D8 = Lobuche – EBC – Gorakshep (5.140 m) (29.okt.)

by Halldóra

Sváfum í 4.910 metra hæð, fyrsta nóttin sem ég svaf ekki vel, fór tvisvar á klósettið og svefnpokinn var hélaður að utan í seinna skiptið það var svo kalt. En ég svaf í mjög hlýjum fötum og mér var ekki kalt. Setti einhverja hljóðbók á Ipodinn til að reyna að sofna. Óli var að ströggla við öndunina svo ég var kannski líka meira vakandi að fylgjast með honum.

Vorum bæði glaðvöknuð klukkan hálffimm en ég sótti surefnismettunar mælinn til Leifs og Sigrúnar klukkan 5. Óli var reyndar finn með um 87 en ég var í 74 en mér leið samt mjög vel. Leifur vildi fá alla yfir 80 til að halda áfram svo ég pústaði mig og tók Diamoxin fyrir morgunmat.  Náði þá alveg rétt yfir 80 en morgunmaturinn var klukkan 6 þar sem gangan hófst klukkan 7. Ákvörðun var tekin með Óla fyrir morgunmat að við færum bara upp í Gorakshep (5.140 m) og myndum svo snúa við (sleppa geunnbúðum) þar sem Óli var að ströggla með öndunina og treysti  sér ekki heldur til  að sofa hærra.  Við lögðum af stað með hópnum. Það var mjög kalt en ég var vel klædd og sakaði því ekki. Óla var kaldara og var áfram að ströggla með öndunina.

Þegar við vorum komin um 2,7 km tók hann ákvörðun og vildi bara snúa við. Svo við snérum við ásamt Sherpanum Samden vini okkar.  Grunnbúðir Everest bíða okkar bara seinna.

Er því núna komin til baka í Lobuche og við munum gista hér aðra nótt og hitta hópinn í hádeginu á morgun, þá verða þau búin að toppa Kalapattar (5.550 m) og við höldum öll saman til Thukla (4.799 m) þar sem við borðuðum hádegismat í gær.

Þar sem við förum ekki alla leið upp í grunnbúðir Everest þetta árið (heilsan var ekki að vinna með Óla þá fór ég í smá klettaklifursfjallgöngu með Samden Sherpa vini mínum hérna fyrir ofan gistiheimilið í Lobuche (5200 m hæð) þar sem Óli er búin að sofa meira og minna í allan dag.

Hann Samden Samden Sherpa er 19 ára og búin að vera að Sherpast (burðar- og leiðsögumaður) síðan hann var 17 ára, en foreldrar hans eru bændur. Faðir hans er búin að klífa mikið af þessum stærstu fjöllum hér í Himalaya. Shamden er búin að fara 17 sinnum í ferð uppí grunnbúðir og nokkrum sinnum uppá Kalapattar, en hafði aldrei klifið þetta fjall sem við klifum saman í dag. Yndislegur drengur hann Samden sem stefnir á að klífa Everest einn daginn. Hann snéri við með okkur Óla í morgun og verður með okkur þar til við hittum hópinn aftur í hádeginu á morgun.

Vona að hann verði í mínum Sherpa hóp þegar ég kem aftur í maí 2020 í Everest maraþonið vonandi með Leifur Örn Svavarsson sem leiðsögumaður og fjölmörgum vinum mínum því við Leifur erum að skipuleggja ferð.

You may also like

Leave a Comment