Camp5: Paro (2.280 m hæð – gistum í bóndabæ)
Stage 5: 53,5 km / hækkun 2.048 m / lækkun 1.745 m
YFIRLIT YFIR STAGE 5
Stage 5 er lengsta leiðin í kílómetrum eða 54 km og í raun líka lengsta dagleiðin fyrir flesta í klukkustundum og mínútum. Hlaupið er í gegnum dalinn í Paro (2.280 m). Hópnum var skipt í tvennt. Átján fremstu hlaupararnir eftir fyrstu fjórar dagleiðirnar voru ræstir klukkan sjö en hinir klukkan sex. Farið er fram hjá virkilega fallegu virki í Paro „The Paro fortress“, flugvellinum og vænum hrísgrjónaökrum, auk þess að fara fram hjá, fótspori Tiger’s Nest. Endamark dagsins er við Drukyal virkið (2.582 m). Virkið var byggt til að fagna sigri Bhutan á innrásarher þeirra, en það er verið að gera það upp núna. Drykkjarstöð 1= 10,7 km. Drykkjarstöð 2 eftir 10,3. Drykkjarstöð 3 eftir 10 km. Drykkjarstöð 4 eftir 10 km. Lokamarkið eftir 11.7 km.