Frábæru Laugavegshlaupa partýi 2021 lokið. Byrjuðum á að skutlast í Þórsmörk með tjald og bíla á föstudags eftirmiðdag (tekið smá Básaskokk) svo var farið inní Landmannalaugar þar sem við gistum í FÍ skálanum.
Hlaupið ræst klukkan 09.00 á laugardagsmorgni í bongó blíðu, en ég var í þriðja ráshópi klukkan 09.10.
Það var óvenju heitt en miklu minni snjór en í síðustu viku þegar ég hljóp Laugaveginn á 2 dögum með Hlaupahópi Stjörnunnar.
Eftir Bláfjallakvísl fór að blása svolítið á okkur á móti en kosturinn við það var fín kæling Sævar hljóp með mér meirihluta sandanna, en var hraðari og ferskari en ég svo hann fór á undan niður í Emstrur. Hitti Hjalta og hann þar og stoppaði aðeins til að fylla á brúsann og fá mér banana og smá Pepsi.
Það var mjög þægilegt að hafa hlaupið leiðina nýlega því ég þekkti hana svo vel. Svo var ég reyndar líka að taka þátt í 6 skiptið. Nákvæmlega 10 ár síðan ég tók þátt í fyrsta skipti, svo tók ég nokkurra ára hlé eða til 2017 og hef ég tekið þátt árlega síðan.
Ultrahlaup eru alltaf ultrahlaup og er hvert hlaup krefjandi. Ég var til dæmis að berjast við krampa tilfinningu í lærunum allan tímann eftir Bláfjallakvísl svo ég hægði bara á mér.
Ég minnti mig líka reglulega á markmiðin mín #1 að komast að ráslínu sem er ekki sjálfsagt #2 að klára hlaupið alls ekki sjálfsagt #3 að hafa gaman alla leið og #4 ef ég hef hlaupið áður að bæta minn eigin tíma. Ákvað reyndar fyrir þetta hlaup að ég ætlaði ekki að reyna að ná markmiði 4 þar sem það var ekki raunhæft m.v. takmarkaðar æfingar í sumar. En náði öllum hinum markmiðunum og skemmti mér konunglega allan tímann og kom syngjandi “Top of the World” þegar ég kom í mark.
Eftir hlaupið var að sjálfsögðu hlaupapartý og varðeldur í Básum þar sem var tjúttað fram á nótt.
Er mjög stolt af öllum hlaupafélögum mínum, vinum og æfingafélögum í Náttúruhlaupum, Stjörnunni og Breiðablik (Þríkó) sem fóru í hlaupið. Það er alltaf þannig að það ná ekki allir að klára en það voru allir glaðir með þann árangur sem þeir náðu og óska ég öllum innilega til hamingju.
Takk elsku Siggi og Hildur fyrir skutl ínní Mörk og takk kæri Hjalti fyrir að skutla okkur inn eftir. Takk elsku Óli fyrir að koma inní Þórsmörk (hálfslappur). Elsku vinkonur takk fyrir hvatninguna og móttökurnar og kæru vinir sem voruð með okkur í Þórsmörk um helgina takk fyrir yndislegar samverustundir #laugavegurultra#náttúruhlaup#topoftheworld#trailrunning#trainingfortor#alparnir
p.s. fyrir tímanördana þá var flögutíminn minn: 07:41:28 Var í 84 sæti af 205 kvk sem klára og 13 sæti í aldursflokki af 42 konum í aldursflokkinum sem klára. Tímarnir mínir í sögulegu samhengi:
2011: 07:37:44
2017: 08:10:11
2018: 07:01:12
2019: 06:59:47
2020: 07:21:09