Keðjan á COVID-19 tímum

by Halldóra

Var beðin um að vera með erindi á málstofu hjá Barna- og fjölskyldustofu 28.apríl síðastliðinn.

Málstofan fjallaði um Barnavernd á Covid tímum og voru þrjú erindi á dagskrá.

Halla Björk Marteinsdóttir hjá BOFS fór yfir tölfræði og áhugaverðar staðreyndir frá Covid tímum tengt börnum foreldrum með áfengis- og vímuefnavanda.

Kolbrún Ýr Guðmundsóttir fjallaði um störf fósturteymis hjá Barnavernd Reykjavík á þessum tíma.

Ég fór síðan yfir þá vinnu sem við gerðum á tímum C-19 og hrósaði mínu starfsfólki sérstaklega fyrir að halda alltaf áfram að þjónusta notendur okkar allt C-19 tímabilið og að hafa samband að fyrra bragði við t.d. útskrifa þjónustunotendur sem voru í áhættuhópi varðandi ofbeldi á heimilum. Einnig hringdum við í allt okkar tímavinnustarfsfólk og stuðningsfjölskyldur til að taka stöðuna og sjá hvernig gengi á þessum víðsjárverðu tímum.

https://www.youtube.com/live/NIjSQkvGkJM?feature=share

You may also like

Leave a Comment