Við Óli hlupum saman í Víðavangshlaupi ÍR í dag, sumardaginn fyrsta.
Þetta er mjög skemmtilegt hlaup, þar sem þú færð tækifæri til að hlaupa upp Hverfisgötuna, niður Laugaveginn og svo Lækjargötuna út að BSÍ þar sem snúið er við og hlaupið fram hjá Ráðhúsinu, Alþingishúsinu og endað í Austurstræti.
Við hlupum þetta á 27 mín og 3 sek og vorum í 248 og249 sæti (74 kvk af 243).