað 196 km og 333 hæðametrar. Við hjólum í gegnum borgina Wesel en 97% af borginni var eyðilögð i seinni heimstyrjöldinni. Við hjólum lítið í Hollandi, einungis ca 25 km og förum beint yfir til Belgíu.4. dagur og þetta er farið að rífa í. Komin sár á góða staði og aumur rass. Þetta er ekkert á við þjáningar veikra barna og það sem þau þurfa að ganga í gegnum
Við sem höfum farið þetta áður vitum að dagur 4 er einn sá erfiðasti. Við erum i miðju verkefni sjáum ekki til lands og hvort sem það er hjólari eða Service við erum öll orðin pínu þreytt. Við erum meðvitum um dag 4 og andlega ætlum við að mæta þessum degi extra glöð og tækla allar tilfinningar sem mæta okkur saman. Þeir sem þurfa extra faðmlag og klapp á bakið fá það í miklu magni í dag
- 1
- 2