Dagur 7: Col des Mottets – La Flegere – Chamonix (14 km og um 700m hækkun)

by Halldóra

Síðasti hlaupadagurinn býður upp á stórbrotið útsýni yfir Chamonix dalinn og Mt. Blanc. Hópnum verður skutlað smá spotta frá Vallorcine til Col des Mottets þar sem leiðin liggur til Tete aux Vents (2130) og La Flegere skálans. Ef veður er gott munum við bæta við stuttum spotta að Lac Blanc sem er aðeins ofar í hlíðinni en þar er stórkostleg náttúra og útsýni. Frá Flegere liggur leiðin nánast beint niður til Chamonix um skemmtilegan skógarstíg. Við hlaupum síðasta spottan með bros á vör að kirkjutorginu þar sem við skálum í kampavíni eftir magnaða viku.
-Ógleymanlegur hlaupadagur þar sem toppur Mt. Blanc og nálægir tindar blasa við allan tímann.
-Gisting á hóteli í tveggja manna herbergjum.

You may also like

Leave a Comment