Við vorum sóttar á hótelið klukkan 9 ásamt bresku hjónunum, vinum okkar.
Vorum keyrðar upp í El Pilar sem er í um 1.500 metra hæð. El Pilar er aðeins sunnar en þar sem við beygðum í gær í áttina að El Paso.
Við byrjuðum á að klifra fyrstu sjö kílómetrana upp í um 2.000 metra hæð og síðan tók niðurhlaup við.
Áttum samkvæmt plani að fara um 18 km leið eða til bæjarins í La Fuente. En við ákváðum að bæta við um 15 km leið alla leið niður að vita þar sem Transvulcania hlaupið byrjar. Fórum svo upp aftur í bæinn, svo við enduðum í um 32 km þennan daginn, komu reyndar 35 km á mitt úr, sem ég veit ekki af hverju. Held það hafi bætt við einhverjum 3 km í lokin 🙂
En þessi leið var ofboðslega falleg og gaman að próf að hlaupa niður þessa leið, sem er í raun hlaupið upp í Transvulcania hlaupinu.
Tóku svo strætóinn til baka til Santa Cruz.
Fórum um kvöldið aftur út að borða á góða veitingastaðinn á göngugötunni og borðuðum þríréttaða máltíð með góðri lyst og hringdum í Rebekku í Hong Kong.
Frábær dagur (því miður sá síðasti) og við búnar að ná 188 km, bara 12 km eftir til að ná 200 km.