Nýtt LOGO og slagorð fyrir www.halldora.is

by Halldóra

Var svo lánsöm að fá far með Hafdísi og Atla vinahjónum mínum þegar ég fór norður í ferðaskíðaferðina með Millu og Krillu ferðum. Við fórum eitthvað að tala um tækni og Chat GPT og hvernig hægt er að nota gervigreind til að búa til myndir og texta. Svo fórum við að tala um logo eða vörumerki og ég fór að segja Hafdísi að mig langaði svo að búa til logo fyrir heimasíðuna mína, www.halldora.is

Hafdís komst á flug og við fórum í brainstorming um slagorð og hún spurði mig alla vega spurninga. Hver væri uppáhaldsliturinn minn og hvað ég vildi láta sjá í logoinu. Við auðvitað töluðum um alla hreyfingu, hlaup, sund, hjól, gönguskíði, ferðaskíði og göngur. Svo sagði ég henni frá markmiðinu mínu sem væri alltaf að hafa gaman, að halda alltaf áfram, láta ekkert stoppa mig en umfram allt að njóta.

Niðurstaðan varð sú að við ákváðum að nota slagorðið: Haltu áfram, sem eru þá skilaboð til allra, þ.e. andstæðan við að hætta, þ.e að halda alltaf áfram. Það hefur skilað mér bestum árangri í öllum krefjandi verkefnum, hvort sem það er 350 km fjallahlaup í 6 daga (hækkun uppá tvo Hvannadalshnjúka á dag á hverjum degi), 100 mílna hlaup (UTMB), fjórar Vasagöngu í einni og sömu vikunni eða þátttaka í boðsundi yfir Ermasundið með Marglyttunum: Halldóra – haltu áfram eru skilaboðin sem hafa komið mér í mark.

Hvað litinn varðaði sagði ég Hafdísi að ég elskaði appelsínugulan lit, vínrauðan og reyndar líka blágrænan (Turquoise) sem var uppáhaldslitur Gurrý frænku.

Hafdísi byrjaði að teikna logoið í bílnum og svo kláraði hún það þegar hún kom heim eftir ferðina.

Ég er í skýjunum með útkomuna og ætla að deila með ykkur hérna frum-skiss-krotinu hennar.

Listamaðurinn heitir Hafdís Pálina og hér er vefsíðan hennar.

https://www.raudaberg.is/hafdis/

Takk elsku Hafdís fyrir þetta fallega listaverk sem LOGO-ið mitt er og fallegu skilaboðin (slagorðið): Þú ert best <3

You may also like

Leave a Comment