Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025

      júlí 19, 2025

      Daglegt líf

      Morgunblaðið um Grænlandsferðina

      maí 14, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

      apríl 29, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

      apríl 28, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025

      júlí 19, 2025

      Fjallahlaup

      ITRA HLAUP FRÁ 2011-2024

      júlí 31, 2024

      Fjallahlaup

      TMR D8 Ferðadagur

      ágúst 4, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D7

      ágúst 3, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D6

      ágúst 2, 2023

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025

      júlí 19, 2025

      Keppnissaga

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Keppnissaga

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

      Keppnissaga

      Íþróttaferilskrá eftir árum frá 2011

      júlí 31, 2024

      Keppnissaga

      Vasavikan 2024

      mars 6, 2024

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025

      júlí 19, 2025

      Daglegt líf

      Morgunblaðið um Grænlandsferðina

      maí 14, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

      apríl 29, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

      apríl 28, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025

      júlí 19, 2025

      Fjallahlaup

      ITRA HLAUP FRÁ 2011-2024

      júlí 31, 2024

      Fjallahlaup

      TMR D8 Ferðadagur

      ágúst 4, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D7

      ágúst 3, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D6

      ágúst 2, 2023

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025

      júlí 19, 2025

      Keppnissaga

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Keppnissaga

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

      Keppnissaga

      Íþróttaferilskrá eftir árum frá 2011

      júlí 31, 2024

      Keppnissaga

      Vasavikan 2024

      mars 6, 2024

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

Category:

Fjallahlaup

Daglegt lífFjallahlaupKeppnissaga

LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025

by Halldóra júlí 19, 2025

Það eru forréttindi og alls ekki sjálfsagt að geta tekið þátt í ultramaraþoni eins og Laugavegshlaupinu. Það getur svo margt gerst í æfingaferlinu eins og ég fékk að reyna, þegar ég axlabrotnaði (við að bera sofa) tveimur vikum fyrir hlaup á síðasta ári (2024). Ég tognaði líka í rassvöðva á Yasso sprettæfingu fyrir Kaupmannahafnar maraþonið í vor (2025) og gat því ekki æft með Laugavegshópi Náttúruhlaupa í nokkrar vikur og gat ekki heldur hlaupið maraþonið í Kaupmannahöfn. Er því búin að vera „teipuð“ frá rassi niður á mitt læri (nokkrir borðar af stífu teipi) frá því í maí og það hefur virkað vel til að halda tognuninni í skefjun, þó ég viti af henni.

Því var fyrsta markmiðið í Laugavegshlaupinu 2025 alltaf að komast að ráslínu. Markmið númer tvö að komast í mark innan tímamarka (4 klst í Álftavatni og 6,5 klst út af Emstrum). Þriðja markmiðið var að njóta hlaupsins og hafa gaman alla leiðina. Var ég mjög ánægð með að ná öllum markmiðunum þremur.

LANDMANNALAUGAR FYRIR HLAUP
Dagurinn var einstaklega fallegur, veðrið algjörlega frábært. Ég hef tekið þátt sjö sinnum áður í Laugavegshlaupinu og farið tvisvar sinnum Laugaveginn á tveim dögum, en aldrei farið svona léttklædd af stað frá Landmannalaugum, það var svo hlýtt. Við pabbi og Jói bróðir vorum komin inní Landmannalaugar klukkan 07:30, eða tveimur klukkustundum fyrir mína ræsingu. Ég tók létta upphitun, fór í göngutúr að heita lóninu með Jóa og pabba og fór á klósettið allt í rólegheitum. Kláraði að græja drykkjarbrúsana í vestið mitt og fékk mér banana. Eftir að rúturnar komu þá var gaman að hitta alla félagana. Ég stýrði upphitun fyrir Náttúruhlaupara og stillti upp í myndatöku klukkan 08:45. Eins og oft áður, þá misstu síðustu rúturnar af myndatökunni, svo við vorum með aðra upphitun og aðra myndatöku rétt fyrir klukkan 09:00. Þá skellti ég mér að fylgjast með ræsingu á gula ráshópnum sem er fyrsti ráshópurinn sem var ræstur klukkan 09:00. Eftir að þau voru lögð af stað fór ég í klósettröðina, og krossaði fingur að ég myndi ná fyrir mína ræsingu sem var klukkan 09:30. Rauður hópur var ræstur klukkan 09:05, grænn hópur klukkan 09:10, svo var 15 mín hlé og blár hópur sem var minn hópur í ár, var ræstur 09:30 og bleikur síðastur eða klukkan 09:35.

LANDMANNALAUGAR – HRAFNTINNUSKER 1:33:31 = 09:27 mín/km meðalhraði.
(skv. Garmin 10,3 km 1 klst 35 mín 26 sek. av.pace 9:17)
Ég náði að fara á salerni og knúsa Jóa og pabba og henti mér svo í hólfið mitt, um 09:25. Þar hitti ég þjálfara Náttúruhlaupa, þær Önnu Siggu og Kristiönnu og svo kom Sigga Sig aðeins seinna. Þarna voru líka margir hlaupafélagar sem voru í Laugavegsnámskeiði Náttúruhlaupa og tók ég eina sjálfu með þeim.
Ég var með stafina mína tilbúna um leið og ég lagði af stað, enda er brekka strax þegar maður kemur yfir lækinn. Ég hélt mér á skynsömum hraða, en sá alltaf í Önnu Siggu. Ég var með “alarm” eða píp á Garmin úrinu mínu sem minnti mig á að borða á 30 mín fresti. Tók gel sem ég elska frá Bætiefnabúllunni, BioTech Energy Gel Pro, sem ég tók áður en ég lagði af stað og svo á klst. fresti og á móti, á hálfa tímanum, tók ég Enervit gúmmí kubba sem hentar mér mjög vel (1/2 pakka eða 3 kubba) í einu.

Það var ótrúlega heitt að ganga upp í Hrafntinnusker. Ég segi ganga, ekki hlaupa, því ég geng upp öll fjölin en hleyp á jafnsléttu og niður. Útsýnið á þessari leið, er svo magnþrungið, mæli svo með göngu þó það sé ekki nema bara uppí Hrafntinnusker. Tók nokkrar myndir á leiðinni sem má sjá hér að neðan. Á leiðinni uppí Hrafntinnusker sá ég nokkra hlaupara, sem voru svo sveittir, eins og þeir væru að koma úr sturtu, svo lentu því miður margir í því að fá krampa á leiðinni. Ég var mjög skynsöm og fór bara rólega þarna upp og lét það ekki hafa nein áhrif á mig, þó hlauparar væru að taka fram úr mér.

Ég kom í Höskuldsskála við Hrafntinnusker eftir 1 klst og 33 mín. Þar hitt ég Matthildi formann Þríkó, sem var sjálfboðaliði að gefa hlaupurum vatn, svo ég stoppaði þar til að kasta á hana kveðju. Fyllti á aðra Salomon skvísuna mína, en ég var búin að blanda í hana Kolvetnadufti með smá vatni, en fyllti hana núna af vatni. Bætti ekki vatni á Powerade brúsann sem ég var með hinum megin í vestinu, lagði svo af stað aftur, en þá var ég hætt að sjá Önnu Siggu, sem hefur örugglega sleppt stoppinu þarna, sem ég hef yfirleitt gert. Enda óþarfi ef maður er með nægt vatn. En í dag, þurfti að drekka vel, út af hitanum.

HRAFNTINNUSKER – ÁLFTAVATN 3:15:47 = 08:59 mín/km
(skv. garmin úrinu mínu 11,29 km 1 klst 38 mín 46 sek. av.pace 8:46)
Leiðin frá Hrafntinnuskeri að Álftavatni er líka guðdómleg. Það var mjög lítill snjór á leiðinni, sem gerði það að verkum að gilin voru dýpri og það var krefjandi að fara niður brött drullubörðin. Þar þakkaði ég Guði fyrir stafina mína sem og þegar ég fór niður Jökultungurnar. Þar fór ég fram úr tveimur hlaupurum, sem nefndu það sérstaklega að þau hefðu viljað hafa stafi þarna niður.

Síðan kom sléttur kafli áður en maður fer yfir fyrsta vaðið. Þar er alltaf gaman að sjá ferðmenn á göngu, fara úr gönguskóm og fara í vaðskó, á meðan hlaupararnir hlaupa bara yfir á hlaupaskónum. Ég elska Salomon Ultra Glide skóna mína og er búin að eiga kynslóð 1 og 2 og núna kynslóð 3. Það var mikil breyting frá 2 yfir í 3 . Dempunin og gripið er mun betra, þó hitt hafi verið frábært. Ég elska þessa skó og fann ekki fyrir neinum óþægindum í þeim og fékk enga blöðru eða slíkt.

Í Laugavegshlaupinu er maður oft að hitta aðra hlaupara sem maður þekkir, annað hvort ert þú að hlaupa fram úr þeim eða þeir að hlaupa fram úr þér og það er svo skemmtilegt, hitti og spjallaði við Ásthildi rétt áður en við fórum yfir vaðið. Flati kaflinn niður í Álftavatn gekk mjög vel og ég reyndar stoppaði einu sinni á leiðinni og pissaði bak við stein. Fann að ég gat ekki haldið lengur í mér. Fann nefnilega ekki salttöflurnar í vestinu, mundi ekki hvar ég hafði troðið þeim í hlaupavestið og því var pissuþörfin mikil.😉 Ég hugsaði bara eins og strákarnir, ef þeir geta pissað bak við stein þá geri ég það bara líka. Kom niður í Álftavatn eftir 3 klst og 15 mín, var sem sagt 1 klst 38 mín frá Hrafntinnuskeri.

ÁLFTAVATN – BLÁFJALLAKVÍSL 04:01:37 08:37 = mín/km
(skv. Garmin úrinu mínu var vegalengdin 5,13 km 45 mín 12 sek av.pace 8:49)
Ég stoppaði við drykkjarstöðina við Álftavatn. Hellti því sem eftir var úr Powerade brúsanum og fyllti af vatni og setti Precision salttöflu í brúsann. Fann þá líka salttöfluna sem maður má borða og fékk mér eina. Fékk mér svo banana bita og saltkringlur og eina gifflu í poka, sem ég ætlaði að narta í á leiðinni að Bláfjallakvísl. Kvaddi svo þessa frábæru sjálfboðaliða sem voru að aðstoða í Álftavatni.

DaVincibrúin sem Árni Tryggvason smíðaði yfir Álftavatnsána var algjör snilld. Við þurftum ekki að vaða yfir ána, takk kæri vinur. Aðeins lengra kom önnur á, Bratthálskvísl, sem þurfti að vaða yfir 😉

Leiðin að Bláfjallakvísl gekk líka vel, tók aðeins þjálfarann á þetta, þegar ég fór að reka á eftir hlaupurum sem voru að ganga á jafnsléttu, „koma svo alltaf að hlaupa þegar brekkurnar eru búnar“. Undirtektir við þesssari hvatningu voru misjafnar. Á leiðinni hitti ég annan hlaupafélaga sem var að drepast úr krömpum svo ég gaf honum salttöflu, en sá svo eftir að hafa ekki boðið honum banana líka sem ég var með í pokanum frá Álftavatni.

Þegar ég kom að skálanum í Hvanngili, ætlaði ég að skella mér á salernið, enda búin að segja öllum að það væri miklu þægilegra en að fara í biðröðina við Álftavatn. Nei, þá er búið að færa klósettin við hliðina á skálanum, þ.e. loka þeim sem eru rétt við stíginn. Ég gekk á allar hurðar og allt læst, hitti svo starfsmann sem vísaði mér á klósettin við skálann. Ég nennti ekki að hlaupa þangað, af leiðinni, svo ég þakkaði bara fyrir og sagði honum að það væri stutt í Emstrur.

Þegar maður kemur í Bláfjallakvísl, þá þarf maður að ákveða hvort maður ætli að stoppa og fara í “drop-bag” og sækja eitthvað eða hvort maður eigi bara að halda áfram. Ég velti fyrir mér hvort ég ætti að skipta um skó og fara í gömlu Salomon UltraGlide skóna mína, en þar sem ég var í svo góðum málum og fann ekki fyrir neinu, þá var það bara vitleysa. Mér leið vel og var með næga orku á mér svo ég hélt bara áfram. Það var mjög heitt og ég tók fleiri salttöflur, var dugleg að drekka salt-vatnið mitt og tók líka Enervit carbon töflurnar, sem eru algjör snilld. Þegar ég kom að Bláfjallakvísl var ég búin að vera í 4 klst og 1 mín.
Þegar ég er að skrifa keppnissöguna, þá er gaman að rifja það upp, að ég spáði ekkert í tímann á leiðinni, eina sem ég gerði var að lappa Garmin úrið mitt (var búin að taka 1 km autolap af) og lappaði sjálf á hverri stöð, án þess að spá í það hvað klukkan væri, nema jú þegar ég kom inná Álftavatn og Emstrur, þá vildi ég vera viss um að ég væri innan tímamarka.

BLÁFJALLAKVÍSL – EMSTRUR 05:32:04 = 08:30 mín/km
(skv. garmin 10,74 km 1 klst 30 mín 27 sek, av.pace 8:25)
Eftir Bláfjallakvísl er langur kafli sem er kallaður sandarnir. Ég var búin að ákveða að þar myndi ég kveikja á Aeropex After Shokz heyrnatól og hlusta á góða og hvetjandi tónlist. Þetta heyrnatól er mjög sniðugt, þar sem maður heyrir öll umhverfishljóð. Á leiðinni yfir sandana hitti ég annan hlaupara, sem var að drepast úr krömpum sem ég vorkenndi og gaf því salttöflur, eina í munninn og aðra í brúsann og gaf honum líka banana. Það er kínín í banana sem virkar vel gegn krömpum. Svo hvatti ég hann áfram þegar ég heyrði hann bölva og sagði honum að hugsa til allra þeirra sem vildu vera í okkar sporum, en gætu það ekki. ❤️

Ég hélt mínu næringaplani áfram, ég fann þegar stutt var orðið eftir í Emstrur að ég var orðin koffínþurfi. Hafði bara tekið inn gel sem eru ekki með koffíni og ég rifjaði upp líðanina í TOR-num (TorX330) þegar ég varð svona koffín þurfi, þá leið mér í hausnum, eins og ég væri ekki á staðnum. Í TOR hlaupinu spurði ég vini mína sem voru að hlaupa með mér, hvort þeir könnuðust við þessa líðan og hvað ég ætti að gera. Þá rétti einn mér svona KOFFÍN SKOT brúsa. Ég tók smá sopa og kom til baka eins og skot. 😉Tók þá ákvörðun um að fá mér Pepsi um leið og ég kæmi á drykkjarstöðina í Emstrur. Komutími í Emstrur 5 klst og 32 mín og “bara” 16 kílómetrar eftir.

Ég var með koffín gel á mér, en mig langaði ekki í það, svo ég fékk mér tvö glös af PEPSI þegar ég kom í Emstrur, mjög glöð að skutla þeim í mig og þau virkuðu um leið, alveg eins og í TORnum, bara skot beint í mark. Ég fyllti vel á brúsana í Emstrum, bæði Powerade brúsann og setti salttöflu í hann, og líka í aðra Salomon skvísu sem ég var með í vestinu, sem var með blönduðu carbon-dufti í. Fékk mér bara salt-kringlur í poka, langaði ekki í súkkulaði eða banana, en jú fékk mér tvær appelsínuskífur sem voru mjög góðar. Sagði svo bara bless við frábæru starfsmennina, þakkaði fyrir mig og kvaddi.

EMSTRUR – HÚSADALUR ÞÓRSMÖRK 07:59:26 = 09:12 km/klst
(Skv. Garmin 16,05 km 2 klst 27 mín 28 sek av.pace 9:11)
Ég hélt áfram að hlusta á tónlistina og reyndi að halda áfram næringaplani. Nú voru góðu gelin frá Bætiefnabúllunni búin og ég átti bara eftir koffín gel eftir frá Maurten og HighFive. Rétt áður en ég kom að fyrstu almennilegu hækkuninni eftir Emstur, þá reyndi ég að koma ofan í mig einu Maurten geli, en kúgaðist, en tróð því samt ofan í mig.

Þrátt fyrir þetta þá hélt ég samt alveg gleðinni og hitti fleiri hlaupavini á leiðinni, sem er alltaf skemmtilegra en að hlaupa einn. Stundum eltir maður hlaupar sem er kannski á ekki nógu góðum hraða og þá dettur maður í það að fara að hlaupa hægar en maður ætlaði. Stundum missir maður sjálfur orkuna og fer að hlaupa hægar. Þegar Arndís sem hafði verið með mér á námskeiði kom og hljóp fram úr mér og sagði mér hvað ráðið um söltuðu bílana og nammið hefði verið gott, þá mundi ég að ég var ekki búin að taka upp nammipokann minn. Svo ég tók hann upp og bauð öðrum hlaupara sem var að hlaupa með okkur bland í poka, það virkaði vel í magann, eftir vonda gelið. Ég kvaddi Arndísi og hvatti hana til að drífa sig og halda áfram. Nammið virkaði mjög vel, gefur manni gott sykur-skot, en ég hefði viljað vera með fleiri Biotech gel, geri það klárlega næst.

Það er drykkjarstöð áður en komið er að Kápunni og þar fékk ég mér aftur tvö Pepsi glös í Salomon glasið sem ég tók með mér. Svo var ekkert annað í boði en að henda sér upp Kápuna, en ég var búin að vera að hlaupa með Ölmu, Margréti, Gunna og Rúnari á flata kaflanum fyrir Kápuna.

Þegar ég kom svo að Þröngá hitti ég Sigga Nikk vin minn sem gaf mér knús og orku í síðast kaflann. Síðasti kaflinn inní Þórsmörk eftir Þröngá, leynir svo sannarlega á sér. Ég sakna þess að fá ekki lengur RedBull á síðustu drykkjarstöðinni sem er hinum megin við Þröngána og ég lét alveg vita af því.

Þegar allar þessar brekkur (veit ekki hvað þær eru margar) eftir Þröngá og upp í Húsadagl voru búnar og við komnar inn skóginn, kannski 2 km eftir þá kíkti ég á úrið og sá að við áttum möguleika á að gefa í og reyna að ná undir 8 klst. Það var ein stelpa með mér, Margrét, sem var með blátt númer eins og ég. Ég spurði hana hvort við ættum ekki að að gefa í og reyna að ná undir 8 klst. Hún spurði hver tíminn væri og sagði að við myndum örugglega ekki ná þessu. Ég sagði að það skipti þá ekki máli, en við ættum að reyna. Sagði við strákana, Gunna og Rúnar, sem voru búnir að vera að hlaupa með okkur (þeir voru bleikir ræstir 5 mín á eftir okkur) að við ætluðum að fara fram úr og gefa í og reyna að ná þessu undir 8 klst.

Það var því viðbótargleðistund að koma í mark á tímanum 7 klst 59 mín og 26 sek. eftir þennan lokasprett. En að sjálfsögðu átti ég inni fyrir tvö Haddýjar hopp, svo ljósmyndarinn myndi örugglega ná þeim. Tók svo tvö auka Haddýjarhopp til að Beta gæti tekið mynd af mér hoppandi. Mikið var ég glöð að sjá Jóa bróðir, Gunnu vinkonu, Betu, Sunnu og fleiri vini mína þegar ég kom í mark. Ánægð með dagsverkið, eitt langt og skemmtilegt partý.

FATNAÐUR
Það var einungis eitt sem stressaði mig um morguninn á leiðinni inní Landmannalaugar. Ég var að brjóta eina reglu, sem ég segi öllum sem ég er að þjálfa að brjóta ekki. En það var að gera eitthvað nýtt eða öðruvísi á keppnisdag.

Ég tók sem sagt ákvörðun að hlaupa með “gamalt” en ónotað Salomon vesti sem ég átti en hafði aldrei hlaupið með. Því við hlaupum alltaf í Salomon vesti merktu Náttúruhlaupum á æfingum. Mitt er orðið slitið og mig langaði að hlaupa í ómerktu vesti.

Hljóp líka í nýjum Salomon bol, en ég vissi að hann yrði frábær, hef átt alveg eins bol og hafði því ekki miklar áhyggjur af því. En sem betur fer voru þessar áhyggjur óþarfar því vestið og bolurinn voru mjög þægileg eins og allur búnaður sem ég á frá Salomon. Ég hljóp í nýju, frábæru Salomon UltraGilde3 skónum mínum, í Salomon íþróttatoppi, sem er besti toppur sem ég hef átt, en gömlu Salomon topparnir voru líka mjög góðir. Hljóp í eldgömlum Fusion stuttbuxum (þurfti að gera við saumsprettu á þeim), í hnéháum compress sokkum, með hnéhlífar og ódýrar ermahlífar.

Að sjálfsögðu hljóp ég með æðislega Salomon derhúfu og uppáhalds sólgleraugun mín frá Julbo. Í vestinu var ég með léttan Salomon regnjakkann (10.000 vatnsheldni), Náttúruhlaupabuff og Salomon hanska og ullareyrnaband. Að sjálfsögðu með álteppi, plástra og second skin og litla túpu af brjóstakremi ef ég fengi núningssár. Ég body glide-aði mig vel á alla núningsfleti, áður en ég lagði af stað og setti gott lag af Gewohl extra á fæturna, svo ég fékk engin núningssár.

Kæru vinir í Útilíf, ég þakka kærlega fyrir Salomon stuðninginn bæði núna fyrir Laugavegshlaupið sem og fyrir keppnir síðustu ára. Það er ómetanlegt að fá þennan stuðning, bæði búnað og afslátt af búnaði. En ég get 100% mælt með þjónustunni í Útilíf sem og Salomon vörunum, sem eru að mínu mati besta vörumerkið í utanvegahlaupum.

NÆRINGARPLAN
Ég var með mjög gott næringaplan og ég elsk BioTech Energy gelin frá Bætiefnabúllunni, takk Telma fyrir að flytja þau inn. Var einnig vel búin af aukanæringu eins og alltaf, t.d. salttöflur bæði til að setja í vatn og sjúga svo og saltbíla og saltað nammi sem kom sér vel í hitanum þegar ég loksins mundi eftir því. Dísilvélin fékk því bara að ganga rólega (ætlaði ekki að vekja upp tognunina í rassvöða, sem var teipaður) ákvað að hlaupa stöðugt og rólega og mér leið bara vel. Var mjög ánægð með BioTech Energy Gelin frá Bætiefnabúllunni og gúmmíið og carbon töflur frá Enervit.

HLAUPAPLAN
Ég prentaði út hlaupaplan sem ég plastaði og var með í vestinu. Það voru áætlanir m.v. 9 klst lokatíma, 8 klst og 30 mín og 8 klst. Hins vegar kíkti ég aldrei á þetta plan og kíkti mjög sjaldan á úrið, nema til að lappa og kanna hvort ég væri ekki örugglega innan tímamarka. Álftavatn 4 klst og Emstrur 6 klst og 30 mín og svo í lokin þegar ég sá glugga á lokaspretti til að ná undir 8 klst.

Annars hlustaði ég bara á líðanina, var með púlsmæli og kíkti bara á hann á leið uppí Hrafntinnusker að ég væri ekki að fara of hratt. Hljóp því alls ekki hratt, en reyndi að hlaupa alltaf á jafnsléttu og ganga brekkur. Ég fór mjög varlega í niðurhlaup og sérstaklega þar sem komu brattir drullukaflar í gilunum út af snjóleysi, en þar komu stafirnir sér mjög vel, en ég var með gömlu Black Diamond hlaupastafina mína. Er búin að fá mér LEKI en ekki búin að æfa mig nóg til að þora að hlaupa með þá, svona langa vegalengd, en vá hvað þeir virka vel og eru flottir.

LOKAORÐ OG ÞAKKIR
Ég er mjög glöð og þakklát að hafa komist að ráslínu og að klára hlaupið. Var líka mjög glöð að njóta hverrar mínútu, man t.d. þegar ég var að hjálpa manninum á söndunum sem var að blóta hlaupinu að ég sagði við hann: „Hugsaðu um alla þá sem myndu vilja vera í okkar sporum, en gátu ekki byrjað vegna meiðsla eða annarra veikinda.“ Ég hugsaði oft og mikið til þeirra með þakklæti í hjarta. Ég er líka mjög þakklát bróður mínum og pabba sem komu með mér inní Landmannalaugar. Einnig að Jói bróðir sótti Gunnu vinkonu á Hvolsvöll og beið eftir mér í margar klukkustundir í Húsadal. Er líka þakklát Elísabetu Margeirs þjálfara og umsjónarmanns Laugavegsnámskeiðs Náttúruhlaupa að treysta mér til að leiða einn af skemmtilegum hópum hlaupara í Laugavegshóps Náttúruhlaupa (Hrafntinnusker/Landmannalaugar) með Gunni og Önnu Siggu. Þakklát líka fyrir góða hlaupaplanið hennar og allar frábæru æfingarnar. Takk kæri Birgir þjálfari (Coach Biggi) fyrir styrktaræfingar, en ég var í sterkum hlaupurum, og er núna komin aftur í þjálfun til Bigga, sem er algjörlega frábær og hann einstakur þjálfari. Takk Biggi.

Takk kæru starfsmenn og sjálfboðaliðar í Laugavegshlaupinu fyrir veitta þjónustu, stuðning og umhyggju. Vá hvað Egils Appelsínið var gott sem ég fékk í tjaldinu eftir hlaup. EGILS APPELSÍN – ÞETTA EINA SANNA 🧡

Ég er líka þakklát fyrir alla vinina sem ég eignaðist á þessu námskeiði sem og alla hina vinina sem ég hef eignast á hlaupum í gegnum tíðina. Þið eruð yndisleg.  Þakka Útilíf og Bætiefnabúllunni fyrir þeirra stuðning. ❤️

Að lokum fær ,,Óli minn” risa stórt  ❤️ og kudos fyrir að hafa þolinmæði fyrir öllum þessum æfingum og brölti í mér. Hann er einstaklega þolinmóður og ætlaði að sjálfsögðu að vera með mér þessa helgi, en var lasin heima og hans var sárt saknað. LUV JU elsku Óli minn. ❤️

ÁRANGUR LAUGAVEGSHLAUP FYRRI ÁRA

Laugavegshlaupið 2011 = 07:37:44
Laugavegshlaupið 2017 = 08:10:11
Laugavegshlaupið 2018 = 07:01:12
Laugavegshlaupið 2019 = 06:59:47 PB
Laugavegshlaupið 2020 = 07:21:09
Laugavegshlaupið 2021 = 07:41:34
Laugavegshlaupið 2022 = 07:41:17
Laugavegshlaupið 2023 = 07:59:26

MYNDIR LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025

júlí 19, 2025 0 comment
1 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaup

ITRA HLAUP FRÁ 2011-2024

by Halldóra júlí 31, 2024

Hér að neðan er yfirlit yfir öll þau hlaup sem gefa ITRA stig og punkta frá því ég hljóp fyrsta hlaupið mitt Laugaveg Ultra 2011. Það er mjög gaman að skoða þetta og bera saman hlaupin og þá kemur í ljós að hlaup sem hafa gefið mér hæstu ITRA stigin eru íslensk hlaup eins og Hvítasunnuhlaupið, Laugavegur Ultra, Súlur og Hengillinn. Þetta eru bara utanvegahlaup, svo öll önnur hlaup eins og maraþon og slíkt eru ekki flokkuð í ITRA. Enda er skammstöfunin fyrir ITRA, International Trail Running Association.

Helstu punktar:
2011 Fyrsta Laugavegshlaupið mitt
2014 Fyrsta 100 km hlaupið mitt
2015 Ellefu Esjur Ultra
2017 DNF í UTMB fyrsta og eina DNF (komst að því ég væri með áreynsluasma og var stoppuð út af tímamörkum)
2018 Bhutan, eina stage race hlaupið sem ég hef tekið þátt í.
2018 Fyrsta 100 Mílna hlaupið mitt UT4M.
2019 Grand Raid de La Reúníon – talið eitt erfiðasta 100 mílna hlaup í heimi.
2021 TORX Tor dés Géants 330 km hlaup, lengsta hlaup sem ég hef hlaupið samfellt eða í 147 klst og 55 mín)
2022 UTMB 100 mílna hlaupið, mekka allra utanvegahlaupara klárað, hef þá klárað í UTMB seríunni (UTMB, CCC og OCC á eftir TDS, ETC og PLT)

júlí 31, 2024 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaup

TMR D8 Ferðadagur

by Halldóra ágúst 4, 2023

Fararstjórarmunu skipuleggja ferðalag frá Zermatt til Genfar flugvallar fyrir þá sem vilja, hvort sem þaðverður með almenningssamgöngum eða einkaakstri.

Gallery not found.
ágúst 4, 2023 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaup

TMR D7

by Halldóra ágúst 3, 2023

Síðasti hlaupadagurinn verður eftirminnilegur og seinni hluti Europaweg leiðarinnar. Dagurinn hefst á því að fara yfir þriðju lengstu hengibrú heims! Eftir smá tíma á leiðinni mun Matterhorn blasa við í öllu sýnu veldi alla leið til Zermatt. Aukafarangur okkar bíður á hótelinu og tekur nú við frjáls tími í þessum fallega bæ. Hópurinn stefnir á að fara saman út að borða um kvöldið og fagna mögnuðu afreki að ljúka TMR hringnum.

Gallery not found.
ágúst 3, 2023 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaup

TMR D6

by Halldóra ágúst 2, 2023

Frá Grächen liggur leiðin inn á gönguleiðina Europaweg sem liggur alla leið til Zermat fyrir ofan Mattertal dalinn. Leiðin er talin ein sú fallegasta í Ölpunum og hefur nokkra tæknilega hluta. Leiðin liggur að Europaskálanum þar sem hópurinn gistir og nýtur stórbrotins fjallaútsýnis.

Gallery not found.
ágúst 2, 2023 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaup

TMR D5

by Halldóra ágúst 1, 2023

Þetta er langur dagur! Eftir góða hvíld í skálanum er farið yfir Monte Moro skarðið (2868m), sem markar landamæri Ítalíu og Sviss. Við lækkum okkur niður að Mattmark vatninu og þar styttum við ferðina með strætó til Saas-Fee bæjarins. Þar fáum við okkur góða hressingu áður en við förum upp á Höhenweg svalaleiðina og förum frá Saas dalnum yfir í Mattertal (Zermatt dalinn). Þetta er ótrúleg útsýnisleið og er mikil upplifun að fara um stíga leiðarinnar. Við endum daginn á góðu hóteli í skíðabænum Grächen sem stendur hátt fyrir ofan Mattertal dalnum.

Gallery not found.
ágúst 1, 2023 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaup

TMR D4

by Halldóra júlí 31, 2023

Skálinn er staðsettur þar sem við hefjum klifrið yfir Turlo skarðið (2738m) sem við höldum yfir. Leiðin er virkilega falleg og stígurinn er mjög sérstakur, en þetta er gömul walser leið sem tengir dalina. Niðurleiðin frá skarðinu og yfir til Macugnaga bæjarins er nokkuð þægileg en löng. Frá Macugnaga verður hægt að taka lyftu upp að Oberto Maroli skálanum sem við gistum í. Þetta er krefjandi dagur sem fer yfir þekkt fjallaskarð og endar í háfjallaskála með stórkostlegu útsýni

Gallery not found.
júlí 31, 2023 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaup

TMR D3

by Halldóra júlí 30, 2023

Hópurinn þarf að leggja af stað mjög snemma eftir góðan morgunverð. Frá skálanum er hlaupið niður að Cime Bianche vatninu áður en komið er að Cime Bianche skarðinu. Næst tekur við langt niðurhlaup að þorpinu Saint Jacques. Við förum þó ekki alla leið í það heldur höldum hæð til Résy og svo að Bettaforca skarðinu (2672m). Hér ætlum við að stytta leiðina yfir skíðasvæði með lyftuferðum. Það mun fara eftir veðri og tíma hvort hópurinn muni hlaupa frá Passo dei Salati (2936m) og lengja hlaup dagsins. Við horfum yfir Alagna þorpið en höldum áfram inn dalinn og gistum í Pastore skálanum (1575m) sem er flottur og þekktur fyrir góðan mat.  

júlí 30, 2023 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaup

TMR D2

by Halldóra júlí 29, 2023

Dagurinn byrjar á því að fara upp í litla þorpið Zmutt (1936 m). Þaðan er farið úr blómstrandi alpaengi með alpaskálum upp í grýttara landslag og á jökul. Hér erum við rétt fyrir neðan Matterhorn og er útsýnið strax stórkostlegt! Klifrið heldur áfram smám saman upp að Trockener Steg (2939m) og þaðan að Gandegg skálanum (3030m). Í skálanum fáum við okkur hressingu og hittum fjallaleiðsögumenn sem leiða hópinn yfir jökulinn. Eftir leiðina yfir jökulinn og langan kafla í snjó förum við yfir Teodulo skarðið og endum daginn í skálanum sem er kenndur við það.

júlí 29, 2023 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaup

Tour Monte Rosa með Náttúruhlaupum / ferðadagur D1

by Halldóra júlí 28, 2023

Við flugum í beinu flugi með Icelandair frá Keflavík til Genfar 28. júlí. Fórum svo með lest frá Genfar flugvellinum til Zermatt og þurftum bara að skipta einu sinni um lest.  Nutum svo fallega miðbæjarins Zermatt í Sviss sem er frægur skíðabær, en frekar dýr. Borðuðum svo saman kvöldmat á ítalska staðnum og pökkuðum niður því sem við ætluðum að vera með á okkur, og skildum annan farangur eftir á hótelinu.

júlí 28, 2023 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
  • 1
  • 2
  • 3
  • …
  • 13

Nýlegar færslur

  • LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025
  • Morgunblaðið um Grænlandsferðina
  • Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025
  • Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025
  • Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

Nýlegar athugasemdir

  • Björk Ólafsdóttir um Vasavikan 2024
  • Sif Helgad. um Langjökull þveraður 17.júní 2020
  • Helga Bryndís um New York City maraþon 2023
  • Ingvar Þóroddsson um Free to Run Ambassador í New York maraþoninu 2023

Færslusafn

  • júlí 2025
  • maí 2025
  • apríl 2025
  • júlí 2024
  • maí 2024
  • apríl 2024
  • mars 2024
  • nóvember 2023
  • október 2023
  • september 2023
  • ágúst 2023
  • júlí 2023
  • apríl 2023
  • janúar 2023
  • desember 2022
  • nóvember 2022
  • september 2022
  • ágúst 2022
  • júlí 2022
  • júní 2022
  • maí 2022
  • apríl 2022
  • mars 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • desember 2021
  • október 2021
  • september 2021
  • ágúst 2021
  • júlí 2021
  • maí 2021
  • apríl 2021
  • mars 2021
  • febrúar 2021
  • janúar 2021
  • nóvember 2020
  • október 2020
  • september 2020
  • ágúst 2020
  • júlí 2020
  • júní 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • mars 2020
  • janúar 2020
  • desember 2019
  • nóvember 2019
  • október 2019
  • september 2019
  • ágúst 2019
  • júlí 2019
  • júní 2019
  • maí 2019
  • apríl 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • janúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • október 2018
  • september 2018
  • ágúst 2018
  • júlí 2018
  • júní 2018
  • maí 2018
  • apríl 2018
  • janúar 2018
  • janúar 2017
  • september 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • júní 2016
  • mars 2016
  • nóvember 2015
  • ágúst 2015
  • júní 2015
  • febrúar 2015
  • nóvember 2014
  • ágúst 2014
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013

Flokkar

  • Daglegt líf
  • Fjallahlaup
  • Fjallaskíði
  • Fjallgöngur
  • Gönguskíði
  • Hjól
  • Hlaup
  • Ísklifur
  • Kajak
  • Keppnis
  • Keppnissaga
  • Sjósund
  • Skíði
  • Sund
  • Veiðar
  • Þríþraut

Um mig

Um mig

Halldóra Gyða

Halldóra hefur mjög gaman af því að fara út að leika. Markmiðið hjá henni er að njóta lífsins hvern einasta dag, brosa, hafa gaman og hún er þakklát fyrir góða heilsu.

Verum í sambandi

Facebook Twitter Instagram Pinterest Tumblr Youtube Bloglovin Snapchat

Nýlegar færslur

  • LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025

    júlí 19, 2025
  • Morgunblaðið um Grænlandsferðina

    maí 14, 2025
  • Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

    apríl 29, 2025
  • Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

    apríl 28, 2025
  • Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

    apríl 27, 2025

Um mig

banner
Halldóra Gyða elskar að vera úti að leika. Hér er hún í Dólómítunum í Lavaredo fjallahlaupinu 2016.

Vinsæl innlegg

  • 1

    Eco Trail Reykjavík – 22 km

    júlí 6, 2018
  • 2

    Ironman Texas 2018

    apríl 28, 2018
  • 3

    Buthan – dagur 1 – hæðaraðlögun og skoðunarferð

    maí 26, 2018

Síðustu æfingar

  • Styrkur Coach Birgir 🤩
    On júlí 23, 2025 6:07 e.h. during 00:48:00 hours burning 315 calories.
  • Frábær sumar gæðaæfing hjá Þóru - alltaf gleði og gaman 🤩
    On júlí 22, 2025 5:32 e.h. went 7,01 km during 00:54:22 hours climbing 94,00 meters burning 481 calories.
  • Evening Ride
    On júlí 21, 2025 8:44 e.h. went 4,33 km during 00:16:00 hours climbing 32,00 meters burning 73 calories.
  • Sunnudagsstyrkur á mánudegi 🙏
    On júlí 21, 2025 5:35 e.h. during 00:36:15 hours burning 223 calories.
  • Smá viðrun með Óla 🙏
    On júlí 20, 2025 3:48 e.h. went 24,49 km during 01:29:56 hours climbing 313,00 meters burning 459 calories.
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram
  • Linkedin
  • Snapchat
  • Vimeo

@2017 - PenciDesign. All Right Reserved. Designed and Developed by PenciDesign


Back To Top