Skoðunarferð um Kathmandu

by Halldóra

Fórum í skoðunarferð eftir morgunmat.

Fyrst var ferðinni heitið í Pashupatinath Temple í Kathmandu.

Þar skoðuðum við og fengum mjög góðar upplýsingar um Hindúisma og Búddisma.

Við skoðuðum líkbrennsluna og fræddumst um allt í kringum hana, sjá frekari upplýsingar hér.

Efir skoðunarferðina fórum við og hittum Jangbu yfirshherpann okkar sem fór með okkur aftur í Búdda hofið xx sem við fórum í fyrsta daginn.

Hann fór með okkur í sérstaka kjólabúð, þar sem við stelpurnar versluðum okkar alla glæsilega kjóla og margir strákanna keyptu sér flottar skyrtur og hatta.

Eftir kjólaleiðangurinn fengum við okkur hádegismat á grænmetisstaðnum Sherpa Loft, þar sem við fengum mjög gott guacamole með pönnukökum.

Eftir matinn, fórum við og kíktum aðeins í búðir þarna í kring og svo skelltum við Inga okkur í bæinn Tamel, þar sem okkur langaði að kíkja aftur í Sherpa búðina og skoða okkur „casual“ Nepalskan fatnað.

Við vorum búnar að kanna á google maps hvað ferðin heim myndi taka langan tíma og það var áætlað 40 mín. Við fórum því bara í tvær búðir og lögðum í hann til baka klukkan 17:00 þar sem planið var að fara út að borða með rútu klukkan 18:00.

Ferðin heim tók hins vegar mun lengri tíma, og við vorum orðnar ansi stressaðar við Inga. Vorum í stöðugu sambandi við Jóa og Óla, en Óli var búin að liggja heima í rúminu í allan dag.  Hópurinn og rúturnar biðu bara eftir okkur þegar við Inga komum og við klæddum okkur bara í kjólana í bílnum.

Fórum á mjög góðan veitingastað og fengum þríréttaða máltíð sem var mjög góð á flottum Nepölskum veitingastað, xxxx. xxxx.

Vorum komin heim á hótel aftur fyrir klukkan 23:00.

You may also like

Leave a Comment