D3: ÚTI AÐ LEIKA VIÐ SNÆFELLSSKÁLA

by Halldóra

Í dag var frjáls dagur, gátum bæði farið um svæðið á ferðaskíði eða farið uppá fjallið fyrir ofan

Við Óli fórum ásamt hluta hópsins á ferðaskíðin, uppá Grjótárhnjúk og smá hring til baka um 9 km.

Eftir hringinn, fengum við okkur gómsætan hádegismat og kaffi áður en við héldum uppá fjallið á ferðaskíðum.

Færið var stórkostlegt og það var glaðasti hundur í heimi sem kom niður eftir fjallaskíðaferðina uppá fjallið ofan við Snæfellsskálann.

Svona er glaðasti hundur í heimi þegar hann kemur niður ...

Áttum svo yndislega kvöldstund í skálnum og borðuðum gómsætan bolognese rétt sem strákarnir elduðu undir leiðsögn kokksins á svæðinu 🙂

You may also like

Leave a Comment