Klukkan 15:30 lauk móttökunni í garðinum og við hjóluðum heim á hótelið okkar. Á leið okkar lentum við í úrhellis rigningu, svo mikil rigning að mörg lið biðu eftir að stytti upp, en við íslensku víkingarnir létum það nú ekki stoppa okkur. Hins vegar sprakk hjá einum hjólaranum svo við biðum aðeins þar sem það var langt best að hjóla saman til baka á hótelið, en vorum samt í tveim hópum. Við Víó fengum að leiða seinni hópinn, en það var mikið um rauð ljós og stopp og keðjan að slitna, en sem betur fer gekk ferðin á hótelið í gegnum París mjög vel.
Þegar við komum á hótelið byrjuðum við á að taka í sundur hjólin, pakka þeim í kassana og komum þeim fyrir í bílunum, sem betur fer var orðið þurrt, svo við þurftum ekki að pakka í blauta pappakassa.
Eftir pökkun, var bara sturta og svo farið út að borða á ítalskan veitingastað, beint á móti hótelinu þar sem við fengum EKKI góða þjónustu. Biðum mjög lengi eftir matnum og sumir fóru án þess að hafa fengið að borða.
En það voru samt MJÖG GLAÐIR hjólarar sem skáluðu fyrir virkilega vel heppnaðri ferð.
FRÁ FB SÍÐU TEAM RYNKEBY
Team Rynkeby Ísland Þetta árið erum við með feikna sterk hjólalið, sáum strax þegar búið var að taka inn nýja liðið að spennandi tímar væru framundan. Þegar liðsmenn leggja sig allir fram á æfingum koma framför sem er alveg magnað að upplifa.Við þurftum að rotera smá hvar fólk hjólaði, í hvaða stöðu og línu. Þegar liðið er sterkt eins og okkar þá er ekki mikið mál að skipta út fólki. Auðvelt er að hvíla þá sem draga lestina hvað mest og setja þá á góða staði þar sem ekki þurfti að brjóta vind og átökin önnur.Við fengum að heyra að við erum sterkir hjólarar sem geta tætt í sig brekkur enda æfum við oft við krefjandi aðstæður þar sem veður spilar mikið inn í. Talað er um að Íslenska liðið fari hratt yfir. Því höfum við aldrei pælt í.Við náðum frábæru hjóli í gegnum Evrópu. Allt gekk vel og fallegt hjól í heild sinni. Hjólarar héldu góðri athygli sem skiptir öllu á löngum dögum.Þessir mögnuðu hjólara í liðinu 2023 stóðu sig frábærlega og París varð okkar