Vöknuðum klukkan 05:00, líklega síðasta kalda nóttinn í bíli hér í Nepal. Pökkuðum svefnpokunum og dótinu okkar og fengum okkur kaffibolla klukkan 5:30 í matsalnum. Gengum svo með dótið okkar út á flugvöll, Sherparnir vinir okkar vöknuðu með okkur og báru hluta tasknanna, en við kvöddum alla burðarmennina í gær.
Vorum komin út á fugvöll fyrir klukkan 6, en við vorum upplýst í gær um að við ættum fyrsta flug yfir til Katmandu og myndum fljúga beint ekki á þennan sveitaflugvöll sem við flugum frá þegar við komum.
Reyndin varð samt sú að við þurftum, að bíða í 2-3 klst. Flugið yfir gekk samt mjög vel þó manni finnst það smá crazy, bæði þar sem öryggisleit er mjög takmörkuð og maður situr, næstum því frammí hjá flugmönnunum og maður gæti í raun tekið í stýrið 🙂
Þurftum svo að bíða smá stund eftir rútunni á flugvellinum á Katmandu, en vorum komin aftur á hótelið okkar Gokarna Forest Resort klukkan 10:30. Það voru fagnaðarfundir að hitta aftur Ingu og Jóa, sem voru búin að vera í skemmtilegri ferð um Nepaldalinn.
Fengum okkur morgun/hádegismat, steikar eða klúbbsamlokur og drykki. Sátum lengi úti í sólinni og spjölluðum saman.
Strákanir (mínus Óli minn) fóru svo saman í golf, en við sátum áfram og nutum hitans og sólarinnar.
Svo fóru allir í nudd fyrir kvöldmat og ég náði líka manicure og pedicure, oft hefur verið þörf, en nú var nauðsyn, svo það var yndislegt.
Borðuðum góðan kvöldmat á barnum og svo fóru margir snemma í svefninn, eftir langan dag, en ég var ótrúlega hress eftir nuddið og snyrtinguna að ég fór ekki að sofa fyrr en að ganga tólf.