Við lögðum bílunum okkar uppá Fljótsdalsheiði og komum farangrinum okkar fyrir í trússbílnum sem fór með hann að Laugafelli.
Gengum á ferðaskíðunum okkar um Fljótsdalsheiðina, í mjög fínu veðri. Það var mikið útsýni á leiðinni. Snæfell beint a móti okkur, við sáum Eyvindar fjöll á hægri hönd og toppinn á Herðubreið kíkja a milli Þrándarjökuls á vinstri hönd en hann mun að öllum líkindum hverfa á okkar ævi. Ef við litum til baka sáum við Hött, Sandfell og Skúmhött í Fljótsdal.
Ganga dagsins voru tæpir 19 km og við komum í skálann að Laugafelli sem er mjög flottur skáli um þrjú leytið.
Eftir teygjur fórum við í heita pottinn, náttúrulaug á staðnum, sem er mjög flott og fengum svo gómsæta kvöldmáltið.
Frábær dagur og kvöld á fjöllum.