D10 = Thukla – Pangboche (3.930m) (31.okt)

by Halldóra

ÐVar vöknuð áður en vekjaraklukkan hringdi, hóstaði meira og minna alla nóttina og heyrði í Kristínu hósta í næsta herbergi.  Það var mjög kalt til að mynda fraus alveg í vatnsflösku sem Leifur hafði sett í gluggann. Fyrsti morguninn sem við tókum ekki Díamox, enda á leið undir 4.000 m.

Er orðin frekar listalaus, hafði ekki list á pönnukökunni þó það væri hnetusmjör og síróp á boðstólum með.  Þetta var því orðinn þriðja máltíðin sem ef hafði ekki lyst á , sleppti væði kvöldmat og hádegismat í gær. Maður hefur svo sem alveg  nægan fitu forða svo ég hef engar áhyggjur en myndi gjarnan vilja losna við kvefið og hressast aðeins 😉

Leiðin lá áfram niðurávið um óviðjafnanlega fjallasali.

Það er gaman að fara niður og sjá staði aftur sem við sáum á leiðinni upp og líka gaman að mæta fólki sem er á uppleið.

Við stoppuðum í fyrsta þorpi á leiðinni og fengum okkur kaffi og sungum hástöfum marga íslenska slagara við góðar undirtektir Sherpanna. Á þessum stað var líka mjög flott minnismerki um þá sem hafa látist við að reyna að klifra Everest.

Áfram hélt gangan og við stoppuðum í hádegismat að xxx sem er sami staðir og við stoppuðum í hádegismat á uppleið inni, þá fyrsti skiptið sem við borðuðum inni. Okkur er ennþá kalt, svo við erum ennþá frekar vel búin, eins og fólkið var þegar við vorum létt klædd á upp leiðinni. Fengum góðar djúpsteiktar kartöflur og einhverja grænmeriskodda.

Áfram hélt gangan til þorpsins Pangboche. Vorum komin snemma þangað, svo eftir hefðbundnar teygjur þá förum við upp í klaustrið hérna í Pangbouche.

Það var gaman að sjá það og bera saman við Bhutan þar sem klaustrin eru mun íburðarmeiri. En það var gaman að sjá Höfuðkúpuna og beinagrind af hendinni á Snjómanninum (Yeti) það var magnað.

Fórum svo á gistiheimilið okkar, þar sem tekið var í spil.

Í kvöldmat var pizza …

 

 

You may also like

Leave a Comment