Við höldum upp Seigne skarðið en það skilur að Frakkland og Ítalíu. Kunnugir tindar eins og Mont-Blanc de Courmayeur, la Noire de Peutrey, les Grandes-Jorasses virðast vera rétt innan seilingar. Við höldum svo niður í Veny dalinn að og fáum okkur góða hádegishressingu í Elisabetta skálanum (2195 m). Skálinn stendur undir skriðjökli og gríðarfallegum tindum sem heita Pýramídarnir. Ef aðstæður eru góðar má taka krók í kringum Pýramídana en þeim spotta var bætt við Ultra-Trail du Mont Blanc hlaupið í fyrra. Við hlaupum næst niður í Veny dalinn framhjá Combal vatninu áður en við höldum upp í næsta skarð. Leiðin héðan og til Courmayeur er líklega ein sú mikilfenglegasta. Fyrir ofan Courmayeur (1226) er skemmtilegur skáli, Maison Veille (1956m), þar sem gott er að fá sér létta hressingu og slaka aðeins á áður en við brunum niður langa brekku í bæinn. Eftir gott bað á hóteli í Courmayeur er upplagt að rölta í bæinn, kíkja á útivistarbúðir og fá sér gourmet ítalska máltíð. Gisting á hóteli í Courmayeur.
-Gríðarlega flottur alpadagur á leið sem er mjög hlaupanleg. Dásamleg fjallasýn allan tímann og skemmtilegt niðurhlaup til Courmayeur. Algjör gulrót að koma inn á hótel eftir langan dag á fjöllum og hér má verðlauna sig með 7 rétta ítalskri máltíð.
ágúst 2019
Við byrjum ferðina með trompi og skellum okkur strax upp lengsta klifrið í mögnuðu umhverfi alpanna. Hlaupið hefst við Notre Dame kirkjuna og við förum yfir Bonhomme (2329m) og Croix du Bonhomme skörðin (2433m). Á leiðinni fáum við okkur hádegishressingu í Bonhomme skálanum. Eftir hressingu hlaupum við niður í smáþorpið Chapieux (1549m) og þaðan tekur við þægilegur vegur inn Jökuldalinn og endum við daginn innst í dalnum í Mottets skálanum sem er staðsettur undir Col de la Seigne skarðinu (2516m).
-Tökum lengsta klifrið á ferskum fótum og upplifum dásemdir alpanna strax á fyrsta hlaupadegi.
-Kvöldverður, morgunverður og gisting í Mottets skálanum. Fáum farangur okkar í skálanum og getum ferðast mjög létt.
Við flugum frá Íslandi til Genf á laugardagsmorgni. Við vorum 22 í hópnum, en tveir úr hópnum höfðu farið fyrr. Fórum svo með Alpybus frá flugvellinum í Genf til Chamonix en sú ferð tekur um 80 mínútur.
Beta tók á móti okkur í Chamonix með Náttúruhlaupafánanum. Eftir að hafa hent farangrinum uppá hótelherbergi kíktum við í bæinn. Það var frekar skýjað svo það viðraði ekki vel til að taka kláfinn upp í Aiguille du Midi. Kíktum því bara í búðir og skoðuðum bæinn.
Borðuðum svo saman á Pizza stað nálægt hótelinu um kvöldið. Það er 2 klst tímamunur, svo við fórum bara snemma á hótelið, til að undirbúa fyrsta hlaupadaginn og fara yfir hlaupaleiðir næstu daga.
Generalprufa Marglyttna fyrir Ermarsundið fór fram í Grundarfirði síðasta mánudagskvöld.
Boðsundið gekk glimrandi vel og fengu Marglytturnar að kynnast nokkrum stungum frá vinkonum sínum, öðrum marglyttum, annars voru aðstæður frábærar og sjávarhiti 12 gráður.
Marglytturnar þakka heimamönnum fyrir aðstoðina og minna landsmenn á að hægt er að styðja verkefnið með Aur appinu í síma 788-9966.
- 1
- 2