Stjórnendadagur Reykjavíkurborgar 2020

by Halldóra

Ég var beðin um að taka þátt í stjórnendadegi Reykjavíkurborgar 2020 og svara eftirfarandi spurningum. Svörin voru svo tekin upp og klippt/stytt í myndband. Yfirskriftin er stafræn framtíð.

  1. Hvað ertu búin að vinna lengi hjá Reykjavíkurborg?
    Ég hóf störf hjá Reykjavíkurborg 1. maí 2019 – svo ég er búin að starfa í 17 mánuði.
  2. Hvaða stafrænar lausnir eruð þið á þínum vinnustað að nota?
    Til viðbótar við hefðbundinn Office pakka, þá erum við að nota Workplace. Við erum að nota Cisco Webex mjög mikið sérstaklega á fundum innan borgarinnar, höfum líka verið að nota MS Teams, bæði í verkefna vinnu og í fjarfundum. En erum núna að færa okkur meira yfir í KARA CONNECT, til að þjónusta notendur rafrænt.
  3. Á hvern hátt sérð þú fyrir þér að nýta tækni og stafræna þróun í ljósi styttingar vinnuvikunnar?
    Það er klárlega tækifæri að nýta tæknina til að bæta skipulag og skilvirkni sem er krafa með styttingu vinnuvikunar. Að taka fundi með notendum t.d. með Kara Connect styttir bæði akstur til og frá þjónustunotendum sem og tíminn sem fer í heimsóknina er styttri, það er bara staðreynd. Þeir sem hafa notað símtöl eða rafrænar heimsóknir, er mjög ánægðir með árangurinn.
  4. Hvaða framtíðarsýn hefur þú varðandi stafræna þróun á þínum vinnustað?
    Ég hef MJÖG SKÝRA SÝN og mikinn metnað hvað varðar stafræna þróun.
    Reykjavíkurborg á að vera í fararbroddi í þessum efnum.
    Við eigum alltaf að hafa þarfir borgarbúands eða fjölskyldunnar í Reykjavík að leiðarljósi.

    Til þess að geta veitt bestu og einstaklingsmiðuðu þjónustuna þá myndi ég vilja að hver einasta fjölskylda hefði aðgang að MÍNAR SÍÐUR í Reykjavík, þar sem fram koma allar upplýsingar um alla þjónustu sem er veitt til fjölskyldunnar og gagnvirk samskipti hvort sem er við leikskólann, grunnskólann, íþrótta- og tómstundastarf, starf og þjónustu við eldri borgara og að sjálfsögðu öll velferðarþjónusta og samskipti þar um. #StafrænReykjavík

    Hvað varðar Keðjuna, þá leggum við mikla áherslu á að ná settum markmiðum varðandi okkar þjónustu og fylgjum þeim eftir með rafrænum mælingum í samstarfi við skrifstofu Velferðarsviðs.
    Því myndi ég vilja hafa ennþá betra mælaborð fyrir stjórnendur með upplýsingum um alla þjónustu sem notendur eru að fá frá borginni þvert á sviðin. Þarna eru þá uppfærðar lykiltölur, til að fylgjast með stöðunni á allri veittri þjónustu sem og málum á bið. Þetta mælaborð stjórnandans er þá lifandi skjal með rauntímaupplýsingum og með Mínum Síðum inn á reykjavik.is –og við fáum rauntímasvörun þ.e. einkunnagjöf á veittri þjónustu hverju sinni og gagnvirk samskipti.
  5. Hvernig hvetur þú starfsfólk í þínum teymum til að nýta stafrænar lausnir í starfi?
    Það má segja að Covid-19 hafi komið okkur vel af stað í að nýta stafrænar lausnir í starfi, samanber reglulega fundi á WEBEX með öllu starfsfólki.
    Við hringdum í allar st.fjölskyldur og tímavinnustarfsmenn í Covid-19 fyrstu bylgju með það fyrir augum að kanna hvernig við gætum bætt þjónustuna við starfsmenn sem eru í tímavinnu eða verktakar fyrir okkur.
    Þær hugmyndir sem við fengum var að vera með námskeið fyrir þennan markhóp á netinu t.d. með Youtube myndböndum eða Podcöstum, þar sem fólk getur fundið hentugan tíma til að hlutsta/horfa.
    Við erum nú þegar búin að taka upp eitt fræðslumyndband í samstarfi við ADHD samtökin, þar sem koma fram mjög góð ráð til að vinna með börnum sem eru með ADHD greiningu. Er það vistað á YOUTUBE síðu Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
    Hvað varðar hvatningu til starfsmanna, þá höfum við bent á tíma- og orkusparnað sem er fólgin í því að nota stafræna tækni. Einnig höfum við verið með góða fræðslu eins og til dæmis frá KARA CONNECT til að hjálpa fólki að komast yfir hindranir og erum líka að velja superusera sem eru í fararbroddi í nýtingu tækninnar og þá stuðningur við aðra starfsmenn.

    Við setjum gildi Velferðarsviðs alltaf í öndvegi en þau eru VIRÐING, VIRKNI og VELFERÐ.

You may also like

Leave a Comment