Er reglulega spurð um þær keppnir og hlaup sem ég hef tekið þátt í og þá á hvaða tíma ég kláraði.
Þar sem mín markmið ganga alltaf út á númer eitt að komast að ráslínu, númer tvö að klára, númer þrjú að hafa gaman alla leið og númer fjögur að bæta minn eigin tíma, ef ég hef farið í sömu keppni áður, þá man ég aldrei hverjir þessir tímar eru, svo ég þarf reglulega að fletta upp í Íþróttaferilsskránni minni (Athletic CV) sem er hér að neðan. Hún var upphaflega búin til þegar ég fór í fyrsta skipt í Vasaloppet til að reyna að komast í fremri ráshóp, var þá spurð hvort ég ætti íþróttaferilsskrá 🙂
Ákvað því bara að setja hana inn á heimasíðuna mína, svo ég geti verið fljótari að fletta upp keppnum og tímum 🙂