Gengið í ljósið fyrir Ljósið

by Halldóra

Þegar Einar Olafsson setti inn upplýsingar um skíðagöngu til styrktar Ljósinu sem hann og Oskar Pall Sveinsson ætluðu að ganga á styðsta degi ársins, samtals 18 klst – fagnaði ég framtakinu og sagðist myndu styrkja það og taka þátt nokkra hringi. ❄️
Einar hins vegar skoraði á mig að ganga alla nóttina með þeim og ég á mjög erfitt að skorast undan svona áskorunum tala ekki um þegar málefnið er svona frábært og stendur manni nærri❤️


Í hópinn bættust svo Kristján Sigurðsson og Sigrún Rósa Björnsdóttir svo við vorum fimm sem gengum alla nóttina samtals um 700 km en ég gekk sjálf 120 km sem er lengsta vegalengd sem ég hef gengið á gönguskíðum og mér fróðari gönguskiðasnillingar segja það Íslandsmet kvk hvað vegalengd varðar á gönguskíðum 🙏

Það voru um 200 gönguskíða snillingar sem skíðuðu með okkur í gærkvöldi og í morgun og langar mig að þakka sérstaklega vinum mínum sem komu og skíðuðu með okkur og þakka öllum sem styrktu Ljósið.

Ég óska Óskar og Einari innilega til hamingju með frábært framtak og er þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu frábæra verkefni.

Takk “fimm fræknu” fyrir yndislegar samverustundir í Bláfjöllum síðasta sólarhringinn 😍
Það er ennþá hægt að styrkja málefnið sjá nánar hér að neðan.

You may also like

Leave a Comment