UTMB 2022 – tölfræði vegna UTMB 100 mílur

by Halldóra

Það voru 2.627 sem hófu hlaupið, þ.e. 100 mílna (170 km) hlaup í kringum Mt.Blanc. Af þessum 2.627 hlaupurum voru 9% konur (244) og 91% karlmenn (2.383). Það voru 38 konur sem hófu keppni í mínum flokki (50-54 F).

Það voru 1.789 sem kláruðu 8% konur og 92% karlar, þar af leiðandi 838 sem hætta keppni eða 32% allra þátttakenda.

Af þessum 838 sem hættu keppni voru 106 konur (13%) og 732 karlar (87%).

Það klára því einungis 138 konur af 244 sem hefja keppni (43% brottfall) og 1.651 karl af 2.383 sem byrja (31% brottfall).

Hér eru tímarnir mínir skv https://live.utmb.world/utmb/runners/1056

Ég vann mig upp um 933 sæti samtals.

You may also like

Leave a Comment