Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

      apríl 29, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

      apríl 28, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D2 föstudagur 25. apríl 2025

      apríl 25, 2025

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      ITRA HLAUP FRÁ 2011-2024

      júlí 31, 2024

      Fjallahlaup

      TMR D8 Ferðadagur

      ágúst 4, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D7

      ágúst 3, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D6

      ágúst 2, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D5

      ágúst 1, 2023

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      Íþróttaferilskrá eftir árum frá 2011

      júlí 31, 2024

      Keppnissaga

      Vasavikan 2024

      mars 6, 2024

      Keppnissaga

      New York City maraþon 2023

      nóvember 5, 2023

      Keppnissaga

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Keppnissaga

      Berlínarmaraþon 2022

      september 26, 2022

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

      apríl 29, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

      apríl 28, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D2 föstudagur 25. apríl 2025

      apríl 25, 2025

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      ITRA HLAUP FRÁ 2011-2024

      júlí 31, 2024

      Fjallahlaup

      TMR D8 Ferðadagur

      ágúst 4, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D7

      ágúst 3, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D6

      ágúst 2, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D5

      ágúst 1, 2023

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      Íþróttaferilskrá eftir árum frá 2011

      júlí 31, 2024

      Keppnissaga

      Vasavikan 2024

      mars 6, 2024

      Keppnissaga

      New York City maraþon 2023

      nóvember 5, 2023

      Keppnissaga

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Keppnissaga

      Berlínarmaraþon 2022

      september 26, 2022

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

Category:

Hjól

Daglegt lífHjól

Hjólað um ítölsku rívíeruna með Bændaferðum

by Halldóra júlí 31, 2024

Var svo lánsöm að fá að vera fararstjóri eða hópstjóri fyrir hóp á vegum Bændaferða sem fór í rafhjólaferð á ítölsku rívíeruna í vor. Hópurinn var frábær og veðrið mjög þægilegt, ekki of heitt og ekki of kalt. Hótelið mjög fínt og allar aðstæður góðar.

Hér að neðan eru helstu upplýsingar um hverja dagleið.

Föstudagur 7. júní 2024 – SAN REMO

Fyrsta daginn okkar lá hjólaleið dagsins meðfram ströndinni og við hjóluðum eftir gömlu lestarleiðinni til strandbæjarins San Remo. Þessi leið var einstök og það var dásamlegt útsýni yfir ströndina. San Remo er einn elsti vetrardvalarstaðurinn á þessum slóðum og þar er að finna frægt spilavíti í glæsilegri byggingu. Við hjóluðum reyndar hjólastíginn allan á enda út að Ospdaletti og upplifðum þennan fallega bæ SAN REMO sem er of kallaður blómabærinn, svo mikið af fallegum blómm hjólandi og fengum okkur hressingu í San Remo áður en við hjóluðum til baka á hótelið. Fórum svo að sjálfsögðu í sjóinn við eftir hjólatúrinn, gott að kæla sig smá.

Laugardagur 8. júní 2024 – NORNABÆRINN TRIORA
Við hjóluðum í úthverfi Taggia sem er með einstökum miðaldablæ. Þaðan lá leiðin í svonefndan Argentínudal en um hann rennur samnefnd á. Skógivaxnar hlíðar eru til beggja handa með litlum þorpum, eins konar listaverk í guðsgrænni náttúrunni. Brátt komum við að fyrsta dæmigerða þorpi þessa dals, Badalucco og skömmu síðar erum við í Malino di
Triora. Að lokum náðum við takmarki dagsins, þorpinu Triora sem er mjög hrífandi miðaldabær í 800 m hæð yfir sjávarmáli. Þorpið er þekkt sem „þorp nornanna“ og fyrir einstaklega gómsætt brauð. Borðuðum líka mjög gómsætan mat á veitingastað upp í þorpinu. Mæli með að bóka borð áður. Frá Triora hjóluðum við svo til baka á hótelið.



Sunnudagur 9. júní 2024 – Arma di Taggia, Bussana Vecchia & Taggia
Frá hótelinu héldum við í notalegan hjólatúr um sveitir Lígúríu. Við þræddum litla bæi og byrjuðum á því að heimsækja litla sjávarþorpið Arma di Taggia. Héldum áfram listamannabæjarins Bussana Vecchia en bærinn fékk endurnýjun lífdaga snemma á sjöunda áratugnum eftir að hafa verið yfirgefinn draugabær. Að síðustu fórum við í litríki gamla
bæjarhlutann Taggia. Fórum svo nokkur í langan ísleiðangur og leit að súpermarkaði eftir hjólatúr dagsins.

Mánudagur 10. júní 2024 FRJÁLS DAGUR OG MÓNAKÓ
Heimsóttum furstadæmið Mónakó, stundum kallað dvergríkið Mónakó. Þar skoðuðum við meðal annars kaktusgarðinn en
þaðan er glæsilegt útsýni yfir borgina og klettinn sem gamli bærinn var reistur á. Við fórum í HOP-ON HOP-OFF skoðunarferð um klettaborgina en þar er að finna höll furstafjölskyldunnar og dómkirkjuna þar sem Grace Kelly var borin til grafar sem við skoðuðum að sjálfsögðu. Einnig kíkti ég inní stórglæsilega byggingu Grand Casino spilavítisins í Monte Carlo hverfinu.


Þriðjudagur 11. júní San Lorenzo al Mare, Imperia & San Bortolomeo og Cervo
Frá San Stefano hjólum við að strandbænum Imperia, skoðum nýju höfnina og gömlu, þaðan til Diano Marina og áfram til San Bortolomeo og að lokum til Cervo. Skoðuðum svo gamla bæinn í Imperia á leiðinni heim. Þar sem við lentum í miðri jarðarför. Þá bæði búin að upplifa brúðkaup og jarðarför í ítalíu á þessum fáum dögum.

Miðvikudagur 12. júní Dolcedo, Catellazzo, Bellisimi, Rincheri og Cappelletta di Santa Brigida
Í dag hjólum við frá San Loreanzo al Mare til Delcedo og þaðan til Catellazzo. Næst til Bellisimi, Rincheri og Cappelletta di Santa Brigida. Enn hjólum við fram hjá ólífulundum og í gegnum litlu, sjarmerandi þorpin Cipressa, Pompeiana og Castellaro.
ATH MYNDAALBÚM

Við gistum á Best Western Hotel Anthurium í Santo Stefano al Mare. Hótelið er staðsett 100 m frá ströndinni á milli Imperia og San Remo.

júlí 31, 2024 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífHjól

D8 Frá garðinum að hótelinu okkar í París

by Halldóra júlí 15, 2023

Klukkan 15:30 lauk móttökunni í garðinum og við hjóluðum heim á hótelið okkar. Á leið okkar lentum við í úrhellis rigningu, svo mikil rigning að mörg lið biðu eftir að stytti upp, en við íslensku víkingarnir létum það nú ekki stoppa okkur. Hins vegar sprakk hjá einum hjólaranum svo við biðum aðeins þar sem það var langt best að hjóla saman til baka á hótelið, en vorum samt í tveim hópum. Við Víó fengum að leiða seinni hópinn, en það var mikið um rauð ljós og stopp og keðjan að slitna, en sem betur fer gekk ferðin á hótelið í gegnum París mjög vel.

Þegar við komum á hótelið byrjuðum við á að taka í sundur hjólin, pakka þeim í kassana og komum þeim fyrir í bílunum, sem betur fer var orðið þurrt, svo við þurftum ekki að pakka í blauta pappakassa.

Eftir pökkun, var bara sturta og svo farið út að borða á ítalskan veitingastað, beint á móti hótelinu þar sem við fengum EKKI góða þjónustu. Biðum mjög lengi eftir matnum og sumir fóru án þess að hafa fengið að borða.

En það voru samt MJÖG GLAÐIR hjólarar sem skáluðu fyrir virkilega vel heppnaðri ferð.

FRÁ FB SÍÐU TEAM RYNKEBY

Team Rynkeby Ísland 🇮🇸🇮🇸🇮🇸Þetta árið erum við með feikna sterk hjólalið, sáum strax þegar búið var að taka inn nýja liðið að spennandi tímar væru framundan. Þegar liðsmenn leggja sig allir fram á æfingum koma framför sem er alveg magnað að upplifa.Við þurftum að rotera smá hvar fólk hjólaði, í hvaða stöðu og línu. Þegar liðið er sterkt eins og okkar þá er ekki mikið mál að skipta út fólki. Auðvelt er að hvíla þá sem draga lestina hvað mest og setja þá á góða staði þar sem ekki þurfti að brjóta vind og átökin önnur.Við fengum að heyra að við erum sterkir hjólarar sem geta tætt í sig brekkur enda æfum við oft við krefjandi aðstæður þar sem veður spilar mikið inn í. Talað er um að Íslenska liðið fari hratt yfir. Því höfum við aldrei pælt í.Við náðum frábæru hjóli í gegnum Evrópu. Allt gekk vel og fallegt hjól í heild sinni. Hjólarar héldu góðri athygli sem skiptir öllu á löngum dögum.Þessir mögnuðu hjólara í liðinu 2023 stóðu sig frábærlega og París varð okkar 💛🗼💛

júlí 15, 2023 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífHjól

D8 Inn til Parísar og í garðinn Prairie du Cercle Sud

by Halldóra júlí 15, 2023

Við byrjuðum daginn á því að hjóla inn í París.

Eftir um 40 km rúlluðum við aðeins inná Champs-Elysees eitt vinsælasta breiðstræti Parísar. Champs-Elysees
var hönnuð með það í huga að sólin settist við enda hennar tvisvar á ári. Þegar við fórum af hliðargötu inná
Champs-Elysees og beygðum til vinstri var Sigurboginn á hægri hönd.

Sigurboginn sem er betur þekktur undir nafninu Arc de Triomphe stendur við enda götunnar Champs-Elysees. Napóleon lét reisa Sigurbogann eftir sigur sinn í bardaganum við Austerlitz árið 1805 og var hann tilbúinn 31 ári seinna, árið 1836. Hann var reistur til heiðurs þeim sem börðust fyrir Frakkland, sérstaklega í stríðum Napóleons.

Á Sigurboganum eru nöfn allra herforingjanna sem börðust og einnig eru nöfn á öllum stríðunum upptalin. Undir boganum
sjálfum er gröf hins óþekkta hermanns sem dó í fyrri heimstyrjöldinni. Hægt er að fara upp í Sigurbogann og
horfa yfir borgina. 12 breiðgötur liggja frá Sigurboganum, og margar af þeim heita í höfuðið á þekktum
herforingjum.


Næst lá leiðin að hinum 324 metra háa Eiffelturni. Hann var byggður á árunum 1887-89 fyrir heimssýninguna 1889 og eftir hana átti að taka hann niður aftur. Turninn var byggður til minnis um að þá voru 100 ár frá frönsku byltingunni. Eiffelturninn er nefndur eftir Gustave Eiffel en hann var hönnuður turnsins. Turninn er um 7300 tonn að þyngd og til að mála turninn þarf 60 tonn af málningu á 7 ára fresti. Á kvöldin er turninn lýstur upp á heila tímanum í 5 mínútur, algjörlega þess virði að sjá. Eiffelturninn er opinn almenningi og hægt að komast alla leið á toppinn og njóta útsýnisins um París. Það þarf að reikna með góðum tíma í að fara upp því oft eru langar biðraðir enda koma 25.000 manns daglega í Eiffelturninn.

Áður en við komum í garðinn sem öll liðin hittast í hjóluðum við eftir stíg við hliðina á síki og sáum fleiri lið sem voru á sömu leið.

Við komum í garðinn Prairie du Cercle Sud, á milli kl:13:00-14:00. Þar söfnuðust öll liðin og aðstoðarfólk saman.
Þangað voru ættingjar og vinir velkomnir að koma og taka móti okkur og fagna með okkur áfanganum.
Garðurinn er opinn fjölskyldum okkar og vinum frá kl: 12:00.

Þetta var algjörlega mögnuð stund að hjóla í garðinn. Ég hjólaði í garðinn með Víó, og ég fékk tár í hvarma og gæsahúð, stundin var það mögnuð. Svo var yndisleg og gaman að sjá fjölskyldumeðlimi taka á móti mökum sínum og börnum, algjörlega mögnuð og skemmtileg stund.

júlí 15, 2023 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífHjól

D7 Erum að nálgast París

by Halldóra júlí 14, 2023

Við erum nú heldur betur farin að nálgast París. Við gistum á hóteli sem er rétt hjá Charles de Gaulle
flugvellinum sem er tíundi stærsti flugvöllur í heimi og annar stærsti í Evrópu. Árið 2017 fóru rúmlega 69
milljónir farþegar um völlinn. Það er nálægt því að hver einasti Íslendingur færi 198 sinnum um völlinn.
Í kvöld var síðasta skipulagða kvöldmáltíð liðsins í ferðinni.

FRÁ FB SÍÐU TEAM RYNKEBY

Dagur 7. Föstudagur 14.Júlí Frakkland 🇫🇷🇫🇷🇫🇷Reims – ParísÍ dag bíða okkar 128 km og 1334 hæðametrar. París er farin að nálgast hálf ótrúlegt 🗼Í dag er þjóðhátíðardagur Frakklands. Það verður rólegt yfir þessu svæði fólk í fríi og eigum eftir að sjá franska fánan blakta fallega 🇫🇷🇫🇷🇫🇷🇫🇷Við höfum verið hreinskilin og þetta er farið að rífa í. Vöðvar eru þreyttir og aumir. Það allra heilagasta er mjög aumt og í sárum hjá sumum. Margir eru aumir í höndum . Við eigum bara 200 km eftir til Parísar og trúið okkur, við eigum eftir að njóta þess að klára þessa vegferð fyrir langveik börn. Til þess að við getum þetta þurfum við að leggja okkur öll fram, fara út á okkar ystu brún en veik börn á Íslandi þurfa að heyja miklu meiri baráttu ❤️Lífið er í dag og við ætlum að njóta þess að hjóla fyrir Umhyggju 💛🚴‍♀️🗼💛

júlí 14, 2023 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífHjól

D6 Belgía – Frakkland

by Halldóra júlí 13, 2023

Byrjuðum daginn í Belgíu en eftir um 38 km fórum við yfir landamærin og erum þá komin til FRAKKLANDS.

Héldum leiðinni áfram gegnum franska smábæi og sveitir og enduðum daginn á hóteli í borginni Reims. Í borginn Reims eru margir af stærstu kampavínsframleiðundunum með höfuðstöðvar. Meðalhitinn í júlí í Reims er 24,7 °C

FRÁ FB SÍÐU TEAM RYNKEBY

Dagur 6. Fimmtudagur 13. júlíTransinne – ReimsÍ dag verða farnir 165 km og 1334 hæðametrar. Við erum að hjóla frá Belgíu yfir til Frakklands. Við erum að fara hjóla í sveitum Frakklands og falleg leið bíður okkar. Erum mikið að hjóla á sveitarstígum í gegnum fallega smábæi. Í dag fylgir okkur ljósmyndari og fjölmiðlafólk frá höfuðstöðvum Team Rynkeby okkur. Já við vorum valin 🫢🫢🫢Já liðið frá Íslandi vekur athygli á margan hátt. Erum víst sterkir hjólarar enda æfum við oft í krefjandi veðri heima og guli fákurinn rúllar víst hratt hjá okkur. Þeim finnst líka okkar lið alltaf svo skemmtilegt en það allt vissum við 🤣🤣Þó fjölmiðlafólk verði með okkur í dag þá ætlum við bara að njóta þess að hjóla og vera saman í vegferð fyrir langveik börn 💛💛💛

Framkvæmdastjóri söfnunar Team Rynkeby, Solvejg Lauidsen hjólað með okkur í dag. Mikill heiður að hún hafi valið okkar lið til að kynnast betur og mætt með fjölmiðlafólk með sér.Þetta fjölmiðlafólk fékk að sjá inn í okkar hjörtu í dag og reyna að festa eldmóð og kærleika á filmu ❤Setningin „mayby the best Service Team ever“ Hreyfði alveg við okkur ❤💛❤💛

Frakkland 🇫🇷🇫🇷🇫🇷🇫🇷Við kvöddum fallegu Belgíu og hjóluðum inn í yndislegar sveitir Frakklands. Þetta er dagur sem liðið 2023 á ekki eftir að gleyma. Fjölmiðlafólk var að mynda okkur og droni sveif yfir. Tekin voru viðtöl við okkur. Við erum hálf hrærð yfir þessari athygli .Við þykjum öflugt lið að öllu leiti. Dugleg að hjóla og hjólum hratt. Söfnum okkar vekur athygli hvað við þetta litla duglega lið nær að safna fyrir sín langveiku börn 👏👏 Dönsku liðin kalla okkur “ The crazy pepole” 😂😂😂 við vitum ekkert hvað þau meina.Okkar söfnun stendur sem hæðst og öll framlög skipta máli og renna óskipt til Umhyggju félag langveikra barna.Team Rynkeby við erum þakklát fyrir æðislegan dag sem varð okkar 💛Svona rúllum við undir lok á degi 6.

Meðlhraði um 21 km skv. lófatölvu en varð óvart tvískipt það track.
júlí 13, 2023 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífHjólKeppnis

D5 Belgía – Belgía – Mur de Huy dagurinn!!

by Halldóra júlí 12, 2023

Morgunmatur 06:30, tilbúin 07:45 og brottför 08:00. Í dag var Mur de Huy brekkudagurinn í Belgíu en við komum að henni eftir um 62 km af leið dagsins.

Í bænum Huy búa um 21.300 manns en bærinn er við ánna Meuse sem við fórum yfir áður en við lögðum í
brekkuna.

Áin Meuse er 925 km löng og á uppruna sinn í Frakklandi, rennur síðan í gegnum Belgíu og Holland
áður en hún fer sína leið út í Norðursjó.

Mur de Huy er 1300 metra löng með meðalhalla 9,3% en sumir hlutar hennar fara í um 17% halla og mest er hallinn 26 % í einni beygjunni. Brekkan hefur m.a. verið notuð í Tour de France hjólreiðakeppninni.

Ég var mjög ánægð að hafa náð að hjóla ALLA BREKKUNA, þ.e. ég labbaði ekkert, en ég stoppaði tvisvar á leiðinni úti í kanti til að ná andanum og hélt svo áfram. Eftir að hafa klárað brekkuna, dauðlangaði mig aðra ferð, en lét það ekki eftir mér. Siggi hins vegar fór 3 sinnum brekkuna, ekkert smá magnaður 😉

Eftir að hafa farið Mur de Huy rúllum við áfram eftir Belgíu og þar voru heldur betur nokkrar brekkur áfram á leiðinni.

FRÁ FB SÍÐU TEAM RYNKEBY

Dagur 5. Miðvikudagur 12.júlíBelgía – mur de Huy dagurinn 🇧🇪🇧🇪🇧🇪🇧🇪Genk – TransinneÍ dag verða farnir 145 km og 1633 hæðametra við tökum færri km og meira af brekkum. Mur de Huy verður tekin í dag. Brekka sem er meira en einhver brekka. Hún er 900 metra löng og meðalhalli 16% Þetta er brekka sem við tölum oft um og tekur út formið, heldur betur. Í Tour de France er þessi brekka notuð. Mikill tilhlökkun í hópum við erum eins og börn á jólum fyrir að takast á við þetta. Í þessum fallega bæ búa 21.300 manns. Þegar upp er komið þá fögnum við eins og sannir sigurvegarar👏👏👏👏Þegar við verðum búin með Mur de Huy þá bíða okkar nokkra góðar brekkur til viðbótar en málið er bara ein brekka í einu hugarfarið🤪🤪🤪🤪Fegurðin í Belgíu er einstök og hennar fáum við að njóta í dag.Okkar bíður æðislegur dagur vitum það svo vel 💛

Belgía og Mur de Huy 🇧🇪🇧🇪🇧🇪🇧🇪🇧🇪Rigning og 17˚ þegar við vöknuðum á þessu fallega hóteli. Sólin kom svo en sem betur fer bara 25˚ þegar leið á daginn.Mjög gott hjólaveður og góður andi í liðinu. Belgía er svo falleg auðvelt að heillast að hennar fegurð.Mur de Huy var tekin og við fögnuðum sigrum hvors annarsGóður dagur og Davíð verður kosin sprengjukongur dagsinns en Nína fylgir fast á eftir 😂😂😂Belgía fer okkur vel og öllum líður svo vel 💛💛💛Bestu kveðjur heim á allt okkar fólk 🇮🇸🇮🇸🇮🇸

júlí 12, 2023 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífHjól

D4 Holland – Belgía

by Halldóra júlí 11, 2023

Morgunmatur 06:30, tilbúin 07:45 og brottför fyrir klukkan 08:00.

Í dag var síðasti langi hjóladagurinn með um 190 km, en við Víó lengdum til að ná 200 km svo ég hjólaði 203 km þennan daginn. Næstu dagar verða styttri í kílómetrum en hinsvegar fjölgar þá hæðarmetrunum.

Eftir um 59 km fórum við yfir landamæri Hollands yfir til Þýskalands hjóluðum síðan 59 km í þýskalandi, eftir að
hafa hjólað 118 km kvöddum við Þýskaland alveg og hjóluðum inn í Holland. Þegar við erum búinn að
hjóla 163 km þá fórum við inn í Belgíu og héldum áfram á hótelið í Genk.

Í borginni Genk búa rúmlega 65.000 manns en 54% íbúanna eru innflytjendur frá um 85 þjóðlöndum.

Eftir ca 80 km fórum við yfir ána Rín og þá erum við hálfnuð á leið okkar til Parísar.

FRÁ FB SÍÐU TEAM RYNKEBY

Dagur 4 💛🚴‍♂️🚴‍♀️🗼💛Þýskaland 🇩🇪 Holland 🇳🇱Belgía 🇧🇪Í dag verður hjólað 196 km og 333 hæðametrar. Við hjólum í gegnum borgina Wesel en 97% af borginni var eyðilögð i seinni heimstyrjöldinni. Við hjólum lítið í Hollandi, einungis ca 25 km og förum beint yfir til Belgíu.4. dagur og þetta er farið að rífa í. Komin sár á góða staði og aumur rass. Þetta er ekkert á við þjáningar veikra barna og það sem þau þurfa að ganga í gegnum

❤

Við sem höfum farið þetta áður vitum að dagur 4 er einn sá erfiðasti. Við erum i miðju verkefni sjáum ekki til lands og hvort sem það er hjólari eða Service við erum öll orðin pínu þreytt. Við erum meðvitum um dag 4 og andlega ætlum við að mæta þessum degi extra glöð og tækla allar tilfinningar sem mæta okkur saman. Þeir sem þurfa extra faðmlag og klapp á bakið fá það í miklu magni í dag 💛🇮🇸💛

júlí 11, 2023 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífHjól

D3 Þýskaland – Holland

by Halldóra júlí 10, 2023

Morgunmatur 06:30, mæting 07:45 og brottför fyrir klukkan 08:00.

Við byrjuðum þennan hjóladag í á því að sigla yfir ánna Weser. Áin Weser er þriðja lengsta fljót innanlands
í Þýskalandi 744 km löng. Hægt er að sigla frá Bremerhaven alla leið til Münden. Til þess þarf að fara um átta
skipastiga, sem sumir gegna líka hlutverki vatnsorkuvera.

Eftir stutta siglingu héldum við hjólandi af stað um Þýskaland. Leiðin í dag lá í gegnum nokkra bæi en
mest vorum við á þægilegum vegum. Eftir ca 153 km hjóluðum við inn i Holland og enduðum í bænum
Hengelo.

Holland hét upphaflega Holtland sem merkir skógarland.

AF FB SÍÐU TEAM RYNKEBY

Dagur 3. Mánudagur 11. júlí Bremen – HengeloVið vorum nóttina í Bremen. Ótrúlega fallegur bær. Fórum snemma að sofa til að hvíla sem best og ná góðri endurheimt. Í gærkvöldi voru þrumur og eldingar ekkert smá, himinn var í ljósum logum. Í dag er þokumystur yfir og rigning. Við erum alveg glöð að fá smá hvíld frá sólinni 🙈🤪🥵Í dag verða farnir 180 km 🚴‍♂️🚴‍♂️ og 261 hæðametrar. Hótelið er við ána Weser. Töltum nokkur skref niður að á með hjólin okkar. Byrjum á að sigla yfir ánna, Weser sem er þriðja lengsta fljótið í Þýskalandi. Leiðin í dag liggur í gegnum nokkra fallega bæi og mest erum við á þægilegum vegum. Ætlum að setja fegurð Þýskalands beint inn i hjartað🇩🇪🇩🇪🇩🇪🇩🇪

Meðalhraðinn á hjólatölvunni var 24 km á klst – þetta er úrið sem tekur líka tíma þegar ég geng um í mat og kaffi.. svo þess vegna er meðalhraði lægri .. en lófatölvan var óvart still á e-bike svo ég þurfti að kveikja og slökkva á henni …

júlí 10, 2023 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífHjól

D2 Í þýskalandi

by Halldóra júlí 9, 2023

Morgunmatur 06:30, mæting 07:45 og brottför fyrir klukkan 08:00.

Við lögðum af stað frá LandHaus Pfahlershof og hjóluðum áfram í Þýskalandi. Dagurinn var frábrugðinn öðrum
hjóladögum að því leyti að við fórum í tvær siglingar.

Fyrri siglingin var eftir að hafa hjólað í um 51 km og er yfir Kílarskurðinn. Kílarskurðurinn er 460 km langur og nær frá Kiel til árinnar Elbe. En það er einmitt áin Elbe sem við siglum líka yfir eftir að hafa hjólað 81 km.

Áin Elbe eða Saxelfur er ein af helstu siglingarleiðum í Mið Evrópu. Hún á upptök sín í Tékklandi og rennur síðan sína 1165 km leið og út í Norðursjó.

Við enduðum daginn í bænum Farge við bakka árinnar Weser í norðvestur Þýskalandi.

AF FB SÍÐU TEAM RYNKEBY:

Dagur 2. Sunnnudagur 10.júlí Tonning – Bremen. Í dag verður hjólað í gegnum Þýskaland. Langur og æðislegur dagur bíður okkar. Ætlum að fara 191 km og 457 hæðametra. Bara létt rúll, ein lítil sæt brekka sem við köllum bara smá hól 🤣🤣🤣🤣🤣Þessi hjóladagur er frábrugðinn öðrum dögum þar sem við förum í tvær siglingar. Siglum yfir Kílarskurðinn og svo ána Elbe, þetta er helsta siglingarleið í mið Evrópu.Við erum að gera það allra skemmtilegasta sem við gerum og það gerir Team Rynkeby sem liðsheild. Hjólum sem eitt hjól 🚴‍♂️🚴‍♀️🚴‍♂️Í lok dags verðum við búin að hjóla til Bremen í norðvestur Þýskalandi.Nú fara dagarnir að verða langir í Km og rífa meira í.

Komin til Bremen 🇩🇪🇩🇪🇩🇪🇩🇪🇩🇪Sveitir Þýskalands eru fagrar. Fallegir stígar og bæir þar sem ró er yfir enda er sunnudagur. Hitinn er búin að vera í 35˚ sem er ekki kjöraðstæður fyrir okkur við erum endalaust þyrst 🤪🤪🤪🤪Dagurinn var flókin því við þurftum að fara í tvær ferjur en það skipulag gekk vel upp hjá okkur.Öllum fallegum dögum fylgja stundum dökk ský. Lentum í einu smá falli sem fór betur en á horfðist. Öllum líður vel ❤️Við störfum fyrir Umhyggju og erum umhyggjusöm við hvort annað. Þaðan kemur kærleikurinn . Við erum í vegferð saman og höldum utan um hvort annað og saman verður París okkar 🇮🇸🗼💛🇮🇸Í dag lærðum við að vera umhyggjusöm því svoleiðis verður lífið betra ❤️🇩🇪❤️

júlí 9, 2023 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífHjól

D1 Kolding DK til Þýskalands

by Halldóra júlí 8, 2023

Morgunmatur 06:30, mæting 07:45 og brottför 08:00. Við lögðum af stað frá Comwell hótelinu í Kolding í Danmörku. Dagleiðin okkar var 168.5 km.


Eftir um 84 km stoppuðum við í Padborg og tökum hádegishlé í vöruskemmu flutningafyrirtækisins H.P. Terkelsen A/S.

Öllum Team Rynkeby liðum sem fara þar framhjá var boðið í hressingu í hádeginu hjá þeim. Vel gert hjá þeim og það bauð okkar einnig djús, vatn ofl. sem við fengum gefins frá Rynkeby Foods.

Fljótlega eftir hádegismatinn eða eftir um 87 km kvöddum við Danmörku og fórum yfir landamærin til
Þýskalands. Þegar við fórum yfir landamærin heitir sama gatan Danmerkurmegin ,,Indstustrivej‘‘ en
Þýskalandsmegin ,,Ochsenweg‘‘.

Við héldum svo áfram leið okkar eftir þýskum vegum að hótel LandHaus Pfahlershof.

FRÁ FB SÍÐU TEAM RYNKEBY

Dagur 1. Laugardagur 9.júlí 🚴‍♀️🇮🇸💛Kolding – TonningVið leggjum af stað í okkar vegferð frá Kolding á Jótlandi sem er 58.000 manna fallegur bær. Heimamenn kalla þetta smábæ 🤣. Í dag verðurhjólað til Þýskalands. Förum 168.5 km og 555 hæðarmetra. Veður er gott og svo gott að hjóla í hita. Okkur er boðið í mat hjá flutningafyrirtæki. Þeir bjóða dönsku liðum Team Rynkeby og Íslenska liðinu í svaka veislu og við borðum þar 💛Fyrsti dagurinn verður bara létt rúll og ekkert um neinar brekkur að ráði.Tilfinningar í okkar hjörtum eru miklar og af öllum gerðum. Spenna eftirvænting og svo mikil gleði.Ferð okkar er hafin hér er linkur þar sem hægt verður að fylgjast með okkur í gegnum Evrópu 🚴‍♂️🚴‍♀️🚴‍♂️🚴‍♀️

Við setjum inn færslur á FB daglega og erum mikið á Instagram. Þar sem verður hægt verður að fylgjast vel með okkur.Instagram: teamrynkebyislandhttps://racemap.com/player/team-rynkeby-2023…Team Rynkeby Ísland 🇮🇸🇮🇸🇮🇸við erum lögð af stað 💛🚴‍♀️🚴🗼💛

Danmörk 🇩🇰 yfir til Þýskalands 🇩🇪Við erum komin til þýskalands. Dagur þar sem allt gekk vel en öllum góðum dögum fylga smá hnökkrar sem við lögum👏👏Ekki eitt sprungið dekk og lítið um viðgerðir. Gleðin er í okkar hjörtum og kærleikurinn allsráðandi. Tókum á móti sólríkum degi og og lönduðum fallegu bronsi í okkar söfnun ❤️Ætlum að nota kvöldið í að borða góðan mat og njóta þess að vera saman. Allir í Team Rynkeby Ísland skila góðri kveðju heim 🇮🇸🇮🇸🇮🇸

169 km – 6 klst 32 mín moving time – 25,9 km meðalhraði.

júlí 8, 2023 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4

Nýlegar færslur

  • Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025
  • Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025
  • Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025
  • Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025
  • Grænland D2 föstudagur 25. apríl 2025

Nýlegar athugasemdir

  • Björk Ólafsdóttir um Vasavikan 2024
  • Sif Helgad. um Langjökull þveraður 17.júní 2020
  • Helga Bryndís um New York City maraþon 2023
  • Ingvar Þóroddsson um Free to Run Ambassador í New York maraþoninu 2023

Færslusafn

  • apríl 2025
  • júlí 2024
  • maí 2024
  • apríl 2024
  • mars 2024
  • nóvember 2023
  • október 2023
  • september 2023
  • ágúst 2023
  • júlí 2023
  • apríl 2023
  • janúar 2023
  • desember 2022
  • nóvember 2022
  • september 2022
  • ágúst 2022
  • júlí 2022
  • júní 2022
  • maí 2022
  • apríl 2022
  • mars 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • desember 2021
  • október 2021
  • september 2021
  • ágúst 2021
  • júlí 2021
  • maí 2021
  • apríl 2021
  • mars 2021
  • febrúar 2021
  • janúar 2021
  • nóvember 2020
  • október 2020
  • september 2020
  • ágúst 2020
  • júlí 2020
  • júní 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • mars 2020
  • janúar 2020
  • desember 2019
  • nóvember 2019
  • október 2019
  • september 2019
  • ágúst 2019
  • júlí 2019
  • júní 2019
  • maí 2019
  • apríl 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • janúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • október 2018
  • september 2018
  • ágúst 2018
  • júlí 2018
  • júní 2018
  • maí 2018
  • apríl 2018
  • janúar 2018
  • janúar 2017
  • september 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • júní 2016
  • mars 2016
  • nóvember 2015
  • ágúst 2015
  • júní 2015
  • febrúar 2015
  • nóvember 2014
  • ágúst 2014
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013

Flokkar

  • Daglegt líf
  • Fjallahlaup
  • Fjallaskíði
  • Fjallgöngur
  • Gönguskíði
  • Hjól
  • Hlaup
  • Ísklifur
  • Kajak
  • Keppnis
  • Keppnissaga
  • Sjósund
  • Skíði
  • Sund
  • Veiðar
  • Þríþraut

Um mig

Um mig

Halldóra Gyða

Halldóra hefur mjög gaman af því að fara út að leika. Markmiðið hjá henni er að njóta lífsins hvern einasta dag, brosa, hafa gaman og hún er þakklát fyrir góða heilsu.

Verum í sambandi

Facebook Twitter Instagram Pinterest Tumblr Youtube Bloglovin Snapchat

Nýlegar færslur

  • Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

    apríl 29, 2025
  • Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

    apríl 28, 2025
  • Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

    apríl 27, 2025
  • Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

    apríl 26, 2025
  • Grænland D2 föstudagur 25. apríl 2025

    apríl 25, 2025

Um mig

banner
Halldóra Gyða elskar að vera úti að leika. Hér er hún í Dólómítunum í Lavaredo fjallahlaupinu 2016.

Vinsæl innlegg

  • 1

    Eco Trail Reykjavík – 22 km

    júlí 6, 2018
  • 2

    Ironman Texas 2018

    apríl 28, 2018
  • 3

    Buthan – dagur 1 – hæðaraðlögun og skoðunarferð

    maí 26, 2018

Síðustu æfingar

  • Styrkur á rass, hamstring - D2
    On maí 14, 2025 7:27 f.h. during 00:17:50 hours burning 58 calories.
  • Leiðin að bata - styrkur á tognaðan rassvöðva d1
    On maí 13, 2025 7:36 f.h. during 00:16:35 hours burning 58 calories.
  • Gengið rólega um Köben - menningarganga
    On maí 12, 2025 10:25 f.h. went 11,20 km during 02:50:15 hours climbing 80,00 meters burning 1.136 calories.
  • Morning Walk
    On maí 11, 2025 10:48 f.h. went 12,55 km during 02:45:34 hours climbing 48,00 meters burning 1.180 calories.
  • CPH maraþon - fyrsta DNF í maraþoni og í fyrsta skipti sem ég ákveð að DNFa fyrir ræsingu - langaði bara að byrja en er með tognaðan rassvöðva - því er maraþon ekki mögulegt ;-)
    On maí 11, 2025 10:04 f.h. went 6,23 km during 00:37:35 hours climbing 14,00 meters burning 411 calories.
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram
  • Linkedin
  • Snapchat
  • Vimeo

@2017 - PenciDesign. All Right Reserved. Designed and Developed by PenciDesign


Back To Top