Alltaf gaman að rýna í tölfræði, sérstaklega þegar maður leggur af stað í maraþon með engin markmið, nema að hafa gaman og klára. Gaf mér um 4,5-5 klst í þetta maraþon, en kláraði á rétt rúmum 4 klst, sem er þriðji besti tími minn í maraþoni. Náði besta tímanum í Reykjavíkurmaraþoni 2016, á 3 klst 55 mín og 26 sek, sem voru þá 26 sek. frá Boston lágmarki.
2019 Reykjavik Marathon Date: 24. Aug.2019 Time: 04:02:57
2017 Boston Marathon Date: 17. Apr.2017 Time: 04:50:10
2016 Reykjavik Marathon Date: 20. Aug.2016 Time: 03:55:26
2015 Maratón de Sevilla Spain Date: 22. Feb.2015 Time: 04:01:50
2012 Reykjavík Marathon Date: 18. Aug.2012 Time: 04:11:36
2012 Paris Marathon Date: 15. Apr. 2012 Time: 04:03:29
2011 Copenhagen Marathon Date: 22. May 2011 Time: 04:35:33
Önnur áhugaverð tölfræði er í hvaða sæti maður lendir. Rúna Rut vinkona sagði mér að ég væri í 500 sæti af rúmlega 1100 þátttakendum, sem var skemmtileg tilviljun, þar sem ég var númer 50 og ákvað að taka þátt með 2ja daga fyrirvara út af 50 ára afmælisárinu mínu og ég hljóp 50 km þennan dag.
FYRST ÍSLENSKRA KVENNA Í ALDURSLOKKNUM 50-59 ÁRA
Ég varð í 15 sæti í aldursflokki yfir allar konur 50-59 ára af 90 konum og í fyrsta sæti af íslenskum konum í aldursflokknum. Varð 13 íslenska konan overall í mark af 43 íslenskum konum sem hófu keppni en 42 kláruðu.