Dagur 1: Öxarfjörður – Þeistareykir

by Halldóra

Plan: 32 km, hækkun +354 m, lækkun -24 m

Þar sem við Óli gistum hjá Kristjönu og Atla að Sigurðarstöðum á Melrakkarsléttu þá hittum við ekki Ísbjarnarhópinn fyrr en í morgun klukkan 09:45 að Mánárbakka. Það var virkilega gaman að hitta hópinn. Við Óli komum dótinu mínu fyrir í kerrunni hjá Sigrúnu og Hilmari.

Það voru langflestir sem hjóluðu frá Mánárbakka að byrjunarstaðnum allt á malbiki, en voru samanlagt 16 km.

Formlegur byrjunarstaður var við ströndina þar sem við dýfðum afturhjólunum á hjólunum í sjóinn, þ.e. Við Öxarfjörð.

Hjóluðum svo einstaklega fallega leið frá Tjörnesi að Þeistareykjum, sem var á mjúku, moldarstíg í gegnum grófið og fallegt undirlendi.

Að sjálfsögðu var matarstopp og eitt kaffistopp á leiðinni.

Virkilega fallegur dagur og veðrið var mun betra en við áttum von á. Ég lagði af stað í tveim peysum og regnjakka, en þurfti fljótlega að fara úr annarri peysunni og svo úr jakkanum líka. En hjólaði í þægilegu “Brynjunni” sem ég fékk í afmælisgjöf, sem er algjör snilld. Öryggið í fyrirrúmi.

Skálinn Að Þeistareykjum er mjög flottur, en við erum með allan skálann, sem er upphitaður og með alvöru klósetti.

You may also like

Leave a Comment