Hópurinn okkar lagði af stað eldsnemma frá Ghorakshep uppá Kalapattar (5550m). Þegar þau komu niður aftur fengu þau sér morgunmat og héldu svo áleiðis til okkar í Lobuche þar sem við borðuðum saman morgunmat.
Við Óli vöknuðum 6:30 og fengum okkur morgunmat klukkan 7, hefðum auðvitað átt að sofa bara lengur þar sem þurftum ekki að skila herberginu fyrr en klukkan 10. Þegar ég var búin að pakka þá fundust sólgleraugun ekki svo ég varð að henda mér í hverfissjoppuna og kaupa 800 kr Oakley gleraugu 😉
En fór samt í smá hlaupaleiðangur að leita að gleraugunum ef ég hefði gleymt eða misst þau þar kvöldið áður, án árangurs.
Eftir hádegismat var leiðin áfram niður á við og í raun mjög stutt ganga fyrir okkur Óla þar sem við förum bara búin að bíða eftir hópnum. En það væri fagnaðarfundir að hitta þau aftur 😉
Ég var frekar lystalaus, gat ekki borðað djúpsteiktu vorrúlluna sem var í hádegismat og ekki heldur kartöfluréttinn sem var í kvöldmat.
þegar við komum í Thukla (4799m) væru teknar sitjandi teygjur, fólk ekki alveg með orku í annað , en þær voru góðar.
Svo var spilað á spil sem er alltaf skemmtilegt, þangað til kvöld maturinn var framreiddur, en þar var svo kalt í herberginu að það var hlýrra að sitja niðri í matsalnum.
Svaf í þykku Everest úlpunni minni fra 66 ofan í svefnpokanum með hita brúsann og í ull og flís og tveim sokkum og með húfu. Það var virkilega kalt eins og síðustu tvær nætur.
En það sem var verst var að ég var farin að hósta of hósta sem var ekki gott.