Óli var ennþá slappur eftir flensuna, en hann var búin að liggja í rúminu, frá fimmtudegi. Samt búin að fara í tvö C19 próf og bæði neikvæð, en hann ákvað að hvíla þennan fyrsta dag.
Við Sigga og Pétur fórum því bara 3 í fjallið. Byrjuðum á að kaupa skíðapassa með tryggingu og svo fórum við bara á svæðið fyrir ofan Canazei. Það var frábært færi, sól og blíða og yndislegt að skíða í fjallinu.
Fengum okkur morgunkaffi á middle station barnum , prófuðum svo að skíða alla leið niður í bæ, sem endaði með því að við þurftum að ganga með skíðin í um 600 metra leið aftur í kláfinn úr bænum. En sáum mjög fallegt hús á leiðinni, með útskornum munum. Borðuðum hádegismat á hæsta punkti á heimasvæðinu, þar sem ég fékk mér pizzu Margaritu og Sigga og Pétur fengu sér kjúklingabringu og franskar. Enduðum svo á APRI SKI barnum á middlestation í lok dags.
Pétur setti skíðin sín í PREPP í Sport Dr Angelo og þá komumst við að því að við gátum geymt skíðin okkar og stafina þar sem munaði miklu, kostaði bara 2 EUR á mann. Algjör snilld. Þegar við komum svo niður þá bara beið hótelskutlan eftir okkur.
Fórum svo á gönguskíði á eftir, mig langaði svo að prófa sporið, sem ég hafði fundið kvöldið áður og það var æði
Skíðuðum samtals 30,9 km og samanlögðu lækkun var 6.481 metrar (hámarkshraði 57,7 km). Allt tölfræði frá Garmin Fenix 7X úrinu mínu. Gönguskíði stuttur 2 km hringur.