Það var einstaklega gaman að taka þátt í Þorláksmesssundi Breiðabliks í morgun. Viðurkenni það alveg, að ég var ekki alveg að nenna að fara í morgun þegar ég vaknaði, enda þreytt eftir 40 km hlaupið frá Hveragerði til Reykjavíkur í gær.
En ég vissi að ég yrði mjög svekkt í allan dag ef ég myndi ekki fara, svo ég dreif mig og hugsaði líka með þakklæti fyrir að geta tekið þátt, því það er ekkert sjálfsagt.
Sundið gekk ágætlega, fyrir utan það að ég missti sundhettuna af mér á leið yfir í þriðju ferðinni, svo ég stoppaði alveg til að taka af mér gleraugun, setja aftur á mig sundhettuna og gleraugun hahahah 🙂 En það skipti svo sem engu máli, þar sem ég vissi að ég myndi ekki ná PB og markmiðið var bara að hafa gaman og vera með sem ég og gerði.