Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

by Halldóra

Síðari keppnisdagur í skíðaskotfimikeppninni var í dag. Símon bílstjóri sótti okkur og við vorum komin fyrst við ratstjárstóðina þar sem við þurftum að hlaða farangursboxið á troðaranum með öllum byssunum og skíðin og bakpokinn fóru í lokaðan snjósleða uppeftir.

Þegar við komum upp eftir byrjuðum við að aðstoða grænlendingana að setja upp motturnar við skotsvæði aftur og svo fórum við að „calibreita“ „skjótainn“ rifflana. Mér gekk mun betur núna að græja mína byssu enda fékk ég aðstoð frá meistaranum honum Uiloq Slettemark og ég var mjög ánægð. Fékk svo Svabba til að prófa hann og hann var sammála öll 5 skotin sem hann prófaði voru inni.

Síðan tók við mjög löng bið, þar sem ég ákvað að fikta ekkert meira í rifflinum, hitaði aðeins upp, en fann mér var mjög illt í rassinum (tognunin) var að pirra mig og því var ég mjög róleg í upphituninni. Þar sem ég lenti í svo miklu fíáskói í gær rétt fyrir keppni þá fór ég aldrei af skíðunum, svo ég held ég hafi beðið og ólað á þeim í um 90 mín áður en ég var loksins ræst út.

Krakkarnir voru ræstir fyrstir eins og í gær, en núna voru kk, ræstir á undan kvk. Það kom betur út, því í gær náðu þeir okkur og þá varð mikil bið á skotsvæðinu. Ég var t.d. með 2 mínútna bið samtals í gær þar sem ég þurfti fyrst að bíða eftir að fá pláss á mottunni, voru tvær byssur á sömu mottu, og í seinna skiptið var Svabbi að nota byssuna mína, svo ég bara beið og beið.

En alla vega ég var ekki vel upplögð að leggja af stað, en samt fegin að við myndum bara skíða 5 * 1,7 km – en ekki 5 * 2,5 km eins og ég hélt. Svo áttum við að skjóta Prone, Standing, Prone, Standing, eða liggjandi, standandi, liggjandi og standandi.

Mér gekk mjög vel liggjandi hitti 4 af 5 í bæði skiptin, en hitti ekkert í standandi 0 af 0. Greinilega tækifæri til úrbóta þar. En mjög ánægð með framfarirnar í liggjandi. Skautaskíðunin gekk ekkert sérstaklega vel, fann að vefurinn í rassinum hafði áhrif á mig, og ég var ekki að hugsa um tæknina, heldur hamaðist ég bara áfram og taldi niður 20% búið eftir fyrsta hring, 60% eftir 3 hring og svo framvegis. Svo ég var mjög fegin þegar ég kláraði að hafa náð að klára því þessi tognun er búin að vera mjög pirrandi alla helgina ;-(

Þegar allir höfðu klárað þá hjálpuðust við að, við að ganga frá öllu, bæði rifflum, dýnum, skotmörkum, tjaldi og öllum búnaði. Byrjuðum svo að ganga niður og það var frekar vont. Var svo heppin að þegar ég var komin hálfa leið þá fékk ég far með beltafjórhjóli niður. Það var mikið fjör, þ.e. bæði að fara upp með Óla (ekki mínum) á appelsínugula snjósleðanum og svo niður með beltafjórhjólinu, eins og að vera í rússíbana

Eftir sturtu kíktum við aðeins í bæinn, reyndar mikið lokað, þar sem það var sunnudagur, en matarbúðin opin í Kringlunni og við versluðum þar íslensk jarðarber, rjóma og kex til að geta útbúið skyrtertur í Pálínuboðið sem halda átti í skíðaskál Nuuk búa í bænum klukkan 18:00. Við vorum mætt þangað klukkan 17:00 og útbjuggum fjóra bakka af skyrtertum í Desert í Palínuboðið og við 5-fræknu komum líka með heilmikið af brokkolí pasta sem við áttum afgangs frá kvöldmatnum kvöldið áður.

Það var þvílík veisla. Pasta réttur með hreindýrahakki, hreindýrasúpa, pastað okkar og salat og meðlæti. Glæsilegur ostabakki, snakk og fullt af drykkjum (sem hinir ferðafélagar okkar höfðu komið með í boðið).

Þetta var mikil veisla í Pálínu boðinu og skemmtilegt. Svo fór verðlaunaafhending fram en við höfðum keypt gjafir sem voru sett á verðlaunaborðið og svo við gáfum við bestu stúlkunni og besta drengnum páskaegg sem við tókum með frá Íslandi.

Eftir Pálinuboðið var farið í íbúðina til Einars og Mikka þar sem við fórum í PUBQUIZ keppni sem Einar stýrði.

Frábær dagur og mikil stemning meðal íslendinganna en við erum 19 sem komum frá Íslandi.

You may also like

Leave a Comment