Fór í frábæra æfingu með Laugavegshópi Náttúruhlaupa í kvöld. Það var „þurrt“ til tilbreytingar, en mikið rok og blés vel á móti okkur á leiðinni upp. Mikið er gott og gaman að æfa með fólki sem er í betra hlaupaformi en maður sjálfur, því þá tekur maður aðeins á því og ég átti mjög góðan tíma upp að Steini í kvöld og sólin skein á okkur.
Fór mjög varlega niður og hljóp eiginlega bara á vinstri fæti niður, þar sem hægra hnéð er ennþá hálf laskað eftir byltuna á laugardaginn. Skilaboðin frá Halldóri sjúkraþjálfara í morgun voru að hvíla svolítið hlaupin, alla vega fram að helgi, þar sem Laugavegurinn á 2 dögum er framundan. En hann setti lazer á bólgurnar á hnéð í morgun. Freystingin fyrir hreyfíkilinn að fara Esjuna var samt meiri en skynsemin og því var bara niðurhlaupið tekið af skynsemi 😉