Æfingabúðir Breiðabliks Garpa í Borgarfirði

by Halldóra

Fór með mömmu í sundæfingabúðir Garpanna í Breiðablik í Borgarfjörð. Við lögðum af stað úr bænum klukkan 17:00 uppá Akranes. Vorum komnar það snemma uppá Skaga að við náðum að taka smá túristahring um bæinn. Náðum samt ekki að kíkja í Nínu, tískuvöruverslunina uppfrá, þar sem hún lokaði klukkan 18:00 en við vorum þar klukkan 18:01. Við skoðuðum Apótek á Akranesi, þar sem Sía frænka (Fríða Proppé, afasystir mín) var apótekari í fjölmörg ár, en ég var þar oft með mömmu og pabba sem krakki fram að 6 ára aldri. Smá nostalgía þar.

Sundæfingin í Akraneslauginni byrjaði svo klukkan 18:30, þar var okkur kennt hvernig best er að láta sig renna frá bakka og farið í snúninga og slíkt. Laugin var frekar köld en frábær æfing og ég lærði fullt. Var í smávandræðum með stóru tána á hægri fæti, þar sem ég fékk blöðru, sem náðist ekki að sprengja eftir Vasagöngunar. Það var búið að stinga á þær og búa um þær og staðan núna, að skinnið var að mestu farið, svo það var stutt í kjöt 🙂 Fékk lánað teip hjá sundlauginni eftir æfinguna, og teipaði vel niður skinnið, svo ég kæmist á sundæfinguna á morgun 🙂

Eftir sundæfinguna borðuðum við á Galito, mjög góður veitingastaður, en ég fékk mér pizzu, en hamborgarar og aðrir rétir voru einnig mjög góðir. Eftir kvöldmat ókum við upp í Borgarfjörð í gegnum Borgarnes, að Ensku húsunum þar sem við gistum.

Tókum stutt spjall í stofunni áður en við lögðumst til hvílu, en ég fann ég var orðin vel þreytt eftir daginn og vikuna.

Morgunmatur á laugardegi var klukkan 09:00 – en við fengum frábæra sendingu frá Borgarfjarðardætrum út Geirabakarí, meiriháttar gott brauð og ástarpunga. Eftir kaffi og morgunmat fórum við í sundlaugina í Borgarnesi. Þar var Hákon fyrst með styrktar- og upphitunaræfingar áður en við fórum í laugina.

Æfingin í lauginni, voru sprettir, dýfur, og skemmtilegir leikir. Mjög flott æfing eins og á föstudeginum.

Eftir pottaferð þá var hádegismatur klukkan 14:00 í Landnámsssetrinu, þar sem í boði var mjög hollt hlaðborð, blómkálssúpa og grænmeti, allt mjög gott. En þetta var í fyrsta skipti sem ég kem inní Landnámssetrið og eftið það ókum við mamma um Brákarey, held ég sé að fara þangað líka í fyrsta skipti 🙂

Síðan var góð hvíld áður en við elduðum saman yndislegan kvöldmat og dönsuðum svo og skemmtum okkur fram eftir nóttu, sumir lengur en aðrir 🙂

Eftir morgunmat á sunnudagsmorgni, þá fórum við í frábært Yoga með Dísu, sem er mjög góður yogakennari.

Þakka Maríu Jóns fyrir alla skipulagninguna, mömmu fyrir yndislega mæðgnastund um helgina og öllum Görpum bæði Akranes, Borgarness og Blika Görpum fyrir yndislega helgi og samverustundir alla helgina 🙂

vcvccv

You may also like

Leave a Comment