Hér að neðan er yfirlit yfir öll þau hlaup sem gefa ITRA stig og punkta frá því ég hljóp fyrsta hlaupið mitt Laugaveg Ultra 2011. Það er mjög gaman að skoða þetta og bera saman hlaupin og þá kemur í ljós að hlaup sem hafa gefið mér hæstu ITRA stigin eru íslensk hlaup eins og Hvítasunnuhlaupið, Laugavegur Ultra, Súlur og Hengillinn. Þetta eru bara utanvegahlaup, svo öll önnur hlaup eins og maraþon og slíkt eru ekki flokkuð í ITRA. Enda er skammstöfunin fyrir ITRA, International Trail Running Association.
Helstu punktar:
2011 Fyrsta Laugavegshlaupið mitt
2014 Fyrsta 100 km hlaupið mitt
2015 Ellefu Esjur Ultra
2017 DNF í UTMB fyrsta og eina DNF (komst að því ég væri með áreynsluasma og var stoppuð út af tímamörkum)
2018 Bhutan, eina stage race hlaupið sem ég hef tekið þátt í.
2018 Fyrsta 100 Mílna hlaupið mitt UT4M.
2019 Grand Raid de La Reúníon – talið eitt erfiðasta 100 mílna hlaup í heimi.
2021 TORX Tor dés Géants 330 km hlaup, lengsta hlaup sem ég hef hlaupið samfellt eða í 147 klst og 55 mín)
2022 UTMB 100 mílna hlaupið, mekka allra utanvegahlaupara klárað, hef þá klárað í UTMB seríunni (UTMB, CCC og OCC á eftir TDS, ETC og PLT)