Morgunmatur 06:30, tilbúin 07:45 og brottför 08:00. Í dag var Mur de Huy brekkudagurinn í Belgíu en við komum að henni eftir um 62 km af leið dagsins.
Í bænum Huy búa um 21.300 manns en bærinn er við ánna Meuse sem við fórum yfir áður en við lögðum í
brekkuna.
Áin Meuse er 925 km löng og á uppruna sinn í Frakklandi, rennur síðan í gegnum Belgíu og Holland
áður en hún fer sína leið út í Norðursjó.
Mur de Huy er 1300 metra löng með meðalhalla 9,3% en sumir hlutar hennar fara í um 17% halla og mest er hallinn 26 % í einni beygjunni. Brekkan hefur m.a. verið notuð í Tour de France hjólreiðakeppninni.
Ég var mjög ánægð að hafa náð að hjóla ALLA BREKKUNA, þ.e. ég labbaði ekkert, en ég stoppaði tvisvar á leiðinni úti í kanti til að ná andanum og hélt svo áfram. Eftir að hafa klárað brekkuna, dauðlangaði mig aðra ferð, en lét það ekki eftir mér. Siggi hins vegar fór 3 sinnum brekkuna, ekkert smá magnaður 😉
Eftir að hafa farið Mur de Huy rúllum við áfram eftir Belgíu og þar voru heldur betur nokkrar brekkur áfram á leiðinni.
FRÁ FB SÍÐU TEAM RYNKEBY
Dagur 5. Miðvikudagur 12.júlíBelgía – mur de Huy dagurinn Genk – TransinneÍ dag verða farnir 145 km og 1633 hæðametra við tökum færri km og meira af brekkum. Mur de Huy verður tekin í dag. Brekka sem er meira en einhver brekka. Hún er 900 metra löng og meðalhalli 16% Þetta er brekka sem við tölum oft um og tekur út formið, heldur betur. Í Tour de France er þessi brekka notuð. Mikill tilhlökkun í hópum við erum eins og börn á jólum fyrir að takast á við þetta. Í þessum fallega bæ búa 21.300 manns. Þegar upp er komið þá fögnum við eins og sannir sigurvegararÞegar við verðum búin með Mur de Huy þá bíða okkar nokkra góðar brekkur til viðbótar en málið er bara ein brekka í einu hugarfariðFegurðin í Belgíu er einstök og hennar fáum við að njóta í dag.Okkar bíður æðislegur dagur vitum það svo vel
Belgía og Mur de Huy Rigning og 17˚ þegar við vöknuðum á þessu fallega hóteli. Sólin kom svo en sem betur fer bara 25˚ þegar leið á daginn.Mjög gott hjólaveður og góður andi í liðinu. Belgía er svo falleg auðvelt að heillast að hennar fegurð.Mur de Huy var tekin og við fögnuðum sigrum hvors annarsGóður dagur og Davíð verður kosin sprengjukongur dagsinns en Nína fylgir fast á eftir Belgía fer okkur vel og öllum líður svo vel Bestu kveðjur heim á allt okkar fólk