Dagur 5: Bonatti skálinn – Ferret skarð – La Fouly (20 km og um 770m hækkun)

by Halldóra

Í dag liggur leiðin yfir til Sviss og við höldum áfram inn dalinn að Ferret skarðinu (2537 m). Upplagt er að horfa til baka eftir Veny dalnum og yfir að Seigne skarði áður en við höldum niður samnefndan dal Sviss megin landamæranna. Útsýnið er talsvert annað en við eigum að venjast frá göngu undanfarinna daga og ekki laust við að minni ögn á heimaslóðir. Við gerum stuttan stans við La Peule (2071 m) og getum fengið okkur hressingu þar áður en við höldum áfram til bæjarins La Fouly (1610 m). Hópnum verður skutlað til Champex (1466 m) þar sem við fáum farangurinn okkar og gistum í nótt. Bærinn Champex er vel í sveit settur við lítið fjallavatn og umlukinn skógi.
-Dásemdar dagur þar sem við klífum yfir til Sviss í stórkostlegu landslagi Veny dalsins.
-Gisting á gistiheimili í tveggja manna herbergjum. Kvöldverður og morgunverður innifalinn.

You may also like

Leave a Comment