Hlaup og hreyfing gefa mér mikla orku og andlega næringu í krefjandi starfi.
Það er ekki sjálfgefið að geta hreyft sig eða að fá að hreyfa sig og til dæmis mega konur í Afganistan ekki fara út á götu að hlaupa.
Ég hef haft það að leiðarljósi að láta gott af mér leiða í tengslum við hreyfinguna í gegnum árin og er stolt af því að vera „Free to Run Ambassador“ á Íslandi.
Markmið „Free to Run“ samtakanna er að knýja fram samfélagslegar breytingar á kynjareglum á átakasvæðum með því að styðja unglingsstúlkur og ungar konur í stríðshrjáðum löndum til að efla forystu sína og vellíðan með því að hlaupa.
Ég mun hlaupa New York maraþonið 5. nóvember næstkomandi í nafni „Free to Run“ samtakanna og mun standa straum af þeim kostnaði úr eigin vasa. Ég stefni að því að safna áheitum að fjárhæð 3.500 USD sem ígildir um 500 þús.kr. fyrir samtökin fyrir 4. nóvember.
Hægt er að styrkja málefnið hér:
https://www.givegab.com/p2p/2023-tcs-nyc-marathon-for-free-to-run/halldora-matthiasdottir-proppe