Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

      apríl 29, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

      apríl 28, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D2 föstudagur 25. apríl 2025

      apríl 25, 2025

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      ITRA HLAUP FRÁ 2011-2024

      júlí 31, 2024

      Fjallahlaup

      TMR D8 Ferðadagur

      ágúst 4, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D7

      ágúst 3, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D6

      ágúst 2, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D5

      ágúst 1, 2023

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      Íþróttaferilskrá eftir árum frá 2011

      júlí 31, 2024

      Keppnissaga

      Vasavikan 2024

      mars 6, 2024

      Keppnissaga

      New York City maraþon 2023

      nóvember 5, 2023

      Keppnissaga

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Keppnissaga

      Berlínarmaraþon 2022

      september 26, 2022

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

      apríl 29, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

      apríl 28, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D2 föstudagur 25. apríl 2025

      apríl 25, 2025

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      ITRA HLAUP FRÁ 2011-2024

      júlí 31, 2024

      Fjallahlaup

      TMR D8 Ferðadagur

      ágúst 4, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D7

      ágúst 3, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D6

      ágúst 2, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D5

      ágúst 1, 2023

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      Íþróttaferilskrá eftir árum frá 2011

      júlí 31, 2024

      Keppnissaga

      Vasavikan 2024

      mars 6, 2024

      Keppnissaga

      New York City maraþon 2023

      nóvember 5, 2023

      Keppnissaga

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Keppnissaga

      Berlínarmaraþon 2022

      september 26, 2022

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

Category:

Daglegt líf

Daglegt lífGönguskíði

Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

by Halldóra apríl 29, 2025

Við fórum á fætur klukkan 7:00. Bílstjórinn okkar Símon frá Póllandi ætlaði að sækja okkur klukkan 08:30. Flugið heim var áætlað klukkan 11:00. Fengum okkur góðan morgunmat, enda fullt til ennþá í ísskápnum, jógúrt, súrmjólk, brauð og kex og við buðum strákunum, þ.e. Einari og Mikael að koma og fá sér af morgunverðarhlaðborðinu.

Við vorum búnar að pakka öllum farangri og koma skíðunum til Einars. Það var búið að pakka öllum byssum niður og við gáfum restina af skotunum okkar til Grænlenska teymisins. Þá var bara að taka af rúmunum og taka lokaþrif áður en við læstum herðunum af þessum yndislegu íbúðum sem við höfðum gist í síðustu 5 nætur.

Við vorum svo lánsöm að hitta á hann Símon á flugvellinum þegar við komum til Grænlands og hann keyrði okkur í íbúðina okkar. Við fengum símann hjá honum og svo var hann bara einkabílstjórinn okkar allan tímann ásamt því að við fengum okkur 10 skipta strætókort. Það var mun hagkvæmara og þægilegra heldur en að leigja bílaleigubíl.

Inntékkun á flugvellinum gekk alveg ótrúlega vel. Tók mjög stuttan tíma, en við vildum mæta snemma, þar sem við vorum svo lengi að tékka okkur inn í Keflavík á leiðinni út. Fríhöfnin er ekki stór, en ég keypti grænlenskan bjór handa Óla og spilastokka sem minjagrip.

Flugið heim var líka mjög ljúft, útsýnisflug eins og á útleið og við lent í Keflavík fyrr en varði. Óli sótti okkur og við komum öllum farangri í bílinn, nema skíðum sem Nanna kom með til Einars. Við Hrefna og Óli fórum svo með byssurnar uppí SkotKóp til að koma þeim strax í læstar hirslur, þar sem við hittum Örnu skotstjóra sem hjálpaði okkur að koma þeim í læstar hirslur.

Ferðalok eftir yndislega daga í Grænlandi, með frábærum vinum. Langar að þakka öllum ferða félögum fyrir yndislegar samverustundir og sérstaklega „5-fræknu“ þeim, Einari sem skipulagði ferðina, Hrefnu og Nönnu vinkonum mínum sem deildu með mér íbúð og Mikka sem deildi íbúð með Einari fyrir yndislegar samverustundir. Takk öll kæru ferðafélagar fyrir samveruna – ég mæli 100% með ferðalagi til Nuuk á Grænlandi. Að lokum kærar þakkir til Hrúts fyrir veitta aðstoða, ráðleggingar og City sightseeing um Nuuk.

Qujanaq – takussagut

apríl 29, 2025 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífGönguskíði

Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

by Halldóra apríl 28, 2025

Þegar maður ætlar að sofa út þá vaknar maður að sjálfsögðu klukkan 05:00 og sofnar ekki aftur 😉

Fór samt ekki á fætur fyrr en Hrefna og Nanna vöknuðu eða um klukkan 08:00. Fengum okkur góðan morgunmat og slökuðum á. Spáin fyrir daginn var ekki mjög góð, það átti að vera ofankoma og um 20 metrar á sek. Veðrið var hins vegar alveg ágætt þarna eftir morgunmatinn, svo við Nanna ákváðum að fara út á utanbrautar/ferðaskíði. Einar reyndar spurði „Rassalínu“ hvort hann hefði nokkuð misskilið mig, hvort ég væri ekki slæm í rassinum. En jú ég var ekki góð, en ég var búin að druslast með skíðin, stafi og skó og langaði að nota þau. En nennti ekki að fara langt, svo við fórum bara af stað fyrir utan íbúðina okkar. Það hafði líka snjóað mjög mikið um nóttina og því mikill snjór fyrir utan húsið. Við fórum skemmtilegan hring niður að nýja kirkjugarðinum í áttina að fangelsinu og skotskíðasvæðinu. Snérum svo bara við og kíktum inn að skíðasvæðinu/húsinu þar sem partýið var í gær, samtals um 5 km hringur 😉

Eftir skíðatúrinn, hentum við okkur í casual föt og tókum strætó í bæinn. Einar, Mikki og Hrefna voru farin í bæinn í menningarleiðangur. Við hittum, þau á Þjóðminjasafninu, en Jói bróðir var búin að benda mér á að það væri virkilega flott safn og klárlega þess virði að skoða það. Þar hittum við Hafnfirðingana en þau voru öll á safninu, sjá upplýsingar um safnið hér https://en.nka.gl

Eftir langa skoðun á safninu, þá kíktum við á Sendiherra Íslands í Nuuk Guðbjörn Árna Björnsson. Sendiráðið í Nuuk var opnað 2011, en Guðbjörn hefur verið sendiherra frá 2020.

Eftir mjög stutta heimsókn í sendiráðið þá fórum við í göngu niður á strönd að skoða þúsund ára gamla ísjaka og gengum svo uppá bæjarhólinn þar sem er stytta af Hans Egede sem var danskur prestur og landkönnuður, oft kallaður „fyrsti stofnandi Nuuk“.

Síðan fengum við okkur síðbúin hádegisverð á veitingastaðnum Esmeralda þar sem ég fékk með kjúklingasalat, sem Mari Jaersk var búin að mæla með, var sko ekki svikin af því 😉

Síðan var tekið lokashopping, aðeins kíkt í Kringlu þeirra Nuuk búa og að lokum í búðina að kaupa mjólk í kaffið með morgunmatnum, síðan brunað heim í sturtu og skipt um föt fyrir kvöldmatinn.

Fórum svo ÖLL saman út að borða á Tapasveitingastaðnum. Hrútur vinur minn var búin að bóka borð, vorum alveg sér á annarri hæð og vorum öll búin að panta okkur 3-5 taparsrétti. Maturinn var mjög góður og frábært og einfalt skipulag.

Eftir kvöldmat fórum við bara heim að pakka, enda flug heim á morgun.

Yndislegur ferðaskíða- menningar og verslunardagur að kveldi kominn.

apríl 28, 2025 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífKeppnis

Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

by Halldóra apríl 27, 2025

Síðari keppnisdagur í skíðaskotfimikeppninni var í dag. Símon bílstjóri sótti okkur og við vorum komin fyrst við ratstjárstóðina þar sem við þurftum að hlaða farangursboxið á troðaranum með öllum byssunum og skíðin og bakpokinn fóru í lokaðan snjósleða uppeftir.

Þegar við komum upp eftir byrjuðum við að aðstoða grænlendingana að setja upp motturnar við skotsvæði aftur og svo fórum við að „calibreita“ „skjótainn“ rifflana. Mér gekk mun betur núna að græja mína byssu enda fékk ég aðstoð frá meistaranum honum Uiloq Slettemark og ég var mjög ánægð. Fékk svo Svabba til að prófa hann og hann var sammála öll 5 skotin sem hann prófaði voru inni.

Síðan tók við mjög löng bið, þar sem ég ákvað að fikta ekkert meira í rifflinum, hitaði aðeins upp, en fann mér var mjög illt í rassinum (tognunin) var að pirra mig og því var ég mjög róleg í upphituninni. Þar sem ég lenti í svo miklu fíáskói í gær rétt fyrir keppni þá fór ég aldrei af skíðunum, svo ég held ég hafi beðið og ólað á þeim í um 90 mín áður en ég var loksins ræst út.

Krakkarnir voru ræstir fyrstir eins og í gær, en núna voru kk, ræstir á undan kvk. Það kom betur út, því í gær náðu þeir okkur og þá varð mikil bið á skotsvæðinu. Ég var t.d. með 2 mínútna bið samtals í gær þar sem ég þurfti fyrst að bíða eftir að fá pláss á mottunni, voru tvær byssur á sömu mottu, og í seinna skiptið var Svabbi að nota byssuna mína, svo ég bara beið og beið.

En alla vega ég var ekki vel upplögð að leggja af stað, en samt fegin að við myndum bara skíða 5 * 1,7 km – en ekki 5 * 2,5 km eins og ég hélt. Svo áttum við að skjóta Prone, Standing, Prone, Standing, eða liggjandi, standandi, liggjandi og standandi.

Mér gekk mjög vel liggjandi hitti 4 af 5 í bæði skiptin, en hitti ekkert í standandi 0 af 0. Greinilega tækifæri til úrbóta þar. En mjög ánægð með framfarirnar í liggjandi. Skautaskíðunin gekk ekkert sérstaklega vel, fann að vefurinn í rassinum hafði áhrif á mig, og ég var ekki að hugsa um tæknina, heldur hamaðist ég bara áfram og taldi niður 20% búið eftir fyrsta hring, 60% eftir 3 hring og svo framvegis. Svo ég var mjög fegin þegar ég kláraði að hafa náð að klára því þessi tognun er búin að vera mjög pirrandi alla helgina ;-(

Þegar allir höfðu klárað þá hjálpuðust við að, við að ganga frá öllu, bæði rifflum, dýnum, skotmörkum, tjaldi og öllum búnaði. Byrjuðum svo að ganga niður og það var frekar vont. Var svo heppin að þegar ég var komin hálfa leið þá fékk ég far með beltafjórhjóli niður. Það var mikið fjör, þ.e. bæði að fara upp með Óla (ekki mínum) á appelsínugula snjósleðanum og svo niður með beltafjórhjólinu, eins og að vera í rússíbana

Eftir sturtu kíktum við aðeins í bæinn, reyndar mikið lokað, þar sem það var sunnudagur, en matarbúðin opin í Kringlunni og við versluðum þar íslensk jarðarber, rjóma og kex til að geta útbúið skyrtertur í Pálínuboðið sem halda átti í skíðaskál Nuuk búa í bænum klukkan 18:00. Við vorum mætt þangað klukkan 17:00 og útbjuggum fjóra bakka af skyrtertum í Desert í Palínuboðið og við 5-fræknu komum líka með heilmikið af brokkolí pasta sem við áttum afgangs frá kvöldmatnum kvöldið áður.

Það var þvílík veisla. Pasta réttur með hreindýrahakki, hreindýrasúpa, pastað okkar og salat og meðlæti. Glæsilegur ostabakki, snakk og fullt af drykkjum (sem hinir ferðafélagar okkar höfðu komið með í boðið).

Þetta var mikil veisla í Pálínu boðinu og skemmtilegt. Svo fór verðlaunaafhending fram en við höfðum keypt gjafir sem voru sett á verðlaunaborðið og svo við gáfum við bestu stúlkunni og besta drengnum páskaegg sem við tókum með frá Íslandi.

Eftir Pálinuboðið var farið í íbúðina til Einars og Mikka þar sem við fórum í PUBQUIZ keppni sem Einar stýrði.

Frábær dagur og mikil stemning meðal íslendinganna en við erum 19 sem komum frá Íslandi.

apríl 27, 2025 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífGönguskíði

Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

by Halldóra apríl 26, 2025

Það var smá stress í loftinu, fyrri dagur keppnirnar og ég hafði áhyggjur af því að komast þessa 7,5 km. En í dag átti keppnin að vera 3 * 2,5 km og skotið tvisvar, einu sinni í liggjandi stöðu „prone“ og einu sinni í standandi. Ástæðan fyrir því að ég var stressuð var sú að ég var með tognun í rassi, en ég tognaði á Yasso æfingu á miðvkudagsmorgun, sama dag og við áttum að fljúga til Grænlands. Önnur ástæða fyrir smá stressi, var að það var mjög mikið af brekkum í brautinni, við séum það þegar við vorum að æfa okkur í gær. Það var ekkert að gera, en að leggja af stað og sjá hvernig ég yrði.

Eftir morgunmat þá sótti Símon okkur og skutlaði okkur að staðnum, þangað sem við áttum að mæta með byssurnar og skíðn. Einar var búin að redda okkur skutli uppeftir, þurftum að hringja nokkur símtöl í gær, til að finna skutl. En „Óli“var maðurinn sem var til í að skutla okkur.

Við komum að ratsjárstöðinni, þar voru sleðar og troðari til að taka allar byssurnar og farangurinn, þ.e. bæði byssur, skíði sem og bakpoka. Við Mikki fengum svo far upp eftir með sleða, sem var með kerru með öllum skíðunum. Það var mjög næs ferð upp og ég gat tekið meira að segja myndband á leiðinni.

Þegar við komum upp þá var farið strax í það að „calibera“ eða „skjóta inn“ byssurnar, þ.e. stilla aftursigtið. Ég fékk fyrst xx til að aðstoða mig en svo var ég í veseni með byssuna, enda var ég líka að prófa bara í annað skipti „slinginn“ þ.e. festingu sem festir byssuna við upphandlegginn. … meira síðar …

Borðuðum um kvöldið á Hereford en lítið um steikur.. meira síðar …

apríl 26, 2025 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífGönguskíði

Grænland D2 föstudagur 25. apríl 2025

by Halldóra apríl 25, 2025

Gangan uppá svæði …

pasta í kvöldmatinn heima …

setja saman byssurnar …

Díana slasast …

apríl 25, 2025 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífGönguskíði

Grænland D1 fimmtudagur 24. apríl 2025

by Halldóra apríl 24, 2025

Við áttum að fljúga til Nuuk Grænlandi á miðvikudagskvöldinu 23. apríl klukkan 23:00. Hins vegar var fluginu aflýst seinni partinn. Skýringin sem við fengum til að byrja með var mikil þoka í Nuuk.

Það er ótrúlegt hvað maður er fljótur að aðlagast breyttum plönum og strax á miðvikudagskvöldinu og fimmtudagsmorgninum var ég orðin alveg sátt við að fara ekki neitt og fá bara flugmiðann endurgreiddan. Var farin að hugsa hvað ég ætlaði að gera og var líka smá fegin, af því ég hafði tognað í rassi á Yazzo æfingunni í gær miðvikudagsmorgun.

En rétt um klukkan 10 komu fréttirnar, flugið var ON klukkan 15:30 áttum að lenda í Nuuk klukkan 17:20.

Þá er bara að klára að pakka, henda skíðunum til Einars og aðstoða hann við að læsa byssutöskunum og svo skutlaði Óli hennar Hrefnu okkur út á flugvöll.

Þá fyrst byrjaði ballið. Að reyna að tékka inn og fá að borga fyrir byssurnar sex.. Við vorum með tölvupóst sem sagði að við mættum nota aukatösku á gullkorni fyrir eina byssuna, en starfsfólkið vildi ekki viðurkenna það. Hringdu í þjónustuveri sem er staðsett erlendis og var erfitt að fá þetta í gegn. Loksins þegar þetta var samþykkt eftir um 1 klst töf, þá byrjaði vesenið að reyna að borga 5 byssutöskur í stað 6. Þá kom „computer slys no“. Svo við enduðum í að bíða í um 90 mín við tékkað til að reyna að koma þessu í gegn. Þegar það loksins tókst þá þurftum við að fara með þær í „odd-size“ þar sem þurfti að opna hverju einustu byssutösku og tékka hvort það væri rétt serial númer m.v. skráningarblað sem við vorum búin að fylla út og heimild Einars til að fara með þessar byssur erlendis. Þá þurfti að taka aftur af öll strikamerkin til að opna töskurnar og setja þau svo á aftur. Sem betur fer komum við með rúmlega 2klst fyrirvara, en þegar við vorum búnar þá höfðum við mjög stuttan tíma til að henda í okkur smá mat áður en við fórum út í Gate. Náði ekki einu sinni að veisla í fríhöfninni, benelyn í apótekinu eins og ég ætlaði mér, þar sem ég er búin að vera hás í 4 vikur.

En alla vega það var mikið spennufall að setjast út í vél vitandi að allur farangurinn hafði verið tékkaður inn. Ég var samt með gönguskíðaskóna mína og keppnisfötin í handfarangri, til að vera örugg, ef t.d. ferðataskan mín yrði eftir, þá er langt í næsta flug.

En allur farangurinn skilaði sér og þegar við vorum komin út af flugstöðinni, sáum við stóran og glæsilegan pallbíl (pick-up) sem við fengum til að skutla okkur í íbúðirnar okkur sem voru mjög nálægt flugvellinum. Ökumaðurinn heitir Simon, og er frá Póllandi og varð eiginlega einkadriverinn okkar í ferðinni. Við engum símanúmer hjá honum og bókuðum alltaf næsta pick-up.

Eftir að hafa komið okkur fyrir tókum við strætó í bæinn, þar sem „Rasselía“ sem var viðurnefnið sem ég fékk, þar sem ég gat haltraði út af tognuninni í rassinum, gat ekki gengið í bæinn. Við fundum súpermarkað þar sem við fórum úr strætó og keyptum okkur morgunmat og kaffi og fengum að skilja pokana eftir, ætluðum að sækja á heimleiðinni. Fórum svo á veitingastað niður við höfnina, sem vinkona Nönnu hafði sagt henni frá og heitir Einhyrningurinn eða Uniqorn og var mjög góður staður. VIð létum Hrút vita að við værum þar og hann borðaði með okkur og Hafnfirðingarnir komu þangað líka.

Eftir matinn fékk Einar hann Hrút til að skutla mér heim og þau hin ætluðu að ganga heim eða taka strætó, við vorum búin að kaupa okkur strætókort. En úr varð að Hrútur skutlaði okkur öllum og fór fyrst með okkur í skoðunarferð um bæinn. Það var mjög sniðugt því þá sýndi okkur t.d. hvar við byrjum/förum uppá skíðasvæðið þar sem Biathlon keppnin fer fram. Hann sýndi okkur líka höfnina, þar sem var stórglæsileg snekkja. Einnig sýndi hann okkur skíðaskála/félagsheimili skíðaklúbbsins í Nuuk.

Svo skutlaði hann okkur heim og það voru þreyttir en glaðir ferðalangar sem lögðu á koddann þetta kvöld, spenntir að fara á skíðin á morgun, „Rasselía“ líka 😉

apríl 24, 2025 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífGönguskíði

GRÆNLANDSFERÐIN APRÍL 2025

by Halldóra apríl 14, 2025

Grænland er hulið dulúð. Land sem maður veit svo lítið um. Svo nálægt manni en samt svo fjarlægt. Einhver sagði að ef maður stæði upp á Bolafjalli í góðu veðri þá gæti maður séð Grænland. Ég veit ekki hvort það sé rétt, en ég hef aldrei séð það eða upplifað. Nú stóð Grænlandsferð fyrir dyrum. 15 manns að keppa í skíðaskotfimi á Grænlandi. 19 manns samanlagt í ferð til þessa framandi lands.

Grænland af öllum stöðum. Venjulega flýgur fólk suður á bóginn en ekki við. Við flugum norður. Reyndar er Nuuk á svipaðri breiddargráðu og Reykjavík, en Grænland er Grænland.

Fyrir lá að keppa á Grænlenska meistaramótinu í skíðaskotfimi í Nuuk. Ég hafði kynnst formanni Grænlenska skíðaskotfimisambandsins á fundi í Zürich fyrir nokkrum árum. Síðasta haust kom upp sú hugmynd að við skyldum koma á samvinnu á milli landanna. Ég sagði við Uiloq (kúið sagt með háum smelli alveg í lok orðsins) að ég myndi koma með stóran hóp Íslendinga á mótið hennar. Henni leist vel á en hafði enga trú á Ísfirðingnum sem hafði svo oft horft til Grænlands en aldrei séð.

Grænland þar sem orðum er ekki eytt að óþörfu. Þögnin er mikilvægari en talað orð. Virðing, vinsemd og umhyggja allt um kring. Náttúran allt um kring. Þögnin. Vindurinn. Birtan. Ísjakar. Selir. Hafernir. Ísbirnir og hvalir. Langir firðir, há fjöll. Elsta berg í heimi. Við erum þar. Inn á milli alls þessa. Þvílík náttúra. Þvílík saga. Sagan þar sem Eiríkur rauði setti mark sitt á söguna langt á undan okkur. Við vorum svo sem að skrifa sögu líka. Í fyrsta sinn sem Íslendingar fara til Grænlands að keppa í skíðaskotfimi. Reyndar í fyrsta sinn sem Íslendingar fara að keppa erlendis í skíðaskotfimi ef því er að skipta.

Allt er afslappað í Grænlandi. Fólkið. Náttúran. Viðmótið. “Þið farið bara þangað og svo haldið þið áfram upp og inn í dalverpi” var okkur sagt. Við, reynd og flest í eldri kantinum héldum að þetta myndi reddast. Við fórum þangað sem okkur var sagt að fara. Enginn þar. Enginn að skutlast með okkur upp í dalverpið. Ok. Við erum fullorðin. Settum á okkur skíðin og skautuðum af stað. Engin spor nema gömul snjósleðaspor. Spennt. Spennt fyrir einhverju nýju. Spennt fyrir stærstu eyju í heimi. Þar sem fólk er illa við appelsínugula trúðinn. Sum okkar reyndari á skíðum en önnur. Brattar brekkur. Langar brekkur. Hvert áttum við svo að fara? Til vinstri? Beint áfram? Til hægri? Ég fór fremst. Tók sénsinn og fór til hægri. Mjög brött brekka. Hugsaði um hin. Hvað væru þau að hugsa? Hvaða vitleysu var ég búinn að koma okkur í? Sá haförn sveima fyrir ofan mig. Hátt uppi í lágum skýjum. Hann var ekkert að flýta sér. Bara að kanna hvaða hreyfing var þarna niðri. Var ég bráðin hans? Varla. Átti ég að kíkja eftir ísbirni? Nei, sennilega ekki en var samt á varðbergi. Hvað ætti ég að gera ef ég sæi einn? Vissi að ég gæti rennt mér hraðar en hann. Hvað ef ég dytti? Þá myndi hann ná mér. Gæti ég farið hraðar en hann á jafnsléttu? Sennilega ekki. Hvað með að flýja út í sjóinn? Nei. Hann er betri að synda en ég. Ok. Tapaður leikur hvort eð er. Hætti að hugsa um Bjössa. Hugsaði um innfædda fólkið sem ferðaðist um í þessu landslagi. Virðing. Allan daginn. Þau hlytu alltaf að vera með öll skilningarvitin opin. Brekkan á enda. Kíkti aftur fyrir mig. Bólaði ekkert á hinum. Vissi að þau sáu mig fara til hægri og upp brekkuna. Þau myndu elta mig fyrst þau eltu mig til Grænlands. Hélt áfram og kom þá loksins inn í fallegt lítið dalverpi, alveg eins og Uiloq (með smelli) hafði sagt mér. Uiloq var konan sem ég var sem sagt búinn að sammælast um að koma með þennan hóp til hennar lands. Á Grænlenska meistaramótið. Hún trúði mér ekki. En við vorum mætt. Stóðst allt eins og stafur í bók. Veðrið lék við okkur. Ég beið eftir hinum. Það var búið að troða spor. Fórum einn hring og meira til. Leit vel út. Veðrið fallegt. Spenningurinn var í loftinu. Skotmörkin lágu þarna tilbúin fyrir morgundaginn. Þetta var að gerast. Grænland tók vel á móti okkur. Veðurguðirnir líka.

Við komum til Grænlands degi seinna en við áttum þar sem þoka í Nuuk hafði seinkað förinni um einn dag. Brautarskoðunin hér að ofan var á föstudegi.

Nú var laugardagur og við komin með “einkabílstjórann” Simon frá Póllandi sem skutlaði okkur á “staðinn”. Nú var okkur skutlað á snjósleðum upp brekkurnar. Fyrir suma var það mikil upplifun. Snjósleðagaurarnir kunnu þetta. Þetta voru þeirra nýtísku hundasleðar. Það var farið hratt yfir. Þegar við komum uppeftir var allt að verða tilbúið og allt að raungerast. Eftir að við vorum öll búin að fá startnúmerin þá jókst spennan.

Ég fór afsíðis og tók þetta allt inn. Þögnina. Á milli fjallanna. Í dalverpinu. Inn á milli heyrðust byssuskot. Í þetta sinn var það frá skíðaskotfimirifflum en ekki veiðirifflum. Í þetta sinn er þeim beint að skotmörkum en ekki hreyndýrum eða ísbjörnum. Fólk á hreyfingu. Undirbúa sig. Hita upp. Æfa skothittnina.

Númerin voru reyndar pínu spes. Þetta voru gömul númer sem Grænlendingar höfðu fengið í sinni þátttöku á erlendum mótum í gegnum tíðina. Sum merkt Lanzerheide, Holmenkollen, Val di Fiemme og öðrum óþekktum pólskum og þýskum bæjarnöfnum. Bara gaman. Sum lítil. Önnur stór. Afslappað. Þó svo andrúmsloftið hafi verið mjög afslappað þá fylgdu þau öllum ströngustu öryggisreglum þegar kom að rifflunum. Þar var enginn afsláttur gefinn. Það var flott að sjá og upplifa það. Á meðal keppenda voru börn Uiloq, þau Sondre og Ukiloq (líka með smelli í lokin) sem bæði eru á meðal bestu skíðaskotfimistjörnum í heimi í sínum aldursflokkum. Sindri vann IBU Cup unglinga síðasta vetur og Ukiloq keppti á síðustu Ólympíuleikum. Enda var skotnýting þeirra nánast 100%, líka standandi. Okkar fólki gekk vel. Mari Järsk vann sinn flokk og Salome Grímsdóttir varð í öðru sæti. Ukiloq var reyndar ekki með fyrri daginn en samt var þetta flottur árangur hjá okkar konum. Mér gekk ekki vel að skjóta. Hitti ekki mikið, enda lítið æft. Hitti bara eitt skot liggjandi en reyndar þrjú skot standandi af fimm. Kom sjálfum mér á óvart þar.

Næsta dag, sunnudag vann Ukiloq og Mari endaði í þriðja sæti. Ekki slæmt fyrir okkar bestu konu að vera á palli með stjörnunni Ukiloq. Hún er þekkt á Grænlandi og er á mörgum auglýsingaskiltum. Unglingarnir þeirra voru líka með mjög góða skotnýtingu. Kannski er þetta þeim í blóð borin verandi svona mikil veiðiþjóð. Við hin vorum svo með misgóðan árangur eins og gengur en ánægjan og gleðin stóð uppúr báða dagana. Það er sko greinilegt að þetta sport þarf að æfa til að ná árangri. Fyrri daginn var refsihringur fyrir hvert geigað skot, seinni daginn var 45 sekúndum bætt við tímann fyrir hvert geigað skot. Virkilega gaman og allir í skýjunum, líka þau sem hittu ekki mikið. Í lok keppninnar seinni daginn skelltu þau upp skotkeppni á milli systkinanna og þeirra sem vildu. 10 skot standandi. Sá /sú sem hitti oftast vann. Ef einhverjir voru jafnir þá vann sá/sú sem var fljótust. Mjög skemmtilegt form af keppni. Ukiloq vann 9/10, Sondre og Nanna (Grænslensk 18 ára stelpa) urðu í öðru sæti með 8/10. Svavar okkar hitti 4/10. Í lokin hittumst við svo öll í “Pálínu” boði í klúbbhúsi þeirra í Nuuk.

Grænlenskt samfélag kom á óvart. Á skemmtilegan hátt. Fólkið vinsamlegt. Maturinn mjög góður. Verðlag í hærra lagi en allt til alls. Dönsku áhrifin greinileg. Við gistum í fínum íbúðum í nokkrum minni hópum. Sumir fóru á bát inn í Ísfjörð sem er “bara” 50 km langur og gengur út frá Nuuk firði sem er 160 km langur. Aðrir fóru í siglingu í Nuuk firði og upplifðu ísjaka og náttúruna allt um kring. Við hin fórum á Þjóðminjasafnið sem geymir meðal annars múmíur sem fundust grafin í ísnum og eru ótrúlega heil. Annars var safnið mjög flott og þess virði að heimsækja það. Kíktum við hjá sendiherra Íslands í Nuuk sem hafði ekki mikinn áhuga á þessari sögulegu ferð okkar, en ekkert við því að gera. Við nutum okkar í botn og alveg ljóst að það verður áframhald á þessari samvinnu landanna. Þessi ferð fer í fallega minnis- og reynslubankann. Takk fyrir samferðafólk. Takk fyrir að treysta mér að koma þessari ferð á. Við söknuðum þeirra sem þurftu að hætta við. Við sendum hlýjar kveðjur til Díönu sem datt í gönguferð í bátsferðinni og braut handlegginn. Við þökkum Uiloq, Øystein (manni Uiloq), Sondre, Ukiloq, Martin Møller, Ola Jakub (sem keyrði margar tugi ferða með okkur upp og niður á keppnisstaðinn), Grænlenska skíðaskotfimisambandinu, IBU Dagmara Gerasimuk (vonandi styrkja þau þessa ferð okkar) og Skíðasamband Íslands sem er líka bakhjarl þessarar ferðar.
Höfundur: Einar Ólafsson, faraskipuleggjandi.

apríl 14, 2025 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífHjól

Hjólað um ítölsku rívíeruna með Bændaferðum

by Halldóra júlí 31, 2024

Var svo lánsöm að fá að vera fararstjóri eða hópstjóri fyrir hóp á vegum Bændaferða sem fór í rafhjólaferð á ítölsku rívíeruna í vor. Hópurinn var frábær og veðrið mjög þægilegt, ekki of heitt og ekki of kalt. Hótelið mjög fínt og allar aðstæður góðar.

Hér að neðan eru helstu upplýsingar um hverja dagleið.

Föstudagur 7. júní 2024 – SAN REMO

Fyrsta daginn okkar lá hjólaleið dagsins meðfram ströndinni og við hjóluðum eftir gömlu lestarleiðinni til strandbæjarins San Remo. Þessi leið var einstök og það var dásamlegt útsýni yfir ströndina. San Remo er einn elsti vetrardvalarstaðurinn á þessum slóðum og þar er að finna frægt spilavíti í glæsilegri byggingu. Við hjóluðum reyndar hjólastíginn allan á enda út að Ospdaletti og upplifðum þennan fallega bæ SAN REMO sem er of kallaður blómabærinn, svo mikið af fallegum blómm hjólandi og fengum okkur hressingu í San Remo áður en við hjóluðum til baka á hótelið. Fórum svo að sjálfsögðu í sjóinn við eftir hjólatúrinn, gott að kæla sig smá.

Laugardagur 8. júní 2024 – NORNABÆRINN TRIORA
Við hjóluðum í úthverfi Taggia sem er með einstökum miðaldablæ. Þaðan lá leiðin í svonefndan Argentínudal en um hann rennur samnefnd á. Skógivaxnar hlíðar eru til beggja handa með litlum þorpum, eins konar listaverk í guðsgrænni náttúrunni. Brátt komum við að fyrsta dæmigerða þorpi þessa dals, Badalucco og skömmu síðar erum við í Malino di
Triora. Að lokum náðum við takmarki dagsins, þorpinu Triora sem er mjög hrífandi miðaldabær í 800 m hæð yfir sjávarmáli. Þorpið er þekkt sem „þorp nornanna“ og fyrir einstaklega gómsætt brauð. Borðuðum líka mjög gómsætan mat á veitingastað upp í þorpinu. Mæli með að bóka borð áður. Frá Triora hjóluðum við svo til baka á hótelið.



Sunnudagur 9. júní 2024 – Arma di Taggia, Bussana Vecchia & Taggia
Frá hótelinu héldum við í notalegan hjólatúr um sveitir Lígúríu. Við þræddum litla bæi og byrjuðum á því að heimsækja litla sjávarþorpið Arma di Taggia. Héldum áfram listamannabæjarins Bussana Vecchia en bærinn fékk endurnýjun lífdaga snemma á sjöunda áratugnum eftir að hafa verið yfirgefinn draugabær. Að síðustu fórum við í litríki gamla
bæjarhlutann Taggia. Fórum svo nokkur í langan ísleiðangur og leit að súpermarkaði eftir hjólatúr dagsins.

Mánudagur 10. júní 2024 FRJÁLS DAGUR OG MÓNAKÓ
Heimsóttum furstadæmið Mónakó, stundum kallað dvergríkið Mónakó. Þar skoðuðum við meðal annars kaktusgarðinn en
þaðan er glæsilegt útsýni yfir borgina og klettinn sem gamli bærinn var reistur á. Við fórum í HOP-ON HOP-OFF skoðunarferð um klettaborgina en þar er að finna höll furstafjölskyldunnar og dómkirkjuna þar sem Grace Kelly var borin til grafar sem við skoðuðum að sjálfsögðu. Einnig kíkti ég inní stórglæsilega byggingu Grand Casino spilavítisins í Monte Carlo hverfinu.


Þriðjudagur 11. júní San Lorenzo al Mare, Imperia & San Bortolomeo og Cervo
Frá San Stefano hjólum við að strandbænum Imperia, skoðum nýju höfnina og gömlu, þaðan til Diano Marina og áfram til San Bortolomeo og að lokum til Cervo. Skoðuðum svo gamla bæinn í Imperia á leiðinni heim. Þar sem við lentum í miðri jarðarför. Þá bæði búin að upplifa brúðkaup og jarðarför í ítalíu á þessum fáum dögum.

Miðvikudagur 12. júní Dolcedo, Catellazzo, Bellisimi, Rincheri og Cappelletta di Santa Brigida
Í dag hjólum við frá San Loreanzo al Mare til Delcedo og þaðan til Catellazzo. Næst til Bellisimi, Rincheri og Cappelletta di Santa Brigida. Enn hjólum við fram hjá ólífulundum og í gegnum litlu, sjarmerandi þorpin Cipressa, Pompeiana og Castellaro.
ATH MYNDAALBÚM

Við gistum á Best Western Hotel Anthurium í Santo Stefano al Mare. Hótelið er staðsett 100 m frá ströndinni á milli Imperia og San Remo.

júlí 31, 2024 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífKeppnissaga

Íþróttaferilskrá eftir árum frá 2011

by Halldóra júlí 31, 2024

Þar sem ég er upphandleggsbrotin í veikindaleyfi og því svo óheppin að komast ekki í þær keppnir sem ég ætlaði að fara í á þessu ári, eins og Laugavegshlaupið, ÖtilÖ um verslunarmannahelgina og Vasahjól og Vasahlaup 90 km núna í ágúst, þá er alla vega skemmtilegt að skoða þau hlaup og þær keppnir sem ég hef tekið þátt í, eftir árum. Þá kemur í ljós að sum ár, voru mjög „busy“ og önnur frekar róleg. En þá eru kannski einhverjar skýringar á því eins og C-19 eða TMB ferðir þar sem ég var fararstjóri og þær skrást svo sem ekki í þessa ferilskrá, enda ekki um keppni að ræða. Hins vegar að gaman að rifja það upp að ég hef farið samtals fimm hringi í kringum Mont Blanc. Þrjár hringi sem fararstjóri á vegum Náttúruhlaupa og einn hring í UTMB keppninni og svo 1/2 hring í CCC og fyrr helminginn þegar ég kláraði bara fyrri helming af UTMB 2017.

ÁRIÐ 2024
2024 Vasaloppet 90 2024 Date: 03. March 2024 Time: 11:55:35
2024 Nattvasan 90 2024 Date: 01. March 2024 Time: 09:38:43
2024 Öppet spär 90 måndag 2024 Date: 26. February 2024 Time: 11:19:00
2024 Öppet spär 90 söndag 2024 Date: 25. February 2024 Time: 10:34:57

ÁRIÐ 2023
2023 New York Marathon Date: 05. Nov.2023 Time: 04:35:30
2023 Ironman Italy Date: 16.09.2023 Time: 13:23:21
Swim: 1:26:52 Bike: 6:36:19 Run: 4:57:13
2023 Ultravasan 45 Date: 19.08.2023 Time: 05:25:30
45 km / 580 m
2023 Cykelvasan 90 Date: 12.08.2023 Time: 05:45:51
2023 Cykelvasan 45 Date: 11.08.2023 Time: 02:20:572023
2023 Team Rynkeby Iceland Date: 08.-15.07 2023 Km: 1.264
2023 Everest Marathon Date: 29. May.2023 Time: 10:10:06
2023 Öppet spär 90 måndag 2023 Date: 27. February 2023 Time: 09:47:56
2023 Öppet spär 90 söndag 2023 Date: 26. February 2023 Time: 08:52:1

ÁRIÐ 2022
2022 Berlin Marathon Date: 25. Sep.2022 Time: 04:20:42
2022 Ultra-Trail du Mont-Blanc, UTMB, France Date: 26.-28.08.2022 Time: 45:06:24
170 km / 10.000 m +
2022 Laugavegur Ultra Marathon Date: 16.07.2022 Time: 07:41:17
55 km / 1900 m
2022 Vasaloppet 90 2022 Date: 6. March 2022 Time: 09:25:07
2022 Nattvasan 90 2022 Date: 4. March 2022 Time: 08:27:27
2022 Öppet spär 90 mändag 2022 Date: 28. February 2022 Time: 09:06:58

ÁRIÐ 2021
2021 Tor dés Geants300, Italy Date: 12.-18.09.2021 Time: 145:55:00
350 km / 30.000 m
2021 Ultra-Trail du Mont-Blanc, OCC, France Date: 26.08.2021 Time: 24:59:32
55 km / 3.500 m
2021 Laugavegur Ultra Marathon Date: 18.07.2020 Time: 07:41:34
55 km / 1900 m
LANDVÆTTUR #663
2021 Fossavatnsgangan Date: 17.04.2021 Time: 06:13:09
2021 Bláalónsþrautin Date and time not available
2021 Urriðavatnssundið Date: 24.07.2021 Time: 01.01.12
2021 Jökulsárhlaupið/Þorvaldsdalssk. Date: 03.07.2021 Time: 03.21.32

ÁRIÐ 2020
2020 Laugavegur Ultra Marathon Date: 18.07.2020 Time: 07:21:09
55 km / 1900 m

ÁRIÐ 2019
2019 Philadelphia Marathon Date: 24. Nov 2019 Time: 04:25:49
2019 The Diagonale des Fous – Reunion Date: 17.10.2019 Time: 56:36:14
166 km / 9.611 m
2019 Reykjavik Marathon Date: 24. Aug.2019 Time: 04:02:57
2019 Laugavegur Ultra Marathon Date: 13.07.2019 Time: 06:59:47
55 km / 1900 m
2019 Birkebeinerrennet Date: 16. March 2019 Time: 05:37:35
2019 Vasaloppet 90 2019 Date: 03. March 2019 Time: 10:23:42
2019 Vibram Hong Kong 100 Ultra Trail Race Date: 19.01.2019 Time: 18:43.56
103 km / 5.300 m

ÁRIÐ 2018
2018 UT4M 160 XTREM Date: 24.08.2018 Time: 48:58:03
169 km / 11.000 m
2018 Laugavegur Ultra Marathon Date: 14.07.2018 Time: 07:01:12
55 km / 1900 m
2018 Bhutan The Last Secret Date: 27.05-01.06.2018 Time: 34:47:07
200 km / 6 stages / 11.000 m
2018 Vibram Hong Kong 100 Ultra Trail Race Date: 27.01.2018 Time: 19:20.16
100 km / 4.500 m

ÁRIÐ 2017
2017 UTMB Date: 01.09.2017 Time: DNF (18.33:07)
166 km / 9.600 m
2018 Ironman Texas USA Date: 28.04.2018 Time: 12:15:14
Swim: 1:23:23 Bike: 5:51:23 Run: 4:43:38
2017 Laugavegur Ultra Marathon Date: 15.07.2017 Time: 08:10:11
55 km / 1900 m
2017 Boston Marathon Date: 17. Apr.2017 Time: 04:50:10
2017 Vibram Hong Kong 100 Ultra Trail Race Date: 17.01.2017 Time: 23:22:54
100 km / 4.500 m

ÁRIÐ 2016
2016 Reykjavik Marathon Date: 20. Aug.2016 Time: 03:55:26
2016 The North Face Lavaredo Ultra Trail Date: 24.06.2016 Time: 26:53:11
119 km / 5.850 m+
EN SVENSK KLASSIKER 2016 #10834
2016 TCS Lidingoloppet 30 Date: 24.Jul.2016 Time: 03:04:56
2016 Vansbrosimningen Date: 9. July.2016 Time: 00:53:49
2016 Vätternrundan Date: 18. June 2016 Time: 13:02:00
2016 Vasaloppet Date: 06. March 2016 Time: 10:07:28

ÁRIÐ 2015
2015 Ironman Florida USA Date: 07.11.2015 Time: 12:13:07
Swim: 1:23.39 Bike 5:51:09 Run 4:44:28
2015 Ultra-Trail du Mont-Blanc, CCC, France Date: 28.08.2015 Time:24:59:32
101 km / 6100 m
2015 Team of 10 Íslandsbanki Date: 24.-26.06.2015 Time: 45:56:38
Íslandsbanki Delta
2015 Mt. Esja Ultra Iceland Date: 20.06.2015 Time: 17:16:53
77 km / 6600 m 1st woman to finish this race and best time ever
2015 Maratón de Sevilla Spain Date: 22. Feb.2015 Time: 04:01:50

ÁRIÐ 2014
2014 Trail de Sierra de las Nieves, Spain Date: 08.11.2014 Time: 14:11:38
102 km / 2800 m 2nd woman finisher
2014 Ironman Kalmar Sweden Date: 16.08.2014 Time: 11:44:11
Swim: 1:27:45 Bike: 6:03:19 Run: 4:15.55

ÁRIÐ 2013
2013 Ironman Frankfurt Germany Date: 07.07.2013 Time: 11:54:40
Swim: 1:13:50 Bike: 6:04:53 Run: 4:27:43
2013 Fossavatnsgangan 2013 Date: 04. May 2013 Time: 04:15:06
LANDVÆTTUR #8
2013 Nordic skiing – 50 km Date: 04.05.2013 Time: 04:15:06
2013 Mountain bike 60 km Date: 08.06.2013 Time: 02:51:12
2013 Swimming 2,5 km 1st wom finish Date: 27.07.2013 Time: 00:51:25
2013 Mountain running 32,7 km Date: 10.08.2013 Time: 03:20:5

ÁRIÐ 2012
2012 Ironman Cozumel Mexico Date: 25:11.2012 Time: 13:24:33
Swim: 1:31:05 Bike: 6:34:19 Run:5:04:44
2012 Team of 4 Íslandsbanki Date: 19.-21.06.2012 Time: 51:55:00
Silfurskotturnar
2012 Reykjavík Marathon Date: 18. Aug.2012 Time: 04:11:36
2012 Paris Marathon Date: 15. Apr. 2012 Time: 04:03:29

ÁRIÐ 2011
2011 Laugavegur Ultra Marathon Date: 16.07.2011 Time: 07:37:44
55 km / 1900 m
2011 Copenhagen Marathon Date: 22. May 2011 Time: 04:35:33

Það sem kannski vantar í þetta eru styttri vegalengdir. Árið 2011 hljóp ég líka Jökulsárhlaupið og fleiri styttri hlaup til að undirbúa mig fyrir mitt fyrsta maraþon og fyrsta Laugavegshlaupið mitt. Einnig tók ég þátt í öllum íslenskum þríþrautarkeppnum sumarið 2012, sprettþraut, hálf ÓL þraut, Ól þraut og hálfur járnmaður til að undirbúa mig fyrir Ironaman í Cozumel, sem og Reykjavíkur maraþonið. En allar þessar styttri keppnir koma ekki fram í þessari sundurliðun hér að ofan. Auk þess tók ég þátt í 7 tinda hlaupinu 2014 til að geta skráð mig í CCC 2015 það var áður en við fórum í Spánar hlaupið, þ.e. fyrsta 100 km hlaupið.

júlí 31, 2024 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaup

ITRA HLAUP FRÁ 2011-2024

by Halldóra júlí 31, 2024

Hér að neðan er yfirlit yfir öll þau hlaup sem gefa ITRA stig og punkta frá því ég hljóp fyrsta hlaupið mitt Laugaveg Ultra 2011. Það er mjög gaman að skoða þetta og bera saman hlaupin og þá kemur í ljós að hlaup sem hafa gefið mér hæstu ITRA stigin eru íslensk hlaup eins og Hvítasunnuhlaupið, Laugavegur Ultra, Súlur og Hengillinn. Þetta eru bara utanvegahlaup, svo öll önnur hlaup eins og maraþon og slíkt eru ekki flokkuð í ITRA. Enda er skammstöfunin fyrir ITRA, International Trail Running Association.

Helstu punktar:
2011 Fyrsta Laugavegshlaupið mitt
2014 Fyrsta 100 km hlaupið mitt
2015 Ellefu Esjur Ultra
2017 DNF í UTMB fyrsta og eina DNF (komst að því ég væri með áreynsluasma og var stoppuð út af tímamörkum)
2018 Bhutan, eina stage race hlaupið sem ég hef tekið þátt í.
2018 Fyrsta 100 Mílna hlaupið mitt UT4M.
2019 Grand Raid de La Reúníon – talið eitt erfiðasta 100 mílna hlaup í heimi.
2021 TORX Tor dés Géants 330 km hlaup, lengsta hlaup sem ég hef hlaupið samfellt eða í 147 klst og 55 mín)
2022 UTMB 100 mílna hlaupið, mekka allra utanvegahlaupara klárað, hef þá klárað í UTMB seríunni (UTMB, CCC og OCC á eftir TDS, ETC og PLT)

júlí 31, 2024 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
  • 1
  • 2
  • 3
  • …
  • 37

Nýlegar færslur

  • Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025
  • Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025
  • Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025
  • Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025
  • Grænland D2 föstudagur 25. apríl 2025

Nýlegar athugasemdir

  • Björk Ólafsdóttir um Vasavikan 2024
  • Sif Helgad. um Langjökull þveraður 17.júní 2020
  • Helga Bryndís um New York City maraþon 2023
  • Ingvar Þóroddsson um Free to Run Ambassador í New York maraþoninu 2023

Færslusafn

  • apríl 2025
  • júlí 2024
  • maí 2024
  • apríl 2024
  • mars 2024
  • nóvember 2023
  • október 2023
  • september 2023
  • ágúst 2023
  • júlí 2023
  • apríl 2023
  • janúar 2023
  • desember 2022
  • nóvember 2022
  • september 2022
  • ágúst 2022
  • júlí 2022
  • júní 2022
  • maí 2022
  • apríl 2022
  • mars 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • desember 2021
  • október 2021
  • september 2021
  • ágúst 2021
  • júlí 2021
  • maí 2021
  • apríl 2021
  • mars 2021
  • febrúar 2021
  • janúar 2021
  • nóvember 2020
  • október 2020
  • september 2020
  • ágúst 2020
  • júlí 2020
  • júní 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • mars 2020
  • janúar 2020
  • desember 2019
  • nóvember 2019
  • október 2019
  • september 2019
  • ágúst 2019
  • júlí 2019
  • júní 2019
  • maí 2019
  • apríl 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • janúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • október 2018
  • september 2018
  • ágúst 2018
  • júlí 2018
  • júní 2018
  • maí 2018
  • apríl 2018
  • janúar 2018
  • janúar 2017
  • september 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • júní 2016
  • mars 2016
  • nóvember 2015
  • ágúst 2015
  • júní 2015
  • febrúar 2015
  • nóvember 2014
  • ágúst 2014
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013

Flokkar

  • Daglegt líf
  • Fjallahlaup
  • Fjallaskíði
  • Fjallgöngur
  • Gönguskíði
  • Hjól
  • Hlaup
  • Ísklifur
  • Kajak
  • Keppnis
  • Keppnissaga
  • Sjósund
  • Skíði
  • Sund
  • Veiðar
  • Þríþraut

Um mig

Um mig

Halldóra Gyða

Halldóra hefur mjög gaman af því að fara út að leika. Markmiðið hjá henni er að njóta lífsins hvern einasta dag, brosa, hafa gaman og hún er þakklát fyrir góða heilsu.

Verum í sambandi

Facebook Twitter Instagram Pinterest Tumblr Youtube Bloglovin Snapchat

Nýlegar færslur

  • Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

    apríl 29, 2025
  • Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

    apríl 28, 2025
  • Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

    apríl 27, 2025
  • Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

    apríl 26, 2025
  • Grænland D2 föstudagur 25. apríl 2025

    apríl 25, 2025

Um mig

banner
Halldóra Gyða elskar að vera úti að leika. Hér er hún í Dólómítunum í Lavaredo fjallahlaupinu 2016.

Vinsæl innlegg

  • 1

    Eco Trail Reykjavík – 22 km

    júlí 6, 2018
  • 2

    Ironman Texas 2018

    apríl 28, 2018
  • 3

    Buthan – dagur 1 – hæðaraðlögun og skoðunarferð

    maí 26, 2018

Síðustu æfingar

  • Evening Ride
    On maí 8, 2025 6:13 e.h. went 6,97 km during 00:43:20 hours climbing 18,00 meters burning 484 calories.
  • Afternoon Ride
    On maí 8, 2025 3:49 e.h. went 7,36 km during 00:44:30 hours climbing 17,00 meters burning 361 calories.
  • Afternoon Walk
    On maí 8, 2025 2:00 e.h. went 1,35 km during 00:19:03 hours climbing 2,00 meters burning 109 calories.
  • Hjóluðum til Millu og Tóta með Dóru og Grétari/
    On maí 4, 2025 10:27 f.h. went 21,05 km during 02:00:15 hours climbing 274,00 meters burning 566 calories.
  • NH 🧡 appelsínugulir 🧡 yndislegur dagur 🙏
    On maí 3, 2025 8:55 f.h. went 8,51 km during 01:20:13 hours climbing 168,00 meters burning 790 calories.
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram
  • Linkedin
  • Snapchat
  • Vimeo

@2017 - PenciDesign. All Right Reserved. Designed and Developed by PenciDesign


Back To Top