Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      IMOC 2022

      maí 8, 2022

      Daglegt líf

      Þjálfun ÍSÍ þriðja stig

      maí 4, 2022

      Daglegt líf

      D4: Hringnum lokað – frá Snæfellsskála að Laugafelli

      maí 1, 2022

      Daglegt líf

      D3: ÚTI AÐ LEIKA VIÐ SNÆFELLSSKÁLA

      apríl 30, 2022

      Daglegt líf

      D2: Frá Laugafelli að Snæfellsskála

      apríl 29, 2022

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      Halldóra óstöðvandi

      apríl 11, 2022

      Fjallahlaup

      TOR ferðasagan í heild sinni

      október 26, 2021

      Fjallahlaup

      Mesta afrek Halldóru

      október 25, 2021

      Fjallahlaup

      Halldóra hljóp 350 km nær stanslaust í rúma…

      október 17, 2021

      Fjallahlaup

      #7 Tor dés Geants, Rey (Ollomont) – Courmayeur

      september 17, 2021

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      ÍR hlaupið á Sumardaginn fyrsta

      apríl 21, 2022

      Keppnissaga

      Vasaloppet 90 – sunnudagur 06.03.2022

      mars 6, 2022

      Keppnissaga

      Nattvasan 90 – föstudagskvöld 04.03.2022

      mars 4, 2022

      Keppnissaga

      Öppet Spår 90 – mánudagur 28.02.2022

      febrúar 28, 2022

      Keppnissaga

      NOM2021 Norðurlandamót Garpa í sundi 2021

      október 10, 2021

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

      Þríþraut

      ITU Grand Final ólympísk þríþraut

      september 1, 2019

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      IMOC 2022

      maí 8, 2022

      Daglegt líf

      Þjálfun ÍSÍ þriðja stig

      maí 4, 2022

      Daglegt líf

      D4: Hringnum lokað – frá Snæfellsskála að Laugafelli

      maí 1, 2022

      Daglegt líf

      D3: ÚTI AÐ LEIKA VIÐ SNÆFELLSSKÁLA

      apríl 30, 2022

      Daglegt líf

      D2: Frá Laugafelli að Snæfellsskála

      apríl 29, 2022

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      Halldóra óstöðvandi

      apríl 11, 2022

      Fjallahlaup

      TOR ferðasagan í heild sinni

      október 26, 2021

      Fjallahlaup

      Mesta afrek Halldóru

      október 25, 2021

      Fjallahlaup

      Halldóra hljóp 350 km nær stanslaust í rúma…

      október 17, 2021

      Fjallahlaup

      #7 Tor dés Geants, Rey (Ollomont) – Courmayeur

      september 17, 2021

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      ÍR hlaupið á Sumardaginn fyrsta

      apríl 21, 2022

      Keppnissaga

      Vasaloppet 90 – sunnudagur 06.03.2022

      mars 6, 2022

      Keppnissaga

      Nattvasan 90 – föstudagskvöld 04.03.2022

      mars 4, 2022

      Keppnissaga

      Öppet Spår 90 – mánudagur 28.02.2022

      febrúar 28, 2022

      Keppnissaga

      NOM2021 Norðurlandamót Garpa í sundi 2021

      október 10, 2021

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

      Þríþraut

      ITU Grand Final ólympísk þríþraut

      september 1, 2019

Tag:

#Ísbirnir

Daglegt lífGönguskíði

Ísbjarnarferð í Þjórsárdal

by Halldóra mars 8, 2020

Upphaflegt plan var að fara á Utanbrautarskíðum (Stálkantaskíðum) frá Sigöldu inní Landmannalaugar.
Inga og Jói buðu okkur að gista í bústaðnum hjá sér í Árnesi og svo ætluðum við að leggja eldsnemma af stað á laugardagsmorgninum (7.3.2020).

En þar sem við búum á Ísland og allskonar litaðar veðurviðvaranir orðnar daglegt brauð, þá er nauðsynlegt að vera sveigjanlegur. Í stað þess að fresta ferðinni þá ákváðu þessir frábæru skipuleggjendur að gera smá breytingu á plani, ganga inn í Þjórsárdal í stað Landmannalauga.

Við lögðum af stað á laugardagsmorgni og gengum inn í Þjórsárdal í skógræktarlandinu hjá Skógrækt ríkisins, í skóginum í þokkalegu skjóli, eftir vegslóðum þar. Við áðum á Stöng, þar sem við settumst niður í skjóli, því það var svolítill mótvindur og borðuðum nestið okkar. Héldum svo áfram inn að Hólaskógi. Óli var á trússbíl og ætlaði að aka með dótið að skálanum í Hólaskógi, en vegna snjóalaga þá gat hann ekki farið á jeppanum að skálanum. Við urðum því að skíða með dótið frá bílnum upp í skála. Við fórum eina ferð með drykki og snakk og duffelbag töskur (aukaföt og svefpokar).

Við vorum svo nokkur sem fórum aðra ferð þegar Tóti og Hilmar komu með púlkurnar og þá fékk ég tækifæri í fyrsta skipti að draga púlku á gönguskíðum. Hugsaði mikið til afreks Vilborgar Örnu vinkonu minnar þegar ég dró þungu púlkuna þessa stuttu leið sem ég dró hana. Hversu mikið afrek þetta var hjá henni og fylltist þvílíku stolti að þekkja þessa mögnuðu konu.

Strákarnir grilluðu svo stórkostlegan mat, lambafile og bakaðar kartöflur. Meðlæti var salat og sósur, auk snilldar rjómasósu. Eftir kvöldmat, var smá súkkulaði desert og yndislegt spjall og spil að hætti Ísbjarna.

Á sunnudagsmorgninum var eldaður frábær hafragrautur og efir frágang á salnum, uppvask og þrif og pökkun fórum við öll eina ferð á gönguskíðunum í bílana sem nú voru orðnir tveir með farangurinn. Frá bílnum genguð við svo inn að gili og meðfram ánni niður að Stöng. Hópurinn samanstóð af 17 Ísbjörnum og 3 Ísbjarnarhúnum. Leiðin var stórkostlega falleg og það var gaman að sjá stóran rjúpnahóp fljúga yfir svæðið, ekki einu sinni heldur tvisvar.

Við áðum svo aftur að Stöng í skjóli, þar sem það var ennþá meira rok á sunnudeginum en á laugardeginum. En sem betur fer var um meðvind að ræða. Eftir áningu að Stöng, var tekin ákvörðun að reyna að komast yfir árnar að gömlu sundlauginni í Þjórsárdal. Það voru 50% líkur á að það myndi takast, því bæði var frekar takmarkaður snjór og spurning hvort árnar væru nógu frosnar. Þetta gæti stoppað för okkar í átt að sundlauginni og því ákváðum við bara að prófa, við yrðum þá bara að snúa við ef þetta gengi ekki.

Ferðin var mikið ævintýri. Það var alveg töff fyrr nýliða á utanbrautarskíðum að láta sig vaða yfir frosnar árnar, tala nú ekki um þegar rokið var jafnmikið og það var í dag, svo maður fauk yfir ísilagða ána og átti í erfiðleikum með að stoppa sig, líka þegar maður var kominn yfir og mikið af grjóti, þar sem snjórinn var takmarkaður.

Mér stóð ekki alveg á sama í eitt skiptið, þegar okkur var sagt að við yrðum að losa allar festingar á bakpokunum (þ.e. sem er bundinn við okkur) og hafa gönguskíðastafina lausa í höndunum á okkur, þannig að við gætum verið snögg að henda af okkur bakpokanum og stöfunum, ef við myndum falla ofan í vökina.

En við fórum yfir þessa á eins og allar hinar, bara eitt okkar í einu og það gekk mjög vel. Ég fór með möntruna mína, ég er grjóthörð og jákvæð og gaf svo bara í með stöfunum og það kom mér yfir, það var erfiðast að ná að stoppa mig hinum megin við ána. Enda fékk ég tvær byltur á leiðinni í dag. Eitt skipti þegar ég var búin að fara yfir eina ána, þar sem það var eina leiðin til að stoppa sig, að lenda á rassinum og nota svo bakpokann sem bremsu, en í hitt skiptið skíðaði ég óvart yfir grjót (sem ég sá ekki), sem var eins og bremsa og ég lenti á báðum hnjánum sem var aðeins verra 🙂

Við fórum svo í sund klukkan rúmlega 13 í gömlu lauginni í Þjórsárdal. Frábært að hafa búningsklefa til að verjast vindi, í þessari annars frábæru náttúrusundlaug. Eftir góðan „sundsprett“ var bara að taka síðasta spölinn frá lauginni niður að þjóðvegi, um 5,5, km leið, þar sem Óli og Tóti biðu okkar með trússbílana.

Frábær helgi með yndislegum Ísbjarnarvinum er að baki. Gengum samtals um 35 km leið í mjög krefjandi færi og þó nokkru roki. Leiðin var falleg og ofboðslega skemmtilegt að prófa þetta nýja sport, sem utanbrautar- eða stálskantaskíðin eru. Takk kæru vinir fyrir yndislega samveru alla helgina.

Dagur 1 – albúm

D1A9B755-0A56-41FF-ADC1-07B6F9DB8DEF
4344F9D3-4E7E-4C21-A8C2-8D6175C04899
26EF5E14-9DAA-43E2-B67C-C9D6AA3C1D99
83EA6E15-9B25-4753-844F-57AD7F72FD11
F777E1C5-08FB-465D-B66D-598D37C209AD
90628CAC-66D2-418B-80FA-A426E9D6B1CF
ABF4A803-8BF2-48B8-ABF1-5138A0FAD19F
B48871F5-2B38-4474-8726-FD8A68B2A8C1
D652A5B6-F86F-4E01-A67A-83E403618F3B
818BA887-54C5-4FE7-B26B-0ACB4C464831
1BB1BB0E-56F6-44C4-89E2-5908F6944F8D
ACDFE83D-9987-44E3-AD51-5C8BF20A904C
F4378686-D85B-417B-BD98-06D0CF2619FF
F020F689-A0A6-4F84-8ADD-E26FE991E6ED
965D4150-B3BE-4714-9860-FC3E1DAECB5D
94C0D0CC-3A14-4C75-8E36-4407A7DC72A8
41B9A0F7-D097-41FC-BC51-D4C4379FD0D5
3C381270-355B-43A7-B292-7343E0455802
7CF0C5B6-D3F8-463A-A9F6-8861CD680D6A
F4390FCD-FF0D-4DC3-AC08-3BFCA2B5769B

Dagur 2 – albúm

55BF31D4-9FD4-4A15-97CE-13549E6217DC
BD0A8041-AB82-4445-AEB3-9265457D1B4F
973A105C-BF5F-4082-9EAB-3826602F07F2
E93BE081-190F-452E-A649-7DF868251D9E
E647A3F8-1F75-46E4-AD01-5FCD43A16C42
61B227C2-6F38-4B04-85E7-9FB9E5820D0B
E8241E52-D376-4244-9524-57C6C1DC8994
3F46410D-0A7C-4505-A115-B5B13144DF01
2C733DBE-D5E3-4BD1-9533-33192B4E0376
6E404211-02F4-48FF-9206-32F9C7284985
544A53DE-C3AF-4E34-92D9-F1EFF085989B
6678177C-A14E-4B49-875D-3BC42CBA46F7
836A151D-5688-400F-A50C-1D9069A57F28
1BC7A287-6EEF-4612-A520-12EBB3199E3F
2382409B-068D-48ED-8C02-AB554113D568
8B373B71-E390-45A0-805F-8BBC082A4FC5
8F3B0A55-A828-41E8-B725-7E271A273387
C1D39069-DE39-476A-BDA2-7CD73ED694E6
B7A8C1DC-2FB5-45FC-8F85-7C943F022ECC
6FE417E5-2334-4D92-B360-765F801CCDAF

mars 8, 2020 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail

Nýlegar færslur

  • IMOC 2022
  • Þjálfun ÍSÍ þriðja stig
  • D4: Hringnum lokað – frá Snæfellsskála að Laugafelli
  • D3: ÚTI AÐ LEIKA VIÐ SNÆFELLSSKÁLA
  • D2: Frá Laugafelli að Snæfellsskála

Nýlegar athugasemdir

    Færslusafn

    • maí 2022
    • apríl 2022
    • mars 2022
    • febrúar 2022
    • janúar 2022
    • desember 2021
    • október 2021
    • september 2021
    • ágúst 2021
    • júlí 2021
    • maí 2021
    • apríl 2021
    • mars 2021
    • febrúar 2021
    • janúar 2021
    • nóvember 2020
    • október 2020
    • september 2020
    • ágúst 2020
    • júlí 2020
    • júní 2020
    • maí 2020
    • apríl 2020
    • mars 2020
    • janúar 2020
    • desember 2019
    • nóvember 2019
    • október 2019
    • september 2019
    • ágúst 2019
    • júlí 2019
    • júní 2019
    • maí 2019
    • apríl 2019
    • mars 2019
    • febrúar 2019
    • janúar 2019
    • desember 2018
    • nóvember 2018
    • október 2018
    • september 2018
    • ágúst 2018
    • júlí 2018
    • júní 2018
    • maí 2018
    • apríl 2018
    • janúar 2018
    • janúar 2017
    • september 2016
    • ágúst 2016
    • júlí 2016
    • júní 2016
    • mars 2016
    • nóvember 2015
    • ágúst 2015
    • júní 2015
    • febrúar 2015
    • nóvember 2014
    • ágúst 2014
    • október 2013
    • september 2013
    • ágúst 2013
    • júní 2013
    • maí 2013
    • apríl 2013

    Flokkar

    • Daglegt líf
    • Fjallahlaup
    • Fjallaskíði
    • Fjallgöngur
    • Gönguskíði
    • Hjól
    • Hlaup
    • Ísklifur
    • Kajak
    • Keppnis
    • Keppnissaga
    • Sjósund
    • Skíði
    • Sund
    • Veiðar
    • Þríþraut

    Um mig

    Um mig

    Halldóra Gyða

    Halldóra hefur mjög gaman af því að fara út að leika. Markmiðið hjá henni er að njóta lífsins hvern einasta dag, brosa, hafa gaman og hún er þakklát fyrir góða heilsu.

    Verum í sambandi

    Facebook Twitter Instagram Pinterest Tumblr Youtube Bloglovin Snapchat

    Nýlegar færslur

    • IMOC 2022

      maí 8, 2022
    • Þjálfun ÍSÍ þriðja stig

      maí 4, 2022
    • D4: Hringnum lokað – frá Snæfellsskála að Laugafelli

      maí 1, 2022
    • D3: ÚTI AÐ LEIKA VIÐ SNÆFELLSSKÁLA

      apríl 30, 2022
    • D2: Frá Laugafelli að Snæfellsskála

      apríl 29, 2022

    Um mig

    banner
    Halldóra Gyða elskar að vera úti að leika. Hér er hún í Dólómítunum í Lavaredo fjallahlaupinu 2016.

    Vinsæl innlegg

    • 1

      Eco Trail Reykjavík – 22 km

      júlí 6, 2018
    • 2

      Ironman Texas 2018

      apríl 28, 2018
    • 3

      Buthan – dagur 1 – hæðaraðlögun og skoðunarferð

      maí 26, 2018

    Síðustu æfingar

    • Yndislegt morgunsund með mömmu 💚
      On maí 18, 2022 6:00 f.h. went 1,60 km during 00:36:34 hours burning 305 calories.
    • Yndisleg Esja með Irinu 🧡
      On maí 17, 2022 7:03 e.h. went 6,61 km during 01:31:02 hours climbing 687,00 meters burning 618 calories.
    • Gæðaæfing með öflugum NH rauðum byrjendum
      On maí 17, 2022 5:39 e.h. went 3,81 km during 00:29:12 hours climbing 105,00 meters burning 349 calories.
    • Heima Styrkur .. frábærar æfingar ...svo kaldi potturinn á eftir :-)
      On maí 17, 2022 7:14 f.h. during 00:34:41 hours burning 178 calories.
    • HHS námskeið í frábæru veðri
      On maí 16, 2022 5:36 e.h. went 6,09 km during 00:49:33 hours climbing 93,00 meters burning 435 calories.
    • Facebook
    • Twitter
    • Instagram
    • Linkedin
    • Snapchat
    • Vimeo

    @2017 - PenciDesign. All Right Reserved. Designed and Developed by PenciDesign


    Back To Top