Við erum nú heldur betur farin að nálgast París. Við gistum á hóteli sem er rétt hjá Charles de Gaulle
flugvellinum sem er tíundi stærsti flugvöllur í heimi og annar stærsti í Evrópu. Árið 2017 fóru rúmlega 69
milljónir farþegar um völlinn. Það er nálægt því að hver einasti Íslendingur færi 198 sinnum um völlinn.
Í kvöld var síðasta skipulagða kvöldmáltíð liðsins í ferðinni.
FRÁ FB SÍÐU TEAM RYNKEBY
Dagur 7. Föstudagur 14.Júlí Frakkland Reims – ParísÍ dag bíða okkar 128 km og 1334 hæðametrar. París er farin að nálgast hálf ótrúlegt Í dag er þjóðhátíðardagur Frakklands. Það verður rólegt yfir þessu svæði fólk í fríi og eigum eftir að sjá franska fánan blakta fallega Við höfum verið hreinskilin og þetta er farið að rífa í. Vöðvar eru þreyttir og aumir. Það allra heilagasta er mjög aumt og í sárum hjá sumum. Margir eru aumir í höndum . Við eigum bara 200 km eftir til Parísar og trúið okkur, við eigum eftir að njóta þess að klára þessa vegferð fyrir langveik börn. Til þess að við getum þetta þurfum við að leggja okkur öll fram, fara út á okkar ystu brún en veik börn á Íslandi þurfa að heyja miklu meiri baráttu Lífið er í dag og við ætlum að njóta þess að hjóla fyrir Umhyggju