Prufa
Halldóra
Var svo lánsöm að fá að vera fararstjóri eða hópstjóri fyrir hóp á vegum Bændaferða sem fór í rafhjólaferð á ítölsku rívíeruna í vor. Hópurinn var frábær og veðrið mjög þægilegt, ekki of heitt og ekki of kalt. Hótelið mjög fínt og allar aðstæður góðar.
Hér að neðan eru helstu upplýsingar um hverja dagleið.
Föstudagur 7. júní 2024 – SAN REMO
Fyrsta daginn okkar lá hjólaleið dagsins meðfram ströndinni og við hjóluðum eftir gömlu lestarleiðinni til strandbæjarins San Remo. Þessi leið var einstök og það var dásamlegt útsýni yfir ströndina. San Remo er einn elsti vetrardvalarstaðurinn á þessum slóðum og þar er að finna frægt spilavíti í glæsilegri byggingu. Við hjóluðum reyndar hjólastíginn allan á enda út að Ospdaletti og upplifðum þennan fallega bæ SAN REMO sem er of kallaður blómabærinn, svo mikið af fallegum blómm hjólandi og fengum okkur hressingu í San Remo áður en við hjóluðum til baka á hótelið. Fórum svo að sjálfsögðu í sjóinn við eftir hjólatúrinn, gott að kæla sig smá.
Laugardagur 8. júní 2024 – NORNABÆRINN TRIORA
Við hjóluðum í úthverfi Taggia sem er með einstökum miðaldablæ. Þaðan lá leiðin í svonefndan Argentínudal en um hann rennur samnefnd á. Skógivaxnar hlíðar eru til beggja handa með litlum þorpum, eins konar listaverk í guðsgrænni náttúrunni. Brátt komum við að fyrsta dæmigerða þorpi þessa dals, Badalucco og skömmu síðar erum við í Malino di
Triora. Að lokum náðum við takmarki dagsins, þorpinu Triora sem er mjög hrífandi miðaldabær í 800 m hæð yfir sjávarmáli. Þorpið er þekkt sem „þorp nornanna“ og fyrir einstaklega gómsætt brauð. Borðuðum líka mjög gómsætan mat á veitingastað upp í þorpinu. Mæli með að bóka borð áður. Frá Triora hjóluðum við svo til baka á hótelið.
Sunnudagur 9. júní 2024 – Arma di Taggia, Bussana Vecchia & Taggia
Frá hótelinu héldum við í notalegan hjólatúr um sveitir Lígúríu. Við þræddum litla bæi og byrjuðum á því að heimsækja litla sjávarþorpið Arma di Taggia. Héldum áfram listamannabæjarins Bussana Vecchia en bærinn fékk endurnýjun lífdaga snemma á sjöunda áratugnum eftir að hafa verið yfirgefinn draugabær. Að síðustu fórum við í litríki gamla
bæjarhlutann Taggia. Fórum svo nokkur í langan ísleiðangur og leit að súpermarkaði eftir hjólatúr dagsins.
Mánudagur 10. júní 2024 FRJÁLS DAGUR OG MÓNAKÓ
Heimsóttum furstadæmið Mónakó, stundum kallað dvergríkið Mónakó. Þar skoðuðum við meðal annars kaktusgarðinn en
þaðan er glæsilegt útsýni yfir borgina og klettinn sem gamli bærinn var reistur á. Við fórum í HOP-ON HOP-OFF skoðunarferð um klettaborgina en þar er að finna höll furstafjölskyldunnar og dómkirkjuna þar sem Grace Kelly var borin til grafar sem við skoðuðum að sjálfsögðu. Einnig kíkti ég inní stórglæsilega byggingu Grand Casino spilavítisins í Monte Carlo hverfinu.
Þriðjudagur 11. júní San Lorenzo al Mare, Imperia & San Bortolomeo og Cervo
Frá San Stefano hjólum við að strandbænum Imperia, skoðum nýju höfnina og gömlu, þaðan til Diano Marina og áfram til San Bortolomeo og að lokum til Cervo. Skoðuðum svo gamla bæinn í Imperia á leiðinni heim. Þar sem við lentum í miðri jarðarför. Þá bæði búin að upplifa brúðkaup og jarðarför í ítalíu á þessum fáum dögum.
Miðvikudagur 12. júní Dolcedo, Catellazzo, Bellisimi, Rincheri og Cappelletta di Santa Brigida
Í dag hjólum við frá San Loreanzo al Mare til Delcedo og þaðan til Catellazzo. Næst til Bellisimi, Rincheri og Cappelletta di Santa Brigida. Enn hjólum við fram hjá ólífulundum og í gegnum litlu, sjarmerandi þorpin Cipressa, Pompeiana og Castellaro.
ATH MYNDAALBÚM
Við gistum á Best Western Hotel Anthurium í Santo Stefano al Mare. Hótelið er staðsett 100 m frá ströndinni á milli Imperia og San Remo.
Þar sem ég er upphandleggsbrotin í veikindaleyfi og því svo óheppin að komast ekki í þær keppnir sem ég ætlaði að fara í á þessu ári, eins og Laugavegshlaupið, ÖtilÖ um verslunarmannahelgina og Vasahjól og Vasahlaup 90 km núna í ágúst, þá er alla vega skemmtilegt að skoða þau hlaup og þær keppnir sem ég hef tekið þátt í, eftir árum. Þá kemur í ljós að sum ár, voru mjög „busy“ og önnur frekar róleg. En þá eru kannski einhverjar skýringar á því eins og C-19 eða TMB ferðir þar sem ég var fararstjóri og þær skrást svo sem ekki í þessa ferilskrá, enda ekki um keppni að ræða. Hins vegar að gaman að rifja það upp að ég hef farið samtals fimm hringi í kringum Mont Blanc. Þrjár hringi sem fararstjóri á vegum Náttúruhlaupa og einn hring í UTMB keppninni og svo 1/2 hring í CCC og fyrr helminginn þegar ég kláraði bara fyrri helming af UTMB 2017.
ÁRIÐ 2024
2024 Vasaloppet 90 2024 Date: 03. March 2024 Time: 11:55:35
2024 Nattvasan 90 2024 Date: 01. March 2024 Time: 09:38:43
2024 Öppet spär 90 måndag 2024 Date: 26. February 2024 Time: 11:19:00
2024 Öppet spär 90 söndag 2024 Date: 25. February 2024 Time: 10:34:57
ÁRIÐ 2023
2023 New York Marathon Date: 05. Nov.2023 Time: 04:35:30
2023 Ironman Italy Date: 16.09.2023 Time: 13:23:21
Swim: 1:26:52 Bike: 6:36:19 Run: 4:57:13
2023 Ultravasan 45 Date: 19.08.2023 Time: 05:25:30
45 km / 580 m
2023 Cykelvasan 90 Date: 12.08.2023 Time: 05:45:51
2023 Cykelvasan 45 Date: 11.08.2023 Time: 02:20:572023
2023 Team Rynkeby Iceland Date: 08.-15.07 2023 Km: 1.264
2023 Everest Marathon Date: 29. May.2023 Time: 10:10:06
2023 Öppet spär 90 måndag 2023 Date: 27. February 2023 Time: 09:47:56
2023 Öppet spär 90 söndag 2023 Date: 26. February 2023 Time: 08:52:1
ÁRIÐ 2022
2022 Berlin Marathon Date: 25. Sep.2022 Time: 04:20:42
2022 Ultra-Trail du Mont-Blanc, UTMB, France Date: 26.-28.08.2022 Time: 45:06:24
170 km / 10.000 m +
2022 Laugavegur Ultra Marathon Date: 16.07.2022 Time: 07:41:17
55 km / 1900 m
2022 Vasaloppet 90 2022 Date: 6. March 2022 Time: 09:25:07
2022 Nattvasan 90 2022 Date: 4. March 2022 Time: 08:27:27
2022 Öppet spär 90 mändag 2022 Date: 28. February 2022 Time: 09:06:58
ÁRIÐ 2021
2021 Tor dés Geants300, Italy Date: 12.-18.09.2021 Time: 145:55:00
350 km / 30.000 m
2021 Ultra-Trail du Mont-Blanc, OCC, France Date: 26.08.2021 Time: 24:59:32
55 km / 3.500 m
2021 Laugavegur Ultra Marathon Date: 18.07.2020 Time: 07:41:34
55 km / 1900 m
LANDVÆTTUR #663
2021 Fossavatnsgangan Date: 17.04.2021 Time: 06:13:09
2021 Bláalónsþrautin Date and time not available
2021 Urriðavatnssundið Date: 24.07.2021 Time: 01.01.12
2021 Jökulsárhlaupið/Þorvaldsdalssk. Date: 03.07.2021 Time: 03.21.32
ÁRIÐ 2020
2020 Laugavegur Ultra Marathon Date: 18.07.2020 Time: 07:21:09
55 km / 1900 m
ÁRIÐ 2019
2019 Philadelphia Marathon Date: 24. Nov 2019 Time: 04:25:49
2019 The Diagonale des Fous – Reunion Date: 17.10.2019 Time: 56:36:14
166 km / 9.611 m
2019 Reykjavik Marathon Date: 24. Aug.2019 Time: 04:02:57
2019 Laugavegur Ultra Marathon Date: 13.07.2019 Time: 06:59:47
55 km / 1900 m
2019 Birkebeinerrennet Date: 16. March 2019 Time: 05:37:35
2019 Vasaloppet 90 2019 Date: 03. March 2019 Time: 10:23:42
2019 Vibram Hong Kong 100 Ultra Trail Race Date: 19.01.2019 Time: 18:43.56
103 km / 5.300 m
ÁRIÐ 2018
2018 UT4M 160 XTREM Date: 24.08.2018 Time: 48:58:03
169 km / 11.000 m
2018 Laugavegur Ultra Marathon Date: 14.07.2018 Time: 07:01:12
55 km / 1900 m
2018 Bhutan The Last Secret Date: 27.05-01.06.2018 Time: 34:47:07
200 km / 6 stages / 11.000 m
2018 Vibram Hong Kong 100 Ultra Trail Race Date: 27.01.2018 Time: 19:20.16
100 km / 4.500 m
ÁRIÐ 2017
2017 UTMB Date: 01.09.2017 Time: DNF (18.33:07)
166 km / 9.600 m
2018 Ironman Texas USA Date: 28.04.2018 Time: 12:15:14
Swim: 1:23:23 Bike: 5:51:23 Run: 4:43:38
2017 Laugavegur Ultra Marathon Date: 15.07.2017 Time: 08:10:11
55 km / 1900 m
2017 Boston Marathon Date: 17. Apr.2017 Time: 04:50:10
2017 Vibram Hong Kong 100 Ultra Trail Race Date: 17.01.2017 Time: 23:22:54
100 km / 4.500 m
ÁRIÐ 2016
2016 Reykjavik Marathon Date: 20. Aug.2016 Time: 03:55:26
2016 The North Face Lavaredo Ultra Trail Date: 24.06.2016 Time: 26:53:11
119 km / 5.850 m+
EN SVENSK KLASSIKER 2016 #10834
2016 TCS Lidingoloppet 30 Date: 24.Jul.2016 Time: 03:04:56
2016 Vansbrosimningen Date: 9. July.2016 Time: 00:53:49
2016 Vätternrundan Date: 18. June 2016 Time: 13:02:00
2016 Vasaloppet Date: 06. March 2016 Time: 10:07:28
ÁRIÐ 2015
2015 Ironman Florida USA Date: 07.11.2015 Time: 12:13:07
Swim: 1:23.39 Bike 5:51:09 Run 4:44:28
2015 Ultra-Trail du Mont-Blanc, CCC, France Date: 28.08.2015 Time:24:59:32
101 km / 6100 m
2015 Team of 10 Íslandsbanki Date: 24.-26.06.2015 Time: 45:56:38
Íslandsbanki Delta
2015 Mt. Esja Ultra Iceland Date: 20.06.2015 Time: 17:16:53
77 km / 6600 m 1st woman to finish this race and best time ever
2015 Maratón de Sevilla Spain Date: 22. Feb.2015 Time: 04:01:50
ÁRIÐ 2014
2014 Trail de Sierra de las Nieves, Spain Date: 08.11.2014 Time: 14:11:38
102 km / 2800 m 2nd woman finisher
2014 Ironman Kalmar Sweden Date: 16.08.2014 Time: 11:44:11
Swim: 1:27:45 Bike: 6:03:19 Run: 4:15.55
ÁRIÐ 2013
2013 Ironman Frankfurt Germany Date: 07.07.2013 Time: 11:54:40
Swim: 1:13:50 Bike: 6:04:53 Run: 4:27:43
2013 Fossavatnsgangan 2013 Date: 04. May 2013 Time: 04:15:06
LANDVÆTTUR #8
2013 Nordic skiing – 50 km Date: 04.05.2013 Time: 04:15:06
2013 Mountain bike 60 km Date: 08.06.2013 Time: 02:51:12
2013 Swimming 2,5 km 1st wom finish Date: 27.07.2013 Time: 00:51:25
2013 Mountain running 32,7 km Date: 10.08.2013 Time: 03:20:5
ÁRIÐ 2012
2012 Ironman Cozumel Mexico Date: 25:11.2012 Time: 13:24:33
Swim: 1:31:05 Bike: 6:34:19 Run:5:04:44
2012 Team of 4 Íslandsbanki Date: 19.-21.06.2012 Time: 51:55:00
Silfurskotturnar
2012 Reykjavík Marathon Date: 18. Aug.2012 Time: 04:11:36
2012 Paris Marathon Date: 15. Apr. 2012 Time: 04:03:29
ÁRIÐ 2011
2011 Laugavegur Ultra Marathon Date: 16.07.2011 Time: 07:37:44
55 km / 1900 m
2011 Copenhagen Marathon Date: 22. May 2011 Time: 04:35:33
Það sem kannski vantar í þetta eru styttri vegalengdir. Árið 2011 hljóp ég líka Jökulsárhlaupið og fleiri styttri hlaup til að undirbúa mig fyrir mitt fyrsta maraþon og fyrsta Laugavegshlaupið mitt. Einnig tók ég þátt í öllum íslenskum þríþrautarkeppnum sumarið 2012, sprettþraut, hálf ÓL þraut, Ól þraut og hálfur járnmaður til að undirbúa mig fyrir Ironaman í Cozumel, sem og Reykjavíkur maraþonið. En allar þessar styttri keppnir koma ekki fram í þessari sundurliðun hér að ofan. Auk þess tók ég þátt í 7 tinda hlaupinu 2014 til að geta skráð mig í CCC 2015 það var áður en við fórum í Spánar hlaupið, þ.e. fyrsta 100 km hlaupið.
Hér að neðan er yfirlit yfir öll þau hlaup sem gefa ITRA stig og punkta frá því ég hljóp fyrsta hlaupið mitt Laugaveg Ultra 2011. Það er mjög gaman að skoða þetta og bera saman hlaupin og þá kemur í ljós að hlaup sem hafa gefið mér hæstu ITRA stigin eru íslensk hlaup eins og Hvítasunnuhlaupið, Laugavegur Ultra, Súlur og Hengillinn. Þetta eru bara utanvegahlaup, svo öll önnur hlaup eins og maraþon og slíkt eru ekki flokkuð í ITRA. Enda er skammstöfunin fyrir ITRA, International Trail Running Association.
Helstu punktar:
2011 Fyrsta Laugavegshlaupið mitt
2014 Fyrsta 100 km hlaupið mitt
2015 Ellefu Esjur Ultra
2017 DNF í UTMB fyrsta og eina DNF (komst að því ég væri með áreynsluasma og var stoppuð út af tímamörkum)
2018 Bhutan, eina stage race hlaupið sem ég hef tekið þátt í.
2018 Fyrsta 100 Mílna hlaupið mitt UT4M.
2019 Grand Raid de La Reúníon – talið eitt erfiðasta 100 mílna hlaup í heimi.
2021 TORX Tor dés Géants 330 km hlaup, lengsta hlaup sem ég hef hlaupið samfellt eða í 147 klst og 55 mín)
2022 UTMB 100 mílna hlaupið, mekka allra utanvegahlaupara klárað, hef þá klárað í UTMB seríunni (UTMB, CCC og OCC á eftir TDS, ETC og PLT)



Fékk þann heiður að vera útnefnd Silfurbliki á aðalfundi Breiðabliks í kvöld 14. maí 2024. Um er að ræða viðurkenningu fyrir heilladrjúgt starf í þágu félagsins eins og kemur fram á viðurkenningarskjali með silfurmerkinu.
Ég er mjög þakklát fyrir þessa viðurkenningu, enda hef ég starfað fyrir Þríþrautardeild Breiðabliks frá árinu 2012 þegar ég fór í stjórn félagsins, þegar Einar var formaður. Síðar fór ég í stjórn Þríþrautarnefndar ÍSÍ og vann síðan að því ásamt góðum hópi að gera nefndina að Þríþrautarsambandi þar sem ég var svo formaður frá stofnun sambandsins 27. apríl 2016 til 3. mars 2020.
Hef einig tekið virkan þátt í að taka á móti nýliðum í félaginu og verið aðstoðarþjálfari bæði í hlaupum og hjóli.
Ég hef tekið þátt í fjölmörgum þríþrautarkeppnum á Íslandi sem og erlendis. Hef klárað sex Ironman keppnir, auk fjölmargra maraþonhlaupa og ultrahlaupa.
Ég þakka stjórn Þríþrautardeildar Breiðabliks fyrir tilnefninguna og aðalstjórn Breiðabliks fyrir útnefninguna.
Sjá nánar hér: https://breidablik.is/2024/05/14/adalfundur-breidabliks-for-fram-i-kvold/

Var svo lánsöm að fá far með Hafdísi og Atla vinahjónum mínum þegar ég fór norður í ferðaskíðaferðina með Millu og Krillu ferðum. Við fórum eitthvað að tala um tækni og Chat GPT og hvernig hægt er að nota gervigreind til að búa til myndir og texta. Svo fórum við að tala um logo eða vörumerki og ég fór að segja Hafdísi að mig langaði svo að búa til logo fyrir heimasíðuna mína, www.halldora.is
Hafdís komst á flug og við fórum í brainstorming um slagorð og hún spurði mig alla vega spurninga. Hver væri uppáhaldsliturinn minn og hvað ég vildi láta sjá í logoinu. Við auðvitað töluðum um alla hreyfingu, hlaup, sund, hjól, gönguskíði, ferðaskíði og göngur. Svo sagði ég henni frá markmiðinu mínu sem væri alltaf að hafa gaman, að halda alltaf áfram, láta ekkert stoppa mig en umfram allt að njóta.
Niðurstaðan varð sú að við ákváðum að nota slagorðið: Haltu áfram, sem eru þá skilaboð til allra, þ.e. andstæðan við að hætta, þ.e að halda alltaf áfram. Það hefur skilað mér bestum árangri í öllum krefjandi verkefnum, hvort sem það er 350 km fjallahlaup í 6 daga (hækkun uppá tvo Hvannadalshnjúka á dag á hverjum degi), 100 mílna hlaup (UTMB), fjórar Vasagöngu í einni og sömu vikunni eða þátttaka í boðsundi yfir Ermasundið með Marglyttunum: Halldóra – haltu áfram eru skilaboðin sem hafa komið mér í mark.
Hvað litinn varðaði sagði ég Hafdísi að ég elskaði appelsínugulan lit, vínrauðan og reyndar líka blágrænan (Turquoise) sem var uppáhaldslitur Gurrý frænku.
Hafdísi byrjaði að teikna logoið í bílnum og svo kláraði hún það þegar hún kom heim eftir ferðina.
Ég er í skýjunum með útkomuna og ætla að deila með ykkur hérna frum-skiss-krotinu hennar.
Listamaðurinn heitir Hafdís Pálina og hér er vefsíðan hennar.
https://www.raudaberg.is/hafdis/
Takk elsku Hafdís fyrir þetta fallega listaverk sem LOGO-ið mitt er og fallegu skilaboðin (slagorðið): Þú ert best <3

Dagur 1: Mývatn
Var svo lánsöm að fá far með Hafdísi og Atla norður. Stoppuðum á Akureyri og fengum okkur að borða á Strikinu. Annars notuðum við Hafdís ferðina norður í bílnum mjög vel og hönnuðum slagorð og byrjuðum á að vinna í LOGOI-fyrir heimasíðu Halldóru. Hittum svo hópinn á Fosshóteli Mývatn þar sem við gistum í tvær nætur.
Dagur 2: Krafla – Mývatn
Við fórum með rútu norður að Kröfluvirkjun. Krafla er megineldstöð og þar er að finna háhitasvæði með leirhverum og gufuhverum. Við hófum gönguna við eldgígin Víti og skíðuðum til suðurs með sólina í andlitið og útsýni yfir Mývatn. Við þræddum okkur sunnan við Hlíðarfjallið þar sem það var mjög mikið af snjóhengjum á leiðinni, mjög blint en nægur snjór. Fórum eftir gönguna í gufubaðið á hótelinu, sumir fóru í Jarðböðin.
Gengum 12-13 km.
Dagur 3: Krafla – Þeistareykir
Eftir morgunverð komum við farangrinum fyrir í trússbílnum sem fer með farangurinn á Húsavík. Við fórum svo með rútu inn að Kröflu. Ferðaskíðaleiðin okkar lá á flekaskilum yfir Leirhnjúkahraun, úr gosinu 1975-1984, yfir í sigdalinn Gjástykki með 20m háa klettaveggi á tvo vegu, (svipað og á Þingvöllum).
Við fengum frekar lítið skyggnið þennan daginn. Fékk að leiða hópinn um 3-4 km fram að hádegismat og það var mjög töff. Djúpt að vera fremstur á skíðunum, svo það var gott að skiptast á.
Eftir góða pásu héldum við áleiðis að stóra og litla Víti sem eru gígar á toppi dyngju sem myndaðist fyrir 10.000 árum. Áfram héldum við svo norður fyrir Gæsafjöll og renndum okkur niður í Þeystareikjaskála þar sem við gistum. Skálinn á Þeystareykjum lúrir undir bæjarfjallinu, er einfaldur A-laga skáli með rennandi vatni, virkilega kósý og fallegur skáli. En við gistum einmitt í honum þegar við hjóluðum yfir landið, frá strönd til strandar með Ísbjörnunum um árið.
Gengum um 30 km. Hækkun 100 m, lækkun 300 m.
Dagur 4: Þeystareykir – Húsavík
Eftir hafragraut og nestisgerð, æðislegt heimabakað rúgbrauð. þá héldum við inn á Reykjaheiðina í átt að Húsavík.
Fengum ofboðslega fallegan dag og fallegt veður. Fórum fyrst í myndatöku við „gluggana“ hjá virkjuninni. Síðan skíðuðum við yfir Þeystareykjahraunið og skíðuðum yfir Höskuldarvatnið og fáum okkur nesti á leiðinni. Við vildum ekki vera of nálægt fjallinu út af snjóflóðahættu, en heimamenn hættu við Orkugönguna sem átti að halda í dag vegna snjóflóðahættu.
Eftir góða pásu héldum við áleiðis til Húsavíkur. Við vorum heppin og náðum við að skíða alla leið inn í bæ og næstum því inná Fosshótel þar sem við gistum. Það var æðislega gaman að renna sér þarna niður og í gegnum skóginn, það ískraði í manni af gleði þessi niðurferð.
Eftir flottan skíðadag, komum við okkur fyrir á Fosshótel Húsavík og skelltum okkur svo í Sjóböðin. Fengum mjög góðan kvöldverð á hótelinu og ég fékk frábært herbergi, svítu með aðstöðu fyrir hjólastól.
Ganga 25-28 km. Hækkun óveruleg, lækkun 300 m.
Eftir Vasavikuna í Svíþjóð ákvað ég að uppfæra íþróttaferilsskrána mína, þar sem ég átti líka eftir að bæta við New York maraþoninu sem ég hljóp fyrir Free to Run samtökin í nóvember á síðasta ári og hef þá hlaupið 11 maraþon og farið Vasaloppet 12 sinnum (þar af eitt DNF skv. skrá, en kláraði það samt) 11 sinnum með skráðan tíma. Svo eru upplýsingar um önnur ultra maraþon hér að neðan.



Ég er svo lánsöm að eiga góða vini sem finnst gaman að hreyfa sig hvort sem er í þríþraut eða á gönguskíðum og finnst gaman að taka þátt í nýjum og skemmtilegum áskorunum, alltaf með það að leiðarljósi að hafa gaman og „njóta en ekki þjóta“ eru leiðarljós okkar. Með þessum yndislegu vinum tók ég þátt í fimm Vasagöngum þetta árið, en Vasaloppet er mjög þekkt gönguskíðaganga í Svíþjóð í sænsku dölunum, frá Sälen til Mora, sjá nánar hér: www.vasaloppet.se
Upphaflega planið hjá okkur Hrefnu og Óla hennar Hrefnu var að fara í Opið spor á mánudegi og svo í 100 ára afmælis Vasagönguna og svo í Staffetvasa sem er boðganga alla 90 km, skipt niður í 5 hluta og Óli minn (aðgreining frá Óla hennar Hrefnu) ætlaði að taka síðasta legginn. Óli minn fékk svo brjósklos fyrir nokkrum vikum, svo hann varð að hætta við ferðina svo við fengum Leif þríþrautaræfingafélaga okkar til að hoppa inn í hans stað. Svo fréttum við að Harpa og Jimmy væru skráð í Opið spor á sunnudag líka, svo við Hrefna auglýstum eftir miða á FB síðunni gönguskíði á Íslandi, þar sem það var uppselt í Opið spor á sunnudegi í fyrsta skipti. Við gátum keypt sitt hvorn miðann af íslenskum konum sem höfðu því miður þurft að hætta við, takk kærlega fyrir stelpur. Við flugum út á laugardeginum, enda eins og áður segir, var upphaflegt plan ekki að keppa á sunnudeginum, en plön hjá mér eiga það til að breytast 😉 Eftir lendingu í Osló, var keyrt til Svíþjóðar til Sälen til að sækja BIP númerið okkar (númeravesti) og flöguna fyrir bæði gönguna á sunnudeginum og mánudeginum.
#1 OPIÐ SPOR SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2024 – HEFÐBUNDIN GÖNGUSKÍÐI 90 KM (Öppet Spår söndag)

Munurinn á Opnu spori og Vasagöngunni sjálfri er fjöldinn sem er ræstur út í einu. Að öðru leyti er gengið á gönguskíðum sömu leiðina, frá Sälen til Mora 90 km. Á sunnudeginum er bara heimilt að vera á klassískum eða hefðbundnum gönguskíðum, sem geta verið rifflur, skinn eða klístur. Við Hrefna og Harpa (systurdóttir Hrefnu, þ.e. Brynjudóttir) vorum í ráshóp 7 og vorum ræstar klukkan 08:00. En ráshóparnir voru ræstir út á 10 mín fresti, frá klukkan 07:00. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10.000. Jimmy var í ráshóp 5 og fór því 20 mín á undan okkur. Við létum Vasaloppet preppa skíðin fyrir okkur og fór ég á nýjum Fisher 3D áburðarskíðum þar sem ég var að endurnýja mín gömlu sem voru orðin 9 ára gömul og spennan orðin mjög léleg í þeim við spennumælingu í Everest búðinni. Við Hrefna og Harpa ákváðum að ganga gönguna saman, en aðstæður voru ekki mjög góðar. Það var mjög hlýtt og því mikið krap, engin spor og því lélegt rennsli og líka lítið sem ekkert fatt. En fatt og rennsli eru mjög mikilvæg á gönguskíðum bæði fyrir ýtingar sem og vanagang. Ég rann samt mun betur, á nýju skíðunum mínum, en stelpurnar á skinnskíðum svo ég var mjög ánægð með að hafa ákveðið að hafa farið á þeim og fjárfest í þessum æðsilegu skíðum.
Djókið okkar eftir þessa upplifun var: “Öppet ja – men spåret saknades”.
Ferðalagið var því algjörlega: Njóta en ekki þjóta ferð og tíminn okkar var 10:34:57 (moving time skv. Strava 10:12:34) en á leiðinni eru sjö drykkjarstöðvar og við auðvitað fórum líka á salernið og ég lét einu sinni bæta á klístrið, en það er mjög flott Vallaservice á öllum sjö stoppistöðvunum á leiðinni.

#2 OPIÐ SPOR MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2024 – SKAUTASKÍÐI 90 KM (Öppet Spår måndag 90)
Munurinn á Opnu spori á sunnudegi og mánudegi er sá að á mánudegi er hægt að velja hvort skíðað sé á skautaskíðum eða hefðbundnum gönguskíðum. Það eru færri keppendur á mánudegi, hámarkið var 8.000 og það var ekki uppselt. Það eru því færri spor gerð á leiðinni, en á móti er lögð braut fyrir skautaskíðin. Við vorum öll í „startled 3“ ráshópi 3, (ræsing klukkan 07:20) ég, Hrefna, Óli, Brynja og Harpa, en Jimmy hætti við að taka þátt þar sem hann var með verk í hné.

Við Hrefna og Óli ákváðum að skíða leiðina saman enda vorum við öll á skautaskíðum, en mæðgurnar, Brynja og Harpa ætluðu að fara saman á hefðbundnum skíðum. Til að byrja með leit brautin vel út, sólin skein og þetta var mjög fallegur dagur. Ég var búin að ákveða að stoppa og taka myndir af hverri einustu drykkjarstöð, svo þetta frábæra veður var þvílíkt lotterí.

Hins vegar vorum við ekki komin langt, þegar aðstæður urðu eins og á sunnudeginum, lítil sem engin spor, (jú við notum sporin líka sem erum á skautaskíðum, með ýtingum helst í brekkum á leið niður) en það var svo lítið rennsli og því varð dagurinn bara frábær í að æfa skautaskíðun í mjög krefjandi aðstæðum. Yndislegur dagur og njóta en ekki þjóta var aftur leiðarljós dagsins. Tíminn var 11:19:00 en skv. strava var tíminn á hreyfingu 9:48:19, enda stoppuðum við mun oftar á mánudeginum, bæði til að fara á salernið og svo tókum við brekkurnar í bitum, við erum ennþá að læra á þessi skautaskíði, en fín æfing í mjög krefjandi aðstæðum.

#3 BOÐGANGA FÖSTUDAGUR 1.MARS 2024 – KLASSÍSK SKÍÐI – FYRSTI LEGGUR 25 KM (Stafettvasan)
„Landsliðið“ var skráð í boðgönguna síðastliðið sumar, þegar við vorum að hlaupa og hjóla Vasaleiðina. En landsliðið skipa auk mín, Óli hennar Hrefnu, Hrefna, Brynja og Óli min, en Leifur þríþrautarfélagi okkar hljóp í skarðið fyrir Óla og tók síðasta legginn. Þetta var mjög skemmtilegt og í fyrsta skipti sem ég tek þátt í Boðgöngunni í Vasaloppet.

Ég fór á fínu klísturskíðunum mínum og lét bara preppa klístrið, ekki rennslið, eftir á hefði ég þurft að bæta á það fyrir gönguna, kannski bara með instant brúsa 😉 Það var mikill mótvindur og við Harpa (sem var í öðru liði, Skíðagörpunum) ákváðum að ganga legginn saman, frá Sälen til Mängsbodarna.

Við skiptumst því á að leiða, ég tók fyrstu 15 km og hún draftaði mig og svo tók hún við og ég hékk í henni. Ég fann alveg að ég var mjög þreytt og hafði smá áhyggjur af því að taka of mikið úr mér þar sem ég var á leið í Næturvasa um kvöldið.
Okkur gekk bara mjög vel tókum bröttu brekkuna að hæsta punkti og alla leið til Mangsbodarna 02:27:26 þessa 25 km – skv. Strava var moving time 2.27.31 svo við vorum ekkert að dóla. Lenti reyndar í því að gönguskíðamaður náði að slá af mér annan skíðastafinn, algjörlega úr höndunum á mér, svo ég þurfti að snúa við, fara til baka og sækja hann. Pollýanna var samt mjög fegin að stafurinn brotnaði ekki. Óli hennar Hrefnu tók svo við af mér og tók næstu tvo leggi, svo tók Hrefna við af honum, þar næst Brynja og Leifur tók síðustu tvo leggina. Hann lenti í smá rútuveseni og ævintýri og hann ásamt Andra „frænda“ sem var í hinu íslenska liðinu, Skíðagörpunum tóku síðustu leggina og fengu að klára. Þetta var mjög skemmtileg upplifun að prófa, svona boð-skíðagöngu.

Svo tókum við Harpa rútuna til baka til Sälen, þar sem við fórum með bíl upp í Lindvallen þar sem ég náði að leggja mig fyrir Næturvasa keppni kvöldsins.
#4 NÆTURVASA FÖSTUDAGUR 1. MARS 2024 – 90 KM – SKAUTASKÍÐI (Nattvasan 90 – Individuellt)
Fyrir tveim árum, þá tók ég í fyrsta skipti þátt í þrem 90 km skíðagöngum í Vasavikunni og það er einhvern veginn í eðli mínu að skora stöðugt á mig og fara lengra út fyrir þægindarhringinn minn. Því sló ég til, þegar ég sá tækifæri á að skrá mig líka í Næturvasa og fara sem sagt allar fjórar 90 km skíðagöngurnar sem eru í boði í Vasavikunni.
Við vorum búnar með bæði Opna sporið keppnirar og áttum miða í VASAVASAgönguna eins og við köllum Vasaloppet aðalkeppnina þá var því núna tækifæri til að skella sér í Næturvasa líka. Mig langaði að prófa að ganga í þeirri keppni á skautaskíðum en það hef ég ekki gert áður. Nattvasan eða næturvasa keppnin er ræst út klukkan 20:00 og það eru bara tvö hólf, fremra hólfið þeir sem ætla að vera innan við 6 klst 30 mín og aftara hólfið þeir sem ætla að vera lengur en 06:30.

Ég skellti mér því í aftara hólfið og fékk pláss mjög framarlega, lengst til vinstri, þar sem skautasporið er vinstra megin á leiðinni. Eftir að hafa komið skíðunum fyrir þá fór ég í bílinn og fékk mér banana og slakaði aðeins á. Fór svo á salernið og var komin tímanlega í sporið eða 15 mín fyrir 20.00.
Ég var búin að fjárfesta í vatnsheldum utanyfirskóm um morguninn, því ég var búin að vera vot í fæturnar allar hinar keppnirnar í þessari bleytu. Lenti því í smá brasi að komast í bindingarnar með þessum utanyfirskóhlífum.
Klukkan 19:50 hleyptu þau svo öllum úr hólfi 2 áfram inní hólf 1 og sameinuðu hólfin. Þá stóð ég eins og álfur að reyna að komast í skíðin mín, og ég endaði næstum því aftast í ræsingunni í Næturvasa ha ha ha, reynsluboltinn sjálfur.
Þeir höfðu ekki sameinað hólfin í Opnu sporunum, eins og við héldum að þeir myndu gera, þ.e. hleypa aftari ráshópum, í næsta hólf, en gerðu það svo í Næturvasa og þá var ég ekki tilbúin ha ha ha. Ég hugsaði samt með mér að þetta var kannski bara ágætt, því ég var „þreytt“ og því fínt að vera aftarlega og taka fyrstu löngu brekkuna bara rólega.
Önnur mistök sem ég gerði, sem við Hrefna höfðum líka gert í Opnu spori á mánudeginum, var að leggja af stað í fína SWIX jakkanum mínum utan yfir vestið og rúllukragabolinn. Ég hefði átt að setja bara jakkann í bakpokann og fara svo í hann seinna á leiðinni. Við þurfum nefnilega að stoppa þegar við vorum hálfnaðar upp brekkuna og fara úr jakkanum í Opnu spori á mánudeginum. Í Nattvasan svitnaði ég líka mikið, enda á skautaskíðunum, að streða við að komast upp brekkuna ha ha ha.
En það var rigning, myrkur og ég þreytt þegar ég lagði af stað svo ég hélt mér yrði kalt, en var í þunnum vettlingum, en með regnhelt cover yfir. Önnur mistök sem ég gerði og skrifa hér til að minna mig á og deila með öðrum, er að eftir stoppið í Oxberg skíðaði ég ofan í djúpan poll svo ég varð hundvot og coverið á skónum mínum saug í sig allt vatnið. Mér leið eins og ég væri komin með 5 kg lóð á hvorum fæti. Skynsamlegast í stöðunni hefði verið að stoppa strax, og annað hvort vinda coverið, eða losa mig við það í bakpokann. En hálfvitinn ég gekk áfram næstu 9 km að næstu drykkjarstöð í Hökberg. Þar fór ég á salernið, tók af mér hlífarnar og setti í bakpokann. Ég var búin að stoppa áður og fara í hlýrri vettlinga, en var í jakkanum allan tímann og með höfuðljós.
Við hliðina á salernunum í Hökberg var upphituð rúta, upplýst, eins og á öllum drykkjarstöðunum og ég fann alveg að hlý og þurr rúta, var alveg að kalla á mig, þar sem það var rigning alla leiðina, myrkur og mikil þoka. Engin spor og ömurlegt skautafæri, þungur KRAPA snjór, sem festist ofan á skíðunum og ég var orðn mjög góð í að kasta snjónum ofan af skíðunum í öðru hvoru spori ha ha ha.
En ég var stolt af mér að hafa haldið áfram, látið ekki undan þessum freystingum. Það var líka eitthvað í hausnum á mér að reyna að segja mér að vera skynsöm og hætta bara, svo ég myndi örugglega ná að klára keppnina á sunnudaginn, annars yrði ég of þreytt og myndi kannski ekki klára hvoruga. Nei ég lét ekki undan, er ekki vön að gefast upp og ákvað því að klára þessa skíðagöngu. Það gekk líka miklu betur, þegar ég var búin að létta skóna (þ.e. fjarlægja hlífarnar og setja í bakpokann minn). En það komu aldrei sleðar eða tæki til að leggja ný gönguskíðaspor eins og þeir gera alla jafna á leiðinni.
Í Næturvasa er heldur ENGIN þjónusta á drykkjarstöðvunum. Þú þarft að vera með þitt eigið glas og hella sjálfur í það og mjög lítið af fólki á stöðvunum og að hvetja. Ég þurfti að stoppa og skipta um höfuðljós, nennti ekki að skipta um batterí, svo ég tók bara hitt ljósið þegar ég stoppaði. Var ekki með nein markmið um tíma frekar en fyrri daginn, fyrir utan að reyna að ná rútunni til bakatil Sälen klukkan 06:00 sem gerði þá innan við 10 klst.
Tíminn var 9:38:43 Strava segir 9:22.21 moving time, svo það var ekki mikill tími sem fór í stopp, mest af þessum tíma var salernisferðin og að reyna að festa aftur bindingarnar 😉

Fyrir tímanörda: Þessi árangur skilaði mér 56 sæti en ég vann mig upp úr 88 sæti í 56 sæti af 115 konum sem voru skráðar í einstaklingskeppninni í Næturvasa. Minn besti tími í Vasaloppet var í Næturvasa 2022 í miklu frosti og frábærum aðstæðum 8:27:27.

#5 VASA-VASASKÍÐAGANGAN SUNNUDAGUR 03.03.2024 – 90 KM (Vasaloppet)
100 ára afmælis Vasagangan var haldin hátíðleg með um 16.000 þátttakendum. Við ákváðum af fenginni reynslu að leggja snemma af stað eða klukkan 05:00 (varð 05:08) sem var svo í raun og veru ekki nógu snemma, því við lentum í bílaröð. Ég þurfti að byrja á því að sækja skíðin mín í VallaSwan sem báru á þau, bæði rennsli og fatt (klístur).
Það var rigning, allt svæðið eitt drullusvað og ótrúlega hlýtt. Það voru engin spor í ráshólfi 9 sem var næstaftasta ráshólfið og þegar við komumst loksins inn í það lentum við eiginlega aftast. Við ákváðum að fara þetta öll saman, ég, Hrefna, Óli (hennar Hrefnu) og Harpa, en Jimmy var í ráshólfinu fyrir framan okkur.


Við fórum upp bröttu brekkuna, eins og gæsahópur, hvert á eftir öðru og pössuðum að enginn kæmist inn og já þarna þarf að passa stafina. Fólk er að detta á þá, brjóta þá með skíðunum og þetta er kraðak, eins og síld í síldartunnu. Ég var mjög þakklát að hafa Hrefnu fyrir aftan mig því ég vissi að hún myndi passa stafina mína.

Við vorum búin að vera í 30 mín að ganga áður en við komumst að brekkunni, vorum 1 klst 26 mín upp að hæsta punkti og 2 klst og 16 mín í Smägan sem er fyrsta drykkjarstöðin og tímamörkin þangað (rauða reipið) er 2 klst og 30 mín. Vegna þess hversu hræðilegar aðstæður voru var ákveðið að lengja reipistímanan um 30 mín, alveg frá fyrstu stöð. Við hittum Jimmy í Smågan og hann gekk með okkur yfir í Mångsbodarna en ákvað að hætta þar, þar sem hnén voru ekki að samþykkja að hann héldi áfram í þessu erfiða færi. Það voru mjög takmörkuðu spor og ekki gott rennsli, en ég var samt mjög ánægð með nýju klísturskíðin mín í þessu færi.

Við vorum komin í Mångsbodarna klukkan 11:50, í Risberg 13:15 og í Evertsberg klukkan 14:54 og þá í raun bara 5 mín frá upphaflegu tímamörkunum, en það var búið að bæta við 30 mín alveg frá fyrsta stoppi. En það rigndi stöðugt, snjórinn var mjög þungur og blautur og rennslið var mjög takmarkað þangað til þeir fóru með sporana og gerðu ný spor í brautinni.
Í Evertsberg var ég orðin stressuð með „rauða kaðalinn“ svo við Harpa ákvað að kveðja félaga okkar (Hrefnu og Óla) og henda okkur áfram og reyna að ná innan tímamarka í Oxberg. Við vorum þar 16:31, sem sagt með 29 mín inni, m.v. nýju tímamörkin, klukkan 17:42 í Hökberg og klukkan 18:55 í Eldris, vel innan gömlu og nýju tímamarkanna.
Við stoppuðum einu sinni til að pissa í Oxberg og stoppuðum svo aftur til að setja upp höfuðljós og vorum komnar í mark 19:55:36.
Fyrir tímanörda: Unnum okkur upp úr sæti 1936 (þar sem við vorum bara að njóta ekki þjóta) upp í 1728, þegar við breyttum um taktík og þutum, en jú reyndum að njóta líka ha ha ha. (unnum okkur upp um 208 sæti af bara konum).



NÆRING
Næringin skiptir mjög miklu máli í Vasaloppet eins og öðrum löngum keppnum. Ég fór með fjögur svona BIOTECH Energy Lemon Gel frá Bætiefnabúlluni á mér í hverja einustu göngu og planið var að taka það inn eftir 20 km, 40 km. 60 km og 80 km. Stundum tók ég samt gelið inn fyrr, ef mér fannst ég vera orkulaus. Ég kláraði alltaf fjögur gel í hverri keppni, nema ég tók inn eitt gel í Boðgöngunni.

Auk þessara gela, var ég með góðan nammipoka á mér. Ég var t.d. með Snickers súkkulaðibita, norska Kvik Lunch súkkulaðið, Godt blandat salt-lakkrís hlaup, sænska saltaða bíla, carbotöflur og carbohlaup frá Enervit og svo salttöflur líka. Var með 1,5 líter af drykk í bakpokanum í blöðru sem var mjög þægilegt að geta fengið sér að drekka á milli drykkjarstöðva.
Stoppaði einnig á hverri einustu drykkjarstöð og fékk mér þar, volgt vatn, orkudrykk, buljon og bollu, held ég hafi borðað örugglega fimm bollur í fyrstu keppninni. Besta bollan var á síðustu drykkjarstöðinni í Eldris, þar sem maður fékk sér líka kaffi með sykri og það var svo mikið kardimommubragð af þeim bollum, langbestar.
Það var engin þjónusta á drykkjarstöðvunum í Næturvasa, þú gast sjálf helt vatni eða orkudrykk í glas, en ekkert annað í boði, nema jú eftir 45 km. Því var mkilvægast að vera með alla orku og drykki á sér í Næturvasa keppninni. Í Stafetvasa, boðgöngunni, þá fórum við bara hratt í gegnum þessa einu drykkjarstöð sem við fórum í gegnum, reyndar fékk ég mér BioTech orkugelið þar líka. Þetta gel er MJÖG gott á bragðið og mjög handhægar umbúðir, þ.e. skrúfaður tappi, svo maður þarf ekki að klára allan skammtinn í einu lagi.
BÚNAÐUR (FATNAÐUR OG SKÍÐI)
Uppáhalds gönguskíðafatnaður minn,er SWIX TRIAC COLLECTION. Ég á jakka, buxur og vesti úr þessu safni sem ég elska. Undir fötunum er ég í SWIX gönguskíða-undirfötum, sem eru úr einhverri gerviefnablöndu með windshield framan á bringunni/maganum og á lærunum. Þau eru þægileg þar sem þau þorna hratt þó maður svitni eða blotni í rigningunni í þeim.
Ég var í léttum SWIX gönguskíðahönskum og með ullarhöfuðband og gott Vasaloppet buff um hálsinn. Það var best að vera með jakkann í vestinu og fara bara af stað upp fyrstu brekkuna, í peysunni og vestinu og geta svo farið í jakkann þegar það kólnar. Ég gerði samt tvisvar þau mistök að leggjaf af stað í jakkanum, bæði í Opnu spori á mánudeginum og í Næturvasa. Síðan var ég líka með þykkari hanska í bakpokanum sem og cover utan um vettlingana, sem var mjög þægilegt þegar það rigndi sem mest. Í Næturvasa, var ég líka með auka buff, auka húfu, auka höfuðljós og rafhlöðu og meira af skyldudóti sem ég þurfti að vera með á mér í Næturvasakeppninni. Everest búðin er að selja Swix gönguskíðafatnaðinn og get ég 100% mælt með honum, #ekkisamstarf
Fór í Opið spor á sunnudeginum, boðgönguna á föstudeginum og í aðalkeppnina Vasaloppet keppnina á nýju Fisher 3D klísturskíðunum mínum sem fást í Everest. Þau voru æðisleg, ég fór mun hraðar en þeir sem voru á skinni niður brekkuna, og klístrið virkaði líka vel, eins vel og hægt var m.v. aðstæður. #ekkisamstarf

Ég lét preppa skíðin fyrir mig úti. Fór svo á Fisher 3D skautaskíðunum mínum í Opið spor á mánudeginum og í Næturvasa á föstudeginum/laugardagsnóttina. Þau voru líka æðisleg, m.v. aðstæður. Það var mjög þungt að vera á skautaskíðum í svona þungu færi, krapi og sköflum og ég var orðin mjög æfð í að „kasta snjó af skíðunum“ á ferð ha ha ha.
ÞAKKIR
Það er ekki sjálfsagt að hafa heilsu til að geta hreyft sig og tekið þátt í svona erfiðum keppnum svo ég er mjög þakklát fyrir það. Það er heldur ekki sjálfsagt að eiga svona yndislega vini, sem hafa jafn gaman að því og ég að fara í svona skemmtileg ævintýri ár eftir ár, þó að aðstæður í ár hafi verið sérstaklega krefjandi í öllum göngunum.
Það var mjög leiðinlegt að Óli minn skyldi ekki geta komið með, þar sem hann greindist með brjósklos í janúar. Við ákváðum síðasta sumar að hann myndi fara síðasta legginn í boðgöngunni og hefði því fengið að koma í mark í Mora. Núna fylgdist hann bara með okkur á internetinu frá Íslandi í fjarlægð, en var alltaf online þegar ég kom í mark og fylgdist með sinni.
Takk kærlega fyrir það elsku Óli minn <3
Kæru vinir, elsku Hrefna, Óli Th, Brynja, Harpa, Jimmy, Leifur og Andri takk fyrir yndislegar samverustundir í Lindvallen sem og allar skemmtilegu stundirnar okkar á leiðinni frá Sälen til Mora. Það var alltaf gaman hjá okkur þó aðstæður hafi verið krefjandi og stundum smá stressandi að hafa áhyggjur af rauða kaðlinum.
Við kláruðum þetta og höfðum gaman af allan tímann – bestu þakkir til ykkar allra og til hamingju með ykkar göngur <3 <3 <3

Tók þátt í NY maraþoninu sem fulltrúi Free to Run samtakanna í ár. Þeir buðu mér þátttöku sem Free to Run Ambassador og ég safnaði fé sérstaklega í nafni maraþonsins til samtakanna. Það var mjög skemmtilegt og gefandi verkefni.
Það er hægt að komast að rásmarki í NY maraþoninu á tvennan hátt, með rútu frá miðbænum eða með ferju frá syðsta hluta Manhattan, kallast Battery, yfir á Staten Island. Ég var svolítið sein að ákveða hvar ég ætlaði að gista Í NY og því sein að skrá mig í rútu. Þegar ég skráði mig var bara eftir laust pláss með ferju. Ég gat ekki valið ferjutíma, en fékk úthlutað tíma klukkan 05:30, en rástíminn hjá már var klukkan 10:20, mér fannst þetta frekar langur biðtími, þ.e. 5 klst, þó að sjálfsögðu það væri alltaf gott að vera kominn tímalega.
Það voru nokkrir reynsluboltar sem sögðu mér að enginn skoðaði klukkan hvað þú ættir ferjutíma, svo ég gæti farið hvenær sem er. Þar sem ég ákvað að halda bara íslenska tímanum, fara að sofa klukkan 20:00 á kvöldin, þá var ég vöknuð fyrir klukkan 04:00 svo ég fór í sturtu og græjaði mig og hefði því í raun getað tekið ferjuna klukkan 05:30, en var búin að taka ákvörðun kvöldið áður að taka hana klukkan 06:15, þar sem hótelið mitt var bara í 15 mín göngufæri frá Ferjubryggjunni.
Þegar ég var tilbúin, lagði ég bara af stað, en fann samt ekki sólgleraugun mín þegar ég var að hlaupa út, typical 😉 Því fór ég með POC sparigleraugun mín sem eru með styrk, sem eru reyndar geggjuð. Ég var því komin í Ferjuna sem lagði af stað frá Manhattan klukkan 06:00 og ég sé ekki eftir því. Að sjá sólina koma upp yfir borginni var algjörlega magnþrungið 😉



Þegar ég kom á Staten Island, fór ég á klósettið og sjálfboðaliði bauðst til að taka mynd af mér með glæsilega skreyttu jólatré. Þaðan fer maður svo með gamladags gulri skólarútu að rásmarkinu.
Í skólabílnum kynntist ég konu, sem var að fara í sitt 17 NY maraþon. Hún þekkti allt svo vel og tók mig að sér eins og leiðsögumaður. Hún, eins og allir aðrir voru algjörlega hugfangnir þegar ég sagðist vera frá Íslandi og skemmtileg tilviljunin sem hún hafði ekki tekið eftir var að hún var með vatn frá Icelandic Glacier 😉
Þegar við komum úr skólabílnum var öryggisleit á hverjum hlaupara. Þú mátt ekki taka neitt inn á svæðið, sem ekki kemst í glæran poka sem þú fékkst með gögnunum þínum og ef þú hafðir gleymt þeim poka, þá fékkstu nýjan glæran poka.
ÓTRÚLEGA GOTT OG MIKIÐ SKIPULAG, ENDA 50.000 ÞÁTTTAKENDUR
NY maraþoninu er skipt upp í þrjá litaða ráshópa bleikan, appelsínugulan og bláan hóp. Ég var í bláa hópnum og nýja vinkonan líka. Appelsínuguli og blái fer yfir brúna, en bleiki fer undir brúna. Allir hóparnir sameinast svo í einn hóp á ákveðnum tímapunkti. Í hverjum lit eru fimm rástímar (five waves) og í hverjum rástíma eru sex hólf frá A til F(six corrals). Ég var sem sagt í bláa hópnum, þriðja rástími, sem var klukkan 10:20 og í hólfi B, sem var annað fremsta hólfið.
Aftur að leiðsögumanninum, hún fór með mig fyrst í appelsínugula hólfið, tók mynd af mér á leiðinni og sagði að við ættum að fara í appelsínugula hólfið til að fá „húfuna“ sem er skrautleg húfa merkt NY maraþoninu, beyglu og kaffi og ég sem var með örugglega heilt kíló af nesti með mér, afgangslasagna frá því kvöldinu áður, beyglu, smurost og smurt brauð, og fullt að drekka 😉 Allt þetta nesti kom ég fyrir í glæra pokanum. Ég fékk mér kaffi og beyglu, enda hafði ég ekki fengið mér kaffi áður en ég fór af hótelinu um nóttina og ég borðaði engin morgunmat þar og kaffið með mjólk og sykri var virkilega kærkomið.
Í appelsínugula hólfinu var líka svo flott útsýni í átt að brúnni sem við hlaupum svo yfir sem ég tók myndir af svo ég naut mín bara vel, sólin skein og það var ekki svo kalt. Ég fór svo á klósettið og settist niður og borðaði lasagnað og hringdi í Óla og sagði honum að ég væri búin að eignast nýja vinkonu. Svo kvaddi ég hana, þar sem hún var búin að hitta vin sinn, gamall kærasti og ákvað að henda mér yfir í áttina að bláa boxinu. Það var ekki alveg eins cozy þar, meiri skuggi, og kaldara, en ég þurfti svo sem bara að bíða þar í eina klukkustund.

Það sem er öðruvísi í New York maraþoninu en t.d. Berlín maraþoninu sem ég tók þátt í á síðasta ári, er að það er ekki hægt að skilja eftir poka með fötunum sem maður er í, áður en maður byrjar að hlaupa og fá hann aftur í markinu. Hins vegar var hægt að fara á laugardeginum, í Central Park með slíkan marktan poka með t.d. úlpu í og þurrum bol ef maður hefði viljað, en ég nennti ekki að gera mér sér ferð þangað. Í Berlín gat maður ráðið hvor maður fengi svona poka, sem maður NB skildi eftir áður en maður lagði af stað, eða fengi PONCHO í markinu. Í NY maraþoninu fá allir PONCHO þegar þeir koma í mark.
Sem betur fer vissi ég af þessu og tók því með mér gömul og lúin föt, og flísteppi, og buff. Öll föt sem eru skilin eftir eru gefin til heimilislausra eða fátækra. Þegar ég sat þarna og beið eftir ræsingunni minni, þá voru tvær ókunnugar konur að spjalla, þar sem þær voru báðar í eins hlýjum íþróttapeysum sem þær höfðu keypt greinilega á sama stað fyrir 25$. Þær hafa þá ekki átt nein gömul eða langað til að kaupa eitthvað nýtt til að gefa heimilislausum.
RÆSINGIN
Klukkan 9:45 var „básinn“ okkar opnaður fyrir okkur. Það mátti enginn fara inn í básinn sem var ekki með rétt númer, nema þeir hefðu átt að vera í fyrri ráshópum um morguninn, hefðu t.d. misst af þeim. Það gat enginn farið á undan símum tíma, en það hefði hver sem er mátt fara síðar, enda bara flögutími sem ræður. Þegar ég var komin inn á „básinn“ þá fór ég líka á klósettið þar, en hefði kannski ekki átt að fara svona snemma, því stuttu áður en við fengum að halda áfram var mér aftur orðið mál. Klukkan 10:00 er básnum lokað. Stuttu eftir það fer allur hópurinn af stað, gengur örugglega um 800 metra leið að ráslínunni, þá allir sex hóparnir sem í raun þá sameinast í einn hóp þið munið ég var í hóp tvö. Þetta er mjög flott skipulag og gert til að dreifa úr hlaupurum, að ekki verði svona mikill troðningur. Þegar ég svo kom að ráslínunni þá var mér aftur orðið mál að pissa, en engin klósett þar ha ha ha, þá var bara að halda í sér og telja sér trú um að þessi þörf sé bara ímyndunarveiki 😉

Það var mjög mikil stemning þarna í ræsingunni, talað um öll þau fjölmörgu lönd sem eru að taka þátt og svo var þjóðsungurinn sunginn, þá fékk ég gæsahúð, og var þakklát fyrir að hafa verið í B hóp, þar sem ég sá mjög vel og heyrði ræsingunni og sá svo allan hópinn fyrir aftan mig.
Klukkan 10:20 var byssuskot og maraþonið var ræst fyrir Wave 3. Við í bláa hópnum vorum hægra megin á brúnni og appelsínuguli hópurinn var vinstra megin og niðri var bleiki hópurinn. Fyrstu sameinuðust blái og appelsínuguli hópurinn þegar við vorum komin til Brooklyn og síðar kom bleiki hópurinn inn líka.
Það að hlaupa yfir brúna Verrazzano Narrow Bridge yfir til Brooklyn var algjörlega magnað. Auðvitað var strax heilmikil hækkun, en maður var svo spenntur að maður var ekkert að spá í það. En NY maraþonið er alls ekki flatt, heldur er samanlögð hækkun um 300 metrar.

Það var heiðskýrt og ótrúlega heitt allan daginn, alla vega fyrir Íslendinginn. Ég var í stuttubuxum, en með kálfahlífar og hnéhlífar svo ég var alveg vel klædd, var í stuttermabol og með ermar, sá eftir að hafa ekki frekar farið í Free to Run hlýrabolnum sem ég hljóp Berlínarmarþonið í fyrra 😉
NÆRINGARPLAN
Mér leið bara mjög vel fyrstu kílómetrana, en það var heitt en ég reyndi að passa púlsinn og halda honum undir 160, en hámarkspúlsinn minn er 200 svo þá er ég undir 80%. Næringarplanið var mjög gott og virkaði vel. Ég borðaði reyndar mjög vel áður en ég lagði af stað, beyglu, kaffi, lasagna afgang (bara smá) ha ha ha og tvo banana. Drakk bæði vatn og kolvetnadrykk frá Bætiefnabúllunni. Fimmtán mínútum fyrir ræsingu tók ég inn BIOTECH Energy Pro gel og ég var með 4 svona gel með mér sem ég kláraði öll á leiðinni. Ég var líka með 3 pakka af Enervit gúmmí og carbon töflum frá því í sumar og svo var ég með salttöflur og Precision hydration töflur í Salomon vatnsbrúsann sem ég hjóp með sem var ALGJÖR snilld í hitanum. Ég fyllti hann á hverri vatnsstöð og bætti töflum í hann og kláraði allar fjórar töflurnar sem ég tók með.
STEMNINGIN OG DRYKKJARSTÖÐVAR
Stemningin er ólýsanleg, það var fólk að hvetja báðum megin brautarinnar, nær alla leiðina. Kosturinn sem ég sá við að vera í bláa hópnum, var að vera hægra megin á brautinni, því þá fengum við smá skugga af blokkunum, þar sem við hlupum í norður og sólin austan við okkur. Var hugsað til Arnars Péturs þegar hann var að lýsa maraþonum í sjónvarpinu í sumar sem ég hlustaði á, hversu mikilvægt það væri að hlaupa í skugganum. JÁ svo sannarlega og ég fann hvað mér leið miklu betur þegar ég komst í skuggann, eða þegar við fengum smá ský yfir sólina sem var ekki oft þennan daginn, auk þess sem ég jós yfir mig vatni á drykkjarstöðvum.

Á drykkjarstöðvum, var Gatorade og vatn í boði og ég drakk aðallega vatnið, stundum smá Gatorade, en var mjög sátt við næringarplanið mitt. Svo var boðið uppá SIS gel og banana á einhverjum tveim stöðvum á leiðinni. Ég gerði þau mistök að smakka SIS gel á einni stöðinni og var næstum búin að æla því, fannst það svo vont og þakkaði Guði fyrir góðu BIOTECH gelin mín.
HÁLFT MARAÞON
Þegar ég var búin með 14 km þá sá ég klósett og hugsaði nú get ég ekki meir, ég bara verð að fara, enda búin að halda í mér síðan ég byrjaði. Wow, hvað það var gott að komast á klósett og létta á sér 😉 Stuttu seinna fór ég yfir 15 km skiltið og leið bara vel ennþá. Náði 5 km á 30 mín, 10 km á 59 mín og 15 km á 1:30 með pissustoppi 😉 20 km voru á 2:03 og hálft maraþon á 2 klst og 10 mín sem ég var bara sátt við, en eftir það kom í ljós að ég hafði ekki alveg náð að æfa eins og ég ætlaði fyrir þetta maraþon 😉 Markmiðið var að byrja að æfa að krafti í byrjun október (tveim vikum eftir Ironman Italy) en þá lagðist ég í flensu sem ég var frekar lengi að ná úr mér. Því náði ég ekki að hlaupa lengra en 21 km og náði tveim slíkum æfingum. Ein sem var 20 km og hin 21 km í haustmaraþoninu. Þannig að eftir hálft maraþon eða eftir um 23 km var þetta aðeins farið að taka á, lærin urði aðeins stíf og þá hægðist aðeins á mér.
AUÐMÝKT OG ÞAKKLÆTI
Ég var búin að ákveða þrátt fyrir að vita að ég væri ekki í besta formi lífs míns, að hafa gaman alla leið og hugsa til ungu stúlknanna í Afghanistan sem ég var búin að vera að safna fjármagni fyrir sem hafa ekki frelsi til að hlaupa, þær hafa ekki frelsi til að mennta sig, né vinna eða gera yfið höfuð nokkurn skapaðan hlut. Ég hugsaði líka til alls fólksins sem býr við stríð, hungur, sefur í tjöldum og vaknar við sprengjur í kringum sig og sér fólk deyja allt í kringum sig. Algjörlega hræðilegt ástand í heiminum <3
Einnig hugsaði ég til allra þeirra sem ekki geta hlaupið t.d. vegna sjúkdóma eða veikinda. Ég hljóp fram hjá konu sem var að hlaupa maraþonið á tveim hækjum, þ.e. hún lyfti báðum fótum jafnfætis með hækjum vegna fötlunar. Ég hljóp fram hjá eldra fólki sem var orðið áttrætt eða eldra og var búið að hlaupa um 30-40 hlaup margir á hverju ári síðustu 20 árin, þau voru með slík merki á bakinu, ein þeirra átti afmæli svo ég óskaði henni til hamingju með afmælið þegar ég hljóp fram úr henni og hún var glöð og þakklát fyrir það.
Ég hljóp einnig fram hjá manni sem var að hlaupa með fatlaða dóttur sína í kerru. Hljóp fram hjá mörgum sem voru í merktum bolum, ég hleyp fyrir krabbameinssjúka og í minningu einhvers. Þá varð ég meir og hugsaði til mömmu, sem er búin að vera í krabbameinsmeðferð síðustu árin og hversu mikill harðjaxl hún er, syndir eins og selur og hjólar og gengur um allt. Mikið sem ég er stolt af því að vera dóttir hennar.


Ég var full af þakklæti, þakklát öllum þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem hétu á mig og styrktu þannig Free to Run málefnið sem ég hef svo mikla trú á. Maraþon er alltaf erfitt og það á að vera erfitt þetta eru 42,2 km og 300 metra hækkun 😉
Það voru líka skemmtileg hvatningarskilti á leiðinni sem var hægt að hlægja að, eins og „Einungis 0,01% af fólki í heiminum hleypur maraþon“, „Þið eruð öll Kenyabúar í dag“, „Drífðu þig í mark áður en Kenya búarnir klára bjórinn“, „smelltu á skiltið fyrir orku“ og svo framvegis. Guðbjörg vinkona í 3N var einmitt búin að hvetja mig og sagðist ætla að sjúga í sig alla orkuna frá mannhafinu og ég svo sannarlega gerði það.
UMHVERFIÐ
Maraþonhlauparar fara í gegnum alla fimm borgarhluta New York sem er fjölmennasta borg NY fylkis og jafnframt Bandarikjanna en þar búa um 8,8 milljónir íbúa. Hlaupið er ræst á Staten Island, svo er hlaupið yfir brúna og yfir í Brooklyn, þaðan er hlaupið í gegnum Queeens, síðan i gegnum Bronx áður en farið er yfir brúna til Manhattan og að lokum hlaupið um 5 km leið í gegnum Central Park þar sem markið er.
Það er ógleymanleg upplifun að hlaupa í gegnum alla þessa ólíku borgarhluta. Þar sem ég er vön að ferðast og hef séð fólk af öllum kynþáttum um allan heim þá kom það mér mest á óvart að sjá og hitta Amish fólkið sem var að hvetja. Í fyrsta skipti sem ég sé Amish fólk með eigin augum, en þarna voru karlar og drengir að hvetja, en ég sá engar konur. Það var líka mikið af hljómsveitum að spila lifandi tónlist út um allt og mjög oft heyrði ég spilað hið margfræga lag með Frank Sinatra „New York, New York“, aftur gæsahúðarmóment.
Það að koma svo að Central Park og hlaupa í gegnum garðinn, öll hvatningin, „high five“ frá öllum krökkunum, hlaupa fram hjá Hótel Ritz og taka inn alla orkuna og gefa til baka „high five“ til áhorfenda, þetta er ógleymanleg stund. Að sjá svo íslenska fánann ásamt öllum hinum fánunum, þegar ég var alveg að koma í mark. Mér leið eins og ég hefði verið að klára mitt fyrsta maraþon, en ekki mitt ellefta. En hvert einasta maraþon er sigur og minning sem gleymist aldrei.
Það var KONA jákvæð og grjóthörð, en á sama tíma auðmjúk, hrærð og full þakklætis sem kom í mark í New York maraþoninu sunnudaginn 5. nóvember 2023 <3 <3
NEW YORK MARAÞON FINISHER 2023 = 4 klst 35 mín og 30 sek
ÞAKKIR
Elsku Óli minn, mín stoð og stytta, TAKK fyrir allan stuðninginn og að vera alltaf til staðar alltaf. TAKK allir frábæru vinir mínir sem hétu á málefnið og styrktu Free to Run og öll fyrirtækin sem ég leitaði til og styrktu málefnið. TAKK 66 norður sem gáfu stelpunum þrem frá Afganistan, gjafir, úlpur, boli og eyrnaband. TAKK Útilíf fyrir að halda kynningarfund um málefnið. TAKK Bætiefnabúllan fyrir afslátt á frábærri orku og TAKK Coach Biggi fyrir frábæran stuðning og góðar styrktaræfingar. Kæru vinir Siggi K og Guðmundur Smári TAKK fyrir ykkar aðstoð við skipulag fjáröflunar og stuðning. TAKK ÖLL <3
Er svo stolt af þessum mögnuðu afgöngsku stúlkum sem eru svo miklar fyrirmyndir fyrir kynsystur sínar í heimalandinu sem hafa ekki „Frelsi til að hlaupa“. Það var svo gaman að fá að kynnast þeim og ég er mjög stolt af þeim <3 <3 <3
Það er ennþá hægt að heita á málefnið hér ef það fór fram hjá þér:
https://www.givegab.com/p2p/2023-tcs-nyc-marathon-for-free-to-run/halldora-matthiasdottir-proppe




Sjá fleiri myndir í myndaalbúmi hér:
Hér að neðan eru fleiri myndir frá helgarferðinni til New York í NY maraþonið 2023.