Leið miklu betur í morgun þegar ég vaknað en þegar ég fór að sofa, þökk sé einni parkódín töflu, þá svaf ég til klukkan 01 þegar ég þurfti að fara á klósettið😊
Það var miklu hlýrra núna en síðustu nótt en ég er búin að hósta mikið síðustu tvær nætur.
Við erum alveg hætt að taka Diamoxið en erum samt ennþá í rúmlega 4.000 m hæð.
Guðrún og Kristín eru líka báðar hóstandi. Guðrún og Elli fóru því aðra leið til Khumbung en við, þar sem það var mikil hækkun á dag leiðinni.
Við fórum aftur fram hjá klaustrinu sem við heimsóttum í gær á leið okkar.
Það var mjög gaman þegar við sáum aftur stóra klaustrið hinum megin við ána og dalinn, og sáum líka gistiheimilið Paradise sem við gistum á, á leiðinni uppeftir.
Tókum nestiapasu (mars/snickers/hnetur og harðfiskur) í fjallinu og nutum útsýnisins.
heldum svo áfram niður og upp en það var ágætis ganga upp að veitingastaðnum þar sem við borðuðum, hrísgrjón og kartöflur.
Það var mikið stuð í hádegismatnum þar sem við fæ dönsuðum undir styrki stjórn Hrannar.
Svo var önnur brekka efir hádegismat, 2 klst brekkan, þegar ég átti ekki eftir mikið af henni fékk ég hræðilegt asmakast. Ég náði ekki andanum en sem betur fer þá var ég með púst frá Ingu (mitt hafði orðið eftir fyrir mistök í niðurskurðinum) og það hjálpaði er að klára brekkuna. Rétt áður en ég lagði af stað þá var Sammi vinur minn að spila tónlist,og það var eitthvað þvílíkt rapplag sem var að gera mig gráhærða en hann var með okkur síðustu göngurunum. Ég á endanum bað hann vinsamlegast að slökkva hahah 😉 fyndið þegar maður er alveg að gefast upp hvað svona getur pirrað mann.
Þegar við vorum komim uppa hæðina stoppuðum við í tei á tehúsi sem var á þessum tímapunkti vel þegið eftir puðið upp.
Svo tók við smá niður kafli eftir teið og inn dalinn en alltaf sáum vip klaustrið hinum megin.
Sco sáum við Serba æfa sig í klettaklifri en það er bjöegunarskoli þarna í nágrenninu.
Svo Fengum við líka brekkuna, þá bauð Aðal sjerpinn mér að bera bakpokann minn fyrir Sig
eg Þrjoskaðist fyrst við og bar hann sjálf en svo þáði ég það og þvílíkur léttir, enda andardráttur inn eftir asma kastið ekki góður 😉
komum svo í þetta fallega litla þorp Sem heitir Khumjung sem er nauðsynlegur viðkomustaður því þarna er skóli sem Edmund Hillary stofnaði árið xxxx
Sturta 3 skipti á 12 dögum – forum og keyptum svuntu – góður matur – dansað og spilað á spil