Tók þátt í KIA Silfurhringnum í fyrsta skipti frá því ég datt og slasaði mig í KIA gullhringnum 2013.
Það var því smá hrollur sem fór um mig í ræsingunni og ég ákvað að halda mér frekar aftarlega og hjóla þetta bara þægilega þar sem þetta er þraut númer 2 af 4 þrautum í Víkingaröðinni.
Það kom því skemmtilega á óvart að ná 1 sæti í aldursflokki og 10 sæti overall kvk af 89 sem tóku þátt.
Allt skipulag og utanumhald var til mikillar fyrirmyndar og mjög gaman að taka þátt.