Ég flaug frá Genfar flugvelli klukkan 11:00. Rútan frá hótelinu í Lausanne átti að fara klukkan 08:10 – en hún kom ekki að sækja okkur fyrr en 08:30, svo ég var orðin smá stressuð að ná að tékka mig inn og komast út í Gate fyrir flugtak. Ferðin á flugvöllin tók um 50 mín, svo við vorum komin þangað um 09:30. Tékk-inn hjá EasyJet tók smá tíma, en ég sem betur fer náði. Var fegin að vera ekki með hjólið mitt líka, en frábæru félagar mínir tóku hjólatöskuna mína heim frá Zurich.
Hitti Þóreyju á Gatwick. Fengum okkur lunch á veitingastað á hótelinu og biðum eftir hinum Marglyttunum sem lentu í seinkun frá Íslandi. Það var yndislegt að hittast allar í Nike göllunum okkar og fórum svo með 19 manna leigubíl til Dover. Tékkuðum okkur inn á Premier inn og fengum okkur svo kvöldmat á Nando kjúklingastaðnum.
Fór snemma að sofa enda orðin langur dagur, þar sem ég svaf mjög illa síðustu nótt (hefði átt að pakka niður áður en ég fór að sofa), undirmeðvitundin var algjörlega meðvituð um að það ætti eftir að klára að pakka og koma öllu niður í anddyri. Klikka ekki á þessu fyrir næstu brottför.