Þessi dagur verður strembinn þar sem við förum yfir tvö skörð á leiðinni. Við höldum frá Champex og förum yfir les Bovines til smábæjarins Trient (1300 m). Hægt er að fá sér hressingu á leiðinni niður til Trient áður en við höldum áfram yfir næsta skarð, Col de Balme (2191m). Við endum daginn á langri brekku niður til bæjarins Vallorcine (1260 m) og eftir krefjandi dag borðum við góða máltíð og gistum á gistiheimili.
-Langur dagur á flottum stígum þar sem við förum frá Sviss yfir til Frakklands á ný.
-Kvöldverður, morgunverður og gisting á gistiheimili. Farangri skutlað frá Champex.