Skakki turninn í Písa

by Halldóra

Næstsíðasti dagurinn okkar á Ítalíu og það var úrhellisrigning, þrumur og eldingar og þorpskötturinn grét af hræðslu. Hef aldrei heyrt kött mjálma og öskra svona hátt. Við ákváðum því að skella okkur í bíltúr til Písa og skoða skakka turninn sem er auðvitað mjög þekktur. Aksturinn tók um 90 mín hvora leið og það var mjög gaman að sjá turninn og svæðið í kring og svo var stoppað á kaffihúsi og við fengum okkar góðan mat.

Eftir Písa heimsóknina fórum við í mollið í Spezía og kíktum í nokkrar búðir og fengum okkur léttan mat áður en við fórum heim. Borðaði mjög gómsætt Lasagne.

Skakki turninn í Písa (ítalska: Torre pendente di Pisa eða einfaldlega Torre di Pisa) er frístandandi klukkuturn í borginni Písa á Ítalíu og tilheyrir hann dómkirkjunni í Písa.

Turninum var ætlað að standa lóðrétt, en stuttu eftir byggingu hans í ágúst 1173 tóku undirstöður hans að síga og hann því að hallast. Hann er staðsettur á bak við kapelluna og er eitt af þremur mannvirkjum á Campo dei Miracoli í Písa (svæði kraftaverkanna).

Turninn er 55,86 metrar að hæð á lægstu hlið og 56,70 á þeirri hæstu. Hann hallar um 4 gráður. Breidd veggjanna við jörðu er 4,09 metrar og 2,48 efst í turninum. Áætlað er að þyngd hans sé 14.500 tonn og það eru 294 þrep í honum. Turninn hefur, ásamt dómkirkjunni, skrúðhúsinu og kirkjugarðinum verið á heimsminjaskrá frá árinu 1987.

You may also like

Leave a Comment