Tók þátt í Hvítasunnuhlaupi Hauka í dag. Það var eins og ávallt virkilega gaman að taka þátt í þessu hlaupi. Ákvörðun um vegalengd var frekar fyndin. Þegar ég fór að skrá mig í Sportís á laugardeginum, valdi ég vegalengd eftir númeri, þar sem númerið fyrir 17,5 km var langflottast 650 svo ég skráði mig í það.
Hlaupið gekk vel, fór samt allt of mikið klædd eins og ávallt, en mikil stemning á leiðinni.
Kláraði á 01.46.06, 10 kona af 50 konum (44 af 104 overall).