Þægilegur morgunn þar sem við þurftum ekki að skila North Face töskunum klukkan sjö. Bara mæta í morgunmatinn sem var mjög góður eins og allur matur á þessu gistiheimili, mæla súrefnismettun, te og kaffi, orðnir yndislegar þessar morgunstundir okkar.
Fórum svo í aðlögunargöngu uppí fjall. Eins og áður gengum við mjög rólega en hækkunin var úr 3.440 í 3.880 eða 440m sem hljómar ekki mikið mv t.d Esjuna, en þegar maður er komin yfir 3000 metra og brekkan er brött þá er þetta alltaf töff og því gott að vera skynsamur.
Það var flott að toppa og komat uppí Hotel Everest View sem er í 3.880 metrum en þér fengum við okkur te.
Fórum svo aðeins aðra leið niður og tókum svo teygjur fyrir framan hótelið áður en við fengum okkur te og hádegismat.
Við fórum svo í bæinn í Namshee, varð að sýna Óla útivistar búðirnar sem ég hafði kíkt í daginn áður.
Horfðum svo á Sherpa – the true heroes of Everest áður á kaffihúsinu 8846 Himalaya Cafe. Rosaleg mynd.
Kíktum svo aftur á hitt kaffihúsið en fórum svo uppá gistiheimili, þar sem við lögðum okkur fyrir kvöldmatinn.
Fengum mjög góðan mat, hefðbundinn Nepalskan mat sem var mjög góður.
Við Óli förum svo í sturtu, fyrsta skipti síðan á hótelinu í Nepal sem var mjög kærkomið. Fór ekki að sofa fyrr en klukkan 23.15.